Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lukku Láki Risaeðlugrín Endir. EMILÍA! NEI SKO! HÆNUEGG ... VIÐ SJÁUM BRÁÐUM HÆNUUNGA Á SVÆÐINU! ÞETTA? ÞETTA ER EKKI HÆNUEGG, HELDUR RISAÞÓRSEÐLUEGG! JÁ, JÁ. LÁTTU EINS OG ÉG SÉ FIFL! ÞETTA SMÁ SNITTI RISAÞÓRSEÐLUEGG? HA HA HA! DREPFYNDIÐ!! FINNST ÞÉR ÞAÐ JÁ? ÞÚ ÆTTIR AÐ VITA AÐ ÞAÐ AÐ SKOÐA BARA SMÁ ATRIÐIN OG EKKI HEILDINA LEIÐIR OFT TIL MISSKILNINGS. ÞÚ HEFÐIR ÁTT AÐ RANNSAKA ÞETTA NÁNAR ... JÁ ... ÉG VORKENNI AUMINGJA MÓÐURINNI SEM ÞURFTI AÐ VERPA ÞESSU! ... OG ÞÁ HEFÐIR ÞÚ SÉÐ EGGIÐ Í ÖLLU SÍNU VELDI. © DARGAUD © DARGAUD EMILÍA! HÚN ... ÞAÐ LEIÐ YFIR HANA! HVAÐ ANNAÐ GETUR DAMA GERT ÞEGAR HÚN ER Í HÓPI HÁLFNAKTRA KARLMANNA? EMILÍA!! AF HVERJU GERÐIR ÞÚ ÞETTA, EMILÍA? ÞÚ HEFÐIR GETAÐ DÁIÐ! AÐ ÞVÍ AÐ ÉG ELSKA ÞIG KJÁNI! ÞAÐ ER ENGIN ASTÆÐA TIL AÐ SEGJA HENNI FRÁ BAK- VAKTINNI SEM ALEXANDER SKIPU- LAGÐI ... KANNSKI LÆRIR HANN EITTHVAÐ AF ÞESSU ... HVAÐ FINNST ÞÉR UM ÞETTA? HVAÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ er óvenju létt yfir öryrkjum Ís- lands þessa dagana, enda hafa þeir sérstaka ástæðu til að gleðjast. Allir sem fylgst hafa með fréttum fjöl- miðlanna vita að ríkisstjórnin úthlut- aði þeim við fjárlagagerð ársins 2004 risastóru aukaframlagi, að upphæð eitt þúsund milljónir króna, þannig að alls verður varið til öryrkja á fjórða milljarði króna úr ríkissjóði á næsta ári. Þetta eru miklu meiri fjár- munir en öryrkjar hafa nokkru sinni haft úr að spila og munu þeir einkum skipta sköpum í afkomu ungra ör- yrkja. Eiga stjórnarflokkarnir því skilið bæði lof og þakkir fyrir þessa rausn sem lýsir góðri samstöðu þeirra og skilningi á málefnum fatl- aðra. Aftur á móti var furðulegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnar- andstæðinga, sem studdu ekki þessa mikilvægu fjárveitingu en fluttu hins vegar breytingartillögur upp á hálf- an milljarð til viðbótar eins og rík- issjóður væri ótæmandi, þótt þeir væru nýbúnir að flytja ræður sem sönnuðu að fé vantaði í ríkiskassann til að fullnægja þörfum ýmissa mála- flokka eins og skóla, landhelgis- gæslu, sjúkrahúsa o.s.frv. Enda von- uðu þeir að þingmenn sæju að þetta voru bara sýndartillögur sem ekkert mark skyldi á tekið eins og raunin varð á. Því miður kom á daginn að ekki tóku allir þátt í gleði öryrkjanna og til voru þeir sem brigsluðu jafnvel heilbrigðisráðherranum um svik og óheilindi. Þeir sem gengu lengst í þeim ósóma hljóta að hafa fengið slæmt höfuðhögg því að þeir voru svo veruleikafirrtir að þeir börðust fyrir málstað sinn eins og öryrkjar væru í stéttarfélagi sem hefði lög- bundinn rétt til að semja um kaup og kjör líkt og hvert annað fagfélag í ASÍ eða BSRB. Og til að bíta höfuðið af skömminni töldu þeir sig hafna yf- ir heilbrigðisráðherrann og geta skipað honum fyrir verkum að eigin geðþótta. Slík framkoma er bæði furðuleg og ótrúleg og einkennist af barnalegri óskhyggju. En vonandi ná menn áttum þegar frá líður. Þá hlýtur þeim að verða ljóst að staða öryrkja er hliðstæð stöðu ellilífeyr- isþega. Foringjar þessara hópa geta aðeins borið fram óskir og tilmæli um kjarabætur, en ákveðnar kaup- kröfur standa ekki í þeirra valdi á þessum tímapunkti. Það er einkum til að minna á eitt atriði í umræddu máli að þessi grein er rituð. Öryrkjar hafa ekki ennþá þakkað opinberlega fyrir milljarðinn góða svo mér sé kunnugt. Það má alls ekki gleymast. Engum stendur það nær en hinum dugmikla for- manni Öryrkjabandalagsins, Garðari Sverrissyni. Honum ætti að vera það bæði ljúft og skylt að færa fjárlaganefnd og ríkisstjórninni al- úðarþakkir fyrir þennan dýrmæta áfanga um leið og því er treyst að fyllstu óskir öryrkja í þessu máli verði uppfylltar á næsta ári. En sér- stakar þakkir, og á það legg ég áherslu, ber að flytja heilbrigðisráð- herranum, Jóni Kristjánssyni, sem hefur lagt meira í sölurnar en nokk- ur annar til að leiða þetta mesta hagsmunamál öryrkja til farsælla lykta. TORFI GUÐBRANDSSON, Lautasmára 1, Kópavogi. Öryrkjar fagna Frá Torfa Guðbrandssyni: ÉG VAR að horfa á sjónvarpið á sunnudegi um miðjan síðasta mánuð og var þá sýnt minnismerki eftir Árna Johnsen sem átti að setja upp við höfnina í Grundarfirði til að minnast þeirra sem fórust með ms. Eddu og er ekkert nema gott um það framtak hans að segja. Ég hrökk þó aðeins við þegar ég sá 4–5 stóra vörubíla fulla af grjóti, sem voru listaverk eftir hann og frá Keflavík var sýnt að þau fylltu stóra skemmu þar. Þá datt mér í hug, hvar fékk hann allt þetta grjót. Hæl- ið á Kvíabryggju er búið að vera þar í 40–50 ár og ef þar eru 40–50 manns á ári og ef allir færu með jafn mörg bílhlöss af grjóti í burtu þaðan og Árni þá væru þeir búnir að flytja burt Kirkjufellið og Stöðina og byrj- aðir á Mýrarhyrnunni. Getur hver sem er komið þangað sem honum dettur í hug, skemmt fjöll og önnur listaverk skaparans og talið sig betri við að skapa en Guð, sem talinn er hafa gert þetta allt í upphafi. Þor- valdur Thoroddsen, sá stórsnjalli náttúfræðingur sem ferðaðist um landið fyrir aldamótin 1900 taldi Rauðhólana stórkostlegt listaverk í náttúru landsins. Allir vita hvernig fór með þá. Þeim var mokað á bíla og settir í Vatnsmýrina í flugvöll fyrir Breta, þar til ekkert var eftir og enginn byggði svo hús í Reykja- vík að ekki væri fyllt með rauðamöl. Þegar farið er austur fyrir fjall eins og sagt er, þá blasir eyðileggingin við og þegar farið var í Jósepsdal, gamla skíðasvæðið, þá voru þar grónir melar en nú er þar moldar- flag eftir að melarnir voru settir á bíla og ekið burtu og nú er þar verið að æfa sandspyrnur. Þegar farið er Þrengslaleiðina blasa við skemmd- arverkin í fjöllunum og ekki er betra það sem er í gangi í Ingólfsfjalli, fjallinu sem kennt er við fyrsta land- námsmanninn á Íslandi. Mér er sagt að ekkert sé hægt að gera því þeir sem eru að eyðileggja fjöllin eigi þau, það sé þeirra land. Ef þetta er rétt þá er mál að það Alþingi sem nú setur komi með ný lög til verndar ís- lenskri náttúru svo óbætanleg skemmdarverk verði ekki unnin í framtíðinni. Mér finnst nóg um skemmdarverk á náttúru Íslands og ekki vanþörf á að sporna við meðan enn er tími til, þó margt hafi glatast er aldrei of seint að bjarga því sem bjargað verður. Ég vona að alþing- ismenn úr öllum flokkum geti náð saman um að vernda íslenska nátt- úru. Brotin fjöllin blasa mót Býsn af grjóti víkur Á fleiri bílum fór með grjót Og flutti til Keflavíkur. GUÐMUNDUR BERGSSON frá Grundarfirði, Sogavegi 178, Rvk. Grjót og meira grjót Frá Guðmundi Bergssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.