Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 29
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 29 Kárahnjúkum | Þótt ung séu að ár- um, um þrítugt, hafa Carmen og Franceschi Massimo varið jólum víða um heim, í Rússlandi, Nepal, Indlandi og Kína, svo eitthvað sé nefnt. Franceschi hefur unnið fyrir Impregilo S.p.A. síðustu fimm árin og stjórnar nú gangatæknideild fyrirtækisins við Kárahnjúka. Hann kom í marsbyrjun og var einn af þeim fyrstu sem mættu til starfa á vegum fyrirtækisins. Kárahnjúkar, Nepal og Rússíá Carmen kom í maí til Íslands og bjó fyrstu tvo mánuðina á Egils- stöðum. „Hún fylgir mér yfirleitt á verkstaði,“ segir Franceschi. „Já, ég hef búið í Nepal, Rússlandi, Ind- landi og Kína,“ segir Carmen og hefur gaman af að kynnast nýjum löndum, þó að á köflum sé það einn- ig erfitt. „Það er mjög jákvætt að hafa fjölskylduna hjá sér á verk- stað,“ segir Franceschi. „Það auð- veldar alla hluti og langur aðskiln- aður er vondur. Í Nepal vorum við í býsna líkum aðstæðum og hér,“ segir Franc- eschi. „Auðvitað er hlýtt þar og kalt hér, en við vorum fjarri mannabyggðum, næsta borg var þriggja tíma akstur í burtu og veg- irnir hræðilegir og aðstæður oft erfiðar í fjöllunum. Búðir okkar í Nepal voru byggðar við betri að- stæður og voru tilbúnar þegar við komum á staðinn. Hérna hefur okk- ur verið hrókað til eftir því sem búðirnar hafa byggst upp á síðustu mánuðum. Í búðunum í Nepal var sundlaug og góð félagsaðstaða þar sem menn hittust mest um helgar og á hátíðum. Hver fjölskylda hafði lítinn garð með blómum. Í Rúss- landi voru aðstæður gjörólíkar. Þar vorum við inni í St. Pétursborg og hver fjölskylda hafði íbúð út af fyr- ir sig. En þar var að vísu öllum skít- kalt. Mér sýnast aðstæður við Kárahnjúka blendingur af þessu tvennu, við erum hér á reg- infjöllum og hér er kalt.“ Þetta er eðlilegt líf „Það sem ég er í raun að segja er að við lifum eðlilegu lífi. Þetta er hvorki útlegð né aðstæður mann- skemmandi. Þrátt fyrir að enn sé verið að ljúka uppbyggingu búð- anna og félagsaðstaðan, eða klúbb- urinn, sé ekki tilbúin og verði það sjálfsagt ekki fyrir jól er gott að vera hér og ekki undan neinu að kvarta. Við hlökkum þó til þegar félagsaðstaðan öll og verslunin verða tilbúin, því Carmen er hér frá morgni til kvölds með drenginn og ekki mikið við að vera. Það tek- ur stundum á en mun breytast. Carmen segist hitta aðrar mæð- ur í fjölskyldubúðunum daglega þar sem börnin leika sér saman og mæðurnar taki sér ýmislegt fyrir hendur. Tvisvar í viku fer smárúta með þær sem vilja niður í Egils- staði, þar sem konurnar versla til heimilisins og gera sér dagamun með börnin. Tíu börn eru nú í Kárahnjúkum, Matteo það yngsta og hið elsta þrettán ára. „Hann hittir önnur börn og líður ekki af einangrun að neinu leyti,“ segir Carmen. „Við berum engar áhyggjur fyrir vetrinum. Við höfum læknisþjón- ustu og fólk allt í kringum okkur, góða vistarveru og gott atlæti.“ Gott inni og vont úti Þau búa í rúmlega 60 fm íbúðar- einingu vestast í Laugarásþorpinu. Íbúðin skiptist í agnarsmátt and- dyri, stofu, rúmgott eldhús, bað- herbergi, tvö svefnherbergi og geymslu og þvottahús. Í veggjum eru lakkaðar masónítplötur og dyra- og gluggakarmar úr dökku járni. Gólfin eru dúklögð og hlýtt inni. Íbúðin er vel búin húsgögnum og býsna notaleg. Sjónvarpið malar á einhverri ítalskri tískustöð og reykelsisangan flýgur létt um loft- ið. Útsýnið er hins vegar slæmt, því maður horfir annaðhvort beint á ryðgaða gáma eða í vegginn á næstu silfurlitu íbúðaröð. Þau Franseschi og Carmen verða dálít- ið íbyggin á svip þegar spurt er um lekavandamál í þeirra íbúð, segja snöggt að gert sé jafnóðum við það sem þurfi og það sé ekki vandamál. Heima er þar sem fyrirtækið er að störfum Franseschi er frá þorpi nærri Feneyjum en Carmen frá Sikiley, þótt hún hafi frá unga aldri alist upp í sama þorpi og hann. Þau sakna fjölskyldna sinna á Ítalíu og segja að nú sé að verða heilt ár síð- an þau sáu foreldra sína síðast. En eins og þeir sem lengi hafa unnið hjá Impregilo segja verður Ítalía kannski ekki endilega „heima“ heldur hver sá staður sem fyr- irtækið er með framkvæmdir á í það sinnið. Jólasveinninn kemur á aðfangadagskvöld Franseschi þarf að vinna um jól- in, því jarðgangavinnan heldur áfram yfir hátíðarnar og hann þarf því að vera á staðnum. Hann segir þá sem hafa fjölskylduna hjá sér gjarnan beðna að vinna opinbera frídaga, meðan hinir fara flestir til heimahaga hingað og þangað í ver- öldinni. Þau ætla hins vegar með Matteo litla í frí til Ítalíu fljótlega á nýju ári. „Við hittum áreiðanlega jóla- sveininn 24. desember og hann gef- ur börnunum gjafir. Við setjum þær undir jólatréð og eftir mat og drykk opnum við þær kringum miðnættið.“ Þau eru ekki búin að koma sér saman um hvað á að vera í matinn, kannski fínt tortellini, kannski eitthvað annað, en áreið- anlega panettoni, sú fræga ítalska sælkerakaka. Og sjálfsagt svína- kjöt á gamlárskvöld, en þá verða hátíðahöld og menn skjóta upp rak- ettum. „Venjulega myndu fjölskyldurn- ar skipuleggja hátíðarhald vegna jólanna og annan gleðskap í sam- eiginlegri félagsaðstöðu, en þetta árið verðum við kannski meira í vistarverum okkar,“ segir Carmen. Hún unir sér vel í sínum nýja veruleika á íslenskum fjöllum, þessi litla ítalska fjölskylda. Matteo litli valsar um alsæll með lítið íslenskt leikfang sem datt inn úr dyrunum um leið og blaðamaður. Sem boðinn er velkominn í kaffi á heimili ítölsku hjónanna hvenær sem hann verður á ferðinni. Þau hlakka til að halda jól í Kárahnjúkum með Matteo litla Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Við helgiathöfn í aðkomugöngum 1 á degi Heilagrar Barböru. Franceschi og Carmen Massimo með Matteo litla. Hjónin með Matteo litla á milli sín. Matteo er aðeins rúmlega fjórtán mánaða gamall. Carmen móðir hans lætur vel af lífinu í Kárahnjúkum. Hjónin Carmen og Franceschi Massimo ætla að verja jólahá- tíðinni ásamt fjórtán mánaða gamla drengnum sínum, honum Matteo, í Kárahnjúkavirkjun þetta árið. Steinunn Ásmundsdóttir leit inn hjá þeim í gær. LANDSVIRKJUN og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs hafa gert með sér samning um eflingu ferðamennsku og útivistar á svæðinu umhverfis Snæfell. Í fréttatilkynningu frá Lands- virkjun segir að virkjunarfram- kvæmdir við Kárahnjúka hafi í för með sér aukna umferð ferðamanna um svæði þar sem Ferðafélag Fljótsdalshéraðs hafi skála sína. Muni fyrirtækið á næstu árum að- stoða félagið vegna viðhalds á Snæ- fellsskála og mæta hugsanlegu rekstrartapi af þjónustu Ferða- félagsins við ferðamenn á svæðinu. Þá gerir samningurinn ráð fyrir samstarfi um eflingu ferðamennsku og útivistar á Snæfellssvæðinu.    Landsvirkjun hleyp- ur undir bagga með Ferðafélaginu Horft til Snæfells. Nýr þjálfari | Á komandi keppn- istímabili mun Vladan Tomic frá Svartfjallalandi þjálfa og spila með meistaraflokki karla hjá Umf. Leikni. Tomic lærði knatt- spyrnuþjálfun við Íþróttaháskólann í Belgrad og hefur leikið sem at- vinnumaður í Júgóslavíu og á Möltu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.