Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 67
þeim til sín,“ segir Eli íbygginn, sem
hefur greinilega einhvern tímann not-
að þessa tækni.
„Myndin er líka fyndnari en marg-
ir halda en hún er fyndin á þann hátt
að það er aldrei verið að gera grín að
myndinni eða aðstæðum heldur er
húmor til að létta á spennunni. Það
þarf smápásu til að þurrka svitann úr
lófunum eftir að hafa haldið lengi ut-
an um stelpuna við hliðina á þér.“
Myndin hefur gengið ótrúlega vel.
Kostnaðurinn við myndina var 1,5
milljónir dala, sem er bara lítið brot
af því sem Hollywood-myndir kosta
en hún var tekin upp á 24 dögum.
Þrátt fyrir þetta fór myndin beint í
þriðja sætið yfir vinsælustu mynd-
irnar í Bandaríkjunum þegar hún var
frumsýnd, aðeins Einu sinni var í
Mexíkó (Once upon a Time in Mex-
ico) með Johnny Depp og Eld-
spýtumennirnir (Matchstick Men)
með Nicholas Cage voru fyrir ofan.
Ævintýrið hófst á kvikmyndahátíð-
inni í Toronto þar sem hún sló í gegn.
Nú er svo komið að myndin hefur
þénað 22 milljónir dala í Bandaríkj-
unum og er búist við því að það komi í
kassann 40–60 milljónir dala á al-
þjóðavísu og allt að 80 til 90 milljónir
dala þegar mynddiskaútgáfan er talin
með. Hagnaðurinn er því mikill en Eli
hefur greinilega ekki ofmetnast og
ætlar að halda sínu striki. Vissulega
eru tækifærin fleiri og það er ým-
islegt í bígerð. Hann er að vinna að
mynd fyrir stórt stúdíó, minni óháða
mynd og svo enn minni hryllings-
mynd auk þess að vera að fara yfir
mörg handrit.
Hann vill veg hryllingsmyndanna
sem mestan. „Velgengnin sendir skýr
skilaboð um að það er hægt að búa til
hryllingsmynd fyrir lítinn pening sem
gengur vel. Vonandi fara þá fleiri að
gera hryllingsmyndir,“ segir Eli.
„Það var bara komið að mér en ég hef
lagt hart að mér mjög lengi.“
Myndin fór síðan á fleiri hátíðir og
ekki ómerkari leikstjórar en David
Lynch og Richard Kelly (Donnie
Darko) hafa hrósað honum. „Við er-
um að skrifa mynd saman núna sem
Richard framleiðir og ég leikstýri,
hún heitir The Box“, segir Eli. Quent-
in Tarantio kom að sjá hana og lofaði.
„Hann hefur minnst á hana í viðtölum
og bauð mér í mat heim til sín og á
frumsýninguna á Bana Billa (Kill
Bill) og kynnti mig sem „framtíð
hrollvekjunnar“,“ segir Eli sem fékk
líka boð í mat hjá leynifélaginu The
Masters of Horror. „Á nokkurra
mánaða fresti hittist félagið og skil-
yrðin eru að maður verður að hafa
leikstýrt hryllingsmynd til að vera
með. Það hefur alltaf verið draumur
minn að hitta þessa menn og þarna
var ég, sat til borðs með öllum helstu
hryllingsmyndaleikstjórnunum.“
Peter Jackson, leikstjóri Hringa-
dróttinssögu, er líka aðdáandi og fékk
Eli leyfi til að nota nafn hans á kynn-
ingarspjöld vegna myndarinnar þar
sem hann lofar hana í hástert.
Vill gera mynd á Íslandi
„Þetta er maraþon, mig langar að
leikstýra eins lengi og ég held meðvit-
und,“ segir hann en eitt af því sem
hann langar til að gera er að taka upp
mynd á Íslandi. „Mig langar að taka
mynd hér. Landslagið er ótrúlegt,“
segir Eli og nefnir að staðir á borð við
Dyrhólaey, Vík og Svartifoss í
Skaftafelli, Jökulsárlón og Vatnajök-
ull séu í miklu uppáhaldi.
Eli hefur búið í Los Angeles í fimm
ár og heldur aftur þangað eftir Ís-
landsdvölina. „Mér finnst gott að
ljúka þessu hér þar sem þetta byrj-
aði. Ég er búinn að vera á ferðinni í ár
að kynna myndina en held nú heim og
fer að sinna öðru.“
Þess má geta að í Kofakvilla eru
ýmsar tilvísanir í þekktar hryllings-
myndir sem harðir aðdáendur þess-
ara mynda ættu að hafa gaman af.
„Þá vita þeir að mér er ekki sama. Ég
er ekki að gera þetta fyrir peningana.
Fólk kemur auga á kjaftæði í mílu-
fjarlægð.“
„Fólk heillast oft af hinu ógeðfellda,“ segir Eli Roth sem verður viðstaddur frumsýningu á mynd sinni hér á landi í kvöld.
Kofakvillinn (Cabin Fever) er
frumsýnd í Háskólabíói í kvöld
og verður tekin til almennra sýn-
inga á morgun.
www.cabinfevermovie.com
www.flesheatingbacteria.net
ingarun@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 67
Opið mánudaga-föstudaga
frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl. 12-14
Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880.
Nú er kalt
Jólagjöfin hennar
fæst hjá okkur
NÝ JÓLASENDING
- RÖNDÓTTIR SÍÐIR BOLIR
- SVARTIR ALITE JAKKAR
- DOPPÓTT PILS
- LANGERMABOLIR Á 990,-
- ANGORUPEYSUR
- O.FL. SPENNANDI
JÓLAVÖRUR
Casey kjóll
kr. 3990
Laugavegi 95 - Kringlunni - Smáralind
MYND Eric Rochant, Harður
heimur (Un monde sans pitié) frá
1989 verður sýnd á vegum Alli-
ance og Filmundurs í kvöld og á
sunnudag.
Myndin fjallar um Hippo,
náunga á fertugsaldri sem býr í
París þar sem hann deilir íbúð
með bróður sínum Xavier, mennta-
skólanema sem selur fíkniefni þeg-
ar tækifæri býðst. Hippo má muna
sinn fífill fegurri, er atvinnulaus
og stendur á sama um allt. Hann
verður ástfanginn af Nathalie,
bráðgáfaðri námsmey sem er mjög
vinnusöm, en hann tekur því illa
að allt snúist um nám hennar og
að þau verði að miða fundi sína við
námskröfur hennar.
Myndin er sögð sýna firrta borg-
arkynslóð ungs fólks sem er upp-
tekið af sjálfu sér í skúmaskotum
borgarinnar. Myndin fékk franska
Sesarinn sem besta frumraunin,
auk þess sem hún hlaut dóm-
nefndarverðlaun á Feneyjahátíð-
inni. Með aðalhlutverk fara Jean-
Marie Rollin, Yvan Attal, Hippo-
lyte Girardot og Mireille Perrier.
Kvikmyndaklúbbur Alliance française-Filmundur
Harður heimur
Sýnd í Háskólabíói í kvöld kl.
22.30 og sunnudag kl. 18.00.
Texas Chainsaw Massacre
(1974)
The Evil Dead ( 1978)
Evil Dead II (1987)
The Thing (1982)
The Shining (1980)
The Exorcist (1973)
Creepshow (1982)
Dawn of the Dead (1978)
Braindead (1992)
The Haunting (1963)
Viltu kynna þér
Eli velur
topp tíu
hryllingsmyndir?