Morgunblaðið - 11.12.2003, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 11.12.2003, Qupperneq 30
LANDIÐ 30 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Dalvík | Knattspyrnukonan Elsa Hlín Einarsdóttir frá Dalvík stundar nám í Auburn-háskóla í Montgom- ery í Alabama í Bandaríkjunum. Elsa er að nema sálarfræði en henni var boðin námsvist við skólann og skólastyrkur sakir hæfileika hennar í knattspyrnu og á heimasíðu skól- ans er farið mjög lofsamlegum orð- um um frammistöðu hennar á knatt- spyrnuvellinum. Hún var m.a. valin nýliði ársins (Freshman of the Year) en valið stendur milli skóla í þremur ríkjum Bandaríkjanna. Elsa lék í markinu hjá Breiðabliki í úrvalsdeild kvenna sl. sumar, og hafði áður leikið með Val í Reykjavík og Þór á Akureyri. Hvers vegna nám í Bandaríkj- unum? „Ég hef alltaf verið staðráðin í því að fara í nám erlendis eftir mennta- skóla. Helga Ósk Hannesdóttir sem lék með mér með Breiðabliki sl. sumar er einnig í þessum skóla og hún stakk upp á því að ég kæmi líka því þjálfarinn hjá skólaliðinu væri að leita að markmönnum. Mér fannst þetta kjörið tækifæri og ákvað að slá til. Aðstoðarþjálfarinn kom til Ís- lands til að sjá mig spila. Hann skoð- aði einkunnir mínar úr grunnskóla og menntaskóla og þar með var draumurinn orðinn að veruleika. Ég fékk fullan skólastyrk og fór út 15. ágúst.“ Hvernig gengur fótboltinn? „Fótboltinn gengur ágætlega. Fyrsta æfingin var þó hrikaleg! Það var rosalega heitt í veðri og þjálf- arinn vildi sjá hverjir hæfileikar mínir væru í markinu. Hann lét stelpurnar skjóta á mig samfleytt í einn og hálfan klukkutíma í steikj- andi hita og miklum raka. Hann var víst farinn að halda að það myndi líða yfir mig. Ég vildi ekki kvarta, þannig að ég þraukaði út æfinguna en ég var farin að sjá vatn og sturtu í hillingum. Við æfum sex sinnum í viku auk þess sem við keppum einu sinni til tvisvar í viku. Við ferðumst með rútu í leiki og það hefur komið fyrir að við höfum þurft að sitja í allt að níu tíma í rútu til að komast í leik.“ Fyrsta keppnistímabilið „Fyrsta keppnistímabilinu hjá mér lauk fyrir rúmlega skömmu, en þá tók við önnur keppni sem kallast „Conference“. Við unnum hana og komumst í „Region“ en það er keppni til að komast í „National“ sem haldin er í Kaliforníu og er aðal- málið. Þangað fara öll bestu liðin, eða þau lið sem hafa unnið allt, og við vonumst til að komast þangað.“ Nýliði ársins Það hlýtur að vera óhætt að segja að Elsu Hlín hafi gengið meira en ágætlega í fótboltanum, því hún var valin „nýliði ársins (Freshman of the Year), en það val nær yfir alla skóla í þremur ríkjum; Georgíu, Alabama og Karólínu. Elsa Hlín vildi nú ekki gera mikið úr þessu, en viðurkenndi þó að þetta væri rétt, og þegar hún var spurð nánar út í framann í fótboltanum kom fram að í þessum þremur ríkj- um eru einnig valin úrvalslið, 1 og 2 (Soccer All-Conference Team) og er valið í þau lið eftir að fyrsta tíma- bilinu er lokið. Elsa Hlín og Helga Ósk ásamt fjórum öðrum stelpum úr þeirra liði voru valdar í úrvalslið 1. Þá var ein úr liðinu valin í úrvalslið 2. Hinn 13. október var Elsa Hlín síðan valin leikmaður vikunnar (Player of the Week) og það val nær einnig til áðurnefndra þriggja ríkja. „Ég verð heima á Íslandi á sumrin og ætla að spila fótbolta þar. Hvort það verður með Breiðabliki eða ekki er óráðið ennþá því samningur minn við liðið rennur út um áramót. En ég ætla mér að spila fótbolta áfram.“ Elsa Hlín Einarsdóttir gerir það gott í bandarísku háskólaknattspyrnunni Morgunblaðið/Guðmundur Ingi Elsa Hlín Einarsdóttir með viðurkenningarnar. Var farin að sjá vatn og sturtu í hillingum Stykkishólmur | Með tilkomu nýrra orkulaga verða miklar breytingar á starfi Rafmagnsveitu ríkisins um áramótin. Umdæmis- skrifstofa Rariks á Vesturlandi sem er í Stykkishólmi verður lögð niður. Í Stykkishólmi hafa heimamenn ekki tekið þessum breytingum fagnandi. Fólk hefur áhyggjur af því að vægi skrifstofunnar í Stykkishólmi fari minnkandi og óttast að það fjari undan starf- seminni hér á næstu árum. Tryggi Þór Haraldsson, sem nú gegnir starfi forstjóra Rariks, segir að íbúar Stykkishólms þurfi ekki að óttast afleiðingar breyt- inganna. Í Stykkishólmi verði rek- in starfsstöð sem hefur umsjón með dreifikerfi Rariks á Vestur- landi og ekki er ætlunin að fækka starfsfólki í Stykkishólmi. „Það varð að endurskoða rekstur Rar- iks þegar ný orkulög koma til framkvæmdar. Í lögunum er opn- að fyrir samkeppni sem tekur gildi frá 1. janúar 2005,“ segir Tryggvi Þór. Orkulögin kveða á um að skipta upp sérleyfisþáttum og samkeppnisþáttum. Miklar skipulagsbreytingar gerðar um allt land Hér um að ræða gífurlegar breytingar á rekstri Rariks sem kostar miklar skipulagsbreyting- ar. Fyrirtækið er að fara að taka þátt í samkeppni og þarf að standa sig á þeim vettvangi. Starfseminni verður skipt upp á landsvísu og starfsstöðvar settar upp í hverjum landshluta. Að sögn Tryggva Þórs verður engum starfsmanni sagt upp vegna breytinganna og enginn þarf að flytjast til í starfi. Í Stykk- ishólmi munu starfsmennirnir starfa í mismunandi deildum og hefur hver deild sinn yfirmann, sem flestir verða í Reykjavík. Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri sagðist ekki geta annað en tekið undir áhyggjur manna af fækk- andi atvinnutækifærum á lands- byggðinni, og þá sér í lagi þeim stöðum sem flokkast ekki sem kjarnabyggðir. „Það hljóta allir að sjá og skilja sem það vilja, að auð- vitað er hægt að vinna opinber störf í Stykkishólmi eins og í Reykjavík eða Akureyri í þessum bransa svo dæmi sé tekið,“ segir Óli Jón. Hann segir ennfremur að það sé ljóst að þéttbýlisstaðir á Rarik-svæðinu séu einir að taka þátt í að greiða félagslegan þátt í rekstri dreifbýliskerfisins. Úttekt hefur verið gerð á þessum kostn- aði sem mun vera um 500 milljónir á ári. Hjá fyrirtækinu starfa 11 manns í Stykkishólmi og er starf- semi Rariks í Stykkishólmi því mikill styrkur fyrir byggðarlagið. Hér er búið að byggja upp góða aðstöðu og fjárfesta í góðum starfsmönnum. Það er von heima- manna að stjórnendur Rariks sjái sér hagi í því að efla frekar starf- semina í Stykkishólmi, en að draga úr henni. Umdæmisstjóri Rariks á Vest- urlandi hefur verið síðustu ár Björn Sverrisson. Umdæmisskrifstofa Rariks í Stykkishólmi lögð niður Stjórnunarstöðum fækkar Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Rarik hefur byggt upp myndarlega aðstöðu undir starfsemi sína í Stykkishólmi. Umdæmisskrifstofan á Vesturlandi hefur verið hér til húsa mörg undanfarin ár. Um áramótin mun verða þar breyting á.Skagaströnd | Aðalheiður Þorleifsdóttir, 91 árs gömul húsmóðir frá Akureyri, afhenti Hólaneskirkju höfðinglega gjöf á aðventu- kvöldi í kirkjunni 7. desember síðastliðinn. Gjöfin var ljósprentað eintak af Guðbrands- biblíu í vönduðu og fallegu bandi. Biblían, sem Aðalheiður afhenti formanni sóknarnefndar, Lárusi Ægi Guðmundssyni, er eintak númer 314 af 500 Biblíum sem ljós- prentaðar voru og gefnar út á árunum 1956- 57. Er hér um að ræða ljósprentun af frum- útgáfu Biblíunnar sem fyrst var gefin út af Guðbrandi Þorlákssyni Hólabiskupi árið 1584 en þá voru einungis prentuð 500 eintök. Lárus þakkaði þennan mikla hlýhug sem kirkjunni er sýndur með þessari gjöf og sagði að bókinni yrði gert hátt undir höfði í kirkjunni þar sem hún yrði höfð til sýnis í framtíðinni. Aðalheiður sem varð 91 árs í nóvember síð- astliðnum sagði fréttaritara að bókin væri gefin í Hólaneskirkju vegna þess að syni henn- ar, Pétri Eggertssyni, hefði farnast vel á Skagaströnd. Pétur hefur búið á Skagaströnd í áratugi og er nú forstöðumaður dvalarheim- ilisins Sæborgar. Aðalheiður, sem er ern og glæsilegur fulltrúi sinnar kynslóðar, sagðist telja að lykillinn að langlífi og góðri heilsu væri að hlífa sér ekki við vinnu í lífinu heldur ganga heldur af þrótti og gleði að hverju verki. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Lárus Ægir Guðmundsson sóknarnefndar- formaður ásamt Aðalheiði Þorleifsdóttur eft- ir afhendingu gjafarinnar. Hjá þeim stendur séra Magnús Magnússon sóknarprestur með Guðbrandsbiblíuna í höndum. Hólaneskirkju færð Guð- brandsbiblía Siglufjörður | Nýlega var Sögufélag Siglu- fjarðar endurvakið, en félagið hefur legið í dvala síðustu ára- tugi. Í stjórn voru kosin: séra Sigurður Ægisson formaður, Sigurður H. Sigurðs- son og Jóna Kr. Ás- mundsdóttir, Hannes Baldvinsson og Páll Helgason.Ljósmynd/Steingrímur Kristinsson Sögufélag Siglufjarðar vakið til lífsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.