Morgunblaðið - 11.12.2003, Side 27

Morgunblaðið - 11.12.2003, Side 27
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 27 Reykjanesbær | Jólamót eldri borg- ara í billjarði var haldið í félags- miðstöðinni Fjörheimum í gær. Margir þátttakendur voru með við- eigandi höfuðföt í tilefni dagsins. Sextán eldri borgarar tóku þátt í mótinu og fleiri komu til þess að fylgjast með og hvetja sitt fólk. Á hæla Valdimars varð Jón Olsen í öðru sæti og Gunnar Jónsson í því þriðja. Veitt voru jákvæðniverð- laun. Nafn Jóhanns Alexanders- sonar kom upp úr pottinum þegar dregið var úr nöfnum allra. Ekki þótti fært að gera öðruvísi upp á milli fólks því allur hópurinn er með jákvæðnina í fyrirrúmi. Valdimar best- ur í billjarði Njarðvík/Grindavík | Kvennakór Suðurnesja og Karlakór Keflavík- ur halda sameiginlega aðventutón- leika í Ytri-Njarðvíkurkirkju í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 og í Grindavíkurkirkju sunnudaginn 14. desember kl. 20. Á efnis- skránni eru mestmegnis klassísk jólalög. Kórarnir hafa báðir yljað Suð- urnesjamönnum og fleirum um hjartarætur um langt árabil með söng sínum. Mikil gróska er í starfi þeirra, segir í fréttatilkynn- ingu um tónleikana. Kvennakór Suðurnesja varð 35 ára snemma á þessu ári, nú eru 50 ár liðin frá því Karlakór Keflavíkur var stofnaður. Hélt karlakórinn stórtónleika af því tilefni ásamt Karlakórunum Fóstbræðrum og Þröstum. Einnig tók Karlakórinn þátt í karlakóra- móti á Selfossi í haust. Kvennakór Suðurnesja hélt tónleika ásamt Lögreglukór Reykjavíkur í októ- ber. Loks er þess getið að Karla- kór Keflavíkur fékk menningar- verðlaun Reykjanesbæjar 2003 við athöfn í síðasta mánuði. Kórarnir tveir hafa nokkrum sinnum haldið sameiginlega tón- leika, síðast fyrir sjö árum. Sameiginleg- ir aðventu- tónleikar Suðurnes | Kvenfélögin í Keflavík, Njarðvík, Sandgerði, Garði og Vog- um hafa tekið höndum saman um söfnun til handa fjölskyldum og ein- staklingum sem hafa úr litlu að spila fyrir jólin. Hugmyndin er að standa svipað að málum og hjá Mæðra- styrksnefnd í Reykjavík. Félagsmálastjórinn í Reykja- nesbæ, Hjördís Árnadóttir, hvetur fé- lagasamtök, verslunareigendur, aðra atvinnurekendur og einstaklinga á Suðurnesjum að leggja sitt af mörk- um til að sem flestir íbúar svæðisins geti átt möguleika á áhyggjulitlum jólum í ár. Tekið er fram að æskilegt er að framlög séu í formi matar, gjafakorta eða peninga. Ekki er tekið við fatnaði því Suðurnesjadeild Rauða kross Íslands annast fatasöfn- un. Þeim sem vilja leggja eitthvað af mörkum er bent á að hafa samband við forsvarsmenn kvenfélaganna, Ragnhildi Ragnarsdóttur, Sjöfn Ol- geirsdóttur, Helgu Valdimarsdóttur, Hönnu Helgadóttur, Valdísi Sigurð- ardóttur eða Sylvíu Hallsdóttur. Tekið verður við umsóknum um að- stoð í Svarta pakkhúsinu við Hafn- argötu í Keflavík næstkomandi mánudag og þriðjudag, milli klukkan 13 og 18. Umsóknirnar verða síðan af- greiddar á sama stað á Þorláksmessu, milli klukkan 14 og 19. Í tilkynningu frá félagsmálastjór- anum er jafnframt vakin athygli á hægt verður að gefa jólapakka tvo næstu laugardaga. Eftir hádegið báða dagana er Reykjaneshöllin opin og þar er unnt að koma þar fyrir við jólatré pökkum til barna, til dæmis til 10 ára drengs eða 5 ára stúlku. Verð- ur þeim síðan úthlutað. Hjördís Árna- dóttir hvetur foreldra til að leyfa börnum sínum að taka þátt í þessu, það gæti orðið besta jólagjöfin sem þau gefi í ár. Styðja fjöl- skyldur fyr- ir jólin Sofnaði í bílnum | Lögreglumenn óku snemma í gærmorgun fram á kyrrstæða bifreið á vegarslóða sem liggur út af Garðvegi við Gufuskála. Bifreiðin var í gangi og maður sof- andi í henni. Var maðurinn vakinn og reyndist hann vera með greinilegum áfeng- isáhrifum, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Var hann handtekinn og færður á lögreglustöð vegna gruns um ölvunarakstur og síðan í fangageymslu.      

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.