Morgunblaðið - 13.12.2003, Page 49

Morgunblaðið - 13.12.2003, Page 49
1 tsk. jurtakraftur og 4 dl vatn soðið saman og hellt yfir sojakjötið 1 rauðlaukur 2 vænar gulrætur, skornar í bita 2 msk. ólífuolía msk. tómatmauk 1 dós tómatar 2 dl vatn 2 msk. hunang 1 stöngull ferskt timian (kryddið tekið af stönglinum og saxað smátt) 1 stöngull ferskt merian 1 stöngull ferskt baselíkum 2 hvítlauksrif ¼ tsk. ferskur chile pipar 1 msk. jurtakraftur ¼ tsk. svartur pipar Leggið baunir í bleyti í sólarhring. Sigtið og skolið baunirnar vel og sjóðið þær í 50 mínútur í þrefalt meira vatni en baunirnar eru. Legg- ið til hliðar. Setjið sojakjötið í skál, sjóðið sam- an vatn og grænmetiskraft og hellið því yfir sojakjötið. Látið standa í 20 mínútur, sigtið þá vatnið frá og legg- ið til hliðar. Léttsteikið lauk og gulrætur upp úr olíu þar til grænmetið er mjúkt, bætið þá tómatmauki og tómötum saman við ásamt vatni og tilheyrandi kryddum og látið allt sjóða saman í 15 mínútur við vægan hita. Bætið þá baunum og sojakjöti saman við sós- una og hrærið þar til öllu er vel blandað saman. Krakkasalat ½ höfuð kínakál 2 rifnar gulrætur 1 rauð paprika, skorin í strimla 1 græn paprika, skorin í strimla 1 gul paprika, skorin í strimla ½ agúrka 2 msk. karsekrydd (það er hægt að kaupa fræin í Blómavali, leiðbein- ingar á pakka) Kínakál skorið smátt, gulrótum, paprikum og agúrku í sneiðum bætt saman við og öllu blandað vel saman. Hunangssósu hellt yfir salatið og borið fram eitt og sér með brauði í hádeginu eða með pottréttinum. Hunangssósa 1 dl extra virgin ólífuolía safi úr 1 sítrónu 1 msk. hunang ½ tsk. jurtasalt 1 msk. ferskar kryddjurtir hnífsoddur hvítur pipar Allt hráefni sett saman í skál og hrært þar til öllu er vel blandað sam- an. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 49 k r i n g l u n n i & f a x a f e n i www.tk. is handtak og tappinn úr kr. 4.390.- Gas Tappatogari kr. 2.650.- MENU Víntappi Gjaf i r v ið a l l ra hæf i á góðu verði GULLFALLEGT A u aurum Bankastræti 4 Sími 551 2770 K r i s t a l l sími 544 2140 www.lifoglist.is Kr. 4.240 Kr. 980 STEIKTAR kartöflur sem við köll- um í daglegu tali franskar, eru alls ekki franskar heldur belgískar. Og bestu belgísku í heimi fást í Bruss- el, samkvæmt óvísindalegum skoð- anakönnunum, sem m.a. hefur ver- ið að finna í matreiðslubókum og dagblöðum. Þær bestu belgísku eru ekki seldar á stórum skyndibita- stöðum sem reka mörg útibú, held- ur í litlum hvítum skúr á St. Josse torginu í Brussel. Misskilninginn um frönsku kart- öflurnar má rekja til þess að Bandaríkjamenn sem voru í Belgíu í seinni heimsstyrjöldinni ánetjuð- ust þessum bragðgóðu kartöflum en sögðu þær franskar af því að Belgarnir tala jú frönsku. Martin hefur afgreitt nýsteiktar kartöflur í Friterie de St. Josse í 42 ár og það er nóg að gera, alltaf ein- hver sem stendur og bíður eftir skammtinum sínum sem kostar frá 1,50 evrum og er framreiddur í kramarhúsi. Handtökin eru snör en Martin nostrar samt við hvern skammt. Hæfilegt magn af mátulega steikt- um alvöru kartöflum er sett í fyrsta lagið af pappír, nákvæmlega nógu mikið salt þar ofan á og svo vefur hann meiri pappír utan um kram- arhúsið. Fleiri nýsteiktar kartöflur eru settar ofan í og svolítið salt sem dreifist fullkomlega. Með þessu er hægt að velja úr tíu sósutegundum en þær eru líka góðar einar og sér. Marokkóskt munngæti Eftir göngu um litríkt St. Josse hverfið með gómsætar belgískar í nesti, gæti hentað sumum að fá sér eitthvað sætt. Góður staður til þess er tehúsið Palais des Délices eða Höll unaðssemdanna, á sama torgi, Place St. Josse. Piparmyntute er drykkur hússins en aðalsmerki þess er mikið úrval af marokkóskum sæ- tindum. Möndlukökur og fíkju- snúðar, appelsínuhálfmánar og súkkulaðikramarhús, hnetutíglar og kanelrúllur. Sesam, flórsykur, múskat, kókos eða hnetur til skrauts.  BRUSSEL Martin: Hefur afgreitt ótal kart- öfluskammta í þau 42 ár sem hann hefur rekið staðinn. Einn skammt af belg- ískum steingerdur@mbl.is Morgunblaðið/Steingerður Höll unaðssemdanna: Úrvalið er einfaldlega ómótstæðilegt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.