Morgunblaðið - 13.12.2003, Síða 90

Morgunblaðið - 13.12.2003, Síða 90
FÓLK Í FRÉTTUM 90 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í RÚM fjörutíu ár hefur Hnotu- brjótur Tsjajkovskíjs í endursköpun Dukes Ellingtons og Billys Stray- horns fylgt mér. Því beið ég óþreyju- fullur eftir að heyra Stórsveit Reykja- víkur flytja verkið undir stjórn Kanadamannsins af íslenskum ætt- um: Richards Gilles – þeim hinum sama er blés á trompet með Guitar Islancio á kanadísku plötunni þeirra: Connections. Hafði hann ásamt tveimur félögum sínum skrifað verkið upp eftir hljóðritun Ellingons fyrir Columbiu frá 1960 og eftir því sem ég get dæmt nokkuð nákvæmlega. Það er ekki heiglum hent að glíma við verk Ellingtons. Djassstórsveit er meðal annars ólík sinfóníuhljómsveit að því leyti að hver djassleikari reynir að skapa sér persónulegan tón í stað þess að hljóma líkt og aðrir er leika á sama hljóðfæri – djasshljómsveit lík- ist að því leyti kór er aðeins væri skip- aður fyrsta klassa einsöngvurum með einstaka meðaljón til uppfyllingar. Því má þekkja bestu stórsveitir djass- ins á hljóminum einum og þó enga einsog stórsveit Ellingtons. Sömu stórmeistararnir léku með honum í áratugi og stefgjöld meistarans fóru í að borga himinhá laun þeirra. En einsog Ellington sagði: ,,Þegar ég skrifa hef ég alltaf ákveðinn hljóð- færaleikara í huga fyrir hverja rödd og þá vil ég ekki missa og án þeirra get ég ekki skrifað. Þess vegna hljóm- aði Ellington-bandið öðruvísi en allar aðrar hljómsveitir. Hann var hinn mikli meistari tónalitanna. Því hefur gengið á ýmsu þegar stórsveitir hafa verið að flytja verk Ellingons. Þó hef- ur ýmsum tekist það allvel einsog Stórsveit danska ríkisútvarpsins þeg- ar hún var uppá sitt besta með menn á borð við Jesper Thilo innanborðs og sem betur fer tókst Stórsveit Reykja- víkur nokkuð vel upp í flutningi sínum á Hnotubrjótnum. Auðvitað hljómaði sveitin ekki einsog Ellington-bandið með Hodges, Gonsalves og Carney í saxasveitinni og Ray Nance á tromp- etinn, Lawrance Brown á básúnuna og Sam Woodyard bak við trommurn- ar. Það datt heldur engum í hug að reyna slíkt. Ellington og Strayhorn nota fyrst og fremst laglínur Tsjajkovskíjs Hljómar og hrynur er þeirra. Þetta er djassverk byggt á lagasmíðum Tsjaj- kovskíjs. Röð dansanna er örlítið breytt en að sjálfsögðu var byrjað á Forleiknum, sem var dálítið kraftlítill í flutningi sveitarinnar, en í Dansi reyrflautuleikaranna, sem Ellington nefnir Toot Toot Tootie Toot, var meira jafnvægi komið á og Jóel Páls- son og Sigurður Flosason á klarinett- in einsog Hamilton og Procope. Mars- inn er nefnist Peanuts Brittle Brigade uppá ellingtonísku svíngaði vel þótt riffið hefði mátt vera kraftmeira og í „Dansi plómudísarinnar“, sem Elling- ton nefnir Sugar Rum Cherry, komst bandið býsna nálægt Ellingtonsánd- inu og Jóhann trommaði með höndum og var þá miklu meira í takti við Woodyard en þegar hann beitti kjuð- unum. Jóel lék fínan tenórsóló all- fjarri Gonsalves; harður og oft urg- andi þótt mýktin skyti upp kollinum á stundum. Forleikslaglínan réð ríkjum í millikaflanum þarsem menn blésu stutta en hnitmiðaða sólóa: Jóel (Gon- salves), Stefán (Hodges), Kristinn (Carney), Samúel (Bown) og Sigurð- ur (Hamilton). Rússneski dansinn, The Volga Vounty, var ansi daufur og það sama má segja um þann kín- verska (Chinoiserie) enda skrifaður með Gonsalves og Hamilton eina í huga. Blómavalsinn (Danse of the Floreadores) var ekki lengur vals heldur tjútt og bandið fínt og svo kom Arabadansinn (Arabesque Cookies) þar sem Árni Heiðar var á tambórínu einsog Juan Tizol og Siggi Flosa blés bambusreyrflautukafla Procopes á pikkalóflautu. Jóel var í hlutverki Carneys á bassaklarinett í dúett við Sigurð sem Hamilton á klarinett. Skiluðu þeir sínu með elegans, en þegar arabahrynurinn varð að heitri sveiflu blés Ólafur Jónsson í tenórinn. Það var ágætissóló, en þarna var Hodges í einleikshlutverki hjá Elling- ton og mikið hefði verið gaman að heyra Sigurð Flosason spreyta sig þar einsog Thilo gerði hjá dönskum. En því miður var of mikið að gera í flautu og klarinettudeildinni. Kjartan og Snorri blésu Nance sólóana með ágætum í Hnotubrjótnum og David Bobroff gat líka sveiflað demparanum einsog Booty Wood og Sigurður Þor- bergsson var sterkur í básúnusveit- inni. Að sjálfsögðu voru sólóar okkar manna ekki kópíur af sólóum Elling- ton-meistaranna, en báru keim af þeim – annars hefði heildarmynd verksins skekkst. Þegar á allt er litið stóðst Stórsveitin þessa prófraun með ágætum. Auðvitað hefðu æfingar mátt vera fleiri og brassið tandur- hreint – en Ellington-andinn var til staðar. Kristjana Stefánsdóttir söng þrjú lög í Ellustíl með áætum og fleiri jóla- lög flutu með. Sérílagi var gaman að upphafi tónleikanna þegar Árni Heið- ar, sem nú er kominn heim eftir þriggja ára nám í klassík og djassi í Englandi, lék tríóinngang að Jingel Bell Basies. Svo blés Gilles með milli- nafnið Jóhann trompetsóló í Winther Wonderland í sölsustíl. Góður tromp- etleikari og vesturíslenskur í báðar ættir og þökk sé Stórsveit Reykjavík- ur fyrir enn einn snilldarkonsert sem af er vetri. Morgunblaðið/Sverrir Stórsveitin hefur haldið hverja stórtónleikana á fætur öðrum. Hnotubrjótur Ellingtons og Tsjajkovskíjs DJASS Ráðhús Reykjavíkur Einar St. Jónsson, Snorri Sigurðarson, Kjartan Hákonarson og Örn Hafsteinsson trompetar og flygilhorn; Samúel Jón Sam- úelsson, Björn R. Einarsson og Sigurður Þorbergsson básúnur; David Bobroff bassabásúnu; Sigurður Flosason, Stefán S. Stefánsson, Ólafur Jónsson, Jóel Páls- son og Kristinn Svavarsson saxófónar og klarinettur; Árni Karlsson píanó, Birgir Bragason bassa og Jóhann Hjörleifsson trommur. Söngkona: Kristjana Stef- ánsdóttir. Stjórnandi Richard Gilles sem einnig blés í trompet. Föstudagskvöldið 5.12. 2003. STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Vernharður Linnet AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Pálmi Gunnarsson með nýja hljómsveit í kvöld Leikhúsgestir munið 15% afslátt - Spennandi matseðill! LAU. 13/12 - KL. 18 UPPSELT LAU. 13/12 - KL. 22 ÖRFÁ SÆTI LAUS SUN. 14/12 - KL. 19 UPPSELT LAU. 20/12 - KL. 15 LAUS SÆTI SUN. 21/12 - KL. 15 LAUS SÆTI ATH! SÝNINGAR HÆTTA UM ÁRAMÓTIN ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Leikhópurinn Á senunni nýtt barnaleikrit eftir Felix Bergsson Sun. 14. des. kl. 14. uppselt Sun. 21. des. kl. 14. Lau. 27. des. kl. 14. uppselt Lau. 27. des. kl. 16. uppselt Sun. 28. des. kl. 14. Sun. 28. des. kl. 16. örfá sæti Miðasala í síma 866 0011 www.senan.is Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is Opið frá kl. 18 fimmtudags- sunnudagskvöld. Edda Björgvinsdóttir tekur á móti gestum og losar um hömlur á hádegi föstudaga kl. 11.45. Carmen Jólakvöldverður og gullmolar úr Carmen Lau. 13. des. örfá sæti Tónleikar gullmolar úr Carmen Fös. 19. des. Tenórinn Sun. 14. des. kl. 20.00. Örfá sæti Lau. 27. des. kl. 20.00. Laus sæti Sellófon Gríman 2003: „Besta leiksýningin“ að mati áhorfenda Þri. 30. des. kl. 21.00. örfá sæti Fös. 2. jan. kl. 21.00. nokkur sæti WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is Stóra svið Nýja svið og Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Í dag kl 14 - UPPSELT, Su 14/12 kl 14 - UPPSELT Lau 27/12 kl 14 - UPPSELT, Su 28/12 kl 14 - UPPSELT Lau 3/1 kl 14 - UPPSELT, Su 4/1 kl 14, Lau 10/1 kl 14, Su 11/1 kl 14 Su 18/1 kl 14, - UPPSELT, Lau 24/1 kl 14, Su 25/1 kl 14 - UPPSELT, Lau 31/1 kl 14 Su 1/2 kl 14, Lau 7/2 kl 14 - TÁKNMÁLSTÚLKUÐ SÝNING ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 9/1 kl 20 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 SAUNA UNDER MY SKIN Gestasýning Inclusive Dance Company - Noregi Su 14/12 kl 20 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! TIL SÖLU ALLA DAGA: LÍNU-BOLIR, LÍNU-DÚKKUR **************************************************************** LÍNU-LYKLAKIPPUR, HERRA NÍELS, HESTURINN **************************************************************** GJAFAKORT Á LÍNU LANGSOKK KR. 1.900 **************************************************************** GJAFAKORT Á CHICAGO KR. 2.900 **************************************************************** ALMENN GJAFAKORT - GILDA ENDALAUST SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams Forsýning fö 26/12 kl 20 - kr. 1.500 FRUMSÝNING lau 27/12 kl 20 - UPPSELT Su 28/12 kl 20, Fö 2/1 kl 20, Lau 3/1 kl 20 Miðasala í síma 552 3000 Loftkastalinn Sunnudagur 14. des. kl. 20.00 laus sæti Sveinsstykki Arnars Jónssonar Nýr einleikur eftir Þorvald Þorsteinsson INCLUSIVE DANCE COMPANY frá Þrándheimi, Noregi SAUNA UNDER MY SKIN dansleikhús - videólist Sunnudagskvöld kl. 20 á Nýja sviði Borgarleikhússins Miðasala 568 8000 GESTALEIKSÝNING Jólaskemmtun í Kaffileikhúsinu lau. 13. des. og sun. 14. des. kl. 20.00 Miðapantanir í síma 661 2525 og á hugleik@mi.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.