Morgunblaðið - 16.12.2003, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 16.12.2003, Qupperneq 46
FRÉTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Barnagæsla í 101 Grjótaþorp Barngóð og traust manneskja óskast til að gæta tveggja barna (1½ og 3½ árs) fjóra daga í viku í janúar og feb., frá kl. 16 til 18.30. Vinsamlega hringið í s. 822 3539. Vélstjórar Yfirvélstjóra vantar á skuttogara, sem gerður er út til rækjuveiða. Stærð aðalvélar er 1620 kW. Yfirvélstjóra vantar á skuttogara, sem gerður er út til rækjuveiða. Stærð aðalvélar er 1692 kW. Fyrsta vélstjóra vantar á skuttogara, sem gerð- ur er út til rækjuveiða. Stærð aðalvélar er 1287 kW Fyrsta vélstjóra vantar á skuttogara, sem gerð- ur er út til rækjuveiða. Stærð aðalvélar er 1692 kW. Upplýsingar eru veittar í síma 854 8724. Íslandsflug er 12 ára gamalt flugfélag í örum vexti. Félagið leigir þotur sínar til verkefna á alþjóðlegum flugleiðum í frakt- og farþega- flugi, auk þess að sinna innanlandsflugi á Íslandi. Í dag er félagið með 14 flugvélar í rekstri, sex Airbus 300 breiðþotur, sex Boeing 737 og tvær Dornier vélar. Heildarstarfsmannafjöldi er um 200. Á Íslandi starfa nærri 120 manns, þar af um 40 flugmenn. Vegna aukinna umsvifa auglýsir Íslandsflug eftir framsýnu, áræðnu og skipulögðu fólki til framtíðarstarfa í eftirfarandi störf: Flugmenn á Boeing 737-300/400 Menntun og hæfniskröfur: Bóklegt ATPL. Fyrstaflokks JAA heilbrigðisskírteini. Tegundarréttindi á B737-300/800. Góð enskukunnátta. Með umsókn fylgi: Afrit af flugskírteini. Afrit af heilbrigðisskírteini. Sakavottorð. Ferilskrá. Nákvæmar upplýsingar um heildarflugtíma og skiptingu flugtíma. Stöðvarstjóri Ábyrgðar- og verksvið: Yfirumsjón með starfsstöð félagsins erlendis. Dagleg stjórnun og fjárreiður. Samskipti við viðskiptavini. Eftirlit. Með umsókn fylgi: Tilbúinn að flytjast á milli staða. Reynsla á sviði stjórnunar og störfum tengdum flugrekstri æskileg. Frumkvæði og sjálfstæði í starfi. Færni í mannlegum samskiptum. Góð enskukunnátta og önnur málakunnátta æskileg. Almenn tölvukunnátta. Starfsmaður í Flugrekstrardeild (Operation Control officer), unnið er á dagvöktum. Ábyrgðar- og verksvið: Samskipti og aðstoð við áhafnir og starfsstöðv- ar erlendis. Skipulag ferða og afgreiðsla á ferðagögnum Uppfærsla á upplýsingum í gagnagrunn. Skýrslugerð. Með umsókn fylgi: Reynsla á sviði ferðamála æskileg. Mjög góð færni í .mannlegum samskiptum. Góð enskukunnátta. Almenn tölvukunnátta. Ef þörf er á frekari upplýsingum, sendið fyrir- spurn á starf@islandsflug.is Umsóknir, ásamt ferilskrá, sendist sem fyrst til Íslandsflugs, Hlíðarsmára 15, 201 Kópavogi, eða á starf@islandsflug.is, merkt starfinu sem sótt er um. Umsóknareyðublöð er hægt að fylla út á vef fyrirtækisins: www.islandsflug.is . Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi/leiga Til leigu rúmgóð, nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 896 9629. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Hafnfirðingar Opið hús verður í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði, Strandgötu 29, nk. miðviku- dagskvöld kl. 20.00. Hannes Hólmsteinn Gissurarson kynnir bók sína um Halldór Laxness. Sr. Einar Eyjólfsson, sóknarprestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, flytur jólahugvekju. Heitt súkkulaði - Veitingar - Allir velkomnir NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Skildingavegur 8, (0101), þingl. eig. Fjölverk ehf., gerðarbeiðendur Íslandsbanki-FBA hf. og Tryggingamiðstöðin hf., fimmtudaginn 18. desember 2003 kl. 13.30. Strandvegur 78-80, þingl. eig. Strandvegur 80 ehf, gerðarbeiðendur Bykó hf., Bæjarveitur Vestmannaeyja, Vátryggingafélag Íslands hf. og Vestmannaeyjabær, fimmtudaginn 18. desember 2003 kl. 14.00. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 15. desember 2003. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður. TIL SÖLU Til sölu úr þrotabúi Volvo F7 4x2, árgerð 1986, ekinn 431.825 km samkvæmt mæli, dekk og flutning- skassi lélegur, rafgeymir ónýtur. Volvo F12 4x2, árgerð 1994, ekinn 764.795 km samkvæmt mæli, dekk og flutningskassi lélegur, rafgeymir og kúpling ónýtt. Tengivagn, árg. 1975, tveggja öxla ekki með kassa. Festivagn, árg. 1987, tveggja öxla með kassa. Bílarnir og vagnarnir eru staðsettir á Höfn í Hornafirði. I.O.O.F. Ob. 1 Petrus  18412168  E.T.II.EK.Jv.  EDDA 6003121619 I Jf. I.O.O.F. Rb. 4  15312168-Jv. Esjuganga, gengið á Kerhóla- kamb á vetrarsólsöðum sunnu- daginn 21. des. Farið er frá Esju- bergi á Kjalarnes kl. 11. 4-5 stunda ganga, hækkun 800 m. Þátttaka ókeypis og öllum heim- il. Uppl. í s. 554 1596 og 866 1646, Sigrún Huld Þorgrímsdóttir. ÍS LE NS KA AU GL ÝS IN GA ST OF AN /S IA .IS M OR 22 76 4 11 /2 00 3 Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Alla daga Sími 569 1111 eða augl@mbl.is *5 línur; tilboðið gildir til 31. des. STJÓRNMÁLASAMTÖKIN Nýtt afl hafa sent frá sér ályktun þar sem „siðlausri sjálftöku ráðherra og þingmanna á almannafé“ eins og komist er að orði er mótmælt. Kjara- dómur eigi samkvæmt lögum að ákveða laun og launakjör þing- manna, ráðherra og fleiri. Við það hafi verið miðað að þingmenn hættu að skammta sjálfum sér laun. „Kjaradómur hefur úrskurðað þingmönnum og ráðherrum meiri kjarabætur en nokkurri annarri stétt frá 1997 eða rúmlega tvöföldun launa. Með eftirlaunafrumvarpi Davíðs Oddssonar eru stjórnmála- menn að rjúfa grið á þjóðinni og fara á svig við eðlilegar leikreglur í lýð- ræðisþjóðfélagi. Nýtt afl bendir á að sú sjálftaka sem forsætisráðherra stendur fyrir með atbeina allra flokka á Alþingi er ekki eina dæmið á þessu hausti um ósiðlega sjálftöku. Við lokaafgreiðslu fjárlaga var samþykkt tillaga for- ystumanna allra þingflokkana um sérstakan styrk af almannafé til stjórnmálaflokkanna. Nýtt afl mót- mælir því að stjórnmálaflokkarnir úthluti af almannafé án þess að nokkrar almennar reglur séu settar um fjárstuðning og fjármál stjórn- málaflokka. Með þessum hætti eru stjórnmálaflokkarnir að treysta sig í sessi og freista þess að engin nýliðun verði í greininni. Nýtt fólk með nýjar og ferskar skoðanir á þess ekki kost að kynna skoðanir sínar til jafns við þá sem hrifsa til sín hundruð millj- óna af skattfé landsmanna. Allt sem Nýtt afl benti á í kosn- ingabaráttunni er rétt. Stjórnmála- menn halda áfram að forgangsraða fyrir sig en ekki fyrir fólkið í land- inu. Sendiráðum er fjölgað og stjórnmálamenn styrktir og laun þeirra hækkuð meðan biðlistar sjúkrahúsa lengjast og gengið er á gefin loforð við öryrkja. Atvinnu- leysi eykst meðan stjórnmálamenn tryggja sér rífleg eftirlaun og aukin fríðindi. Loforð um skattalækkanir eru svikin en skattar hækkaðir þannig að skuldir heimilanna vaxa um leið um rúman milljarð,“ segir í ályktun Nýs afls. Nýtt afl mótmælir frumvarpinu LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að árekstri 10. desember sl. um kl. 15.43 á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Lauga- vegs. Tvær bifreiðir, ljósblá Dai- hatsu Charade og blá Daihatsu Ter- ios, lentu þar saman og er deilt um stöðu umferðarljósa í umrætt sinn. Vitni eru beðin að snúa sér til um- ferðardeildar lögreglunnar í Reykja- vík. Lýst eftir vitnum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.