Morgunblaðið - 16.12.2003, Síða 31

Morgunblaðið - 16.12.2003, Síða 31
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 31 in á pönninni, bætið gulrót, vorlauk, lauk og kínakáli við og léttsteikið saman. Núðlunum bætt út í og um leið og búið er að ná upp hita á þeim er salt, sykur og sojasósa sett saman við. Að lokum er kjúklingnum og rækjunum skellt út í og allt létt- steikt saman. Galdurinn er að ná upp góðum hita á pönnunni og hafa allt tilbúið áður en hafist er handa. Þá tekur matreiðslan örskotsstund. Chow Mein-eggjanúðlur með kjúklingi og rækjum Uppskriftin er fyrir tvo 2 kjúklingabringur, skornar í bita rækjur (magn eftir smekk) 400 g forsoðnar eggjanúðlur 1 forsoðin gulrót, gróft skorin 2 vorlaukar, gróft skornir ½ laukur, fínt skorinn ½ haus af kínakáli, gróft skorinn 2 egg 6 msk. grænmetisolía svolítið salt svolítill sykur 2 msk. sojasósa Brúnið kjúklingabringurnar og setjið þær svo til hliðar. Hrærið egg- Morgunblaðið/Eggert Kokkurinn á Asíu: Herra Pang er frá Peking en Chow Mein, núðlurétt- urinn góði, er þekktur í þessari útfærslu á því svæði. Ég fæ mér alltaf sama réttinn,steiktar eggjanúðlur meðkjúklingi og rækjum,“ segir María Reyndal leikstjóri sem er fastagestur á veitingastaðnum Asíu við Laugaveg. Þangað sækir María a.m.k. einu sinni í viku og nýtir þá tímann gjarnan til vinnu, annaðhvort í einrúmi eða til funda í tengslum við vinnuna. „Ég þarf aldrei að panta heldur kem bara, sest niður og segi hæ og svo eftir smástund kemur ein- hver með réttinn.“ Hún segir ekki verra að fá svona fína og fumlausa þjónustu þegar hún kemur. Óli Kárason á Asíu segir slíka núðlurétti mjög algenga í Suðaustur- Asíu og Kína. „Kokkurinn okkar er frá Peking og þessi útfærsla er frá því svæði. Hún kallast Chow Mein eða eggjanúðlur. Það eru til fjölmargar útfærslur af þessu, t.d. Mee Hong sem eru örfínar hrísgrjónanúðlur og mjög vinsælar í Kína.“ Hann segir eggjanúðluréttinn á Asíu afar einfaldan og brást vel við því að deila uppskriftinni með les- endum Morgunblaðsins. Eggjanúðlur einu sinni í viku  MATUR|Uppáhaldsrétturinn Chow Mein: Ef undirbún- ingur er góð- ur tekur mat- reiðslan örskotsstund. isins velta fyrir sér hvernig þeir eigi að snúa sér í málinu. Er búist við því að á umbúðum umrædds sælgætis verði leiðbeiningar um heppilega samsetningu máltíða og að súkkulaði sé best í hófi, en að súkkulaði sé jafnframt æskilegt í ákveðnu magni í fjölbreyttu og hollu mataræði þar sem grænmeti, ávextir og fleira í þeim dúr verði mært í bak og fyrir. Hver sem lausnin verður, þá er búist við því að keðjuverkun verði hrundið af stað og fleiri fylgi í kjölfarið. Haft var eftir talsmanni Cadbury að ábendingar af þeim toga sem hér um ræðir hefðu raunar átt að koma miklu fyrr. „Það er að sjálfsögðu skylda okkar að viðskiptavinir fái allar þær upp- lýsingar um vöruna sem möguleiki er á.“ Súkkulaðiframleiðandinnheimsþekkti, Cadbury, und-irbýr nú viðlíka herferð og tóbaksframleiðendur hafa neyðst út í, þ.e.a.s. að merkja varning sinn í bak og fyrir á umbúðum með varnaðarorðum um óhollustu vör- unnar, þ.e. súkkulaðis. Um þessar mundir eru ýmis framleiðslufyrirtæki undir smá- sjánni líkt og fyrrnefndir tóbaks- framleiðendur og hafa markaðsöfl varað fyrirtæki á borð við Cadbury við að þau eigi á hættu tekjutap nema tekið sé tillit til krafna markaðarins um betri merkingar á vöru. Cadbury er m.a. með Dairy Milk, Flake and Crunchie, Cadbury Tre- bor Basset og forkólfar fyrirtæk-  HEILSA Varnaðarorð á súkkulaðiumbúðir Morgunblaðið/Ásdís Varúð: Sælgæti getur verið fitandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.