Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 41 lýstum svæðum, þjóðgörðum og náttúruperlum ýmiss konar. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur í rúman áratug hvatt íslenzk stjórnvöld til að hefja slíka gjaldtöku og margir aðrir hafa mælt fyrir slíku, þar á meðal Morg- unblaðið. Þessar hugmyndir hafa einkum mætt andstöðu hagsmunaaðila í ferðaþjónustu og stjórnmálamenn hafa ekki treyst sér til að taka af skarið. Í ágúst árið 2001 fagnaði Morgunblaðið því reyndar í leiðara að Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra hefði gert upp hug sinn í þessum efn- um, en þá hafði ráðherra sagt í heimsókn sinni í þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum: „Það er alveg ljóst í mínum huga að við munum taka upp þjón- ustugjald, til dæmis á þeim stöðum, sem mikill fjöldi fer um, til þess að geta sinnt betur rekstri slíkra svæða.“ Fyrir síðustu kosningar var hins vegar komið annað hljóð í ráðherrann, en hún sagði í febrúar, er hún kynnti hugmyndir um svo- kallað gistináttagjald, að hún væri „ekki hlynnt því að innheimta aðgangseyri að ferðamanna- stöðum eins og rætt hafi verið um og segir [að] nefnd á vegum umhverfisráðherra, sem skoða átti slíkar hugmyndir, hafi komist að hinu sama. Það sé dýrt að koma slíkri innheimtu á og því skili hún litlu fjármagni.“ Rökin fyrir því að innheimta aðgangseyri að friðlýstum svæðum eru engu að síður nokkuð augljós. Mörg þessara svæða liggja undir skemmdum vegna átroðnings ferðamanna og þörf er á mikilli gæzlu og stöðugum framkvæmd- um við að laga t.d. gróðurskemmdir, gera stíga og girðingar, setja upp merkingar o.s.frv. Rík- isvaldið er hins vegar í stöðugum vandræðum með að finna peninga til þessara verkefna og hef- ur jafnvel þurft að skerða þá litlu og ófullnægj- andi landvörzlu, sem haldið er úti á vegum Nátt- úruverndar ríkisins, vegna fjárskorts. Nokkur dæmi koma strax upp í hugann, þar sem þörfin er augljós: Gullfoss, hverasvæðið í Haukadal, Herðubreiðarlindir, Landmannalaug- ar, Dyrhólaey, Dimmuborgir í Mývatnssveit, Dettifoss. Á öllum þessum svæðum væri gjald- taka jafnframt tiltölulega auðveld. Annars stað- ar, t.d. í þjóðgörðum, getur verið erfiðara að koma henni við, en vel er hægt að hugsa sér að nota þá fjármuni, sem innheimtast, til að gera fleiri stöðum til góða en þeim, sem innheimt er á. Aðgangseyri að friðlýstum svæðum má kalla eins konar auðlindagjald; þá borgar sá, sem vill nýta sér náttúru landsins, fyrir þau afnot sín. Umhverfisráðherra vildi einnig líkja gistinátt- agjaldinu, sem hefur verið til umræðu, við auð- lindagjald er hún kynnti hugmyndir um það á síðasta ári. Rætt er um að allir erlendir ferða- menn greiði um 100 króna gjald fyrir hverja nótt, sem þeir gista í landinu og það renni til uppbygg- ingar á fjölsóttum ferðamannastöðum. Morgun- blaðið benti á móti á það í leiðara 27. febrúar á síðasta ári að það væri lítið réttlæti í því að inn- heimta gjald, sem rynni til uppbyggingar við- kvæmra en vinsælla náttúruperlna, af þeim ferðamönnum, sem kæmu aðallega til Íslands til að skoða Reykjavík, skemmta sér í borginni eða verzla. „Það er hins vegar stór spurning hversu réttlátt það er að krefja ferðamann sem kemur hingað til lands í þriggja daga viðskiptaferð og dvelur eingöngu í Grindavík um gjald fyrir upp- byggingu göngustíga í Lónsöræfum,“ sagði blað- ið þá. „Munurinn á þessum tveimur leiðum er líka sá að í annarri þurfa allir að greiða án þess að hafa nokkuð um það að segja. Í hinni geta ferða- menn valið hvort þeir greiða gjaldið. Í því sam- bandi má benda á að áætlað er að 175 milljónir króna fáist árlega með nefskatti á ferðaþjón- ustuna en hins vegar er áætlað að milli 40 og 50 milljónir fáist í tekjur af þeim ferðamönnum ein- um sem skoða Gullfoss árlega. Það þyrfti því ekki að taka upp gjald á mörgum vinsælum ferða- mannastöðum til þess að ná sömu upphæð og stefnt er að með gistináttagjaldinu. Hóflegur að- gangseyrir að ákveðnum svæðum er fyrir flesta ferðamenn eðlilegri kostur en skattur á ferða- þjónustuna í heild.“ Fælir gjaldtaka ferðamenn frá? Sjónarmið ferðaþjón- ustunnar í málinu hef- ur verið það að ferða- menn hafi þegar greitt fyrir aðgang sinn að landinu í formi ýmissa gjalda og að ferðaskrifstofur muni sneiða hjá þeim svæðum, þar sem aðgangseyrir er inn- heimtur. Gjaldtaka muni því koma niður á ferða- þjónustunni. Þetta virðist af ýmsum ástæðum skammsýnt sjónarmið. Í fyrsta lagi hljóta forsvarsmenn ferðaþjónustunnar að taka eftir þeim hróplega skorti á landvörzlu, vernd og viðhaldi sem víða blasir við á ýmsum fegurstu og viðkvæmustu, en jafnframt fjölsóttustu ferðamannastöðunum. Ef fé fæst ekki til þessara hluta, munu staðirnir missa aðdráttarafl sitt til lengri tíma litið. Rík- issjóður virðist ekki aflögufær, og þá hljóta menn að horfa til þess að skapa þessum svæðum sér- tekjur – að sjálfsögðu að því gefnu að þær renni til uppbyggingar ferðamannastaða, en ekki ein- hverra annarra verkefna hins opinbera. Í öðru lagi er ekki víst að þess verði langt að bíða að eitt vandamál ferðaþjónustunnar á Ís- landi verði of mikill átroðningur á vissum stöð- um, sem ekki stenzt til lengdar vegna þess hversu viðkvæm íslenzk náttúra er. Með því að koma á gjaldtöku fá menn möguleika á að stýra ásókninni að einhverju leyti með breytilegri upp- hæð þess gjalds, sem er innheimt. Í þriðja lagi þarf ekki annað en að horfa til ná- grannalanda okkar til að sannfærast um að gjald- taka muni varla virka mjög letjandi á ferðamenn. Íslendingar eiga engar glæstar byggingar frá fyrri öldum, kastala eða dómkirkjur, engin lista- söfn á borð við Louvre í París eða Vatikansöfnin í Róm – okkar dýrgripir, sem draga ferðamennina til landsins, eru náttúrufyrirbæri á borð við Gull- foss og Geysi, Herðubreiðarlindir eða Skafta- fellsþjóðgarð. Þegar menn eru á annað borð komnir til Parísar – láta þeir sig þá muna um ein- hverja hundraðkalla í aðgangseyri í Louvre-safn- ið? Benda biðraðirnar við Lundúnaturn eða Stonehenge í Englandi til þess að ferðamenn sneiði hjá svæðum, þar sem aðgangseyrir er inn- heimtur? Varla – og sú mun ekki heldur verða raunin hér á landi. Þvert á móti munu ferðamenn væntanlega sýna því skilning hér eins og annars staðar að aðgangseyrir rennur til viðhalds þeirra verðmæta, sem hafa laðað þá til landsins. Í fjórða lagi má nefna þau gömlu sannindi að fólk ber gjarnan meiri virðingu fyrir verðmæt- um, sem það greiðir fyrir, en því sem er ókeypis. Eitt sjónarmið í málinu, sem ekki snýr að ferðamönnum heldur heimamönnum, er að ís- lenzk náttúra sé þjóðareign og ekki megi koma í veg fyrir það með gjaldtöku að almenningur geti notið þessarar eignar sinnar. Á móti má benda á að þær upphæðir, sem hér um ræðir, yrðu áreið- anlega ekki svo háar að þær væru óyfirstíganleg- ar. Ætla má að afsláttur yrði veittur fyrir eldri borgara, námsmenn og börn, rétt eins og t.d. í Listasafni Íslands og Þjóðmenningarhúsinu – þar sem innheimt er gjald fyrir aðgang að þjóð- argersemum. Það er orðin full þörf á að þessu máli verði ráð- ið til lykta. Burtséð frá þeim rökum, sem upp eru talin hér að framan, er mikilvægt að það verði viðurkennt sjónarmið að innheimta megi að- gangseyri að náttúruperlum, vegna þess að þá er líklegra að stórkostlegar hugmyndir á borð við hugmynd Árna B. Stefánssonar um Þríhnúkagíg verði að veruleika. Ljósmynd/Árni B. Stefánsson Geislar sólarljóssins þröngva sér niður í rauða hvelfingu Þríhnúkagígs. „Burtséð frá þeim rökum, sem upp eru talin hér að framan, er mikilvægt að það verði viðurkennt sjónarmið að inn- heimta megi að- gangseyri að nátt- úruperlum, vegna þess að þá er lík- legra að stórkost- legar hugmyndir á borð við hugmynd Árna B. Stefáns- sonar um Þríhnúka- gíg verði að veru- leika.“ Laugardagur 10. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.