Morgunblaðið - 11.12.2003, Side 57

Morgunblaðið - 11.12.2003, Side 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 57 LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi er varð á frárein frá Bíldshöfða að Höfða- bakka fimmtudaginn 4. desember klukkan 13:30. Þar lentu saman rauð Honda Accord og appelsínugul Iveco-sendibifreið frá Reykjavíkur- borg. Þeir sem upplýsingar geta veitt um mál þetta eru vinsamlega beðnir að hafa samband við lögregl- una í Reykjavík. Lýst eftir vitnum Séra George og Sigríður Ingv- arsdóttir frá Caritas, hjálparstofnun Kaþólsku kirkjunnar, komu færandi hendi til Mæðrastyrksnefndar og af- hentu henni 200.000 kr. til hjálpar- starfsins. Á myndinni eru frá vinstri: Sigríð- ur Ingvarsdóttir, formaður Caritas, Hildur G. Eyþórsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Áslaug Brynjólfsdóttir frá Félagi framsóknarkvenna, séra George í stjórn Caritas og Aðalheiður Frantz- dóttir, formaður Kvenfélags Al- þýðuflokksins. Caritas styrkir Mæðrastyrksnefnd Haraldur Jónasson / Hari Mæðrastyrksnefnd fær framlag frá Kaþólsku kirkjunni. ♦ ♦ ♦ FYRIR skömmu afhentu ættingjar Þórarins Sigurðssonar, sem lengi bjó á Kópavogshæli, Öryrkjabandalagi Íslands eina milljón króna að gjöf. Þórarinn fæddist 8. nóv- ember 1919 og lést 10. apríl 1988. Sjóðinn stofnaði Stein- unn Sigurðar- dóttir, systir Þórarins, til minningar um bróður sinn. Sjóðurinn var stofnaður til styrktar íbúum þeim sem bjuggu á Kópavogs- hæli. Vegna breyttrar stefnu í mál- efnum hælisins ákvað stjórn sjóðsins að leggja hann niður. Var þess óskað að sjóðurinn rynni til kaupa eða byggingar á íbúð handa andlega fötl- uðu fólki og að nafns Þórarins yrði þar getið. Þegar Kópavogshæli var stofnað árið 1952 varð Þórarinn fyrsti heim- ilismaðurinn þar og undi jafnan hag sínum vel. Hann hafði með höndum ýmis störf á hælinu og setti mikinn svip á umhverfi sitt. Hann var alla tíð afar nákvæmur og samviskusamur við þau verk sem hann tók að sér, segir í tilkynningu. Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalags Íslands, veitti fénu móttöku. ÖBÍ afhent stórgjöf Þórarinn Sigurðsson NÝLEGA óskaði Stanfords, sem er elsta og þekktasta ferðabókaversl- unarkeðja á Bretlandi, eftir að fá ársrit Icelandic Geographic til sölu og dreifingar. Verður ritið selt í verslunum Stanfords í London, Bristol og Manchester; þ. á m. í ferðabókaverslun Stanfords í Cov- ent Garden. Icelandic Geographic kom fyrst út sumarið 2002. Í Icelandic Geograph- ic 2003 eru greinar um Vestmanna- eyjagosið 1973 og lífið í Eyjum, um náttúruperluna Mývatn og um ís- lenskt fuglalíf, m.a. með myndum af íslenska fálkanum og úr eyjunni Skrúð. Einnig er í ritinu fjallað um örlög þýskra skipbrotsmanna á Skeiðarársandi fyrir 100 árum og Magnús Magnússon skrifar um nokkra helstu vettvangsstaði Íslend- ingasagnanna. Íslenskt tímarit selt hjá Stanfords Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut 54 Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Barnaskór ökkla Litur: Svartur og drapplitur St. 27-38 Verð áður 3.995 Verð nú 1.995 Ath! Tilboðið gildir einnig í Steinari Waage Síminn hefur lækka› stofngjöld heimilissíma og ISDN um allt a› helming. Heimilissími ISDN Ver›:6.900 kr.Ver›:3.900 kr. Ver› á›ur: 7.000 Ver› á›ur: 12.900 • Númerabirtir (50 númer) • Símaskrá (20 númer) • Hle›sla allt a› 150 klst. í bi› • Taltími allt a› 12 klst. • Dregur 50-300 metra • Hægt a› tengja aukahandtæki • 20 mismunandi hringingar • Klukka/vekjaraklukka • Endurval (10 númer) • S‡nir lengd samtals Panasonic TCD-652 Glæsileg jólagjöf tveir fyrir einn Allt a› helmings- lækkun á stofngjöldum heimilissíma 1.000 kr. færast mána›arlega á símreikning næstu 12 mánu›i. Léttkaupsútborgun 1.990 kr. Ver› 13.990 kr. N O N N I O G M A N N I I Y D D A / S Í A / N M 1 0 8 5 1 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.