Morgunblaðið - 16.12.2003, Side 27

Morgunblaðið - 16.12.2003, Side 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 27 DAVID Beckham er frægasti knatt- spyrnumaður í heiminum í dag og fáir knattspyrnumenn í sögunni hafa vakið eins mikla athygli fjölmiðla og hann. Fyrir utan að vera hæfileikaríkur fótboltamaður hefur hann útlitið með sér, kemur vel fyrir og er giftur frægri poppstjörnu, Victoriu Fína Kryddi, sem reyndar má muna fífil sinn fegri. Þannig að fyrst lenskan er nú orðin sú að fræga fólkið er farið að senda frá sér end- urminningabækur og sjálfsævisögur áður en það nær þrítugsaldrinum þá ætti hin stutta ævi Beckhams að teljast með þeim við- burðaríkari og þar með áhugaverðari sem völ er á. En það skilar sér því miður ekki að þessu sinni (ævisögur eru og eiga tvímæla- laust eftir að verða fleiri). Það helsta sem amar að er að þótt dreng- urinn sé afar snjall í sparkinu þá er hann greinilega enginn sögumaður. Sem kemur vitaskuld niður á endurminningum sem þessum. Með aðstoð skrásetjara rifjar hann þannig upp stutt æviskeið sitt frá því hann sparkaði fyrst í bolta þar til hann var seldur frá Manchester Uniter til Real Madrid fyrr í sumar. En þrátt fyrir að hafa upplifað fleira en flestir aðrir á hans aldri er þessi upprifjun hans hreint makalaust tilþrifalítil. Engar sögur úr boltanum, engar skemmti- legar persónulýsingar á þeim sem orðið hafa á vegi hans og sorglega fáar safaríkar upp- ljóstranir um það sem gerðist í búnings- herberginu, á æfingavellinum, í einkaklúbbi Manchester United. Þess í stað er hér um hreina og beina upprifjun að ræða. Beckham að rifja upp sína hlið á lífi sínu, eins og hann man hana. En naflaskoðun er þetta ekki og sjálfsgagnrýnin nær engin. Allt það slæma sem hefur hent hann er öðrum að kenna. Og auðvitað reynir hann að segja álit sitt, en það er sjaldan sem þetta álit hans vek- ur áhuga manns vegna þess að í nær öllum tilfellum lofsyngur hann allt og alla, sem fær lesn- inguna á köflum til að virka á mann eins og 350 blaðsíðna þakkarlisti. Drengurinn hefur greinilega mikla þörf fyrir það að þóknast öllum, sér í lagi þeim sem hann umgengst, og dæmi um það er að eini andstæðingurinn sem hann hrósar og lýsir aðdáun sinni á er Real Madrid – einmitt liðið sem hann leikur með í dag. Eini maðurinn sem hann treystir sér til að skjóta á og tala um af hreinskilni er Alex Ferguson, stjórinn hans fyrrverandi hjá Manchester. En sú gagnrýni fer samt eitthvað öfugt ofan í mann því það er eitthvað svo augljóst að Beckham er hér að svara því sem Fergu- son hefur þegar baunað á hann opinberlega og í sinni ævisögu. Þá er fullt sem maður sakn- ar, eins og allt hafaríið í kring- um enska landsliðið, djammið á leikmönnum í æfingabúðunum, fjárhættuspilið sem Keegan á að hafa stýrt, árekstrar við aðra leikmenn (sem hljóta að hafa komið upp). Ekki orð um pilsið fræga. Svo til ekkert um unglingsárin með félögunum í Manchester og kvennafarið fyr- ir tíma Victoriu. Öllum gert til geðs, öllum hlíft. Beckham heldur þannig greinilega alltof mikið aftur af sér, sem eðlilegt er fyrir þetta ungan mann sem er enn á fullu í fótboltanum og þarf að starfa með og umgangast þá sem hann fjallar um. Skynsamlegt af honum og til eftirbreytni, en vitanlega kemur þetta niður á vigt bók- arinnar sem er alltof löng og innihaldsrýr. Drengurinn virðist – ef marka má þessa hlið hans – hreint ekki vera mesti hugsuður sem sparkað hefur í bolta. Það er til dæmist gott og blessað að lýsa heitum tilfinningum sín- um í garð fjölskyldunnar, Victoriu og drengjanna Brooklyns og Romeos; en þar sem þessar ástarjátningar verða aldrei blæ- brigðaríkari eða skáldlegri en að hann elski þau og að þau skipti hann öllu máli þá vilja þær verða býsna leiðigjarnar eins marg- ítrekaðar og þær eru í bókinni. Bestu sprettina á hann hins vegar þegar hann er að lýsa æskuárunum. Fyrstu ár- unum sem knattspyrnumanni, hvernig hann komst að hjá Manchester sem ungur efni- legur Lundúnapési, aðeins 14 ára að aldri. Ungum fótboltamönnum ætti að vera þetta holl lesning, ekki einasta vegna lýsinganna á því hvernig þessar ungu og upprennandi stjörnur æfðu sig og bættu heldur einnig til að draga lærdóm af þeim gríðarlega metn- aði og aga sem Beckham og félagar hans hjá Manchester höfðu tileinkað sér kornungir að árum. Þá nær hann sér á flug undir blálokin, þegar hann lýsir mjög nákvæmlega hvað það var sem leiddi til þess að hann var á endanum seldur til Real Madrid, hrakinn frá liðinu sem hann unni svo heitt, af stjór- anum sem hafði gert hann að þeim heims- klassaknattspyrnumanni sem hann er í dag. Þar er safaríkustu upplýsingarnar að finna fyrir áhugamenn um fótbolta, sem og í einstaka lýsingum á því sem átti sér stað er Glenn Hoddle klúðraði liðsandanum hjá enska landsliðinu fyrir HM í Frakklandi 1998, Keegan brást við mótlætinu er Þjóð- verjar unnu Englendinga á Wembley og hvað gerðist í raun í búningsklefanum þegar Beckham gekk út með skurðinn á enninu. Meira af slíkum uppljóstrunum hefði gert bókina mun áhugaverðari. En þrátt fyrir ofannefnda vankanta er bókin eflaust kærkomin lesning fyrir ein- læga unnendur Davids Beckhams, því þar býðst tækifærið til að sjá ævi hans með hans eigin bláu augum og fá hans hlið á málum, en þó aðeins hans hlið. Þýðing Guðjóns Guðmundssonar er góð og læsileg, ólíkt letrinu í bókinni sem er af- ar ólæsilegt. Fyrir aðdáendur David Beckham BÆKUR Endurminningar Mín hlið, endurminningabók Davids Beckhams. Höf- undar David Beckham og Tom Parks. Íslensk þýðing Guðjón Guðmundsson. Útgefandi Stöng ehf. 350 bls. DAVID BECKHAM: MÍN HLIÐ Skarphéðinn Guðmundsson DIDDÚ og drengirnir er heiti ár- legra jólatónleika söngkonunnar Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og sex músíkalskra skósveina hennar, en tónleikarnir verða haldnir í Mos- fellskirkju í kvöld og annað kvöld kl. 20.30. Þeir eru sex en ekki sjö eins og hjá Mjallhvíti. „Nei, – en samband mitt við þá er þó orðið sjö ára,“ segir Diddú og hlær, „ég hefði kannski átt að bæta einum túbuleikara við til að hafa þá sjö – við sjáum til með það.“ Drengir Diddúar eru klarinettu- leikararnir Sigurður I. Snorrason og Kjartan Óskarsson, sem jafn- framt eru tónlistarstjórar hópsins; fagottleikararnir Björn Th. Árna- son og Brjánn Ingason, og hornleik- ararnir Þorkell Jóelsson og Emil Friðfinnsson. Á efnisskránni er sitt lítið af hverju, íslenskir sálmar, færeyski sálmurinn Tíðin rennur, tvær „Ave Maríur“ Maríukvæði Atla Heimis Sveinssonar og Alleluia eftir Moz- art; blásaraverk, þar á meðal Ind- rada eftir Melchior Frank, Í dag er fæddur frelsarinn eftir Praetorius, In dulci jubilo, Í dag er glatt í döpr- um hjörtum og sónata eftir Luigi Cherubini og fleira. „Þetta er ein- staklega jólalegt prógramm,“ segir Diddú, og varla hægt að efast um það. „Við höfum alltaf verið í stemn- ingunni hér í litlu kirkjunni í Mos- fellssveitinni, og þar er engin að- staða til að bjóða upp á hlé – en við ætlum þó að leyfa fólki að standa að- eins upp. Jú, þetta er alltaf af- skaplega falleg stund, það er ekki hægt að segja annað.“ Diddú segir það gott að syngja með blásurum, söngröddin og blást- urshljóðfærin falla vel saman og þurfa að „anda“. „Þetta byggist allt á sama grunni, og þeir skilja mínar aðfarir vel. Þessi samsetning, söng- rödd og tréblásarar, er líka óskap- lega falleg.“ Það er mikið annríki hjá söngkon- unni á jólaföstu og hefur reyndar verið í allt haust. „Ég var að telja það saman að ég er búin að syngja á 52 tónleikum frá því ég söng með Sinfóníuhljómsveitinni í haust. Þetta er óvenju mikið; – mikið strit, en líka mikil ánægja. Vinnuálagið er mikið og maður þarf að treysta því að vera í góðu líkamlegu ástandi og að röddin sé í góðu formi. En þú spyrð um jólaundirbúninginn ... hann gengur eins og í sögu, við er- um svo mörg á heimilinu og höfum hraðar hendur. Ég er í jólakort- unum og jólakonfektinu núna – ég er snögg að þessu.“ Aðgöngumiðar á tónleikana eru seldir á bæjarskrifstofum Mosfells- hrepps. „Þetta er einstaklega jólalegt prógramm,“ segir Diddú en hún og dreng- irnir halda árlega aðventutónleika í Mosfellskirkju í kvöld og annað kvöld. Alltaf mjög falleg stund UM tvö og hálft prósent íbúa höfuð- borgarsvæðisins, um 4.500 manns, sóttu 13 aðventutónleika helgarinnar. Ef reiknað er með því að tónleikasókn sé jafngóð alla aðventuna, má ætla að um 20.000 manns á höfuðborgarsvæð- inu sæki aðventutónleika, þar af um 2.000 manns þá tónleika sem eru haldnir á virkum dögum fram til jóla. Sem fyrr eru það kórarnir sem draga að sér mesta fjöldann, Gísli Árnason kirkjuvörður í Neskirkju áætlar að um 150 manns hafi sótt tón- leika Vox academica í kirkjunni á laugardag, en Gísli segir að tónleik- arnir hafi verið afar góðir. Gísli áætl- ar að um 80 manns hafi sótt aðventu- tónleika kirkjukórsins á sunnudag. Einn af kórum Langholtskirkju, Graduale nobili, fyllti Hjallakirkju á sunnudagskvöld, en kirkjan tekur um 300 manns. Kórar Grafarvogskirkju fengu einnig góða aðsókn að sínum aðventutónleikum á sunnudag, en séra Vigfús Þór Árnason telur að um 500 manns hafi sótt þá. Karlakór Reykjavíkur og Drengjakór Nes- kirkju sameinuðust í söng í Hall- grímskirkju og fengu rúmlega 2.300 manns á þrenna tónleika um helgina, að sögn Jóns Ástráðssonar tónleika- stjóra kórsins, en einsöngvarar á tón- leikunum voru Gunnar Guðbjörnsson tenór og Ísak Ríkharðsson sópran. Tæplega 100 manns sóttu tónleika Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og Jóns Stefánssonar í Langholtskirkju á laugardag, og um 80 manns sóttu orgeltónleika Katalinu Lörincz á sunnudag. Jón Stefánsson segir að erfitt sé að vera með aðra tónleika en sérstaka aðventutónleika á þessum árstíma og gæti það skýrt dræma að- sókn á orgeltónleikana. Fjölmennt í Salnum Í Salnum var Kammerhópur sal- arains með jólagleði ásamt Skólakór Kársness, og sóttu um 450 manns tvenna tónleika þeirra á sunnudag. Á laugardag voru það hins vegar Borg- ardætur sem trekktu að, en rúmlega 200 manns sóttu jólatónleika þeirra. Jafnmargir sóttu tónleika Sinfóníu- hljómsveitar áhugamanna í Seltjarn- arneskirkju. Gera má ráð fyrir að ein- hverjir tónleikar hafi farið fram án þess að komast á blað hér, og líklega er það vægt reiknað að einungis 2000 manns sæki aðventutónleika sem haldnir eru á virkum dögum. Ef reiknað er með að meðalverð á þessa tónleika sé 1.000 krónur má ætla að höfuðborgarbúar hafi greitt vel á fimmtu milljón fyrir yndisauka helgarinnar. Gera má ráð fyrir að flytjendur á tónleikum helgarinnar hafi verið um 700 en laun kórfólks eru eins og venjulega ánægjan ein. Framundan er síðasta vika að- ventu, og drjúgt eftir af tónleikum. Þess má geta að nær uppselt er á tvenna tónleika Íslensku dívanna um næstu helgi, en gera má ráð fyrir að um 900 manns sæki hvora tónleika. Þá eru Jólasöngvar Kórs Langholts- kirkju einnig framundan, og segir Jón Stefánsson kórinn ýmist með þrenna eða ferna slíka síðkvöldstónleika fyrir jól. Eins og mörg undanfarin ár gerir Jón ráð fyrir fullu húsi, eða um 1.500 manns á þrenna tónleika í ár, þegar kórinn fagnar 25 ára afmæli Jóla- söngvanna. Morgunblaðið/Jim Smart Um 500 manns sóttu aðventutónleika í Grafarvogskirkju. Söngurinn lokk- ar á aðventu KRISTINN Sigmundsson, Gunnar Guðbjörnsson og Jónas Ingimundar- son afhenda Menningarsjóði Barna- spítala Hringsins nýjan geisladisk sinn í anddyri Barnaspítala Hrings- ins í dag kl. 16.15. Diskurinn var tekinn upp á Stór- tónleikum þeirra félaga í Salnum í febrúar 2002. Allur ágóði af sölu disksins rennur í Menningarsjóð Barnaspítala Hringsins til minning- ar um barnalækninn og tónlistar- unnandann Halldór Hansen. Það eru þeir Ásgeir Haraldsson yfirlæknir og Magnús Ólafsson sviðsstjóri hjúkrunar sem taka við diskinum. Að afhendingunni lokinni munu þeir Kristinn, Gunnar og Jónas árita diskinn í Bókabúð Máls og menning- ar við Laugaveg frá kl. 17 og hugs- anlegt er að þeir taki lagið. Það er erfitt að ná þessum þremur mönnum saman á einn stað vegna anna söngvaranna erlendis. Þetta verður því líklega í eina skiptið fyrir jólin sem þeir koma saman og árita. Stórsöngvarar af- henda og árita plötu Kristinn Sigmundsson Gunnar Guðbjörnsson Sporar. Stílar Nietzsches eftir Jacques Derrida er komin út í þýð- ingu Garðars Baldvinssonar sem einnig ritar inngang. Bókin er um þann hluta heimspeki Nietzsches sem er hvað umdeild- astur, þ.e. konur. Jacques Derrida ræðir hvernig hugmyndir um konur og sannleika tvinnast saman í rit- um Nietzsches. Bókin er hluti af ritröð Bók- menntafræðistofnunar Háskóla Ís- lands. Ritstjóri hennar er Guðni El- ísson. Útgefandi er Bókmennta- fræðistofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan. Bókin er 75 bls. Verð: 2.290 kr. Heimspeki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.