Morgunblaðið - 16.12.2003, Side 43

Morgunblaðið - 16.12.2003, Side 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 43 HÉR á landi er það gamall siður að skjóta upp flugeldum um áramótin. Fyrir nokkrum árum fór að bera á því að farið var að skjóta upp flugeldum í tíma og ótíma löngu fyrir og jafnvel eftir áramót. Margir dýraeig- endur, sérstaklega þeir sem eiga hunda, ketti og hesta kannast vel við þann óróa og angist sem dýr þeirra ganga í gegnum um áramót vegna þess hávaða og ljósagangs sem fylgir þessum flug- eldaskotum. Mýmörg dæmi eru um að bless- uð dýrin reyni að forða sér frá þessum ólátum og strjúki þá að heim- an, jafnvel til fjalla eða til óbyggða. Um síð- ustu áramót, eða nokkrum dögum eftir varð alvarlegt slys und- ir Hafnarfjalli á þjóð- vegi númer eitt, þegar nokkrir hestar fældust vegna flugeldasýningar sem haldin var í nágrenninu og brutu sér leið upp á þjóðveginn, þar sem bíll kom aðvíf- andi og keyrði á þá. Mildi var að ekki varð stórslys af, en nokkra hesta varð að aflífa. Þetta er því ekki bara vandamál í þéttbýlinu. Sjálfur átti ég hund þegar ég var dýralæknir á Kirkjubæjarklaustri og um ein ára- mót uggði ég ekki að mér og leyfði hundinum að vera úti um kvöldið þeg- ar byrjað var að skjóta upp flug- eldum. Þetta voru þó bara nokkrir flugeldar og ekkert í líkindi við þær stórskotaliðsæfingar sem yfir okkur gengur hér á höfuðborgarsvæðinu um hver áramót. Þar kom að ég gerði mér grein fyrir að hundurinn var týndur og fjölskyldan fór að leita að honum. Eftir nokkurn tíma kom þá bóndi og góðkunningi úr sveitinni með hundinn. Hann sagðist hafa ver- ið á leið inn á Klaustur og séð hund- inn á mikilli ferð á leið frá staðnum. Hann stöðvaði þá bílinn og hundurinn þáði að koma í skjól í bílnum. Næstu áramót á eftir gaf ég hundinum ró- andi töflur og hélt honum innandyra. Það er einmitt það sem við dýra- læknar höfum ráðlagt gæludýraeig- endum að gera, ef dýr þeirra verða óróleg um áramótin. Hestamenn geta reynt að byrgja glugga á hest- húsum og hafa ljósin kveikt og stilla útvarp á háværa hljómlist, allt til að minnka áhrifin af há- vaða og ljósglömpum frá flugeldunum. Þetta er kannski það sem dýraeigendur geta sætt sig við og finnst ásættanlegt að láta dýr sín ganga í gegnum einu sinni á ári, sérstaklega þar sem hægt er að gera ráðstafanir þennan eina dag ársins. En út frá dýravernd- arsjónarmiðum þá er það óásættanlegt að dýrin séu látin ganga í gegnum þessar kvalir sem þau greinilega líða í nærfellt heilan mánuð eins og hefur verið um síðustu áramótin. Oft byrjar þessi ófögnuður um miðjan desember og stendur eitt- hvað fram yfir þrettándann. Ég skora á allann almenning að taka saman höndum og muna eftir gæludýrunum, sem eru í öðru hverju húsi á þéttbýlisstöðum og á hverjum bæ í sveitinni. Ég skora á fólk að láta sér nægja að skjóta upp flugeldum á gamlársdag og fram eftir nýársnóttu eða á þeim tíma sem dýraeigendur geta haft viðbúnað vegna dýra sinna. Skorað er á flugeldasala að minna kaupendur á þetta atriði við sölu flug- eldanna, t.d. með sérstökum upplýs- ingamiðum. Ennfremur væri æski- legt að lögreglan leyfði ekki flugeldasýningar nema um áramótin, en eins og kunnugt er þá er það í flestum samþykktum sveitarfélag- anna að leyfi lögreglu þarf til að halda slíkar sýningar. Dýravernd um áramót Halldór Runólfsson skrifar um dýravernd Halldór Runólfsson ’Ég skora á fólkað láta sér nægja að skjóta upp flugeldum á gamlársdag og fram eftir ný- ársnóttu.‘ Höfundur er yfirdýralæknir. RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Fyrir farartæki VERSLUN • VERKSTÆ‹I Radíófljónusta Sigga Har›ar Talstö›var sem flola nánast allt Fjarskipti eru okkar fag w w w .d es ig n. is © 20 03 Gátlisti fyrir fjallafer›ir fylgir Jólagjöf jeppamannsins Dreifing. Hönnun og umbrot • S. 577 1888 Fæst í næstu bókabú› MEIRIHLUTINN í bæjarstjórn Kópavogs ákvað nýlega að senda Kópavogsbúum jólaglaðning í formi skattahækkunar. Sjálfstæð- ismenn af öllum mönnum hafa ákveðið að hækka útsvar í Kópa- vogi. Forystumaður Sjálfstæð- isflokksins í Kópavogi Gunnar Birgisson hefur ár eftir ár hald- ið því fram í ræðu og riti að Kópavogsbær sé eitt best rekna bæjarfélagið í landinu með tilheyrandi lækkun skulda og meiri rekstr- arafgangi. Það er því eðlilegt að spyrja hví íbúar Kópavogs fá ekki að njóta þessa með lækkun á skött- um en ekki öfugt. Sjálfstæðismenn hafa alla vega staðið í þeirri trú að til þess væri leikurinn gerð- ur. Í stað þess er andstæðingum Sjálf- stæðisflokksins færð- ur jólaglaðningur með svikum á grund- vallarstefnu flokks- ins. Útsvar í Kópa- vogi er eftir þetta hærra en í Reykjavík R-listans. Hvernig er hægt að réttlæta það? Það kann að vera að íslenskt þjóðfélag sé orðið þannig í dag að lítið sé gert með orðatiltækið sem sjálfstæðismenn gerðu frægt „orð skulu standa“. Það sjáum við því miður allt of mikið af í kjölfar síð- ustu alþingiskosninga. Þessi skattahækkun í Kópavogi kemur fast á hæla skattahækkunarpakka ríkisstjórnarflokkanna, sem höfðu lofað veglegum skattalækkunum. Það skal þó ekki koma neinum á óvart að skatta þurfi að hækka miðað við þá útþenslustefnu sem núverandi ríkisstjórn hefur staðið fyrir. Laun „elítunar“ í landinu sem þiggur laun frá ríkinu hefur nær hækkað um 100% á örfáum árum, lífeyr- isskuldbindingar hækkað að sama skapi, risna ríkisins hefur hækkað um hundruð milljóna, ferðakostnaður rík- isins farið í nýjar hæð- ir, kostnaður við utan- ríkisþjónustuna hefur margfaldast og svona mætti lengi telja. Á sama tíma er látið hjá líða að koma böndum á heilbrigðiskerfið. Og á sama tíma ætla for- ystumenn stjórn- málaflokkanna að verð- launa sjálfa sig með „ofureftirlaunum“ skömmu eftir að þeir hækkuðu árleg framlög til stjórnmálaflokkanna í rúmlega 200 milljónir. Er ekki komin tími til að sjálfstæðismenn á Alþingi og í sveitar- stjórnum fari að vinna vinnuna sína í að ná niður opinber- um útgjöldum og lækka álögur á almenning? Orð skulu standa. Skulu orð standa? Jón B. Lorange skrifar um skattamál Jón B. Lorange ’Það skal þóekki koma nein- um á óvart að skatta þurfi að hækka miðað við þá útþenslu- stefnu sem nú- verandi rík- isstjórn hefur staðið fyrir.‘ Höfundur er kerfisfræðingur. Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara ÞAÐ er örugglega fátt sem gleð- ur foreldra meira en að sjá barnið sitt vaxa upp og dafna á eðli- legan hátt, njóta upp- vaxtaráranna og fara með góðar minningar og gott uppeldislegt veganesti í farteskinu inn í framtíðina. Að sama skapi er það jafn nöturlegt fyrir foreldra að horfa upp á barnið sitt glata æskuárunum og björtum framtíð- aráformum í krumlu fíkniefnanna og fara inn í lífið með brotna sál og skertan lífs- vilja. Blessunarlega er mikill meirihluti ungmenna á Íslandi ekki í neinum vand- ræðum í þessum málum. Hins veg- ar verður ekki framhjá því litið að fyrir þá sem eru byrjaðir að feta þennan varasama stíg þá er fram- boðið trúlega meira en nóg af eit- urlyfjum. Mikið framboð og skipu- lögð markaðssetning fíkniefnasala gerir það að verkum að þessi skað- sömu efni eru orðin mun nær börnunum okkar en áður var og hætturnar því töluvert meiri. Þegar börn og ungmenni lenda í vandamálum tengdum áfengi og fíkniefnum þá er það langoftast eftir að útivistartíma þeirra lýkur, sérstaklega um helg- ar. Þetta eru sorgleg- ar staðreyndir sem lögreglumenn sjá allt- of oft í störfum sínum. Því hefur það m.a. verið mikið kappsmál hjá lögreglunni að for- eldrar og forráða- menn fylgi útivistar- reglunum eftir í hvívetna. Ég segi áfram foreldrar, ver- um á varðbergi og þéttum öryggisnetin gagnvart þeim aðilum sem vilja afvegaleiða börnin okkar með ólyfjan, vímuefnum og vondum skilaboðum. Að gefnu tilefni hvet ég foreldra sérstak- lega til að slaka ekkert á útivistarreglunum þegar skólar fara í frí yfir jól og áramót. Virðum landslög og sköpum börn- unum þannig betra skjól til að þroskast og styrkjast á heilbrigðan hátt fyrir framtíðina. Börnin heim á réttum tíma öll kvöld alla daga. Áfram foreldrar Valgarður Valgarðsson skrifar um uppeldismál ’Börnin heim áréttum tíma öll kvöld alla daga.‘ Höfundur er lögregluvarðstjóri í Garðabæ. Valgarður Valgarðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.