Morgunblaðið - 13.12.2003, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 13.12.2003, Qupperneq 38
Selfoss | „Ég vil alltaf vera bjartsýn og vona það besta. Ég vil sjá vinnu fara af stað við sjúkrahúsið á Selfossi svo ekki verði hér meira atvinnuleysi en nú er á næstu árum. Sjúkrahúsið mun taka til sín vinnukraft á með- an það er í byggingu og síðan vonast maður alltaf eftir að það verði þjónustuaukning og að fleiri störf skapist. Sú uppbygging hefur mikil áhrif,“ segir Ragna Larsen, formaður verkalýðsfélagsins Bárunnar, sem er ein þeirra fjölmörgu sem leggja áherslu á að viðbygging við Heil- brigðisstofnunina á Selfossi fari af stað og ljúki sem fyrst. „Svona talað frá hjartanu þá vil ég alltaf að heimamenn fái verkin sem boðin eru út, það kemur sér alltaf best. Það er ekki laust við að það læðist að manni grunur og efasemdir um að framkvæmdir við sjúkrahúsið fari ekki af stað en ég vil trúa því að af þessu verði en svo trúir maður engu fyrr en framkvæmdir eru hafn- ar. Það er margt hér í uppbyggingu en það er nauðsynlegt að horfa dálít- ið langt fram í tímann,“ segir Ragna. „Ég hef áhyggjur af Eyrarbakka og Stokkseyri, að þar verði bara svefnbæir. Fólkinu þar finnst allt Ragna Larsen, formaður Bárunnar vera að fara frá þeim. Auðvitað þarf fólk allt- af að vera jákvætt en það er erfitt nema trúa því að unnt sé að breyta gangi mála og rífa eitthvað upp. Mér finnst að fyrsta skrefið geti verið að menn og konur setjist niður við borð og leiti að tæki- færum, fyrirtækjum sem eru tilbúin að koma og starfa hér. Þetta gerist svo sann- arlega ekki af sjálfu sér og það þurfa allir að standa saman. Verkalýðsfélagið er tilbúið að taka þátt í slíkri grunnvinnu, að leita hug- mynda. Fólkið þarf að finna að það sé unnið af alvöru að atvinnusköpun en um leið og eitthvað gerist til að byggja á þá kemur bjartsýnin. Hún léttir andann og skapar hugsun sem kemur okkur upp úr hjólförum van- ans.“ Atvinnuleysi fer illa með fólk Ragna sagði erfitt að horfa upp á vaxandi atvinnuleysi. „Það fer illa með fólk og brýtur niður sjálfsmynd og sjálfstraust. Þess vegna meðal annars, erum við hjá verkalýðs- hreyfingunni tilbúin til þátttöku í grunnvinnu við að leita hugmynda til að efla atvinnulífið, þær liggja mjög víða,“ sagði Ragna Larsen. Ragna Larsen Bjartsýni fylgir atvinnusköpun ÁRBORGARSVÆÐIÐ 38 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Allt til bútasaums 15% afslá ttur a f tilb únum pakk ning um Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 10-16 Sími: 482 4241 Gula línan Hveragerði | Nemendur í 6. bekk Grunnskólans hafa það hlutverk fyrir jólin að ganga upp að Garð- yrkjuskóla og sækja jólatré. Hefð er fyrir þessari gjöf frá Garðyrkju- skólanum og prýðir tréð anddyri Grunnskólans á aðventunni. Síðan er dansað í kringum það á jólaböll- unum í skólanum. Í ár fengu krakk- arnir ekta jólaveður, því aðeins snjóaði um morguninn svo að jörð var alhvít og blankalogn. Það þurfti miklar pælingar þegar upp í Reykjafjall var komið hversu stórt tréð ætti að vera, en þegar tréð var fundið var það fellt og flutt niður í skóla með aðstoð garðyrkjuskóla- manna. Í skólanum beið Magnús húsvörður með fótinn undir tréð og síðan fengu krakkarnir að skreyta tréð, sem er einstaklega stórt og fallegt í ár. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Krakkarnir stilltu sér upp við tréð þegar búið var að fella það. Börnin sóttu jólatréð upp í Reykjafjall STÆRSTA beltagrafa, sem flutt hefur verið til Íslands, var afhent í Þorlákshöfn í vikunni. Um er að ræða nýja gerð beltagröfu af gerð- inni Caterpillar 385B. Grafan var flutt til Þorlákshafnar í hlutum þar sem tæknimenn Caterpillar settu hana saman og er hún 87 tonn að eig- in þyngd. Hámarkslyftigeta vélar- innar er 36 tonn og tekur skóflan 5 rúmmetra í einu en venjulegur vöru- bílspallur ber 12 tonn eða um 7 rúm- metra. Þess ber að geta að stærstu Cater- pillar-vélarnar í Kárahnjúkum vega rúm 180 tonn, en þær eru annarrar gerðar og moka frá sér, svokallaðar frámokstursvélar. Eigandi þessarar risavöxnu belta- gröfu er Ræktunarsamband Flóa og Skeiða og mun vélin verða notuð við hafnargerð í Þorlákshöfn. Það er Vélasvið Heklu sem flytur vélina til landsins og sá auk þess um samsetn- ingu hennar en Flutningafyrirtækið ET sá um flutninginn til Þorláks- hafnar. Er útbúin fullkomnu þrívíddarupplýsingakerfi Fyrirtækið Ísmar kom fullkomnu þrívíddarupplýsingakerfi fyrir í gröfunni, en það samanstendur af skynjurum og úrvinnslubúnaði frá Prolec og tengist sá búnaður tvö- földu GPS-tæki frá Trimble. GPS- tæki þetta er sérhannað til nota í vinnuvélum og er þegar komin mikil og góð reynsla á það hérlendis, til dæmis í vegheflum og jarðýtum. Búnaðurinn í heild sinni er í raun sérhæft gröfukerfi til nota einkum þar sem vinna þarf með gröfuarminn neðansjávar að hluta. Hægt er að setja líkan, til dæmis af grjótgarði, inn í tölvubúnaðinn og sýna á stórum litaskjá, þar sem af- staða gröfunnar sést og einnig ná- kvæmlega hvar verið er að vinna með skófluna í verkinu og vinnur gröfumaðurinn eftir því. Þetta er hægt með mikilli nákvæmni með því að nýta svokallaða RTK-tækni, þar sem GPS-búnaðurinn tekur á móti merkjum frá leiðréttingastöð sem staðsett er í nágrennnu. Leiðrétt- ingastöð þessi þjónar einnig öllum öðrum GPS-mælingum á svæðinu. Risagrafa við hafnargerð Stærsta beltagrafa landsins tekin í notkun í Þorlákshöfn Selfoss | Kvenfélag Selfoss hélt sitt árlega jólakaffi á fimmtudag. Þá býður félagið til sín fólki úr samfélag- inu og færir félögum og stofnunum gjafir. Síðan er að venju sest að glæsilegu kvenfélagskaffi og glaðst yfir ánægjulegum tímamótum félagsins á aðventunni. Þeir sem fengu gjafir í ár voru Ljósheimar sem fengu 32" Philips breiðtjaldssjónvarp, Sundhöll Selfoss fékk ADE sjálfvirkt hjartarafstuðtæki með aukaraf- skauti og aukarafhlöðu. Vallaskóli fékk 150 leiðbein- ingarspöld fyrir elstu nemendur í heimilisfræði, Öll sambýlin, skammtímavistunin og vinnustofan á Selfossi fengu jólapakka, geisladiska að venju. Einnig kom fram að félagið hefur styrkt fjölskyldur í erfiðleikum á undanförnum vikum. Samtals hefur fé- lagið gefið gjafir og veitt aðstoð fyrir tæpar 900 þús- und kr. á síðustu vikum. Félagið fjármagnar gjafirnar með eigin fjáröflun og meginstoðin í henni er útgáfa og sala á dagbókinni Jóru sem gefin hefur verið út í 12 ár og er nú í fullri sölu. Þá hefur félagið einnig sérstakan sjúkrahússjóð sem er fjármagnaður með sölu minning- arkorta. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þórey Jóna Guðjónsdóttir lék á þverflautu og Sandra Silfá Ragnarsdóttir á gítar. Kvenfélagið gefur glæsilegar jólagjafir Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.