Morgunblaðið - 16.12.2003, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 16.12.2003, Qupperneq 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 57 HIPHOPSKÍFUM árs- ins fjölgar óðfluga og enn fleiri í uppsigl- ingu ef svo fer sem horfir. Einn þeirra sem senda frá sér plötur um þessar mundir er rapparinn Guðjón Örn Ingólfs- son, sem kallar sig Ramses, en hann gaf út diskinn Fátækari en þú á dögunum. Ramses byrjaði að semja 1997 og segist hafa verið undir áhrifum af ýmsum á þeim tíma, meðal ann- ars Subterranean og Wu-Tang Clan. Fyrst heyrðist í honum á plötu á Dæmisögum Afkvæma guðanna og síðan spilaði hann með Bæjarins bestu þar til hann og EvilMind tóku sig til og fóru að taka upp saman og troða upp undir nafn- inu Nafnlausir, en Nafnlausir stefna einmitt á að gefa út disk á næstu vikum. Gott að gera allt sjálfur Fátækari en þú er það fyrsta sem Ramses sendir frá sér undir eigin nafni, en rímurnar á honum eru unnar á löngum tíma, ýmsar pælingar frá síðustu árum. Takt- arnir á skífunni eru svo eftir Blazmatic. Ramses hefur verið iðinn við að spila með ýmsum og komið fram víða. Hann segist ekki vera með nein sértök plön í gangi sem stendur en alltaf til í að spila ef hann er beðinn um það. „Það er gott að vera búinn að koma þess- um diski út og gott að gera allt sjálfur, gefa út sjálfur, og ráða öllu sjálfur, en þó þetta sé ódýr útgáfa er hún samt dýr fyrir mig, því ég er fátækari en þú,“ segir hann. Honum hefur þó gengið vel að selja plötuna, segir að ekki séu nema tíu eintök eftir af þeim sem hann lét framleiða og svo sé það líka búið; „ég ætla ekki að láta brenna meira, þegar platan er búin þá er hún búin“. Allt að fara af stað Eins og getið er er Ramses í þann mund að gefa út skífu með EvilMind, en hann er líka með fleiri járn í eldinum, er að fara að taka upp nýja sólóskífu með aðstoð Palla úr Afkvæmum guð- anna, „alvöru plötu“, eins og hann lýsir henni, miklu stærri í sniðum og með fleiri stóra rapp- ara sem gesti. „Það hefur verið of lítið að gerast á árinu en mér finnst að það sé allt að fara af stað núna, fullt af plötum að koma út um þessar mundir og margar fleiri eftir áramót, svo það verður meira en nóg að gera.“ Ramses fátækari en þú Morgunblaðið/KristinnGuðjón og Þór BAR 11 Einherjarnir Ingó og Rúnar troða upp á Bar 11. Þeir eiga báðir lög á nýútkominni safnplötu Sánd- tékk. Ingó er einnig nýbúinn að gefa út aðra plötu sína Escapism – her shoulder, part 2 undir nafninu In- digo. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og aðgangur er ókeypis. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is NORÐLENSKU Skytturnar munu hita upp fyrir Quarashi á tónleikum þeirra á Nasa 20. des. nk. Frumraun Skyttnanna, Illgres- ið, er nýkomin út og óhætt að segja að gripurinn hafi vakið mikla eftirtekt. Dómar um plötuna hafa verið lofsamlegir og Skytturnar eru tilnefndar til Íslensku tónlist- arverðlaunanna sem nýliðar árs- ins. Þá er myndband við „Lognið á undan storminum“ nýkomið í sýn- ingu og því greinilega allt að ger- ast hjá þessum íslensku brautryðj- endum lífræns hipp-hopps. Í fréttatilkynningu úr herbúðum Quarashi segir að menn þar á bæ hafi fylgst með framgangi Skyttn- anna í nokkurn tíma og séu gríð- arlega spenntir fyrir að fá þá til liðs við sig á Nasa 20. des. nk. Um tvenna tónleika er að ræða sama kveld, fyrir yngri og eldri þ.e.a.s. þeir fyrri með 13 ára ald- urstakmarki og þeir seinni með 20 ára aldurstakmarki. Þetta verður í fyrsta skipti sem Quarashi heldur alvöru tónleika á Íslandi síðan sveitin fyllti Laug- ardalshöllina sumarið 2002 sællar minningar. Skv. fréttatilkynningu má ekki eiga von á fleiri tónleikum hjá Quarashi í bráð þar sem sveitin er á leiðinni í upptökur á nýrri plötu sem fylgir í kjölfar gullplötunnar Jinx. Miðasalan er hafin á NASA við Austurvöll og skal tekið fram að einungis 500 miðar eru í boði á hvora tónleika. Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Skytturnar hafa getið sér orð fyrir að vera einkar kröftugar á sviði. Skytturnar hita upp Miðasala á tónleika NASA – Quarashi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.