Morgunblaðið - 16.12.2003, Side 41

Morgunblaðið - 16.12.2003, Side 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 41 Í BYRJUN júní 2003 var í Bergen í Noregi ráðstefna á vegum samtaka stjórnenda í fé- lagsþjónustu. Yf- irskrift ráðstefnunnar var Hvernig má tryggja mannlega reisn fyrir alla? og um- ræðan fyrri ráð- stefnudaginn var um skipulagningu og hag- ræðingu á vettvangi sveitarfélaga – til hagsbóta fyrir notand- ann. Athygli vakti kynn- ing Jon Tvilde verkefn- isstjóra hjá sveit- arfélögunum Ulvik og Granvik varðandi þróunar- og til- raunaverkefni um möguleika í sam- starfi sveitarfélaganna. Sveitarfélög tvö liggja landfræði- lega saman fyrir botni Hardanger- fjarðar, bæði eru smá á norska vísu, íbúar Ulvik um 1250 og íbúar Gran- vik um 1050. Sitt í hvoru lagi stóðu þessi sveit- arfélög frammi fyrir íbúafækkun, erfiðleikum við fá hæfa umsækj- endur um störf hjá sveitarfélaginu og fjárhagsþrengingum vegna nauð- synlegrar þjónustu og aðgerða í at- vinnumálum. Fyrsta skref hins nýja verkefnis var stigið með því að samþykkt var þróunarverkefni sem fælist í ráðn- ingu sameiginlegs framkvæmda- stjóra sveitarfélaganna. Síðan var sett upp verkefnavinna sem hafði skýr markmið og tímaramma og að- stoð utanaðkomandi til stuðnings og leiðsagnar. Lögð var áhersla á að starfsmenn og stofnanir sinntu verkefnum hjá báðum sveitarfélögunum og unnið var að samhæfingu starfseminnar sem áður var unnin á tveimur stöð- um. Settir voru upp vinnu- og sam- starfshópar starfsmanna og kjör- inna fulltrúa til að fylgja eftir verkefninu. Fljótlega voru ráðnir sameiginlegir starfsmenn til ein- stakra þátta og voru þeir 19 talsins þegar umrædd kynning fór fram eft- ir eins árs verkefnatíma. Þau tækifæri sem talin eru skap- ast í samstarfi eru  Getur skapað nauðsynlega hæfni og þekkingu með því að til verði eftirsóknarvert faglegt starfsum- hverfi (þekkingarlegur ávinn- ingur).  Getur skapað aukin gæði á þjón- ustu, gegnum miðlun þekkingar og með notkun á sameiginlegum auðlindum (gæðalegur ávinn- ingur).  Getur skapað áhrif stærð- arhagkvæmni gegnum minni rekstrar- og stofnkostnað (kostn- aðarlegur ávinningur).  Getur orðið til að styrkja getu til þróunar, nýjunga og samkeppni (þróunarlegur ávinningur).  Getur gefið aukin áhrif gagnvart umhverfinu (ríki, samstarfi sveit- arfélaga, fyrirtækja o.fl.). (Póli- tískur/ samningslegur ávinn- ingur.) Á heimasíðu sveitarfélaganna (www.ulvik.kommune.no) er að finna matsskýrslur um verkefnið og kem- ur m.a. fram að framtíðarsýnin er skipulag með tveimur sveit- arstjórnum (sem geti falið í sér ólík- ar verkbeiðnir til framkvæmda- valdsins) og ein stjórnsýsla/yfirstjórn. Upphaf verkefnisins fól í sér að hvort sveitarfélag hélt sínu nefnda- skipulagi og umboðsframsali, þó þau væru mjög lík. Í Noregi er löng hefð fyrir formlegri og málefnalegri um- fjöllun sveitarstjórna og umboðs- og verklagsreglur stjórnsýslunnar eru ítarlegar og skýrar jafnvel þó sveit- arfélögin séu smá. Skýr grein- armunur er á hlutverkum sveit- arstjórnarmanna og stjórnsýslunnar og um- boðs- og verklags- reglur þar mikilsvert atriði. Í ofangreindum tveimur sveitarfélögum í Noregi héldu þau hvort sínu nefnda- skipulagi þó starfs- menn yrðu sameig- inlegir. Eftir því sem liðið hefur á verkefnið hefur áherslan færst að ýmsum útfærslum á skipulagi og þar með talið nefndaskipun, enda hefur verkefnið frá upphafi byggst á trausti og vilja til þróunar samstarfsins. Skilvirkni- og hag- kvæmnisjónarmið auk notendasjón- armiða munu því væntanlega leiða til, allt eftir því hvaða skipulag er valið í hverjum málaflokki, að verk- efnið verði útfærsla með sameig- inlegri stjórnsýslu og nefndakerfi. Sem dæmi má nefna að að- alskipulag eða áætlun um at- vinnuþróun er unnið sameiginlega fyrir bæði sveitarfélögin en fer til umfjöllunar og afgreiðslu í sveit- arstjórnunum. Skipulagið eða samn- ingur norsku sveitarfélaganna um þessa málaflokka gerir þá ráð fyrir hvernig um mál er fjallað og hvernig tekið er á ágreiningi ef upp kemur. Megináherslan í þessu verkefni er að þróa saman, ræða og velja með- vitað aðferðir við stjórn og uppbygg- ingu samfélagsins sem einnar heild- ar með áherslu á þjónustuhlutverk og vinnuveitendahlutverk sveitarfé- laganna. Það var álit undirritaðs eftir að hafa hlustað á þessa kynningu og lesið skýrslur um verkefnið, að þörf væri að koma hugmyndinni á fram- færi. Hér á landi hafa sveitarfélög unnið að sameiningarmálum frá því um 1970 og gerðar tilraunir með ým- is samstarfsverkefni s.s. á sviði hafnamála og sorphirðu. Á síðustu árum hafa verkefni einnig verið leyst með samstarfi m.a. í gegnum byggðasamlög eða héraðsnefnda- grunni. Ýmsar leiðir og samstarfsform koma til greina. Allt frá því að vera einstakt sveitarfélag yfir í samein- ingu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd: Umræðan hér á landi á vettvangi sveitarstjórna er á þá leið að annað hvort finni sveitarstjórnarmenn leið til sameiningar eða sameining verði ákveðin með lagaboði. Sameining með valdboði er væntanlega lítt fýsi- leg, íbúum sem sveitarstjórn- armönnum. Töluverð umræða og rannsóknir eru til um sameiningarmálefni sveit- arfélaga á Norðurlöndum og hægt að finna slíkt á netinu s.s. http:// www.ks.no/templates/ Page.aspx?id=7213 þar sem reif- aðar eru nýjar rannsóknir. Sú leið sem verið er að þróa í þess- um tveimur sveitarfélögum í Noregi er hins vegar ábending um enn aðra leið, leið sem tekur tillit til sam- félagslegra og landfræðilegra að- stæðna. Með þessari aðferð næst fram hagkvæmni, sama eða hærra þjónustustig, aukið fjárhagslegt svigrúm og stærra og sterkara sam- félag sem viðheldur menningu og sjálfsákvörðunarrétti í heimabyggð. Samstarf sveitar- félaga, athygli- verð þróunarverk- efni í Noregi Halldór Sig. Guðmundsson skrifar um sveitarfélagamál ’,,Sú leið sem verið erað þróa í þessum tveim- ur sveitarfélögum í Nor- egi er hins vegar ábend- ing um enn aðra leið, leið sem tekur tillit til samfélagslegra og landfræðilegra að- stæðna.“‘ Halldór Sig. Guðmundsson Höfundur er félagsráðgjafi og félags- málastjóri í Dalvíkurbyggð. Samvinna á mismunandi formlegum grunni Samvinna grundvölluð á eigin samvinnufyrirtækjum (lögaðilum) V erkefna- /þjónustum odell Sam vinna sveitarfél. (§ 27) Sam vinnufélag sveitarfélaga (IK S) Sjálfstæ tt sveitarfélag Sam eining Sam -sveitarfélag T engsl/vinatengsl H lutafélag ”FA” Sameiginleg yfirstjórn Mynd heimild: http://www.ulvik.kommune.no Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Föt fyrir allar konur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.