Morgunblaðið - 16.12.2003, Page 26

Morgunblaðið - 16.12.2003, Page 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÓSTÝRILÁT orka streymir frá málverkum Einars Hákonarsonar. Verkin eru hlaðin öfl- ugum litum og máluð í anda innsæisstefn- unnar.“ Á þessum orðum hefur gagnrýnandi Aach- ener Nachrichten umsögn sína um sýningu á verkum listmálarans í Galleríi Viktors Stricker í Aachen í Þýskalandi sem haldin var nýverið. Gagnrýnandinn, Ingrid Peinhardt-Franke, heldur áfram: „Einar Hákonarson er íslenskur listmálari og meðal þekktari listmálara eyj- unnar. Hin hrjúfa og frumlega íslenska nátt- úra og gróskumikið landslag ásamt villtum fossum í skini hins skandinavíska ljóss hefur veitt listamanninum innblástur. Verk hans fá þannig einstaklega kröftugan blæ í óstýrilát- um litasamsetningum. Eins áhrifamiklir og lit- irnir eru í sínum jarðtengdu rauðbrúnu tónum, mikið grænt og blátt, einnig tengingin við rauðfjólublátt og gult, þá eru skuggamynd- irnar sem dregnar eru upp með hröðum pensil- dráttum innsæi á hinn málaða flöt. Einar Há- konarson málar einstakan „módeltengdan expressionisma“.“ Einar kveðst í samtali við Morgunblaðið ánægður með viðtökur við þessari fyrstu einkasýningu sinni í Aachen en í kjölfarið hef- ur honum verið boðið að sýna í galleríi í Karls- ruhe á næsta ári.Einar Hákonarson ræðir við gesti við opnun sýningarinnar. Eitt verka Einars á sýningunni í Galleríi Viktors Stricker í Aachen. Óstýrilát orka                          ! "#  $ %  &'&  (           Myndaalbúm og listmunir í miklu úrvali. Glæsileg listaverk Allt í jólapakkann! Urðarholt 4, Mosfellsbæ Jólaseríur og jólaskraut, lampar og ljós, gjafavara, rafmagns- og handverkfæri, heimilistæki, allar gerðir ósapera, málning og margt fleira. ALLT Á GÓÐU VERÐI Úrval af listmunum, ullarteppum, ullarnærfatnaði og margt fleira. ÁLAFOSS, Álafossvegi 23 sími 566 6303 Úr, skartgripir og gjafavaraKjarna s. 544 4990 Þekkt vönduð úramerki: D K N Y sími: 566 6103 isfugl@isfugl.is • www.isfugl.is - Þjónusta í þína þágu Þjónustuver Mosfellsbæjar sími: 525 6700

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.