Morgunblaðið - 11.12.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 336. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Halda jól á
fjöllum uppi
Massimo-fjölskyldan eyðir jólum
á Kárahnjúkum Austurland
Viðskipti | Kaupthing Bank Sverige skilar hagnaði í ár Vísitala
neysluverðs hækkar umfram spár Úr Verinu | Sandhverfueldi
vex fiskur um hrygg Rækjurisi verður til á Húsavík.
Viðskipti og Úr verinu í dag
TALSMAÐUR Bandaríkjastjórnar varði í
gær þá ákvörðun hennar að banna fyrir-
tækjum í Frakklandi, Þýskalandi, Rúss-
landi og Kanada að bjóða í verk í Írak. Sagði
hann, að þau væru
fjármögnuð fyrir
bandarískt fé og því
aðeins fyrir fyrir-
tæki í þeim ríkjum,
sem stutt hefðu
innrásina og sent
þangað herlið.
Viðbrögð við
ákvörðun Banda-
ríkjastjórnar hafa
verið ákaflega
hörð. Þýska stjórn-
in sagði hana „óá-
sættanlega“ og
aðstoðarforsætis-
ráðherra Kanada,
John Manley,
sagði, að hér eftir
yrði erfitt „að rökstyðja frekari framlög til
uppbyggingarinnar í Írak“.
„Eðlilegt og rétt“
Herve Ladsous, talsmaður franska utan-
ríkisráðuneytisins, sagði, að verið væri að
kanna hvort ákvörðun Bandaríkjastjórnar
stæðist alþjóðalög og Sergei Ívanov, varn-
armálaráðherra Rússlands, gaf í skyn, að
ekki yrði lengur tekið í mál að umbreyta
rúmlega 590 milljarða kr. skuld Íraks-
stjórnar við Rússa. Írakar skulda öðrum
ríkjum meira en 9.000 milljarða ísl. kr., ekki
síst í Frakklandi og Þýskalandi auk Rúss-
lands.
Scott McClellan, talsmaður Bandaríkja-
stjórnar, sagði, að það væri „eðlilegt og
rétt“ að banna fyrirtækjum í þeim ríkjum,
sem andvíg hefðu verið Íraksstríðinu, að
bjóða í verk í Írak en Paul Wolfowitz, að-
stoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkja-
stjórnar, rökstyður ákvörðunina með því, að
hún verði til að hvetja önnur ríki til að senda
herlið til Íraks.
Margir fréttaskýrendur og sérfræðingar
í bandarískum málefnum sögðu í gær, að
Bandaríkjastjórn hefði hunsað tækifæri til
að „draga úr spennunni, jafnt milli ríkis-
stjórna sem samfélaga“. Þess í stað hefði
hún kynt á ný undir ágreiningnum um
Íraksmálin.
Ríki andvíg
Íraksstríði
útilokuð
Washington. AP, AFP.
Ákvörðun/18
Hryðjuverkum í Írak var
mótmælt í Bagdad í gær.
Bandaríkjastjórn segir
ákvörðunina „eðlilega“
HÁTTSETTUR, bandarískur emb-
ættismaður hefur tilkynnt rúss-
nesku stjórninni, að Bandaríkja-
stjórn stefni að því að koma upp
herstöðvum í Austur-Evrópu og í
sovétlýðveldunum fyrrverandi.
Kom þetta fram á fundi með
Marc Grossman, einum af aðstoð-
arutanríkisráðherrum Bandaríkj-
anna, og fulltrúum rússneska
varnarmálaráðuneytisins, öryggis-
stofnana og herráðsins.
Eru Rússar sagðir hafa brugðist
þunglega við tíðindunum en Grossman vildi ekki stað-
festa, að Bandaríkjastjórn hygðist koma upp herstöð í
Póllandi og Azerbaídsjan. Safar Abiyev, varnar-
málaráðherra Azerbaídsjans, staðfesti hins vegar í
gær, að viðræður ættu sér stað um aðstöðu fyrir
Bandaríkjaher í landinu.
Sergei Ívanov, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði
í gær á fundi með starfsbræðrum sínum í sovétlýðveld-
unum fyrrverandi, að ekki yrði fallist á bandarískar
herstöðvar við landamæri Rússlands.
Talið er, að þetta mál muni spilla enn samskiptum
Rússa og Bandaríkjamanna en þau hafa versnað mjög
að undanförnu.
Bandarískur her í austurveg
Marc Grossman
Moskvu. AFP.
LAGÐAR eru til viðamiklar breyt-
ingar á fyrirkomulagi eftirlauna
æðstu handhafa framkvæmda-
valds, löggjafarvalds og dómsvalds
í frumvarpi allra flokka sem lagt
var fram á Alþingi í gærkvöldi.
Skv. frumvarpinu er einnig lagt
til að formenn stjórnmálaflokk-
anna sem ekki eru jafnframt ráð-
herrar fái 50% álag á þingfarar-
kaup. Álag á þingfararkaup
formanna þingflokka, varaforseta
Alþingis og formanna þingnefnda
hækkar úr 15% í 20%.
Gerð er sú grundvallarbreyting
að eftirlaunagreiðslur fyrir æðstu
störf í þjóðfélaginu verða framveg-
is greiddar beint úr ríkissjóði í stað
lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
Í greinargerð segir að í ljósi þess
að réttur til lífeyrisgreiðslna skv.
frumvarpinu sé nokkru betri en al-
mennt tíðkast verði iðgjaldahlut-
fallið hækkað úr 4% af föstum
launum í 5% af heildarlaunum.
Réttindaávinnsla alþingismanna
verður jöfn á hverju þingári, þ.e.
3% af þingfararkaupi. Réttinda-
ávinnsla ráðherra verður óbreytt
6% á hverju ári í embætti en há-
markseftirlaunahlutfallið hækkar í
70%. ,,Myndaður er sérstakur rétt-
ur fyrir alþingismenn og ráðherra,
sem gegnt hafa forustuhlutverki í
stjórnmálum um langan tíma, til að
hverfa af vettvangi þjóðmála og
fara á eftirlaun fyrr en annars er
heimilt í stað þess að leita sér
starfs á vinnumarkaði. Eru mörkin
sett við alþingismenn sem setið
hafa sextán ár hið minnsta á Al-
þingi og ráðherra sem gegnt hafa
embætti í a.m.k. sex ár,“ segir m.a.
í greinargerð.
Lagt er til að fyrrverandi alþing-
ismaður geti átt rétt á eftirlaunum
ef hann lætur af þingmennsku og
er fullra sextíu ára. Hafi hann átt
sæti á Alþingi í samtals sextán ár
eða lengur lækkar hins vegar það
aldursmark um fimm ár „og síðan
til viðbótar um sem svarar helm-
ingi þingsetutíma hans sem er um-
fram sextán ár. Aldursmarkið get-
ur þó ekki lækkað um meira en tíu
ár samkvæmt þessum tölulið.“
Eftirlaun fyrir æðstu störf í þjóðfélaginu framvegis greidd úr ríkissjóði
Flokksformenn fái 50%
álag á þingfararkaup
JÓLIN eru forn hátíð og eiga sér rætur langt
aftur fyrir daga kristninnar. Flest trúarbrögð
og menningarheimar halda upp á það þegar
daginn fer aftur að lengja, en hvergi er þessi
hátíð mikilvægari en á norðurslóðum þar sem
vetur eru dimmir og kaldir. Næstu dagar eru
þeir dimmustu á árinu en eftir 10 daga fer sól
að hækka á lofti. Mikið sjónarspil var á himni í
gær og Keilir eins og ör á miðri mynd.
Morgunblaðið/Kristinn
Sjónarspil ljóssins á dimmum dögum
SAMKVÆMT frumvarpinu er
sett sérákvæði um eftirlaun for-
sætisráðherra. Hafi hann gegnt
embættinu í a.m.k. eitt ár öðlast
hann rétt til eftirlauna samkvæmt
sama hlutfalli og forseti Íslands. Í
frumvarpinu segir að eðlilegt sé
að um fyrrverandi forsætisráð-
herra gildi sérregla sem sé
nokkru hagstæðari en fyrir aðra
ráðherra þar sem hann er á hverj-
um tíma hinn pólitíski leiðtogi
þjóðarinnar. Eftirlaun hans verða
60% af heildarlaunum, þ.e. ráð-
herralaunum og þingfararkaupi á
hverjum tíma. Hafi hann gegnt
embættinu lengur en eitt kjör-
tímabil verða eftirlaunin 70% og
80% hafi hann gegnt því lengur en
átta ár.
Forsætisráðherra fái sama hlut-
fall eftirlauna og forseti Íslands