Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 68
DAGBÓK
68 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í
dag er Brúarfoss
væntanlegt.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
dag er Cielo de Baffin
væntanlegt.
Mannamót
Bólstaðarhlíð 43.
Þorrablótið verður
föstudaginn 30. janúar
kl. 18. Upplýsingar í
síma 568 5052.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Dansleikur í
kvöld kl. 20. Caprí-tríó
leikur fyrir dansi.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Þorra-
blót félagsins verður
laugardaginn 24. jan-
úar. Húsið opnað kl. 19.
Skráning og upplýs-
ingar í Hraunseli í síma
555 0142. Félagsheim-
ilið er opið alla virka
daga frá kl. 9–17.
Félag eldri borgara í
Garðabæ. Almennur
fundur verður haldinn
laugardaginn 17. jan-
úar nk. í Kirkjuhvoli kl.
14. Kynntar verða
teikningar að nýja Sjá-
landshverfinu. Ásdís
Halla Bragadóttir bæj-
arstjóri ræðir um mál-
efni eldri borgara og
svarar fyrirspurnum.
Ferðakynning, Plús-
ferðir. Allir velkomnir.
Félagsstarf eldri borg-
ara í Mosfellsbæ. Pútt-
kennsla í Íþróttahús-
inu Varmá á
sunnudögum kl. 11–12.
Félagsstarf aldraðra í
Garðabæ. Kínverska
leikfimin Tai Chi byrj-
ar aftur í Garðabergi
þriðjudaginn 13. jan-
úar. kl. 12. Guðný
Helgadóttir kennir.
Nánari upplýsingar hjá
félagsstarfi aldraðra í
Garðabæ í símum
525 8590 og 820 8553.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Hvern virk-
an dag frá kl. 9–16.30
er fjölbreytt dagskrá,
m.a. opnar vinnustofur,
spilasalur, gönguhóp-
ur, sund- og leikfimiæf-
ingar í Breiðholtslaug,
helgistundir í sam-
starfi við Fella- og
Hólakirkju, sjálf-
boðaliðahópar o.fl. All-
ir velkomnir. Upplýs-
ingar á staðnum og í
síma 575 7720.
Hraunbær 105. Getum
bætt við í línudansinn á
þriðjudögum kl. 15.
Getum bætt við okkur
á keramiknámskeiðið á
mánudögum kl. 9.
Kvenfélag Bústaða-
sóknar. Fundur verður
mánudaginn 12. janúar
í safnaðarheimilinu kl.
20. Halla Jónsdóttir
flytur fyrirlestur um
jákvæðni.
Kvenfélag Kópavogs
heldur fund 22. jan í
Hamraborg 10 (Ath.
breyttur fundartími)
kl. 19. Matur og
skemmtiatriði. Þátt-
taka tilkynnist fyrir 16.
jan. til Rannveigar s:
554 3386, Erlu s.
554 1519 eða Ólafar s.
554 0388
Styrkur. Opið hús að
Skógarhlíð 8, Reykja-
vík, þriðjudaginn 13.
janúar kl. 20. Sigfinnur
Þorleifsson, sjúkra-
húsprestur, talar um
lífið og tilveruna. Allir
velunnarar félagsins
velkomnir. Stjórnin.
NA (Ónefndir fíklar).
Neyðar- og upplýs-
ingasími 661 2915.
Opnir fundir kl. 21 á
þriðjudögum í Héðins-
húsinu og á fimmtu-
dögum í KFUM&K,
Austurstræti.
Skátamiðstöðin. End-
urfundir skáta eru allt-
af annan mánudag í
mánuði. Næsta sam-
verustund verður
mánudaginn 12. janúar
kl. 12. Súpa og brauð í
boði gegn vægu gjaldi.
Hrólfur Jónsson,
slökkviliðsstjóri
Slökkviliðs höfuðborg-
arsvæðisins, segir frá
starfi og skipulagi liðs-
ins.
ITC Harpa. Fundur
verður þriðjudaginn
13. janúar, kl. 20 á
þriðju hæð í Borg-
artúni 22. Gestir vel-
komnir. Tölvupóstfang
ITC Hörpu er
itcharpa@hotmail.-
com, heimasíða http://
www.life.is/itcharpa.
Nánari upplýsingar
gefur Guðbjörg í síma
553 0831.
Fjölskylduhjálp Ís-
lands, Eskihlíð 2–4 í
fjósinu við Miklatorg.
Tekið er á móti vörum
og fatnaði alla mánu-
daga frá kl. 13 til 17.
Úthlutun matvæla og
fatnaðar er alla þriðju-
daga frá kl. 14 til 17.
Sími skrifstofu er
551 3360, netfang dal-
ros@islandia.is, gsm
hjá formanni 897 1016.
Minningarkort
Minningarkort Graf-
arvogskirkju.
Minningarkort Graf-
arvogskirkju eru til
sölu í kirkjunni í s.
587 9070
eða 587 9080. Einnig er
hægt að nálgast kortin
í Kirkjuhúsinu,
Laugavegi 31, Reykja-
vík.
Líknarsjóður Dóm-
kirkjunnar, minn-
ingaspjöld seld hjá
kirkjuverði.
Minningarkort Stóra-
Laugardalssóknar,
Tálknafirði, til styrktar
kirkjubyggingarsjóði
nýrrar kirkju í Tálkna-
firði eru afgreidd í s.
456 2700.
Í dag er sunnudagur 11. janúar,
11. dagur ársins 2003. Orð dags-
ins: Ég er ljós í heiminn komið,
svo að enginn, sem á mig trúir, sé
áfram í myrkri.
(Jh. 12, 46.)
Milli áranna 2001 og2002 fækkaði starfs-
fólki í atvinnulífinu, sem
ekki vann hjá hinu op-
inbera, um 4%. Hins veg-
ar fjölgaði opinberum
starfsmönnum um 5% á
milli sömu ára. „Ef litið
er á fjölgunina yfir
lengra tímabil, t.d. árin
1998 til 2002, kemur í ljós
að starfandi fólki fjölgaði
í heild um 14.700 (frá
árinu 1997) eða 10,4%, og
þar af um 8% í einkageir-
anum en um rúm 17% hjá
hinu opinbera. Tímabilið
einkennist þannig af örri
fjölgun opinberra starfs-
manna og vaxandi hlut-
deild hins opinbera á
vinnumarkaðnum. Sé
nánar litið á helstu þætti
í starfsemi hins opinbera
þá fjölgaði starfsfólki í
opinberri stjórnsýslu um
1.800 sem er um 30%
aukning og um 3.700 í
fræðslustarfsemi sem var
40% aukning, en minnst
var hún í heilbrigðis- og
félagsþjónustu eða um
700 manns sem var 3%
aukning,“ segir á vef
Samtaka atvinnulífsins.
Erfitt hefur verið aðnálgast upplýsingar
um hversu margir starfs-
menn séu á launum hjá
hinu opinbera. Sjálft rík-
isvaldið heldur þessum
upplýsingum t.d. ekki
skipulega saman. Nokkur
umræða var um þetta á
síðasta landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins, þar sem
stjórnmálamenn voru
gagnrýndir fyrir fjölgun
ríkisstarfsmanna, en í
þeirri umræðu báru
ræðumenn fyrir sig til-
finningu fyrir þróuninni.
Vinnumarkaðskönnun
Hagstofunnar, sem SA
vísar til, gefur auðvitað
vísbendingar um hver
þróunin sé en æskilegt
væri að þessar upplýs-
ingar væru tiltækar hjá
hinu opinbera svo sam-
anburður yrði einfaldur
milli ára og starfa.
Þessi niðurstaða Hag-stofunnar er líka
furðuleg í ljósi þess að
markvisst hefur verið
unnið að því að einka-
væða ríkisfyrirtæki og
um leið að fækka starfs-
fólki í vinnu hjá ríkinu. Á
meðan fjölgar starfsfólki
um 30% í opinberri
stjórnsýslu! Spyrja má af
hverju þessi útþensla
hins opinbera á vinnu-
markaði eigi sér stað.
Reyndar er hálf kyndugt
að vitna til vefrits fjár-
málaráðuneytisins frá
árinu 2002 í þessu sam-
hengi þar semkvartað
var sárlega undan því í
tvígang að ríkisstofnanir
væru of litlar og van-
máttugar. Á meðan óx
báknið.
Það er því verðugtverkefni að fækka
ríkisstarfsmönnum og
taka um leið forsætisráð-
herra Dana sér til fyr-
irmyndar. Í byrjun árs
2002 boðaði hann fækkun
launþega hins opinbera
um fimm þúsund á næstu
fjórum árum. Helmingi
minni fækkun hér myndi
sporna gegn þessari þró-
un.
STAKSTEINAR
Ríkisstarfsmönnum
fjölgar og fjölgar
Víkverji skrifar...
Eins og undanfarin ár eru Vínar-tónleikar einn af hápunktum
starfsárs Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands. Það eru fyrstu tónleikar
hljómsveitarinnar á nýju ári og leik-
in er Vínartónlist eftir Strauss-feðga
og aðra gamalkunna vals- og polka-
snillinga. Lengi vel var Páll P. Páls-
son ómissandi sem stjórnandi hljóm-
sveitarinnar á hljómleikunum, en
seinni ár hafa komið til landsins val-
inkunnir gestir til að stjórna á Vín-
artónleikunum og hafa þeir oftar en
ekki handleikið fiðluna og leikið
með, eins og Austurríkismaðurinn
Ernsts Kovacic gerði á fernum tón-
leikum nú – sem einleikari í þremur
lögum. Sinfóníuhljómsveitin hefur
fengið góða dóma og lof á und-
anförnum árum og hafa margir er-
lendir stjórnendur hennar undrast
að 280 þúsund manna þjóðfélag
norður í ballarhafi eigi svo góða sin-
fóníuhljómsveit.
x x x
Víkverji er einn af fjölmörgumaðdáendum hljómsveitarinnar
og hefur áður bent á að það sé löngu
tímabært að hljómsveitin fari að
senda frá sér diska af ýmsu tagi –
eins t.d. einn með rómantískum lög-
um, annan með léttri Vínartónlist,
þann þriðja með frægum lögum frá
ýmsum stöðum víðs vegar um heim-
inn – jafnvel undir nafninu Sigling
um heimsins höf, enn einn með ljúfri
tónlist til að hlusta á við mat-
arborðið. Þá má nefna einn með vin-
sælum og kunnum slögurum sem er-
lendir söngvarar og hljómsveitir
hafa gert vinsæla og ekki má gleyma
diski með frægum lögum íslenskra
lagahöfunda seinni ára. Leikur á
fiðlu yrði að sjálfsögðu í hávegum
hafður á diskunum, ásamt öðrum
strokhljóðfærum og ýmsum blást-
urshljóðfærum. Tilvalið væri fyrir
hljómsveitina að fá kunna ein-
staklinga til að leika með á ýmis
hljóðfæri og ekki myndi það
skemma að blandaður kórsöngur
ómaði í sumum laganna.
Víkverji er viss um að hljómplötur
með hljómsveitinni myndu fá góðar
viðtökur, eins og t.d. diskurinn með
hinum ítalska Robertino gerir þessa
dagana, eins og 22 ferðalög með KK
og Magnúsi Eiríks og Ort í sandinn
– harmonikuplata með Geirmundi
Valtýssyni – gerðu sl. sumar.
x x x
Ef Víkverji fengi að ráða þá værulög eins og What Now My Love,
Power of Love, Memory, Ball Scene,
Nights In White Satin, Don’t Cry
For Me Argentina, The Lady in
Red, Games That Lovers Play og
Ballade Pour Adeline á róm-
antískum diski og á diski með lögum
frá ýmsum löndum kæmu lög eins og
Sailing, Havah Nagilah, Salome,
Kalinka, En „Er“ Mundo, Molto
Allegro, Spanish Eyes, Sail Along
Silv’ry Moon, Moulin Rouge,
Arrivederci Roma og American
Patrol sterklega til greina.
Víkverja dreymir um að eignast
létta og skemmtilega plötu með Sin-
fóníuhljómsveit Íslands.
Morgunblaðið/Einar Falur
Sinfóníuhljómsveit Íslands.
W eða dobbeljú
Á ÉG að trúa því að leik-
skóli Þjóðleikhússins og
Þjóðleikhúsið sjálft kenni
framburð á stafnum w í
lestri á þýðingu sögu Wil-
helms Mobergs og nefni
stafinn w upp á enskan
máta og kalli hann dobb-
eljú. Ég hélt hann héti tvö-
falt v í okkar tungu. Í leik-
dómum er sífellt verið að
staglast á orðinu metnaðar-
fullur þegar rætt er um
leiksýningar í Þjóðleikhús-
inu. Ég sé engan metnað í
því að kalla w dobbeljú.
Slíkur framburður prýðir
ekki íslenskt mál.
Nú þarf Halldór Blöndal,
þingforseti, að bæta um
betur og nefna Hjálmar
Árnason, þingmann Hjálm-
ar dobbeljú til þess að sam-
ræmi verði á framburði
menningarstofnana ís-
lensku þjóðarinnar á ver-
aldarvefnum.
Pétur Pétursson,
þulur.
Vinna eða atvinna
ÉG ER að velta því fyrir
mér hvers vegna sífellt er
verið að nota orðið „at-
vinna“ þegar verið er að
skrifa um vinnu í fjölmiðl-
um. Í mínu ungdæmi tíðk-
aðist að tala um „að vera í
miklu erfiði“ og „að vera í
miklu ati“. Þannig að fyrir
mér nægir að nota orðið
vinna. Maður var ekki í at-
vinnu nema unnin væri
mikil erfiðsvinna.
Björn.
Vantar sjómanna-
blaðið Víking
ÉG ER að binda inn sjó-
mannablaðið Víking og
vantar 5 blöð. Blöðin sem
vantar eru frá 1956 tbl. 7, 8,
9 og 10. 1960 tbl. 5. Þeir
sem gætu liðsinnt mér eru
beðnir að hafa samband við
Eggert í síma 588 9969.
Þakklæti
ÉG VIL koma á framfæri
innilegu þakklæti fyrir
kveðju frá útvarpinu sem
útvarpsstjóri flutti á gaml-
ársdag. Lögin voru góð eft-
ir Sigvalda Kaldalóns og
kórinn góður.
Svo var ég einnig ánægð-
ur með Skaupið, finnst
ágætt að sleppa Skara
skrípó einu sinni. Einnig
var ég ánægður með mynd-
ina hans Hrafns Gunn-
laugssonar, Opinberun
Hannesar.
Ólafur.
Gott framtak
í Nóatúni
ÉG FÓR að versla í Nóa-
túni við Hringbraut fyrir
jólin og þar sem ég beið í
langri biðröð eftir af-
greiðslu kom einn starfs-
maður og bauð öllum við-
skiptavinum konfekt til að
létta þeim biðina. Það
mættu margir taka þetta til
fyrirmyndar.
Ein ánægð.
Dýrahald
Border collie-hvolpur
týndist
BORDER collie-hvolpur,
rúmlega 5 mánaða, týndist
28. nóvember frá Helgu-
grund á Kjalarnesi. Hann
er svartur með hvíta bringu
og hvíta tíru á skotti og að-
eins með hvítt á loppum.
Hann var ómerktur en með
keðju um hálsinn. Þeir sem
hafa einhverjar upplýsing-
ar um afdrif hundsins eru
beðnir að hafa samband í
síma 868 1134.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 hörfar, 4 bolur, 7
hlaupi, 8 stormurinn, 9
útlim, 11 boli, 13 ástund-
unarsama,14 erfiður við-
fangs, 15 brjóst, 17 ljós-
ker, 20 mann, 22 stífla, 23
snákur, 24 trjágróður, 25
haldast.
LÓÐRÉTT
1 skækjan, 2 ræðustóls, 3
sleit, 4 brott, 5 fúskið, 6
aflaga, 10 ógöngur,
12 auð, 13 vond, 15 kæna,
16 niðurgangurinn, 18
mergð, 19 grassvarð-
arlengja, 20 karlfugl, 21
taugaáfall.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 vindhöggs, 8 unnar, 9 umber, 10 kál, 11 dorga,
13 leiða, 15 skerf, 18 gráða, 21 jór, 22 logna, 23 óviti, 24
villingur.
Lóðrétt: 2 iðnar, 3 dýrka, 4 ötull, 5 gubbi, 6 sund, 7
hráa, 12 gær, 14 eir, 15 sult, 16 eigri, 17 fjall, 18 gróin,
19 álitu, 20 akir.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16