Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
VAFASAMT EFTIRLIT
Notkun eftirlitsmyndavéla á
vinnustöðum getur verið lögmæt ef
markmiðið með notkuninni er að
tryggja öryggi starfsmanna eða
varna þjófnaði. Hins vegar er vafa-
samara að heimilt sé að vakta starfs-
menn til þess eins að auka vinnuaf-
köst þeirra. Þetta kemur m.a. fram í
lögfræðilegri úttekt um áhrif upp-
lýsingatækni á vinnuumhverfi og
persónuvernd.
Þriggja hæða gatnamót?
Lagðir eru upp tveir kostir vegna
gatnamóta Kringlumýrarbrautar og
Miklubrautar í útboði Vegagerð-
arinnar á frumdrögum hönnunar og
umhverfismats. Á því að vera lokið í
desember í ár. Annars vegar er um
að ræða gatnamót á sama plani og
hins vegar þriggja hæða gatnamót.
Skoðuðu kjarnorkuver
Fimm manna óopinber bandarísk
nefnd sneri í gær heim frá Norður-
Kóreu þar sem nefndarmenn fengu
m.a. að skoða Yongbyon-kjarn-
orkuverið sem bandarísk stjórnvöld
telja að notað sé til smíði kjarna-
vopna. Var þetta í fyrsta sinn í rúmt
ár sem útlendingar fá að skoða verið.
Fjórðungur barna of þungur
Fjórðungur níu ára íslenskra
barna er of þungur samkvæmt al-
þjóðaviðmiðunum um líkamsþyngd-
arstuðul sem byggist á vaxtar-
kúrfum barna. Er þetta svipað
hlutfall og í Bandaríkjunum. Þá er
sjúklega feitum börnum að fjölga
hér umtalsvert. Þetta kemur fram í
nýrri rannsókn á offitu 9–15 ára
barna hér á landi.
Stjórn Parma hætt
Stjórn ítalska knattspyrnufélags-
ins Parma hefur öll látið af störfum í
tengslum við fjármálahneykslið í
ítalska matvælafyrirtækinu Par-
malat, sem er eigandi félagsins.
Parma er til sölu, en óvíst er um
framtíð félagsins.
Sunnudagur
11. janúar 2004
atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð
mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8.082 Innlit 138903 Flettingar 43.907 Heimild: Samræmd vefmæling
OPINBERUM starfs-
mönnum hefur fjölgað
mun meira en starfsmönn-
um í einkageiranum. Þetta
kemur fram á vef Samtaka
atvinnulífsins (SA). Starf-
andi fólk á Íslandi telst
vera um 156.700 talsins
samkvæmt vinnumarkaðs-
könnun Hagstofunnar. Á
tímabilinu fjölgaði starf-
andi fólki í heild um 14.700
eða rúm tíu prósent.
Opinberum starfsmönn-
um fjölgaði um rúmlega
tíu þúsund manns eða um
sautján prósent árin 1998
til 2002 á móti um átta
prósenta fjölgun í einkageiranum.
Þá kemur fram að starfsfólki í op-
inberri stjórnsýslu fjölgaði um þrjá-
tíu prósent og starfsfólki í fræðslu-
starfsemi um fjörutíu prósent, en
minnst fjölgun varð meðal starfs-
manna í heilbrigðis- og félagsþjón-
ustu, um þrjú prósent.
Á milli áranna 2001 og 2002 fækk-
aði starfsfólki í einkageiranum um
tæp fjögur prósent en opinberum
starfsmönnum fjölgaði um tæp fimm
prósent. Samkvæmt frétt SA varð
fækkun starfsfólks í einkageiranum
samhliða samdrætti í atvinnulífinu
og vaxandi atvinnuleysi árið 2002.
Árelía E. Guð-
mundsdóttir, vinnu-
markaðsfræðingur og
lektor við viðskipta-
og hagfræðideild HÍ,
segir þessa þróun at-
hyglisverða. „Það hef-
ur verið einna mest
aukning í fræðslugeir-
anum á undanförnum
árum. Það hafa bæst
við háskólar og mikill
vöxtur í fræðslugeir-
anum almennt,“ segir
Árelía, sem segir einn-
ig ekki óeðlilegt að
fjölgunin sé minnst
innan heilbrigðisgeir-
ans. „Samdrátturinn hefur mestur
verið innan heilbrigðisgeirans og lít-
ið bæst við. Það er stöðugt verið að
reyna að draga úr kostnaði innan
heilbrigðiskerfisins.
Að einhverju leyti er einnig um að
ræða að ríkið hefur verið að bæta við
þjónustu og störfum til að halda
uppi atvinnustiginu í kjölfar niður-
sveiflunnar undanfarin tvö til þrjú
ár,“ segir Árelía. Vöxt opinberu
stjórnsýslunnar segir Árelía afar
áhugaverðan og mikilvægt að skoða
betur í samræmi við hvaða þættir
stjórnsýslunnar eru að vaxa.
Þjónusta vaxandi
atvinnugrein
Einnig hefur þróun starfsmanna-
fjölda verið mjög mismunandi eftir
atvinnuvegum. Fækkað hefur mikið
í framleiðslugreinum á meðan mikil
fjölgun hefur verið í þjónustugrein-
um. Landbúnaðurinn hefur staðið í
stað en starfsfólki í sjávarútvegi
hefur fækkað verulega, eða um
átján prósent. Fækkaði þar bæði í
veiðum og vinnslu. Starfsfólki fjölg-
aði mikið í mannvirkjagerð á tíma-
bilinu og einnig í verslunar-, veit-
inga og hótelrekstri. Langmest
aukning á tímabilinu 1998 til 2002
var í þjónustugeira sem felur meðal
annars í sér fjármálastarfsemi, hug-
búnaðarþjónustu og viðskiptaþjón-
ustu.
Opinberum starfs-
mönnum fjölgar
Morgunblaðið/Eggert
Sjómenn að störfum: Störfum hefur nokkuð farið fækkandi í íslenskum sjávarútvegi
undanfarin ár, en komandi mánuðir virðast vænlegir hvað varðar ráðningar.
30% aukning í opinberri stjórnsýslu, 40% aukning í fræðslustarfsemi
Þorri fyrirtækja/B5
OFFITA ÍSLENSKRA BARNA OG UNGLINGA ER VAXANDI VANDI OG ER TALIÐ AÐ AÐALORSÖKIN SÉ HREYFINGARLEYSI
EKKI
EKKILEIKARI
HJÁLMAR
HJÁLMARSSON INN
Á SVIÐ EN
HAUKUR
HAUKSSON ÚT
Yf ir l i t
Í dag
Skissa 6 Skák 61
Sigmund 8 Hugvekja 62
Af listum 34 Myndasögur 66
Listir 34/38 Bréf 66/67
Forystugrein 40 Dagbók 68/69
Reykjavíkurbréf 40 Krossgáta 70
Umræðan 42/43 Auðlesið efni 71
Skoðun 44/47 Leikhús 54
Minningar 48/56 Bíó 73/77
Þjónusta 57 Fólk 72/77
Kirkjustarf 58 Sjónvarp 78
Brids 60 Veður 79
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@m-
bl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is
Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is
Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
„VIÐ drógum lappirnar of lengi en þetta er leið-
rétting á launatöxtum sem miðast við kjarasamn-
ing sveitarfélaga og tónlistarskólakennara fyrir
þremur árum,“ segir Kjartan Sigurjónsson, for-
maður Félags íslenskra organleikara, vegna um
30% hækkunar á gjaldskrá félagsins undir lok
nýliðins árs.
Organleikur við hefðbundna útför, þar sem um
engar séróskir um forspil eða eftirspil er að ræða
og ekkert aukaómak, kostar 10.350 krónur auk
860 kr. gjalds fyrir ferðir eða samtals 11.210.
Organleikur við útför ásamt undirleik með ein-
söng eða einleik þar sem gert er ráð fyrir æfingu
með einleikara eða einsöngvara, sérstökum
orgeleinleik í athöfn og eða sérstöku forspili eða
eftirspili, sem þarf að æfa sérstaklega, kostar
15.525 krónur. Sama verð þarf að greiða fyrir
flutning á viðamiklu kórverki. Organleikur við
kistulagningarbæn kostar 7.762 kr. og sama gjald
er fyrir sérstaka kóræfingu vegna athafnar, fyrir
organleik á undan athöfn eða fyrir ferð í heima-
hús eða annað.
„Þetta er um 30% hækkun frá 1. nóvember,“
segir Arnór L. Pálsson, framkvæmdastjóri Útfar-
arstofu kirkjugarðanna hf., og bætir við að kostn-
aðurinn vegna organleiks við kistulagningu og út-
för geti numið tugum þúsunda. Í því sambandi
nefnir hann að organleikur við kistulagningu og
stærstu útför með 20 mín. undirleik á undan og
einsöngvara kosti tæplega 33.000 krónur.
Taxtinn miðast við hæsta launaflokk, efsta
þrep (144-6) eða 231.577 kr. mánaðarlaun og
5.175 kr. á tímann, en þar af eru 10,17% orlof og
16,11% launatengd gjöld. Kistulagning reiknast
ein og hálf klukkustund, útför án undirleiks hjá
einsöngvara reiknast tvær klukkustundir, útför
með undirleik hjá söngvara eða hljóðfæraleikara
reiknast þrjár klukkustundir og messa reiknast
fjórar klukkustundir en æfing á undan messu er
innifalin.
Kjartan Sigurjónsson segir að vissulega hafi
dregist of lengi að leiðrétta launataxtana en þeir
séu samkvæmt samningum. „Þetta eru verktaka-
greiðslur og við þurfum að greiða af þeim öll
launatengd gjöld,“ segir hann og bætir við að
organleikarar hafi ekki viljað hækka taxta sinn
um leið og söngvarar en organleikarar hafi bara
beðið of lengi.
Félag íslenskra organleikara hækkar gjaldskrá við útfarir um 30%
Biðu með hækkun í nær þrjú ár
UNNIÐ var að því í gær á Keflavík-
urflugvelli að hlaða sex breiðþotur
af 300 milljón töflum af hjartalyfinu
Ramipril, sem er nýtt samheitalyf
frá Pharmaco. Lyfið fer á markað í
Þýskalandi, Englandi og Dan-
mörku, en breiðþoturnar gátu ekki
farið í loftið fyrr en í gærkvöldi,
þar sem þær máttu ekki vera komn-
ar inn í lofthelgi viðkomandi ríkja
fyrr en einkaleyfi á lyfinu var fallið
úr gildi sem gerðist á miðnætti í
nótt.
Lyfin eru að verðmæti 2,6 millj-
arðar kr., en miklu skiptir að vera
fyrstur á markað með samheitalyf
eins og þetta þegar einkaleyfi fellur
úr gildi. Í framhaldinu er ráðgert
að lyfið fari á markað í fleiri lönd-
um í Mið- og Austur-Evrópu og á
Norðurlöndunum. Lyfið sem um
ræðir hefur verið í þróun hjá
Pharmaco í fjögur ár og er þróun-
arkostnaður fyrirtækisins vegna
lyfsins um 450 milljónir króna en til
samanburðar má geta þess að þró-
unarkostnaður samheitalyfja er að
öllu jöfnu um 150 milljónir króna
hjá Pharmaco. Verkefnið hefur
haft forgang innan fyrirtækisins
síðustu fjögur ár sem það var í
framleiðslu og hafa allir starfs-
menn fyrirtækisins hér á landi
komið að framleiðslu þess.
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Gátu ekki farið í loftið
fyrr en undir miðnætti
Auk Guðjóns sátu fyrir svörum
rithöfundarnir Þórunn Valdimars-
dóttir og Viðar Hreinsson.
Þórunn sagðist fagna því að það
virtist sem þjóðin öll væri nú farin að
skynja að bók væri ekki flatur veru-
leiki heldur að á bak við hverja ein-
ustu bók væru innviðir. Fólk hefði
orðið menntunargreind til þess að
skoða tilvísanir og reyna að skilja og
greina innviði allra bóka sem skrif-
aðar væru.
Viðar Hreinsson sagðist geta tekið
undir með Guðjóni Friðrikssyni
hvernig hann teldi eðlilegt að fara
með heimildir. Hann sagðist sjálfur
ekki telja ástæðu til þess að gera
mikinn greinarmun að þessu leyti á
því hvort fræðirit væri ætlað öðrum
fræðimönnum eða almenningi. Sagði
hann það vera skyldu bæði við les-
endur og fræðaheiminn að verk
væru gagnsæ að því er varðaði notk-
un heimilda. „Það er aldrei réttlæt-
anlegt að taka frá höfundi án þess að
merkja það nákvæmlega.“
Á fundinum var Hannes og gagn-
rýndur fyrir að setja ekki fram nýja
túlkun heldur nota túlkun annarra.
„Þetta var markviss aðferð, ég vil
leyfa lesandanum að túlka. Þetta er
enn eitt fjölmiðlafárið, núna er ég
fórnarlambið og það verður bara að
hafa það,“ sagði Hannes.
Ekki nóg að vísa
fremst og aftast
Morgunblaðið/Þorkell
Hannes Hólmsteinn Gissurarson: „Þetta er enn eitt fjölmiðlafárið, núna er
ég fórnarlambið og það verður bara að hafa það.“
„ÞAÐ ER ekki nóg að vera með almennar tilvísanir fremst eða aftast í verki.
Mér sýnist verk Hannesar vera á mörkunum,“ sagði Guðjón Friðriksson
sagnfræðingur á blaðamannafundi sem ReykjavíkurAkademían efndi til um
hvað ættu að teljast góð vinnubrögð og hvað ekki við ritun ævisagna, m.a.
með hliðsjón af deilunni um fyrsta bindi ævisögu Hannesar Hólmsteins Giss-
urarsonar um Halldór Laxness.