Morgunblaðið - 16.12.2003, Page 16

Morgunblaðið - 16.12.2003, Page 16
AP Fréttamaður með arabíska skikkju í einu af herbergjum leirkofans. GARÐURINN er í órækt, þvott- urinn óhreinn, matarbúrið tómt og eina skreytingin er veggspjald með mynd af örkinni hans Nóa. Felu- staður Saddams Husseins á bónda- bæ í norðurhluta Íraks líkist meira vistarveru sem hústökufólk hefur yfirgefið en glæsihöllum þeim sem Saddam Hussein bjó um sig í á valdaárunum. Fréttamenn skoðuðu í gærmorg- un staðinn þar sem Saddam fannst sl. laugardagskvöld. Kotið, sem er kofi gerður úr leirsteinum, er eitt herbergi með frumstæðu eldhúsi. Trjágreinar hylja þakið og gráleit málmhurð með hengilás er eina ör- yggið. Innan dyra er óhreinn þvottur, gráar buxur og handklæði, sem hanga á þvottasnúru yfir rúmi með gólfmottu sem ábreiðu. Mynd af örkinni hans Nóa hangir yfir öðru rúmi, sem virðist ekki hafa verið notað nýlega. Í kassa á gólfinu eru síð arabísk skikkja, tveir nýir karl- mannsstuttermabolir og tvennar hvítar „boxaranærbuxur“. Svartar mokkasíur og inniskór með gull- spennum eru upp við vegg þar sem gamlar skólabækur liggja á gólf- inu. Lítill ísskápur í eldhúskróknum geymir nokkur Bounty-súkku- laðistykki, nokkrar pylsur og 7-up- dós. Gamalt brauð er ofan á borð- skrifli, hrísgrjónaleifar í potti, óhreinir diskar í vaskinum. Á hillu fyrir ofan gaseldavél eru sápa, dós með kaffi í, munnskol, spegill og tvö Mars-súkku- laðistykki. Fyrir utan kofann er skurður sem notaður hefur verið sem kam- ar. Garðurinn er þakinn rusli, plast- pokum, tómum flöskum og rotn- andi ávöxtum. Þegar bandarísku hermennirnir komu á staðinn sl. laugardagskvöld var hvít dula fyrir jarðhýsinu þar sem Saddam var í felum. Undir henni var plastfat, málað í felulit- um, með vírhandföngum á. Við hliðina á döðlutré hjá holunni er út- blástursrör sem liggur ofan í vist- arveru Saddams til loftræstingar. Til þess að hylja rörbútinn eru hengdar á hann salami-pylsa og gráfíkjur til þerris. Tvö tjöld eru á landareigninni, hænsnakofi og ein kýr í gripahúsi. Pálmatré, appelsínutré og sól- blómaakur eru við heimreiðina að kotinu, sem er um fimmtán kíló- metra suður af Tikrit, bernsku- slóðum Saddams Husseins. Sérsveitarmennirnir, sem komu að kotinu á laugardagskvöld, höfðu leitað þar í um tuttugu mínútur þegar þeir fundu Saddam. Gosdósir, súkku- laði og pylsur ReutersBlaðamaður fylgist með kollega sínum sem er að klifra upp úr jarðhýsinu sem Saddam leyndist í. Jarðhýsið er innan við tveir metrar á hvorn veg. AP Bandarískir hermenn við bóndabýlið þar sem Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra Íraks, var í felum. AP „Eldhúsið“ í kofanum þar sem Saddam virðist hafa haldið til. Kofinn er um 15 km frá Tikrit, heimaborg Saddams. Saddam Hussein hélt til í leirkofa nærri Tikrit ’ Garðurinn er þak-inn rusli, plastpok- um, tómum flöskum og rotnandi ávöxt- um ‘ ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALÞJÓÐANEFND Rauða krossins sagist í gær telja víst, að fulltrúar hennar fengju að heimsækja Saddam Hussein, fyrrum forseta Íraks, eins og aðra íraska stríðsfanga. „Bandarísk stjórnvöld til- kynntu opinberlega að farið verði með Saddam Hussein sem stríðsfanga sem þýðir að hann – eins og aðrir stríðsfang- ar – nýtur verndar Genfarsátt- málans,“ segir í minnisblaði Rauða krossins. „Alþjóðanefnd Rauða krossins mun fylgjast með máli Saddams Husseins eins og málum annarra ætlaðra stríðsfanga.“ Í Genfarsáttmálanum um meðferð stríðsfanga er kveðið á um mannréttindi og mannúð- lega meðferð á stríðsföngum en lögð er áhersla á að það ríki sem stendur að handtökunni, í þessu tilfelli Bandaríkin, beri ábyrgð á meðferð fanganna. Þar er kveðið á um að stríðs- föngum beri aðeins að gefa upp nafn sitt, einkennisnúmer, fæð- ingardag og ár og aðrar slíkar upplýsingar og lagt er bann við hvers konar pyntingum, bæði andlegum og líkamlegum, eða öðrum þvingunum við yfir- heyrslur. Ekki má ógna, móðga eða niðurlægja með neinum hætti þá stríðsfanga sem neita að svara spurningum. Alþjóðanefnd Rauða kross- ins segist neita að taka þátt í opinberri umræðu um sýningu myndbands af Saddam í lækn- isrannsókn, en bandaríska her- stjórnin í Írak sýndi mynd- bandið í fyrradag þegar tilkynnt var að Saddam hefði verið handsamaður. Rauði krossinn vill ræða við Saddam Genf. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.