Morgunblaðið - 16.12.2003, Page 51

Morgunblaðið - 16.12.2003, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert viðkvæm/ur og skýr í hugsun. Þú hefur frjótt ímyndunarafl og átt auðvelt með að sjá hlutina fyrir þér. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú munt eiga mjög annríkt á næstunni. Líttu á það sem tækifæri til að sýna umheim- inum hvað í þér býr. Naut (20. apríl - 20. maí)  Reyndu að sýna fólki þol- inmæði á næstu vikum. Ef þú finnur fyrir minnimáttarkennd ýttu henni þá frá þér. Efa- semdir um ágæti þitt eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nú er rétti tíminn fyrir þig til að setja þér langtímamarkmið. Talaðu við aðra um hugmyndir þínar og hafðu uppi á fólki sem stefnir að sömu markmiðum og þú. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Metnaður þinn er mikill þessa dagana og mun verða það áfram næstu vikurnar. Það hentar þér best að vinna sjálf- stætt á meðan þú ert í þessum ham. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Lífsviðhorf þín skipta þig miklu máli en þú mátt þó ekki gleyma að greina á milli þín og viðhorfa þinna því þau geta breyst með tímanum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Sýndu sérstaka þolinmæði í samskiptum við maka þinn. Það er mikil hætta á deilum um peninga og sameiginlegar eign- ir. Þú getur einungis haldið friðinn með því að sýna sveigj- anleika. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú gætir lent í deilum við maka þinn á næstu vikum. Þér finnist þú misskilin/n en líklegasta skýringin er þó sú að þú hleyp- ir engum að þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert tilbúin/n til að leggja hart að þér til að koma hlut- unum í verk. Haltu áfram á sömu braut því þú munt verða stolt/ur af þeim árangri sem þú nærð. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er mikið að gerast í ást- armálunum hjá þér. Það er bæði líklegt að nýjar ástir kvikni og að gamlar ástir blossi upp að nýju. Það er létt yfir þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það virðast einhverjar fram- kvæmdir vera í aðsigi í nánasta umhverfi þínu. Þetta geta verið hvers konar lagfæringar, breytingar, flutningar eða gestakomur. Komdu eins miklu í verk og þú getur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er að færast meiri hraði í lífið hjá þér. Stuttar ferðir, samræður við nágranna þína og systkini, skriftir, lestur og rannsóknir auka á annríki þitt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert tilbúin/n til að nota eig- ur þínar á nýjan hátt. Þú sérð að það má nýta þær á annan hátt en þú hefur gert til þessa. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. BRÁÐUM KOMA BLESSUÐ JÓLIN Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til. Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil. Hvað það verður, veit nú enginn. Vandi er um slíkt að spá. Eitt er víst, að alltaf verður ákaflega gaman þá. Jóhannes úr Kötlum. LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 16. desember, er Þorlákur Jó- hannsson sextugur. Hann og eiginkona hans, Sigríður Guðmundsdóttir, eru stödd í Las Vegas og skemmta sér þar á afmælisdaginn. „Hringinn í kringum heim- inn á 80 spilum“ er heiti á bók sem Zia Mahmood hef- ur skrifað í samvinnu við Bretann David Burn. Bókin kom út 1999 og þar er að finna spil af ýmsum toga, af- rek Zia og mistök, auk skemmtilegra frásagna af kunningjum Zia í brids- heiminum. Norður ♠ D ♥ 1073 ♦ ÁK109853 ♣Á2 Suður ♠ ÁK1087654 ♥ Á4 ♦ 74 ♣D3 Zia hefur unnið Reising- er-keppnina þrisvar sinnum, 1987, 1989 og 1996. Spilið að ofan er frá keppninni 1989, þar sem félagar Zia voru Rosenberg, Lev, Compton og Molson. Ísraelinn Sam Lev er að sögn Zia svolítill tækifærissinni. Fyrir mótið brýndi Lev fyrir Zia að „spila nú einu sinni eðlilega, en ekki fyrir dagblöðin“. Og Zia tók hann alvarlega. Zia var með spil suðurs, sagnhafi í sex spöðum. Út kom hjarta og Zia dúkkaði fyrsta slaginn. Hann fékk þann næsta á hjartaás, spil- aði spaða á drottninguna, trompaði hjarta og lagði nið- ur ÁK í spaða. Trompin féllu 3-2, en þegar Zia spil- aði næst tígli kom í ljós að austur átti alla fjóra tígla varnarinnar, svo engin leið var að fría slag á litinn. Zia gaf því slag á lauf í lokin og fór einn niður. „Af hverju tókstu ekki strax á laufásinn og renndir niður trompunum,“ kvartaði Lev eftir leikinn. Austur átti nefnilega laufkónginn með DGxx í tígli og hefði þá þvingast í láglitunum. „Hef- urðu aldrei heyrt talað um Vínarbragð, maður!“ Zia svaraði því til að hon- um hefði ekki fundist sú leið mjög „eðlileg“ og þar með ekki í samræmi við brýn- ingu Levs fyrir leikinn. En játaði á sig mistök, eigi að síður: „Ég átti auðvitað að bíða með tígulinn og spila öllum trompunum nema einu,“ segir hann. Þá kemur upp þessi staða: Norður ♠ – ♥ – ♦ ÁK109 ♣Á Vestur Austur ♠ – ♠ – ♥ 1065 ♥ – ♦ – ♦ DG62 ♣G9 ♣K Suður ♠ 5 ♥ – ♦ 74 ♣D3 Austur hefur neyðst til að fara niður á eitt lauf. Þegar legan í tíglinum kemur í ljós í næsta slag er ekki um ann- að að ræða en að taka á lauf- ásinn og vona það besta. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. apríl sl. í Garða- kirkju, Álftanesi, af sr. Jónu Hrönn Bolladóttur, Kristín Dögg Höskuldsdóttir og Steinn Jónsson. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 a6 6. Rxc6 bxc6 7. Bd3 d5 8. 0-0 Rf6 9. He1 Be7 10. e5 Rd7 11. Dg4 g6 12. Bh6 Hb8 13. Hab1 Hb4 14. De2 Hh4 15. Bd2 0-0 16. Bxa6 Bxa6 17. Dxa6 Bc5 18. Rd1 Db8 19. g3 Hc4 20. Bc3 Bb4 21. Bxb4 Hxb4 22. c3 Hb6 23. De2 Da7 24. a3 Hfb8 25. Hc1 c5 26. Hc2 c4 27. De3 Dc7 28. Hd2 Rc5 29. Hee2 Rb3 30. Hc2 Ra1 31. Hcd2 Rb3 32. Hc2 Hd8 33. He1 Hbb8 34. Dg5 d4 35. Hce2 Hd7 36. He4 dxc3 37. Rxc3 Rd2 38. Hf4 Hxb2 39. h4 Da5 40. He3 Dxa3 41. h5 Da1+ 42. Kg2 Df1+ 43. Kh2 Staðan kom upp í lokuðu alþjóðlegu móti sem fram fór í Dómíníska lýðveld- inu fyrir skömmu. Lazaro Bruson (2.603) hafði svart gegn Alonso Zapata (2.472). 43... Rf3+! 44. Hfxf3 44. Hexf3 gekk ekki upp vegna 44. ...Hb1 45. Rxb1 Hd1 og svartur vinn- ur. Í framhaldinu nær svart- ur einnig vinningsstöðu. 44. ... Hxf2+ 45. Hxf2 Dxf2+ 46. Kh3 Df1+ 47. Kg4 Hd4+ 48. Re4 Hxe4+ 49. Hxe4 Df5+ 50. Dxf5 gxf5+ 51. Kf4 fxe4 52. Kxe4 Kg7 53. Kd4 Kh6 og hvítur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Liviu-Dieter Nisipeanu (2.675) 7½ vinn- ing af 9 mögulegum. 2.–3. Lazaro Bruzon (2.603) og Alejandro Ramirez (2.483) 6½ v. 4.–5. Daniel Campora (2.503) og Alonso Zapata (2.472) 5½ v. 6. Frank De la Paz (2.427) 4 v. 7. Blas Lugo (2.418) 3½ v. 8. Ramon Ma- teo (2.445) 3 v. 9. Jose Dom- iniguez (2.313) 2 v. 10. Nel- son Alvarado (2.318) 1 v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. MEÐ MORGUNKAFFINU Hér stendur „Vonandi batnar þér fljótt … það eru langir biðlistar eftir sjúkraplássi“ – og það er undirritað af heil- brigðisráðherranum. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj- @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bridsfélag Kópavogs Bergplast-tvímenningurinn hélt áfram sl. fimmtudag og spennan í hámarki. Hæstu skor fengu: NS: Loftur Þór Péturss. – Valdimar Sveinss. 249 Freyja Sveinsdóttir – Sigríður Möller 246 Jens Bergpl. Jenss. – Jón St. Ingólfss. 230 AV: Bernódus Kristinss. – Hróðmar Sigurbj. 253 Símon Símonars. – Sverrir Kristinsson 243 Hlynur S. Vigfússon – Ómar Óskarss. 227 Staða efstu para fyrir síðustu um- ferð: Freyja Sveinsd. – Sigríður Möller 115.50 Símon Símonars. – Sverrir Kristinss. 110.87 Eiður Már Júlíuss. – Júlíus Snorras. 108.39 Nk. fimmtudagskvöld sem jafn- framt er síðasta spilakvöldið á þessu ári, lýkur Bergplast-tvímmenningn- um með verðlaunaafhendingu þar sem þrjú efstu pörin fá peningaverð- laun og jafnframt verður dregið um önnur verðlaun þar sem allir eiga möguleika. Jafnframt verður boðið upp á hefðbundið „jólabland“ að hætti Lovísu. Allir bridsarar sem áhuga hafa, geta mætt í Hamraborg 11, 3. hæð, kl. 19.30. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Seltjarnarnesi, sími 561 1680 Kringlunni, sími 588 1680. iðunn tískuverslun Glæsilegt úrval af kápum í jóla- pakkann Sófaborð og hornborð, ljós eik Verð kr. 71. 800 Sófaborð kr. 45.630 L: 140 sm B: 70 sm H: 40 sm Hornborð kr. 34.830 L: 70 sm B: 70 sm H: 40 sm www.fasteignamidlun.is - brynjar@fasteignamidlun.is OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ kl. 9-18 VIÐ SÚÐARVOG Til sölu skammt frá Húsasmiðjunni við Súðarvog hluti í steinsteyptu verslunar- og iðn- aðarhúsnæði, ca 541,6 fm á jarðhæð og 81,3 fm milliloft. Innri skipting eignarinnar er þannig, að við götu er stór salur með góðum útstillingargluggum, nýlega innréttaður með mikilli lofthæð og dúk á gólfi. Salnum fylgja undir millilofti vel innréttuð skrifstofa, starfmannaaðstaða (snyrtingar), góð kaffistofa o.fl. Innaf salnum er góð innkeyrsla með nokkru lagerrými ásamt rúmgóðum sal. Milliloft er með inngang frá götu og porti (bakhlið). Á milliloftinu eru nokkur herbergi, snyrting, kaffistofa o.fl. Í eignarhlutanum er búið að setja upp gott loftræstikerfi. Þetta er áhugaverð eign, eign sem gæti hentað mörgum sem eru með tví- eða þrískiptan rekstur. Á baklóð, sem er malbikuð að hluta, er mikið pláss, t.d. fyrir gáma, hlutdeild í byggingarrétti. Áhvílandi eru ca 32,0 millj. Einn stærsti kostur er staðsetning eignarinnar og nálægð við mikil athafnasvæði, iðnað- ar-, verslunar- og hafnarsvæði, þ.m.t. nýja smábátahöfnin. Stutt er í mikla íbúðabyggð. Eignina má nota undir margskonar rekstur. Ástand eignarinnar er í heild gott. Upplýsingar gefa Sverrir, sími 896 4489 og Örn, sími 696 7070 Sími 575 8500 Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasali

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.