Morgunblaðið - 13.12.2003, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.12.2003, Qupperneq 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í slenski hlutabréfamarkaður- inn hefur rétt fyrr úr kútn- um eftir niðursveiflu síðustu þriggja ára en markaðir annars staðar á Norður- löndum, að mati Karin Forseke, for- stjóra Carnegie-fjárfestingarbank- ans sænska, sem hélt erindi í boði Verðbréfastofunnar hf., samstarfs- aðila Carnegie hér á landi, í Sunnu- sal Hótels Sögu í gær. Forseke sagði að í Svíþjóð hefði t.d. ekkert fyrirtæki farið í frum- útboð á hlutabréfum sl. 18 mánuði sem væri einsdæmi. „Það er mjög óvenjulegt að ekkert útboð hafi verið í heila 18 mánuði. En þegar slíkt hlutafjárútboð verður mun það marka lok niðursveiflu síðustu ára,“ sagði Karin Forseke á fundinum. Hún segir að aukin trú sé nú á hlutabréfamörkum á Norðurlönd- unum og það eina sem vanti sé eitt frumútboð til að brjóta ísinn. Hún segir að það muni gerast á fyrri helmingi næsta árs, nokkur slík séu í pípunum hjá Carnegie, sem og í öðr- um fjármálafyrirtækjum. Karin Forseke er komin til Ís- lands ásamt eiginmanni sínum til að vera við opnun Carnegie-listsýning- arinnar sem opnuð var í Gerðarsafni sl. fimmtudag, auk þess að funda með forsvarsmönnum Verð- bréfastofunnar. Fyrsti kvenforstjórinn Forseke er 48 ára gömul og hóf störf hjá Lundúnaútibúi Carnegie- fyrirtækisins árið 1997. Hún var ráð- in forstjóri fyrirtækisins í byrjun þessa árs. Forseke er fyrsta konan við stjórnvölinn í 200 ára sögu fyrir- tækisins og annar af tveimur kven- bankastjórum í Svíþjóð í dag. Carnegie-fyrirtækið er annar stærsti fjárfestingarbankinn á Norð- urlöndum með útibú í sjö löndum og starfsmenn eru 780. „Það hefur verið frábært að starfa sem forstjóri Carnegie-fjárfesting- arbankans, og ég hvet alla til að setja markið hátt. Ég hef átt góðan at- vinnuferil og verið mjög heppin, en heppnin kemur ekki af sjálfu sér, hver er sinnar gæfu smiður,“ sagði Forseke. Í Svíþjóð, líkt og hér á landi, hefur mikil umræða farið fram um hluta- félög og stjórnunarhætti í þeim. Þá hefur farið fram öflug umræða um stjórnarþátttöku kvenna. Forseke sagði á fundinum að sú umræða ætti ekki að snúast um að koma konum í stjórnir fyrirtækja heldur að konur ættu almennt að taka jafnan þátt í mótun samfélagsins. „Ég er ánægð með að hafa þrosk- ast í bandaríska umhverfinu þar sem áherslan er öll á árangur, það skiptir þá ekki máli hvers kyns þú ert, eða hverrar þjóðar.“ Forseke er eins og áður sagði menntuð í Bandaríkjunum og fór þangað frá Svíþjóð 18 ára gömul. Hún bjó í Bandaríkjunum í 16 ár og eftir það bjó hún í Lundúnum í 13 ár og stjórnaði þar viðskiptagólfi fram- virkra samninga í Kauphöllinni í London um tíma þangað til hún hóf störf hjá Carnegie. Nú er hún komin heim til Svíþjóðar eftir 30 ára útlegð. „Menn spyrja mig oft, hvernig það sé að vera orðinn forstjóri og kven- kyns í ofanálag. Þá svara ég á þá leið að mesta breytingin hjá mér á þessu ári hafi verið að flytja til Svíþjóðar og að reyna að aðlagast sænskri menningu á nýjan leik. Ég finn mig vel í starfinu, enda hef ég verið í bransanum í um 20 ár. Þessi áhersla á árangur sem ég vandist í Banda- ríkjunum yfirvinnur ákveðnar hindr- anir sem viðgangast í öðrum löndum, eins og það að menn séu að líta til þess hvers kyns maður er, hver upp- runi manns er. Aðalmálið er að skila sínu. Varðandi það að vera kona þá var það einu sinni að þegar ég var fátæk- ur verðbréfamiðlari í Bandaríkj- unum, og var að velta fyrir mér hvort ég ætti einhverja framtíð í þessari grein sagði einn vinur minn: Lífið er dans. Það er undir þér komið að gera það besta úr því. Líttu bara á Fred Astaire og Ginger Rogers. Líf- ið er eins og þau að dansa. Hann er frægur og græðir mest, hún dansar alveg eins vel, er ekki alveg eins fræg en græðir líka peninga, en munurinn á þeim er sá að hún dans- ar aftur á bak og þarf að vera á háum hælum.“ Sjálfstæður banki Í erindi sínu lagði Forseke áherslu á að Carnegie væri sjálfstæður fjár- festingarbanki og átti þá við að hann væri ekki með viðskiptabanka- starfsemi. „Ég tel betra að hafa þessa starfsemi aðskilda. Í þessum heimi sem við lifum í þar sem er mik- il samkeppni þarf maður að vera með hágæðavörur í boði og því er það mikilvægt að vera sjálfstæður og einbeittur fjárfestingarbanki. Það er einnig mjög mikilvægt fyrir okkur að vera norrænn banki og fá að vera með í því að stuðla að skilvirkum fjármagnsmarkaði á Norðurlönd- unum, fjármagnsmarkaði sem getur boðið efnahagslífinu í hverju landi nægt áhættufjármagn til að kynda undir vexti og framförum. Það er mikilvægt að efla norræna fjár- magnsmarkaði og getu þeirra til að veita áhættufjármagn út í atvinnu- lífið. Ég tel að kostnaðurinn af þessu fé aukist eftir því sem fjær dregur landinu sem á að nota það í. Þess vegna meðal annars tel ég að nýleg ákvörðun finnsku og sænsku kaup- hallanna að sameinast hafi verið stórt skref í rétta átt og ég held að sameiningar norrænna kauphalla muni halda áfram þannig að til verði samnorrænn markaður í framtíð- inni.“ Forseke segir að hafandi búið er- lendis í 30 ár viti hún hvaða augum fjárfestar í Bretlandi og Bandaríkj- unum líta á Norðurlöndin. Á þau sé litið sem einn markað. „Til Norður- landanna fara um 10% af því fjár- magni sem bandarískir fjárfestar nota í evrópskar fjárfestingar sínar.“ Carnegie er að sögn Karen Fors- eke með mjög öfluga greiningardeild sem greinir fyrirtæki sem samanlagt standa fyrir 95% af útistandandi hlutafé á norræna markaðnum. Hún segir að fyrirtækið sé því öflugt í þjónustu við alþjóðlega fjárfesta hvað varðar fjárfestingar á Norð- urlöndunum „Við erum og viljum vera fyrsta val alþjóðlegra fjárfesta sem vilja þreifa fyrir sér á Norð- urlöndunum.“ Spurð á fundinum um við- skiptasiðferði og valréttarsamninga og skyld mál, sagði Forseke að sið- fræðiumræðan væri mjög mikilvæg, en að lokum snerist þetta um gegnsæi og að menn færu eftir al- mennt viðteknum venjum um hvað teldist rétt og siðlegt. „Síðan geta hlutirnir farið úr böndunum og þá fara menn gjarnan út fyrir ramma laganna og missa tengingu við veru- leikann. Við hjá Carnegie höfum þá trú að mikilvægt sé fyrir framþróun fyr- irtækja að starfsmenn séu sem flest- ir hluthafar og eigi hagsmuna að gæta um framþróun fyrirtækisins. Við erum líka með hagnaðarskipt- ingar kerfi, en helmingur rekstr- arhagnaðar hvers árs fer til starfs- manna, en hinn helmingurinn fer til hluthafa sem arður.“ Rétti leiðtoginn í dag Karin Forseke settist stuttlega niður með blaðamanni Morgunblaðs- ins eftir fundinn. Innt eftir því hvort stjórnunarstíll hennar væri frábrugðinn stjórn- unarstíl karlkyns stjórnanda sagðist hún lítið geta sagt um það, enda hefði hún aðeins reynslu af öðru hlutverkinu, eins og hún orðaði það. „Það sem skiptir máli er að setja rétta manneskju með réttu getuna á rétta tímanum í leiðtogastarfið. Fyr- irtæki fara í gegnum mörg þroska- skeið, rétt eins og fólk, og stjórnunin þarf að laga sig að því. Í dag finnst mér ég vera rétti leiðtoginn fyrir Carnegie, en ég hefði kannski ekki verið það fyrir nokkrum árum. Þetta er ekki spurning um kyn eða annað slíkt.“ Spurð um mikilvægi Carnegie- listaverðlaunanna fyrir fyrirtækið sagði Forseke að það verkefni væri fyrirtækinu mjög mikilvægt. „Carnegie-myndlistarverðlaunin er eitthvað sem við erum að gera fyr- ir listamennina. Menning er mik- ilvæg í samfélaginu og við viljum hvetja listamenn með þessum hætti til þess að búa áfram til góða mynd- list.“ Spurð að því hvort Carnegie- verðlaunin væru mikilvæg ímynd Carnegie-fjárfestingarbankans sagði Karin að Carnegie-nafnið væri vel þekkt út af fyrir sig. „Carnegie- verðlaunin lifa sínu eigin lífi, en þau bera okkar nafn og nafnið er okkur mikilvægt. Það þarf að standa fyrir hámarksgæði. Tengingin við verð- launin hefur verið mjög jákvæð.“ Spurð hvort hún væri myndlist- arunnandi sagði Forseke að hún væri kannski ekki manna fróðust um myndlist en nyti þess að fara á söfn og í gallerí og læsi sér til um mynd- list. „Góð myndlist gefur mér birtu og yl í tilveruna,“ sagði Karin Fors- eke að lokum. Íslenski markaðurinn fyrri til að ná sér tobj@mbl.is Karin Forseke, forstjóri Carnegie-fjárfest- ingarbankans, segir að engin frumútboð hlutabréfa hafi átt sér stað í 18 mánuði í Svíþjóð. Þóroddur Bjarnason hlustaði á erindi Forseke í Sunnusal í gær og ræddi stuttlega við hana um leiðtoga og myndlist. Morgunblaðið/Eggert Karin Forseke, forstjóri Carnegie-fjárfestingarbankans. STJÓRN Flugleiða hefur samþykkt að veita 19 stjórnendum félagsins kauprétt á hlutabréfum í félaginu 1. desember árið 2005 á því með- algengi sem var á bréfum í félaginu síðastliðna fimm viðskiptadaga. Þetta eru for- stjóri Flugleiða, framkvæmda- stjóri Flugleiða, 6 yfirmenn Ice- landair stærsta dótturfélags Flug- leiða og framkvæmdastjórar 11 annarra dótturfélaga Flugleiða. Samanlagt 110 milljónir Samanlagður kaupréttur þessara einstaklinga er 110 milljónir króna að nafnvirði á genginu 5,97, með- algengi síðustu fimm viðskiptadaga fyrir ákvörðun stjórnarinnar. Sölu- verð er samkvæmt því 656,7 millj- ónir króna. Þessir stjórnendur geta nýtt kauprétt á framangreindu gengi í fjórar vikur frá og með 1. desember 2005. Kaupréttur Sigurðar Helgason- ar, forstjóra Flugleiða, er 13.400.335 kónur að nafnvirði, eða 80 milljónir að kaupverði. Kaup- réttur 6 yfirmanna Icelandair er samanlagt 31.825.826 krónur að nafnvirði. Kaupréttur hjá Flug- leiðum LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi breyt.% Úrvalsvísitala aðallista .......................................... 2.078,02 0,55 FTSE 100 ................................................................ 4.347,60 0,38 DAX í Frankfurt ....................................................... 3.860,13 0,03 CAC 40 í París ........................................................ 3.470,60 0,08 KFX Kaupmannahöfn ............................................. 244,08 0,29 OMX í Stokkhólmi .................................................. 617,53 0,01 Bandaríkin Dow Jones .............................................................. 10.042,16 0,34 Nasdaq ................................................................... 1.949,00 0,34 S&P 500 ................................................................. 1.074,14 0,27 Asía Nikkei 225 í Tókýó ................................................. 10.169,66 0,94 Hang Seng í Hong Kong ......................................... 12.594,42 0,32 Viðskipti með hlutabréf deCODE á Nasdaq ................................................. 8,30 4,1 Big Food Group í Kauphöllinni í London ............... 148,00 -1,7 House of Fraser í Kauphöllinni í London .............. 95,25 1,9 STOFNANDI bandarísku verslunarkeðjunnar Gap, Don- ald Fisher, hefur ákveðið að hætta sem stjórnarformaður félagsins í maí á næsta ári. Donald Fisher, sem er 75 ára að aldri, ætlar að sækjast eftir því að sitja áfram í stjórn fé- lagsins en sonur hans, Robert Fisher, mun taka við stjórnar- formennskunni. Gap er stærsta fataverslun- arkeðja í Bandaríkjunum en auk Gap-verslana á félagið fataverslanakeðjurnar Banana Republic og Old Navy. Í yfirlýsingu frá Donald Fisher kemur fram að hann sé sannfærður um að góðar horfur séu í rekstri félagsins og því sé rétti tíminn nú fyrir hann að hætta sem stjórnarformaður félagsins. Stofnuð árið 1969 Robert Fisher hefur starfað fyrir Gap í San Francisco í nítján ár. Hefur hann m.a. stýrt fjármálum Gap þar sem og ver- ið framkvæmdastjóri Banana Republic. Donald Fisher stofnaði Gap í San Francisco árið 1969. Í fyrstu versluninni voru einung- is seldar gallabuxur og tónlist. Í dag eru Gap-verslanirnar orðn- ar yfir 4.200 talsins víðsvegar um heiminn. Stofnandi Gap víkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.