Morgunblaðið - 16.12.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.12.2003, Qupperneq 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 19 Mosfellsbær | Útdráttur á lóðaein- ingum í Teigahverfi í Mosfellsbæ fór fram hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík í síðustu viku. Viðstaddir úrdráttinn voru Ragnheiður Rík- harðsdóttir frá meirihluta bæjar- stjórnar og Jónas Sigurðsson frá minnihluta bæjarstjórnar, Stefán Ómar Jónsson bæjarritari og Linda Reynisdóttir þjónustustjóri og Þórir Hallgrímsson og Áslaug Friðriks- dóttir frá Sýslumannsembættinu. Að sögn Stefáns Ómars Jónssonar bæjarritara er um vissa nýbreytni að ræða í framkvæmd lóðaúthlutunar- innar. „Það má segja að tvær aðferð- ir séu nýttar í ár,“ segir Stefán Óm- ar. „Annars vegar var um að ræða forval og hins vegar úrdrátt. Fyrst vorum við með forval vegna þess að stórt og mikið fjölbýlishús kemur í miðju hverfisins. Þá völdum við verktaka eftir þeim leikreglum sem giltu um svæðið. Sérstök dómnefnd valdi úr hugmyndum sem verktakar sendu inn í samræmi við skipulags- hugmyndir sveitarfélagsins. Þar var höfundur svæðisins potturinn og pannan í því, vegna þess að þessi kjarni mun hafa mikil áhrif á þetta 120 íbúða hverfi,“ segir Stefán. Keflavíkurverktakar urðu hlut- skarpastir í augum dómnefndar. Að sögn Stefáns skiluðu þeir skemmti- legri tillögu, en framkvæmdir hófust við undirbúning þeirrar hugmyndar í síðustu viku. „Svo vorum við nú að klára úthlutun þeirra lóða sem eftir eru. Umsækjendur um þær lóðir voru dregnir út hjá sýslumannsemb- ættinu í Reykjavík. Nú á fimmtudag- inn koma þeir aðilar sem voru dregnir út og velja sér lóðir í þeirri röð sem þeir voru dregnir út,“ segir Stefán. Skipulag Teigahverfisins gerir ráð fyrir að byggðin samanstandi að mestu leyti af parhúsum, raðhúsum og litlum fjölbýlishúsum. Flestir um- sækjendur eru smærri og miðlungs- stórir verktakar. „Við höfum þær væntingar með þetta hverfi að það þétti í kringum miðbæjarkjarnann okkar. Það er mikilvægt að þétta í kringum hann til að fá fleira fólk í miðdepilinn til að rækta og styðja við þjónustuna á miðbæjarsvæðinu,“ segir Stefán að lokum. Úthlutun á öllum lóðaeiningum í Teigahverfi í Mosfellsbæ er lokið Viðhafa nýbreytni við úthlutun lóða Hið nýja Teigahverfi er hluti af áformum um þéttingu miðbæjarkjarna Mosfellsbæjar. Þar verða um 120 íbúðir. Garðabær| Sveitarstjóra Bessa- staðahrepps hefur verið falið að skrifa undir hönnunarsamninga við arkitektastofuna Glámu-Kím, Verk- fræðiþjónustuna ehf., Garðatorgi 7, Garðabæ og Raftæknistofuna ehf., ásamt samningi um hönnunarstjórn- un við VSÓ-Ráðgjöf ehf. vegna breyt- inga á Álftanesskóla. Sveitarstjórinn skýrði hreppsráði frá umræðu sem farið hefur fram um staðsetningu tónlistarskólans á 1. hæð í hinu nýja skólahúsnæði í stað 3. hæðar á fundi ráðsins á fimmtudaginn. Sveitarstjóri lagði fram til af- greiðslu, eftir umfjöllun fram- kvæmdanefndar, hönnunarsamninga við arkitektastofuna Glámu-Kím. Fyrir fundinum lá einróma ályktun framkvæmdanefndar frá 8. desember sl. þar sem vakin er athygli á þeirri sérstöðu verkefnisins að um er að ræða framkvæmd sem að hluta til hefur þegar verið hönnuð af þeim ráðgjöfum sem nú er verið að semja við. Nefndin telur því ekki unnt að beita almennum reglum sveitarfé- lagsins um útboð á þjónustukaupum við þessi ráðgjafarkaup. Hreppsráð tekur undir ályktun framkvæmdanefndar og samþykkir samningana. Breytingar á skólahúsnæði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.