Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 59 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. 300 fm skrifstofur á 5. hæð. Einstakt tækifæri. Glæsilegar fullbúnar skrifstofur við Reykjavíkurhöfn. Frábært útsýni. Allt nýtt. Nýtt parket, eldhús, gardínur, tölvulagnir o.fl. Lausar strax. Eignin er í eigu Landsafls sem er sérhæft fasteignafélag. Mögulegt er að leigja út í smærri einingu. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Tryggvagata - 101 Rvík TIL LEIGU Jörðin er á góðu og eftirsóttu svæði milli Hveragerðis og Selfoss í svonefndu ný- býlahverfi. Húsakostur jarðarinnar er mikill og býður upp á margvíslega nýt- ingarmöguleika, en gripahús eru nú inn- réttuð sem nýtísku hesthús. Mjög gott íbúðarhús. Landstærð um 30 hektarar. Hitaveita. Ásett verð 45 milljónir. Einkasala. Upplýsingar gefur sölumaður Hóls – bújarðir Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Til sölu er jörðin Akurgerði í Ölfusi Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala Hraunvangur eldri borgarar Til afhendingar strax Glæsilegar fullbúnar leiguíbúðir fyrir 60 ára og eldri við Hraunvang við Hrafnistu í Hafnarfirði Um er að ræða glæsilegar fullbúnar íbúðir á fyrstu, annarri og 3. hæð, 75 fm og 113 fm, auk sameignar. Íbúðirnar eru sérhannaðar með þarfir eldri borgar í huga, íbúar geta keypt ýmiskonar þjónustu frá heimilinu. Húsin standa á fallegum stað hjá Hrafnistu í Hafnar- firði og njóta íbúarnir öryggis og þjónustu frá heimilinu. • Íbúðirnar eru bjartar og rúmgóðar • Einstakt útsýni og skemmtilegar gönguleiðir • Fjölbreytt þjónusta frá Hrafnistu s.s. félagsstarf og skemmtiferðir • Völ er á neyðarþjónustu allan sólarhringinn • Samkomusalur og útivistarsvæði • Lyftur og bílageymsla • Innangengt í Hrafnistu • Leigjendur geta fengið húsaleigubætur samkvæmt gildandi reglum. Íbúðirnar eru boðnar til leigu sem er nýr valkostur í húsnæðismálum eldri borgara. Auk leigu er greitt fyrir afnotarétt og er sú greiðsla verðtryggð og fæst endurgreidd við flutning samkvæmt nánari reglum. Allar uppýsingar veita sölumenn Hraunhamars einnig er hægt að nálgast upplýsingar á hraunhamar.is eða mbl.is FASTEIGNIR mbl.is STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands fagnar niðurstöðu umboðsmanns Alþingis um að Háskóla Íslands hafi skort heimild í lögum til að inn- heimta sérstakt gjald að upphæð 8500 kr. af þeim sem þreyttu inn- tökupróf til náms í læknisfræði fyr- ir skólaárið 2003-2004. „Háskólaráð samþykkti í vor að heimila læknadeild að taka gjald fyrir inntökupróf í deildina. Fulltrúar stúdenta í Háskólaráði greiddu atkvæði gegn gjaldinu og Stúdentaráð sendi frá sér ályktun þar sem gjaldtökunni var mótmælt. Í áliti umboðsmanns er tekið undir málflutning Stúdentaráðs. Í niðurstöðu umboðsmanns kem- ur fram að taki Háskóli Íslands ákvörðun um að gera inntökupróf að skilyrði fyrir inngöngu í nám, geti háskólinn ekki látið nemendur bera þann kostnað sem leiðir af framkvæmd prófsins. Það er því ljóst að Háskóli Íslands getur fram- vegis ekki krafist gjalds af þeim sem þreyta inntökupróf til náms við deildir skólans. Stúdentaráð Háskóla Íslands skorar jafnframt á háskólayfirvöld að gera viðeigandi ráðstafanir í til- efni af áliti umboðsmanns Alþingi og endurgreiða þeim nemendum próftökugjaldið sem þreyttu inn- tökupróf í vor til náms í læknis- fræði,“ segir í ályktun Stúdenta- ráðs. Fagna niður- stöðu umboðs- manns Málstofa á vegum Rannsókna- stofnunar í hjúkrunarfræði verður haldin á morgun, mánudaginn 12. janúar kl. 12.15, í stofu 201 á 2. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Fyrirlest- urinn flytur Hildur Magnúsdóttir, MSc í hjúkrunarfræði við Royal Col- lege of Nursing í Bretlandi og hjúkr- unarfræðingur á skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar LSH. Fjallað verður um reynslu erlendra hjúkr- unarfræðinga af því að starfa á sjúkrahúsi á Íslandi. Á MORGUN Málstofa um sérstöðu og ein- kenni stjórnarskrár fyrir Evrópu Í tengslum við kennslu á námskeiðinu stjórnskipunarrétti og ágripi þjóða- réttar í lagadeild Háskóla Íslands verður haldin málstofa um sérstöðu og einkenni stjórnarskrár fyrir Evr- ópu, miðvikudaginn 14. janúar nk. kl.12.15–13.30. Málstofan verður haldin í stofu L-101 í Lögbergi og er öllum opin. Málshefjendur verða Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Úlfar Hauksson, stjórnmálafræð- ingur og kennari í stjórnmálafræði við félagsvísindadeild HÍ. Fundar- stjóri er Björg Thorarensen, pró- fessor við lagadeild HÍ. Á málstofunni verður rætt um drög sem liggja fyrir að stjórnarskrá Evrópu og rædd voru á fundi leið- toga Evrópusambandsins í desem- ber en náðu ekki samþykki. Fjallað verður um hver verða lagaleg áhrif stjórnarskrár fyrir Evrópu gagnvart aðildarríkjum Evrópusambandsins verði hún samþykkt. Jafnframt verður fjallað um hver eru pólitísk markmið og einkenni stjórnaskrár fyrir Evrópu og að hvaða leyti hún er frábrugðin stjórnarskrám þjóð- ríkja. Að loknum erindum málshefjenda verða fyrirspurnir og umræður. Fyrirlestur í KHÍ – örkennsla á neti Salvör Gissurardóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands, heldur fyrirlestur sem ber yfirskriftina: Ör- kennsla á neti miðvikudaginn 14. janúar kl. 16.15 í salnum Skriðu í Kennaraháskóla Íslands við Stakka- hlíð. Í fyrirlestrinum fjallar Salvör um það hvernig nemendur útbúa stuttan veffyrirlestur og hvaða kennslu- tækni þurfi til þess miðað við núver- andi tæknistig. Hún lýsir aðstæðum þar sem notuð hefur verið stafræn vídeóupptaka, „Movie maker 2 videóklipping“, „Powerpoint“ og „Powerpoint producer“ glærugerð og margmiðlun. Á NÆSTUNNI MIKILL mannfjöldi fyllti götur miðbæjar Selfoss í blysför jóla- sveina og trölla á þrettándanum. Þrettándagleðin á Selfossi hófst að venju með flugeldaskotum í miðbænum og síðan gengu jóla- sveinar með kyndla í mikilli fjöldagöngu undir tónlist frá mið- bænum til íþróttasvæðisins við Engjaveg þar sem kveikt var í bál- kesti. Glæsileg flugeldasýning fylgdi í kjölfar þess að kveikt var í þrett- ándabrennunni og var haft á orði að hún hefði ekki verið jafn glæsi- leg áður. Jólasveinar voru á ferli í kringum brennuna og kvöddu þeir börnin. Tröll voru með í för en þau voru höfð í hæfilegri fjarlægð. Þrettándagleðin fór að venju fram í samstarfi Ungmennafélags Selfoss og sveitarfélagsins auk þess sem Björgunarfélag Árborg- ar tók þátt í flugeldasýningunni. Mjög gott veður var á meðan há- tíðin stóð yfir, vægt frost og logn. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Jólin kvödd: Jólasveinar kveiktu í myndarlegum bálkesti á íþróttavellinum. Margir á þrettándagleði Selfoss. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.