Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ L öggjöf um skráningu og meðferð persónuupplýsinga er tiltölulega ný af nálinni, bæði hér á landi og erlendis. Svíar urðu fyrstir þjóða til að setja lög um vernd per- sónuupplýsinga, fyrir þremur áratugum. Þróunin hefur hins vegar verið ör á allra síðustu árum, enda kallar tölvutækni og alls konar möguleikar til eftirlits og söfnunar upplýsinga á skýrari reglur. Í febrúar 1996 skipaði dómsmálaráðherra þriggja manna nefnd til að endurskoða lög nr. 121/1989, um skráningu og með- ferð persónuupplýsinga, vegna gildistöku nýrrar tilskipunar Evr- ópusambandsins um vernd persónuupplýsinga. Nefndin lauk störfum í október 1998 og afhenti ráðherra tillögur sínar að frumvarpi til laga um vernd persónuupplýsinga. Að áliti nefnd- arinnar leiddi tilskipun ESB til þess að gera þurfti miklar breyt- ingar á gildandi íslenskum rétti um meðferð persónuupplýsinga. Þótti því hagkvæmara að semja frá grunni frumvarp til nýrra laga fremur en að leggja til breytingar á einstökum ákvæðum gildandi laga. Frumvarp, sem að meginstefnu byggðist á til- lögum nefndarinnar, var lagt fram á 125. löggjafarþingi, 1999- 2000 og varð að lögum nr. 77/2000, sem tóku gildi 1. janúar 2001. Í greinargerð með frumvarpinu kom fram að við samningu þess hefði það m.a. verið haft í huga hve stórstígum framförum tölvutækni hefði tekið síðustu ár og áratugi og hefði sú þróun verið hraðari en svo að löggjöf hafi getað fylgt henni eftir. Þá segir, að setning réttarreglna um meðferð persónuupplýs- inga sé einn ríkasti þátturinn í viðleitni ríkisvaldsins til þess að sinna þeirri skyldu sem stjórnarskráin leggi á hinn almenna lög- gjafa að tryggja friðhelgi einkalífs. Það að njóta friðhelgi um einkalíf sitt, þ.m.t. að því er varði meðferð persónuupplýsinga, sé grundvallarþáttur mannréttinda sem íslenska stjórnarskráin verndi. Þá er rakið, að hér á landi höfðu, frá 1980, verið í gildi lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Hin fyrstu voru lög 63/1981, svo tóku við lög 39/1985 og loks lög 121/1989. Lögin frá 1981 og 1985 höfðu fyrirfram afmarkaðan gildistíma, þar sem menn gerðu sér grein fyrir örri þróun tölvutækni, sem reyndar stendur enn, og nauðsynlegt þótti að endurskoða lögin reglulega svo þau héldust í samræmi við tæknilegan veruleika. Reyndar hefur núgildandi lögum, nr. 77/2000, þegar verið breytt fimm sinnum, eins og nánar verður vikið að síðar. Endur- skoðuninni mun sjálfsagt seint ljúka. Upplýsingar og eftirlit Í áðurnefndri greinargerð með frumvarpinu, sem varð að nú- gildandi lögum, kemur fram að löggjöf sú sem sett var í ríkjum hins vestræna heims á árunum 1970–80 um meðferð persónu- upplýsinga í kjölfar umræðu um hættur samfara tölvutækninni hafði í meginatriðum tvenns konar reglur að geyma. Annars vegar voru efnisreglur um söfnun, skráningu, meðferð, notkun og miðlun persónuupplýsinga. Gildissvið slíkra reglna var í upp- hafi víða takmarkað við þá meðferð eina þar sem tölvutækni var beitt. „Þó voru nokkur ríki sem ekki gerðu neinn greinarmun á því í þessu sambandi hvort meðferðin var vélræn eða hand- unnin. Í þeirra hópi var Ísland og er enn í dag.“ Hins vegar, segir í greinargerðinni, hefur slík löggjöf að geyma ákvæði um opinbert eftirlit með framkvæmd laganna, en mis- munandi er í löggjöf einstakra ríkja hvert valdsvið hins opinbera eftirlitsaðila er. „Í sumum löndum hefur megináherslan verið lögð á það að skrár með persónuupplýsingum séu tilkynning- arskyldar og að hinn opinberi eftirlitsaðili skuli hafa eftirlit með þeim skrám. Þannig er t.d. löggjöf í Bretlandi og að nokkru í Danmörku. Í öðrum löndum hafa eftirlitsaðilar (persónuvernd- arstofnanir) fengið eins konar hlutverk umboðsmanns á þessu sviði, en hafa ekki haft eiginlega stjórnsýslu með höndum. Þann- ig var t.d. löggjöf í Vestur-Þýskalandi í upphafi. Í enn öðrum löndum er byggt á því sem meginreglu að leyfi hins opinbera þurfi til þess að safna og skrá persónuupplýsingar. Er það þá hlutverk hins opinbera eftirlitsaðila að veita slíkt leyfi. Íslensku lögin um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, þ.e. lög nr. 121/1989, eru á þessu fyrirkomulagi byggð og einnig löggjöf í Noregi. Hlutverk tölvunefndar hefur þó ekki verið einskorðað við það að veita starfsleyfi og heimildir því að nefndin úrskurðar um ýmiss konar ágreining, m.a. varðandi aðgang að persónuupplýs- ingum, um leiðréttingu rangra og villandi upplýsinga o.fl.“ Þess skal getið að með samþykkt frumvarpsins tók Persónu- vernd við hlutverki tölvunefndar. Alþjóðleg þróun Í greinargerðinni er rakin alþjóðleg þróun réttarreglna um vernd persónuupplýsinga. Þar segir að fyrri lagasetning hér á landi hafi átt sér hliðstæðu í löggjöf margra vestrænna ríkja. Svíar urðu fyrstir þjóða til að setja lög um þetta efni sem tóku gildi 1974. Nokkru áður eða árið 1970 hafði sambandsríkið Hessen í Vestur-Þýskalandi sett sér rammalöggjöf um þetta efni. „Slík löggjöf er nú í gildi í öllum ríkjum á Norðurlöndum, í flestum aðildarríkja Evrópuráðsins og Evrópusambandsins, í nokkrum ríkjum Bandaríkja Norður-Ameríku, Kanada, Ísrael, Nýja-Sjálandi, Hong-Kong, Japan og nokkrum ríkjum Austur- Evrópu, svo nokkur dæmi séu nefnd.“ Þá er tekið fram, að alþjóðlegt samstarf á sviði persónu- verndar hafi farið mjög vaxandi á síðari árum og ýmis fjöl- þjóðleg samtök hafi sinnt persónuverndarmálum í auknum mæli. „Íslendingar hafa hin seinni ár tekið virkan þátt í fjölþjóðlegu samstarfi um vernd persónuupplýsinga innan Evrópuráðsins, í starfi alþjóðasamtaka persónuverndarstofnana og síðast en ekki síst í samstarfi norrænna persónuverndarstofnana.“ Hver Íslendingur í 500 skrám? Líklega er ómögulegt að segja til um í hversu mörgum skrám er hægt að finna upplýsingar um einstaklinga. Hér á landi hefur ekki verið gerð sérstök könnun á því. Í títtnefndri greinargerð kemur hins vegar fram, að norska stofnunin Datatilsynet, sem er systurstofnun Persónuverndar hér á landi, áætlar að þar í landi sé að finna upplýsingar um „meðal-Norðmanninn“ í um 500 skrám. „Er ekki fjarri lagi að sú tala geti einnig verið raun- hæf hér á landi,“ segir í greinargerðinni. „Það gefur því augaleið að erfitt hlýtur að vera fyrir hvern og einn einstakling að henda reiður á hvar persónuupplýsingar um hann hafa verið skráðar og að sama skapi erfitt fyrir hann að nýta sér rétt sinn til að- gangs að slíkum upplýsingum.“ Til að auðvelda einstaklingum eftirlitið var sett ákvæði í per- sónuverndarlögin, sem kveður á um að tilkynna skuli einstaklingi þegar persónuupplýsingum er safnað frá öðrum en honum sjálf- um. Fimm breytingar á þremur árum Eins og áður er nefnt hefur þriggja ára gömlum lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga þegar verið breytt fimm sinnum. Fyrst þurfti að gera lagfæringar hálfu ári eftir gildistöku laganna, vegna EES-tilskipana sem höfðu þann tilgang að samræma betur reglur aðildarríkjanna og gera lögin fyllri. Persónuvernd var þá veitt heimild til að auglýsa gildi ákvarðana framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á þessu sviði hér á landi, enda skorti áður leiðsögn um með hvaða hætti mætti full- gilda slíkar ákvarðanir hér á landi. Í apríl 2002 var lögunum breytt með lögum 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna vöktun og bætt inn í þau ákvæði um rafrænan markpóst. Með lögum 81/2002 var persónuverndarlögunum enn breytt, að þessu sinni m.a. til að hnykkja á ákvæðum um rafræna vökt- un. Í greinargerð með því frumvarpi kemur fram, að notkun einkaaðila á búnaði til sjónvarpsvöktunar, sem er ein tegund raf- rænnar vöktunar, hafði aukist verulega. Breytingin gerði heimilt að safna hljóð- og myndefni sem verður til við rafræna vöktun að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. „Í fyrsta lagi þarf vöktunin að vera nauðsynleg og fara fram í öryggis- og eignavörsluskyni, í öðru lagi má ekki afhenda efni sem verður til við vöktunina án samþykkis þess sem upptaka er af nema lögreglu og í þriðja lagi er skylt að eyða því efni sem verður til við vöktunina innan ákveðinna tímamarka,“ segir í greinargerð. Með þessari breyt- ingu var Persónuvernd einnig veitt heimild til að setja nánari reglur um vöktunina og vinnslu þess efnis sem verður til við hana. „Mikilvægt er að skýrar reglur séu til um einstaka þætti vöktunarinnar svo að réttaróvissa ríki ekki á þessu sviði. Slíkar reglur þurfa m.a. að veita svör við spurningum um hvort einka- aðilar megi safna upplýsingum um þjófnaði eða önnur afbrot og ef svo er hvernig þeim beri að fara með þær.“ Lagastoð fyrir ættfræðinga Ákvæðum um rafræna vöktun var aftur breytt með lögum 46/2003. „Persónuvernd hefur talið að núgildandi ákvæði séu villandi í lögunum, t.d. hafi ríkt nokkur óvissa um hvenær rafræn vöktun með notkun myndbandstækni sé tilkynningarskyld,“ seg- ir í þeirri greinargerð. „Er því lagt til að kveðið verði á um að rafræn vöktun taki til vöktunar sem leiði, eigi að leiða eða geti leitt til vinnslu persónuupplýsinga. Skuli slík vinnsla lúta ákvæð- um laganna sem og önnur vinnsla persónuupplýsinga. Þá skuli einnig teljast til rafrænnar vöktunar svonefnd sjónvarpsvöktun, þótt hún hvorki leiði né geti leitt til vinnslu persónuupplýsinga. Þannig skuli slík vöktun lúta sömu skilyrðum og önnur rafræn vöktun eftir því sem við á. Í öðru lagi miðar frumvarpið að því að skapa ótvíræða lagastoð fyrir hefðbundna söfnun og vinnslu ættfræðiupplýsinga hér á landi, en Persónuvernd hefur talið að slíka lagastoð skorti. Rannsóknir í ættfræði eru vinsæl tóm- stundaiðja fjölda fólks hér á landi og hefur ættfræði öðlast nýtt og hagnýtt gildi á síðustu árum sem undirstaða læknisfræði- legra rannsókna. Setningu laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga var ekki ætlað að koma í veg fyrir ættfræði- grúsk almennings og er því með frumvarpi þessu lagt til að gerð verði bragarbót á.“ Nýjustu breytingarnar, sem gerðar voru með lögum 72/2003, voru eingöngu orðalagsbreytingar vegna nýs stofnsamnings Frí- verslunarsamtaka Evrópu. Löggjöf í sífelldri endurskoðun rsv@mbl.is Morgunblaðið/Golli ’Ég vísa afdráttarlaust á bug ásökunum um ritstuldeða óheiðarleg vinnubrögð í bók minni, Halldór.‘Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, í greinargerð þar sem hann verst gagnrýni á fyrsta hluta ævisögu hans um Halldór Lax- ness. ’Ég skil þær áhyggjur sem sprottnar eru af því aðsvona stór hluti fréttamiðla landsins er kominn í hendur sömu aðila og vil gjarnan bregðast við því.‘Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, í grein í Morg- unblaðinu. ’... ég [mun] á næstu dögum skipa nefnd, sem munfjalla um umhverfi íslensks viðskiptalífs. Nefndin skal m.a. taka fyrir hvernig bregðast megi við auk- inni samþjöppun og með hvaða hætti skuli þróa regl- ur þannig að viðskiptalífið sé skilvirkt og njóti trausts.‘Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra skrifaði um hringamynd- un í ís lensku viðskiptal íf i á vef sinn, valgerdur. is . ’Ég hélt að ég myndi ekki halda þetta út.‘Sævar Brynjólfsson skipstjóri , sem þraukaði í hei la klukkustund á stefni báts síns eft ir að hann sökk norðvestur af Garðskaga. ’Embættismenn stjórnarinnar rangtúlkuðu meðskipulegum hætti þá ógn sem stafaði af gereyðing- arvopnum Íraka og eldflaugum.‘Úr skýrslu Carnegie-stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem birt var á fimmtudag. ’Dömur mínar og herrar, sögulegur atburður hefurátt sér stað.‘Pervez Musharraf , forseti Pakistans, þegar hann skýrði frá sam- komulagi sem hann og Atal Behari Vajpayee, forsætisráðherra Indlands, gerðu á fundi í Islamabad á þriðjudag. Er stefnt að því að formlegar friðarviðræður mil l i þjóð- anna hefj ist þegar í næsta mánuði. ’Það er hætta á að við verðum beittir sams konarrefsiaðgerðum og aðskilnaðarstjórnin í Suður-Afríku var beitt á sínum tíma.‘Tommy Lapid , dómsmálaráðherra Ísraels, kvað Ísraela hafa ástæðu ti l að óttast alþjóðlegar refsiaðgerðir vegna aðskilnaðarmúrsins á Vesturbakkanum. ’Áherslan á fyrst og fremst að vera á Afganistan.Heimsbyggðin og NATO hafa ekki efni á að tapa þar.‘Hollendingurinn Jaap de Hoop Scheffer , sem tók við embætti fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins á mánudag. ’Ég tel að breyta verði eftirlaunakerfi þingmannaþannig að það verði líkt því sem gerist hjá öðrum.‘Kjell Magne Bondevik , forsætisráðherra Noregs. Samstaða virðist um það á norska Stórþinginu að skerða eftirlaunaréttindi þingmanna. ’Maður tekur því sem að höndum ber og gerir þaðsem maður þarf að gera.‘Guðbjörg Sverrisdóttir geðhjúkrunarfræðingur, sem fer á vegum Rauða kross Íslands t i l hjálparstarfs í írönsku borginni Bam, sem lagðist að stórum hluta í rúst í jarðskjálfta. Ummæli vikunnar Reuters Sögulegar sættir INDVERJI fleytir kassa fullum af sælgæti í ánni Chenab, sem rennur frá Indlandi til Pakistans, til að fagna nýtilkominni þýðu í samskiptum ríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.