Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 44
SKOÐUN
44 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HÖRÐ hríð hefur verið gerð að
liðlega 1.100 stofnfjáreigendum
SPRON og stjórnendum sparisjóðs-
ins. Þeir hafa verið sakaðir um
mikla ófyrirleitni og græðgi. Það
hefur legið í orðum gagnrýnenda,
að stofnfjáreigendur ætli að taka til
sín með ólögmætum hætti mikla
fjármuni, sem þeir eigi engan rétt
á. Slíkt er á manna-
máli kallað þjófnaður.
Þá hafa fjölmiðlar birt
nöfn nokkurra stofn-
fjáreigenda og er engu
líkara en að þar sé á
ferðinni listi yfir nöfn
afbrotamanna.
Undirritaður hefur
verið í viðskiptum við
SPRON í nærfellt 40
ár. Fyrir um 14 árum
átti ég þess kost að
gerast stofnfjáreig-
andi. Stjórnendur
SPRON voru þá að
skjóta styrkari stoðum undir rekst-
ur Sparisjóðsins. Mér þótti sjálf-
sagt að taka þátt í þessu átaki míns
góða viðskiptabanka. Ekki örlaði á
því, að þarna væri að hefjast veru-
legt hagnaðarævintýri. Í besta falli
yrði einhver arður greiddur af
stofnfé, rétt eins og vextir á sparifé.
Fremur leit ég á framlagið sem
áhættufé. Stofnfjáreigninni fylgdu
nokkur hlunnindi eins og ókeypis
ávísanahefti, eitthvað auknar yf-
irdráttarheimildir og þátttaka í að-
alfundum SPRON með atkvæð-
isrétti.
Ég hygg að langflestir stofnfjár-
eigendur hafi greitt sitt stofnfé með
því hugarfari, að þeir væru að
styrkja góða stofnun og auka líkur
á því að hún gæti spjarað sig í sí-
vaxandi samkeppni. Einhverjir hafa
vafalaust álitið að þessi eign gæti
gefið eitthvað af sér til viðbótar eft-
ir- og ellilaunum. –
Síðar gafst mér kostur á að tvö-
falda stofnfé mitt, sem ég og gerði.
Þessi inneign hefur
gefið nokkurn arð á
undanförnum árum,
allt eftir árlegri af-
komu SPRON. Ugg-
laust hefði hagnaður-
inn getað orðið meiri,
ef ég hefði notað þá
fjármuni, sem ég
greiddi í stofnfé, til að
spila í lottói hluta-
bréfamarkaðarins með
örlítilli heppni. En ég
kaus að eiga þessa
peninga í SPRON.
Gróðapungar?
Ég verð seint vændur um að vera
gróðapungur, græðginni helgaður
eða ófyrirleitinn fjáraflamaður.
Sama gildir um langflesta stofnfjár-
eigendur SPRON. Viðbrögð Sam-
bands íslenskra sparisjóða og ein-
stakra þingmanna við fréttum um
að stefnt yrði að því að SPRON
yrði sjálfstætt starfandi dótturfélag
KB og árásir þeirra á SPRON og
stofnfjáreigendur komu öllum að-
standendum SPRON mjög á óvart.
Skýringin á viðbrögðum þing-
manna kann að vera sú, að þeir hafi
viljað beina athyglinni frá eft-
irlaunamálum þingmanna og af-
greiðslu þess máls á Alþingi. Og
ugglaust hefur þeim brugðið þegar
þeir áttuðu sig á því, að lög, sem
þeir settu árið 2002, gerðu það
kleift að breyta SPRON í hluta-
félag með þeim hætti, sem nú er
stefnt að, og að stofnfjáreigendur
fengju hlutabréf í skiptum fyrir
stofnfjárbréf. Ýmsir þingmenn
töldu lagasetningu koma í veg fyrir
slíkar breytingar. Viðbrögð Sam-
bands íslenskra sparisjóða kunna
að stafa af þeirri staðreynd, að
SPRON greiðir 25% af kostnaði við
samstarf sjóðanna en hefur ekki
nema 4% atkvæðavægi við af-
greiðslu mála. Sambandið kann að
hafa óttast að breytingar yrðu á
framlagi SPRON.
Samband íslenskra sparisjóða
talar um lögbrot ef stofnfé verði
selt á svokölluðu yfirverði. Þetta er
fjarstæða. Stofnfjáreigendur væru
aðeins að skipta út stofnfjárbréfum
fyrir hlutabréf. Nokkrir þingmenn
hafa hótað lagabreytingum til að
koma í veg fyrir sölu stofnfjárbréfa
eða að setja sérstök skattalög á
stofnfjáreigendur SPRON. Slíkar
hugmyndir eru rökleysa og fá ekki
staðist m.a. vegna ákvæða í stjórn-
arskrá lýðveldisins um eignarrétt
og jafnan rétt þegnanna. Kjarni
rökleysunnar er sá, að stofnfjáreig-
endur séu að hirða eigið fé SPRON.
Þetta er alrangt. Fjármunirnir, sem
greiddir yrðu fyrir hlutabréf stofn-
fjáreigenda, kæmu frá Kaupþingi/
Búnaðarbanka.
Stríðið í fyrra
Það var ekki fyrr en á síðasta ári að
stofnfjáreigendur gerðu sér grein
fyrir, að stofnfjárhlutur þeirra væri
eftirsóknarverður á fjármálamark-
aði og að bankar væru tilbúnir að
greiða liðlega fimmfalt verð fyrir
hvern hlut. Þá leituðu nokkrir ein-
staklingar, sem voru á vegum Bún-
aðarbankans, eftir kaupum á stofn-
fjárhlutum og úr varð mikið stríð.
Búnaðarbankinn ætlaði að kaupa
stofnfé sparisjóðsins og ná þannig
tökum á öllum verðmætum hans, án
þess að til kæmu sérstakar
greiðslur vegna SPRON-sjóðsins
ses. Með því hefði verið gengið á
eigið fé sjóðsins. Stjórn SPRON
brást þá hart við, enda hefði slík
sala brotið í bága við lög.
„Umsnúningur?“
Nú er staðið allt öðru vísi að málum
staðið. Væntanlegur kaupandi, ef af
kaupum verður, greiðir allt að 9
milljörðum króna. Þar af fara 6
milljarðar í SPRON-sjóðinn ses og
hafa stjórnendur SPRON lýst því
yfir, að þessi fjárhæð verði notuð til
að efla ýmsa mikilvæga málaflokka,
almenningi til heilla. Þar að auki
mun sparisjóðurinn starfa áfram
sjálfstætt, starfsmenn halda störf-
um sínum og þess vel gætt að engin
skerðing verði á hagsmunum við-
skiptamanna. Engin verðmæti
verða því tekin út úr SPRON og af-
hent stofnfjáreigendum.
Þeir, sem gagnrýnt hafa „um-
snúning“ og „óskiljanlega breytingu
á afstöðu stjórnar SPRON til yf-
irtökutilrauna Búnaðarbankans á
síðasta ári og þess, sem nú hefur
gerst“, hafa væntanlega ekki áttað
sig á þeirri grundvallarbreytingu,
sem er á því að SPRON verði sjálf-
stætt starfandi dótturfélag KB eða
kokgleypt af Búnaðarbanka, eins og
til stóð að gera á síðasta ári.
Engin rýrnun
Lögin frá 2002 verða ekki skilin á
annan veg en þann að ekki megi
rýra stofnfjáreign stofnfjáreigenda
ef þeir fá hlutabréf í hendur í stað
stofnfjár.
Kveðið er á um, að óháður aðili
skuli meta skiptihlutfallið. Það hef-
ur Price Waterhouse Coopers gert
og telur að hlutfallið þurfi að vera
2,6. Er þá væntanlega metin sú
hækkun, sem orðið hefur á stofn-
fjárbréfum sem hlutfall af verð-
mætaaukningu SPRON á einhverju
tilteknu tímabili. Ef stofnfjáreig-
endur kjósa að selja hlutabréf sín
verður allur virðisaukinn til við þá
sölu, en SPRON fær allt sitt greitt
og stofnfjáreigendur rýra í engu
Til varnar ,,gróðafíklunum“ í SPRON
Eftir Árna Gunnarsson ’Stofnfjáreigninnifylgdu nokkur hlunnindi
eins og ókeypis ávís-
anahefti, eitthvað aukn-
ar yfirdráttarheimildir
og þátttaka í aðal-
fundum SPRON með
atkvæðisrétti. ‘
Árni Gunnarsson
YFIRVÖLD menntamála á Ís-
landi hafa um nokkurra ára skeið
haft það að markmiði að stytta
námstíma til stúdentsprófs. Nefnd
á vegum menntamálaráðuneytis
hefur lagt til að þetta skuli gert
með því að stytta framhaldsskól-
ann úr fjórum árum í þrjú. Í grein
eftir fyrrverandi menntamálaráð-
herra, Tómas Inga Olrich, sem
birtist í Morgunblaðinu nýlega
heldur ráðherrann því fram að ekki
liggi enn fyrir hvort námstíminn
verði styttur eða ekki. Varla getur
sá málflutningur talist trúverðugur
enda hafa þegar verið tekin skref í
þessa átt eins og vikið verður að
síðar í þessari grein Ekki virðist
spurning um það hvort framhalds-
skólinn verði styttur heldur aðeins
hvernig það verði framkvæmt. Því
miður.
Þetta er nefnilega hið mesta
óráð. Íslenskt stúdentspróf sem
tekið er eftir fjögurra ára nám í
framhaldsskóla og lokið á því ári
sem nemandinn verður tvítugur
hefur marga góða kosti. Vissulega
er hægt að bæta það sem stendur á
bak við stúdentsprófið, en það
verður örugglega ekki gert með því
að skerða námsefnið um 20% eins
og lagt er til. Nemandi sem lýkur
stúdentsprófi 19 ára eftir skerð-
inguna er einfaldlega verr í stakk
búinn til að hefja krefjandi há-
skólanám. Hér skiptir tvennt máli.
Nemandinn er ári yngri og því með
minni námsþroska en sá þroski vex
mjög hratt á aldrinum 18 til 20 ára.
Hitt atriðið er einfaldlega það að
hann hefur fengið minna veganesti.
Ráðuneytisnefndin horfir mjög
til þess að á hinum Norðurlönd-
unum er hægt að ljúka stúdents-
prófi eftir þriggja ára
framhaldsskólanám
og þegar nemandinn
er 19 ára. Er víst að
hinar Norðurlanda-
þjóðirnar séu að gera
rétt og við rangt?
Bent hefur verið á að
þrátt fyrir að danskir
nemendur hafi mögu-
leika á að ljúka stúd-
entsprófinu 19 ára er
aðeins mjög lítill hluti
þeirra sem gerir það
(11% pilta og 20%
stúlkna). Í Noregi
ljúka piltar stúdents-
prófinu ekki fyrr en
tvítugir vegna þess að
þeir verða að gegna
herþjónustu í eitt ár.
Ég átti nýlega samtöl
við danska og norska
stúdenta. Þeir sögðu
mér að margir dansk-
ir og norskir stúd-
entar tækju sér árs
hlé frá námi eftir stúdentspróf áð-
ur en þeir hæfu háskólanám. Þetta
gera þeir til að öðlast meiri þroska
til að takast á við háskólanámið.
Í Bandaríkjunum hefja nem-
endur háskólanám 18 ára gamlir.
Það virðist styðja tillögur ráðu-
neytisnefndarinnar. En hér er ekki
allt sem sýnist. Í flestum fremstu
háskólum Bandaríkjanna tekur
nám til BA/BS-prófs fjögur ár en
ekki þrjú eins og hér. Eitt þessara
fjögurra námsára fer í taka auka-
greinar til að byggja upp breiðan
þekkingargrunn en það hefur ein-
mitt verið aðalsmerki íslenska
stúdentsprófsins til þessa. Þannig
er t.d. efnafræðinema gert að taka
ákveðinn einingafjölda í húm-
anískum greinum og félagsvís-
indum. Bandaríkjamenn ljúka því
umræddum prófum 22 ára í stað 23
ára eins og hér tíðkast. Að því
loknu kjósa mjög margir þeirra að
vinna í eitt ár til að öðlast þroska
og reynslu áður en þeir hefja mast-
ers- eða doktorsnám. Þeir hefja því
margir slíkt nám á
sama aldri og Íslend-
ingar.
Sá sem þetta ritar
lauk stúdentsprófi á
því ári sem hann varð
tvítugur eftir fjögurra
ára menntaskólanám
og fór þá strax til
náms í einum af virt-
ustu og kröfuhörðustu
háskólum Bandaríkj-
anna. Ári yngri og með
minna veganesti hefði
ég ekki verið nægilega
vel í stakk búinn til að
stunda nám þarna. Á
sama tíma og ég byrj-
aði þarna byrjaði einn
Finni og einn Svíi.
Þeir hættu báðir námi.
Kannski var þeirra
undirbúningur bara
ekki nógu góður.
Margir íslenskir náms-
menn hafa í gegnum
tíðina farið beint í há-
skóla erlendis eftir stúdentspróf og
staðið sig vel. Það eru meðmæli
með fjögurra ára stúdentsprófi.
Þeir bandarísku háskólar sem
hér voru til umræðu kenna sig við
„liberal arts“ og leggja mikla
áherslu á breiðan þekkingargrunn.
Þetta á sér djúpar rætur í mennt-
un í vestrænni menningu og teng-
ist því sem á miðöldum var kallað
hinar sjö frjálsu listir. Íslenskir
framhaldsskólar hafa fram til þessa
mjög byggt á þessari hefð. En því
miður virðist þráðurinn vera að
slitna. Yfirvöld menntamála á Ís-
landi virðast hvorki vita hvaðan við
komum né hvert við eigum að fara.
Ekkert bendir hins vegar til þess
að þráðurinn sá að slitna í Har-
vard, Yale, Princeton eða Dart-
mouth.
Fram hefur komið að Norður-
landabúar eiga þess kost að hefja
háskólanám 19 ára og Bandaríkja-
menn 18 ára. Af hverju ljúka Ís-
lendingar ekki stúdentsprófi fyrr
en 20 ára? Oft gleymist alveg í
þessari umræðu mjög mikilvægt
atriði. Íslendingar nota mun meiri
tíma í nám í erlendum tungu-
málum en umræddar þjóðir. Svo
mikill er munurinn að hann skýrir
að verulegu leyti hvað það tekur
langan tíma að ljúka stúdentsprófi
á Íslandi. Bandaríkjamennirnir
sem hófu nám í Dartmouth College
á sama tíma og ég höfðu aðeins
lært eitt erlent tungumál á meðan
ég hafði lært þrjú og hefði þurft að
læra fjögur ef ég hefði verið í
máladeild.
Enn má nefna að íslenska fram-
haldsskólakerfið býður í dag upp á
það að ljúka stúdentsprófi á þrem
árum. Sumir framhaldsskólanna
bjóða upp á hraðbrautir til stúd-
entsprófs sem ljúka má á þrem ár-
um. Áfangakerfið býður einnig upp
á hraðferðir og p-áfanga og aukinn
tímafjölda í stundatöflu þannig að
nemendur geti flýtt námi sínu ef
þeir svo kjósa. Margir hafa lokið
stúdentsprófinu á hálfu fjórða ári.
Hitt er svo annað hvort menn telja
það æskilegt að flýta sér. Ég hef
ekki mælt með því við nemendur
og ráðlegg þeim frekar að taka
fleiri einingar og jafnvel að ljúka
fleiri námsbrautum. Dæmi eru um
duglega nemendur sem lokið hafa
þrem brautum til stúdentsprófs á
fjórum árum og þar með búið sig
mjög vel undir háskólanám.
Í skýrslu nefndar mennta-
málaráðuneytisins um styttingu
námstíma til stúdentsprófs er ým-
islegt skrítið að finna. Þar kemur
til dæmis fram að Samstarfsnefnd
háskólastigsins styður styttinguna
„enda verði ekki dregið úr þeim
undirbúningi sem stúdentsprófið
felur í sér nú… Ennfremur er lögð
áhersla á að stúdentar hafi hald-
góða menntun í íslensku, ensku og
stærðfræði og breiðan almennan
grunn“ (leturbreyting mín). Síðar
kemur fram að Háskóli Íslands
styður eindregið hugmyndina um
styttingu námstíma til stúdents-
prófs.
Trúir Samstarfsnefnd há-
skólastigsins því í raun og veru að
hægt sé að fækka kennslustundum
í framhaldsskólanum um 20% án
þess að það skerði undirbúning
stúdenta fyrir háskólanám? Ég
verð að segja að mér þykir nefnd
þessi hafa tröllatrú á okkur fram-
haldsskólakennurum. Vill ekki
nefndin líka leggja til að sams kon-
ar skerðing verði framkvæmd í há-
skólum hérlendis án þess að það
bitni á gæðum námsins? Hér er
því miður maðkur í mysunni. Há-
skólinn virðist helst vilja fá sem
flesta nemendur til að þreyta próf
á fyrsta ári og skeytir bara því
miður ekki um undirbúning þeirra.
Þetta gæti tengst því að fjárveit-
ingarnar haldast í hendur við nem-
endafjöldann sem þreytir próf rétt
eins og í framhaldsskólunum. Lík-
lega er það þess vegna sem marg-
ar deildir í HÍ eru hættar að setja
fram lágmarkskröfur um und-
irbúning stúdenta í einstökum
námsgreinum. Raunvísindadeild er
sú deild sem enn hefur sæmilega
stíf inntökuskilyrði. Þó má nefna
að nemandi sem hefur þar nám í
efnafræði þarf aðeins að hafa lokið
6 einingum í efnafræði í fram-
haldsskóla sem er alltof lítið og
ætti ekki að vera minna en 12 ein-
ingar. Í verkfræðideild er inntöku-
skilyrðið stúdentspróf af bóknáms-
braut. Það þýðir að nemanda af
málabraut með 6 einingar í stærð-
fræði er heimilt að hefja nám í
verkfræði.
Slakari inntökuskilyrði, fleiri
nemendur, meiri peningar. Er
þetta ekki formúlan? Staðreyndin
er sú að Háskólinn gerir sér grein
fyrir því að inntökuskilyrðin eru
ekki nægilega þröng. Þess vegna
er Endurmenntun Háskóla Íslands
farin að bjóða upp á sumarnám-
skeið fyrir stúdenta. Má þar nefna
stærðfræði fyrir nýnema í verk-
fræðideild og raunvísindadeild (42
kennslustundir) og aðfaranám í al-
mennri efnafræði, einkum ætlað
væntanlegum nemendum í hjúkr-
unarfræði (63 kennslustundir).
Tímafjöldinn í efnafræðinámskeið-
inu jafngildir heilli önn í bóklegri
efnafræði í framhaldsskóla. Þarna
er Háskólinn einfaldlega að teygja
sig inn á starfssvið framhaldsskól-
ans. Svo mun verða í enn ríkari
mæli ef framhaldsskólinn verður
styttur um eitt ár. Þá munu stúd-
entar neyðast til að bæta við lélegt
stúdentspróf með sumarnám-
skeiðum í háskólum landsins.
Í upphafi minntist ég á að þegar
Eftir Björn Guðmundsson
’Slakari inn-tökuskilyrði,
fleiri nemendur,
meiri peningar.
Er þetta ekki
formúlan?‘
Björn Guðmundsson
Gegn styttingu
framhaldsskólans
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni