Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 46
SKOÐUN 46 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL þróun hefur átt sér stað á fjármálamarkaði varðandi láns- hæfi, upplýsinga- og tölvuþjónustu. Nú vill viðskiptavinurinn fá lán með lágum vöxtum, háa vexti á innlán og upplýsingar um allar hreyfingar á reikningum sínum og hann vill helst geta keypt verðbréf í Japan á netinu svo dæmi séu tekin. Þróun þessarar þjónustu er mjög dýr og markaðssetning í vaxandi sam- keppni er vandasöm, lánveitingar og áhættustýring verða sífellt flóknari og samkeppni er um ódýrt erlent lánsfé, þar sem lánshæfismat skiptir máli. Allt er þetta ofviða litlum fjármálafyrirtækjum eins og sparisjóðirnir eru. Þeirra von um að lifa af fólst í mjög náinni sam- vinnu. Með samvinnu á öllum svið- um og skipulagðri verkaskiptingu milli sparisjóðanna og sameiginlegs bakhjarls hefði þeim hugsanlega tekist að vinna bug á þessum vanda en það gerðist ekki. Áratuga hrepparígur, smákóngaveldi, inn- byrðis samkeppni, flokkadrættir og mismunandi sjónarmið varðandi mat á ógninni og lausnum til að bregðast við henni hömluðu nauð- synlegu samstarfi. Sparisjóðunum bauðst gullið tækifæri til að vinna saman t.d. með því að nota Kaupþing sem sameiginlegan bakhjarl og skil- greina nákvæma verkaskiptingu milli sín og Kaupþings/Sparisjóða- bankans. Þeir glutruðu þessu tæki- færi niður og slitu tengslin við Kaupþing. Samningur stjórnar SPRON og KB bankans um eignasamstarf er að mínu mati rökrétt afleiðing þess- ara atburða. Með samningnum er tryggt að SPRON starfi áfram og eflist. Hagsmunir starfsmanna og viðskiptamanna eru þar með tryggðir og gætt er hagsmuna stofnfjáreig- enda með eðlilegum hætti. Það má vel vera að aðrir sjái næstu framtíð í öðru ljósi en þetta er mat stjórnar SPRON eftir langa reynslu af samstarfi sparisjóða og stóð hún einhuga að þessari lausn. SPRON verður breytt í hlutafélag en starfar áfram sem spari- sjóður í samræmi við lög frá Alþingi. Sjálfseign- arstofnun SPRON, fé sem enginn á, verður mynduð samkvæmt þess- um sömu lögum og fær hlutabréf í skráðu félagi, KB bankanum, í skiptum fyrir óskráð hlutabréf sín í SPRON hf. Hvatinn að stofnun SPRON Sagt er að hvatinn að stofnun SPRON 1932 hafi verið að rík- isbankarnir hafi ekki lánað til íbúðabygginga í Reykjavík. Þannig skyldi landsbyggðarfólk hindrað í að flytja á mölin, eins konar lands- byggðarstefna þess tíma. Iðn- aðarmenn í Reykjavík, sem fengu ekki verkefni vegna skorts á fjár- magni, gengust fyrir stofnun SPRON til að fjármagna íbúða- byggingar með innlánum Reykvík- inga sjálfra og ábyrgðust innlánin með persónulegum ábyrgðum sín- um. Segja má að Norðurmýrin hafi verið byggð fyrir lánsfé frá SPRON. Með líkum hætti voru sparisjóð- ir stofnaðir víða um land til að styðja at- vinnurekstur hver á sínum stað, gefa fjöldanum færi á að leggja fyrir fé, jafn- vel í litlum mæli, og nota þau innlán til lánveitinga vegna stærri verkefna, húsbygginga eða fyrirtækja. Til þess að sparifjáreigendur gætu treyst spari- sjóðnum fyrir sparifé sínu þurftu málsmetandi eignamenn, sem fólk treysti, að ábyrgjast innlánin ef illa færi fyrir sparisjóðnum. Löngu seinna var ákveðið að ekki dygði að leggja fram ábyrgðir, menn yrðu að leggja fram peninga, svokallað stofnfé, og voru greiddir vextir á það fé. Hvatinn að stofnun spari- sjóða sem og annarra lánafyr- irtækja var viðvarandi skortur á lánsfé hér á landi. Allt voru þetta viðskiptasjónarmið og engum datt í hug að skipa sparisjóðunum á bekk með Rauða krossinum eða Mæðra- styrksnefnd. Sparisjóðum breytt í hlutafélög Með lögum nr. 46. 1960 var Versl- unarsparisjóðnum breytt í hluta- félagið Verslunarbanki Íslands hf. Samvinnusparisjóðnum var breytt í Samvinnubanka Íslands h/f með lögum nr. 46, 1962. Sparisjóð al- þýðu var breytt í Alþýðubankann h/f með lögum nr. 71 1970. Þannig var þremur sparisjóðum breytt í hlutafélög á árunum 1960– 1970. Í öllum þessum tilvikum ákvað Alþingi að ábyrgðarmenn- irnir fengju rétt til að kaupa hlutafé í hlutfalli við ábyrgðir sínar. Eigið fé sparisjóðanna rann til hlutafélaganna og varð með þessum hætti eign ábyrgðarmannanna. Allt tal um að Alþingi hafi markað þá stefnu að stofnfjáreigendur gætu ekki vænst annars en arðs af stofnfé sínu er því rangt. Þvert á móti gefur þrefalt fordæmi Alþingis stofnfjáreigendum ástæðu til að vænta þess að þeir eignuðust hluta- bréf í réttu hlutfalli við stofnfjár- eign sína ef sparisjóðnum yrði breytt í hlutafélag. Þessi dæmi ættu að sýna að lög- gjafinn leit á sparisjóðina sem einkamál stofnfjáreigenda enda gat hver sem er stofnað sparisjóð að uppfylltum lögum og þeir nutu ekki ríkisábyrgðar eins og ríkisbank- arnir eða annarrar ábyrgðar en ábyrgðar stofnfjáreigenda. Margir sparisjóðir hafa lagt upp laupana, bæði fyrr og síðar. Margir voru teknir yfir af ríkisbönkunum en aðrir hafa verið yfirteknir af öðrum burðugri sparisjóðum og stofnfjáreigendum þeirra þannig verið bjargað fyrir horn með ábyrgðir sínar. Erlendis hafa stofn- fjáreigendur tapað umtalsvert. Nægir að nefna í því sambandi sparisjóðina í Bandaríkjunum. Það fylgir því áhætta að leggja fram stofnfé. Samspil Kaupþings og sparisjóðanna Árið 1986 kaupa nokkrir sparisjóðir 49% hlut í Kaupþingi á 5 mkr. Baldvin Tryggvason, þáverandi sparisjóðsstjóri í SPRON, hafði ásamt Guðmundi Haukssyni, núver- andi sparisjóðsstjóra, forgöngu um að sannfæra aðra sparisjóði um þessi kaup sem áttu eftir að verða þeim hinn mesti happadráttur. Sýndu þeir með því ótrúlega fram- sýni. Árið 1996 keyptu sparisjóðirnir afganginn af Kaupþingi á tæpar 200 mkr. af Búnaðarbanka Íslands. Árið 2000 er Kaupþing skráð á Hið helga fé sparisjóðanna Eftir Pétur H. Blöndal ’Sparisjóðirnir óskuðueftir og fengu lög sem heimiluðu þeim að breytast í hlutafélög til þess að geta auðveldar sameinast og náð í áhættufé sem þeir töldu nauðsynlegt.‘ Pétur H. Blöndal AÐ baki hverju dómsmáli og hverj- um dómi liggur venjulega fjöldi skjala, sem lögð hafa verið fram í málinu og bera með sér upplýsingar og yfirlýsingar um ýmis þau atriði máls, sem niðurstaða kann að velta á. Þessi skjöl skipta málsaðilana sjálfa vitanlega miklu, og þarf ekki að orð- lengja um, en þau geta einnig verið afar for- vitnileg og gagnleg fyr- ir ýmsa aðra, sem sýna málinu áhuga að dómi gengnum og vilja með einum eða öðrum hætti draga lærdóma af efni dómsskjalanna. Ástæð- ur þess geta verið margvíslegar. Nokkur dæmi má nefna: Sagnfræðingar geta, eftir atvikum, nýtt eldri sem yngri dómsskjöl til rannsókna sinna um margt það, er lýtur að almennri sögu þjóðarinnar og einstakra byggð- arlaga. Sömuleiðis eru þau náma fróðleiks fyrir réttarsögufræðinga, er vilja kanna rétt fyrri tíma og rétt- arþróun, einnig svonefnda nútíma- réttarsögu. Jafnframt eru sum dóms- skjöl mikill fengur þeim, sem fást við hagsögu, og ekki síður félagsfræð- ingum, er vilja skapa sér og öðrum sem skýrasta mynd af samfélaginu, m.a. samfélagi liðinna tíma. Hér koma einnig við sögu þeir ‘rannsókn- arblaðamenn’, sem fást við gagnrýna endurskoðun dómsmála, en sannast sagna er, að árangur þess háttar iðju hefur m.a. orðið til þess, í ýmsum löndum, að bent hefur verið á veilur í málatilbúnaði, sem leitt hafa til þess að ‘afgreidd’ dómsmál voru tekin upp á ný – og dæmdir refsifangar jafnvel náðaðir eftir að sakleysi þeirra hafði orðið lýðum ljóst og mistök í dóms- kerfinu þannig verið staðfest. Þá má ekki gleyma áhugasömum almenn- ingi, sem vill leita sér upplýsinga um málefni, er kunna að varða marga og meðhöndluð voru af opinberum stofn- unum, sem kostaðar eru af al- mannafé. Dómsskjöl hafa ekki síðra upplýsingagildi og um leið samfélags- legt gildi, þegar á heildina er litið, heldur en þau skjöl, sem verða til í stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, þ.e. á vegum framkvæmdarvaldsins í landinu, en framkvæmdarvaldshafar skera m.a. úr fjölmörg- um ágreiningsmálum með nokkuð svipuðum hætti og dómstólarnir. Að sjálfsögðu verða dómsskjöl ekki rann- sökuð nema aðgengi að þeim sé tryggt þeim, sem eftir leita. Ekki er á vísan að róa um að- gengi að slíkum skjöl- um hjá málsaðilum sjálfum eða lögmönnum þeirra – og geta legið til þess augljósar ástæður – og það er einnig, hvað sem öðru líður, óraunhæf leið, þegar langt er um liðið síðan máli lauk. Þá verður einungis leitað til skjalasafna, nánar tiltekið til skjalasafna dómstól- anna sjálfra, þar sem dómsskjöl eru geymd um árabil eftir að málum lýk- ur, en síðan til Þjóðskjalasafns Ís- lands, þar sem þess háttar skjala- gögnum er, lögum samkvæmt, ætluð trygg varðveisla til allrar frambúðar, ásamt öðrum skjölum ríkisstofnana, sbr. lög nr. 66/1985, er gilda um safn- ið og starfsemi þess. Meginreglan er nú, að skilaskyld skjöl (svo sem dómsskjöl) skuli afhent Þjóð- skjalasafni eigi síðar en þegar þau hafa náð þrjátíu ára aldri. En hvernig er nú háttað aðgengi almennings jafnt sem sérgreindra hópa fag- eða fræðimanna að dóms- skjölum? Er öruggt, að þeir, sem eftir leita, geti að jafnaði gengið að þeim skjölum, sem þeir óska eftir að kynna sér? Svarið er ‘nei’; það er því miður ekki tryggt sem skyldi. Skýr laga- ákvæði skortir, sem mæli fyrir um meginreglur varðandi skoðunarheim- ild og um undantekningar frá henni. Má það reyndar nokkurri furðu gegna þegar haft er í huga, að hér er um að ræða skjöl, sem tengjast með beinum hætti einum hinna þriggja höfuðþátta ríkisvaldsins: dómsvald- inu. Athygli hlýtur að vekja, að hand- hafar löggjafarvaldsins hafa ekki séð ástæðu til þess að huga af alvöru að þessu mikilvæga efni, ekki síst í ljósi þess, að fyrir allnokkrum árum var sett vönduð löggjöf um aðgang al- mennings að skjölum annars þáttar ríkisvaldsins, þ.e. framkvæmd- arvaldsins, sbr. upplýsingalög nr. 50/ 1996. Samkvæmt þeim lögum – sem lyftu í reynd hlemmi af skjala- geymslum stjórnsýslustofnananna – er meginreglan sú, að hver og einn getur, nánast formálalaust, óskað eft- ir að kynna sér öll þau skjöl, sem lög- in taka til (og fá ljósrit af þeim), en að vísu með allnokkrum undantekn- ingum, sem þóttu vera óhjákvæmi- legar. Skjalagögn dómstólanna sátu hins vegar á hakanum, þegar efnt var til nýnefndra laga, og reyndar einnig skjöl Alþingis – án þess að séður verði neinn grundvallarmunur á eðli skjala frá stofnunum þessum, þegar á heildina er litið. Höfuðreglan um að- gengi almennings að opinberum gögnum ætti að gilda jafnt um þau öll, án tillits til uppruna þeirra og fyrri notkunar, enda þótt frá henni verði auðvitað að gilda vissar und- antekningar eðli málsins samkvæmt. Höfuðregla um að réttarhöld – öll dómþing – fari fram ‘í heyranda hljóði’ er ein af mikilvægustu dóm- skapareglum nútímans og er hún m.a. varin í 70. gr. stjórnarskrár okk- ar og í fjölþjóðlegum mannréttinda- sáttmálum, sem skuldbinda íslenska ríkið. Í reglunni um ‘opinbera og munnlega málsmeðferð’ felst mikið og hollt aðhald fyrir dómstólana. Við munnlegan flutning mála (áður en þau eru tekin til dóms) og í dómunum sjálfum er að vonum mikið vísað til þeirra skjala, sem liggja fyrir í hlut- aðeigandi málum, enda byggist dóms- niðurstaðan oft á þeim. Framburður vitna (hvort sem varðveittur er á hljóðbandi eða í eftirriti) teljast að sjálfsögðu til málsskjala. Dómar eru að jafnaði kveðnir upp í opnu þing- haldi. Að dómi gengnum heyrir síðan dómurinn sjálfur (með málsástæðum aðiljanna, röksemdum dómarans eða dómaranna og niðurstöðunum) til málsskjalanna. Af þessu leiðir, að það, sem áheyrendum var frjálst að heyra við munnlegan aðalflutning máls og skoða síðan í uppkveðnum dómi (geti þeir nálgast hann), ætti almennt ekki að vera þeim óaðgengilegt með öðrum hætti, ef þeir vilja kynna sér máls- skjölin síðar. Skýrar undantekningar verður þó m.a. að gera, a.m.k. að vissu marki, um þau mál, sem farið er með fyrir luktum dyrum (að öllu leyti eða að hluta) til varnar viðkvæmum hags- munum einstaklinga, t.d. þolenda kynferðisafbrota, en til þess er heim- ild í réttarfarslöggjöfinni. Rétt er að minna á, að allir dómar Hæstaréttar eru nú birtir við- stöðulaust á Netinu og síðar á prenti eins og lengi hefur verið, ásamt hér- aðsdómunum í hlutaðeigandi málum. Enn sem komið er hefur einungis einn héraðsdómstóll, á Norðurlandi eystra, tekið upp þann sið að birta dóma sína á Netinu, en vonir standa til þess að það verði senn almenn regla og er unnið að því máli á vegum Dómstólaráðs. Það sýnir, að í reynd hefur að nokkru marki verið við- urkennt, að dómar séu – og eigi að vera – „almannaeign“. Því fer fjarri, að núgildandi löggjöf, er varðar meðferð dómsmála, gefi greiða og fullnægjandi leiðbeiningu um rétt almennings til skoðunar dómsskjala. Ákvæðin eru þvert á móti loðin og teygjanleg, gagnstætt því sem vera ætti, og um sumt vantar berlega ákvæði. Samræmis gætir heldur ekki milli ákvæða, sem gilda um meðferð einkamála, annars vegar, og opinberra mála hins vegar. Í 14. gr. fyrrnefndra laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991, segir reyndar, að skylt sé, gegn greiðslu gjalds, að láta þeim, sem hafa lögvarinna hags- muna að gæta, í té staðfest eftirrit af málsskjölum og úr þingbók eða dóma- bók svo fljótt sem við verður komið og ekki síðar en innan mánaðar frá því að þess er óskað. Þar segir og, að telji dómari óheimilt eða óskylt að verða við ósk um eftirrit eða leyfi til að hlýða á upptöku kveði hann upp úr- skurð um það sé þess óskað – en ekki verður þeim úrskurði skotið til Hæstaréttar heldur einungis til nefndar um dómarastörf, sbr. 27. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998, og er þó reyndar ekki fullvíst um túlkun þess ákvæðis varðandi aðild að þess háttar kæru. Reglugerð nr. 225/1992, sem sett var samkvæmt heimild í nefndum lögum, bætir ekki um betur. Sambærileg ákvæði við þau, sem áður var greint frá varðandi lögin um með- ferð einkamála, skortir í löggjöfina um meðferð opinberra mála, nr. 19/ 1991, þótt sömu reglu sé þar beitt í reynd. Skilyrðið um ‘lögvarða hags- muni’ er vitaskuld ótækt og engum skiljanlegt, og skapar fullkomna óvissu um rétt almennings (og fræði- manna og fjölmiðlamanna) í þessu sambandi. Því má m.a. halda fram, að ákvæðið megi nú skýra svo, að allur almenningur hafi ‘lögvarða hags- muni“ eða (a.m.k. ‘lögmæta’ hags- muni) af aðgengi að dómsskjölum, sem höfuðreglu, en ekki einungis þeir, sem standa ‘nær’ málaferlum hverju sinni, eftir hefðbundnum skilningi. Sú niðurstaða um túlkun ætti að vera nærtæk í ‘upplýsingasamfélagi’ nú- tímans, en alls óvíst er þó að þau rök yrðu tekin gild enn sem komið er, ef og þegar á reynir. Lög um Þjóðskjalasafn Íslands, sem fyrr voru nefnd, leysa ekki úr því máli, sem hér er til umfjöllunar. Þar segir aðeins, í 9. gr., að um aðgang að skjölum og öðrum gögnum, sem varð- veitt séu í safninu, fari samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Með því er einungis verið að vísa til skjala frá framkvæmdarvaldshöfum, en upplýs- ingalögin gilda ekki um dómsskjöl eins og fyrr segir. Í sömu lagagrein segir síðan, að um aðgang að öðrum gögnum og skjölum, sem upplýs- ingalög taka ekki til, skuli mælt fyrir um í reglugerð, sem mennta- málaráðherra setji að fengnum til- lögum þjóðskjalavarðar. Það er allt og sumt – og sú reglugerð hefur aldrei verið sett. Í þeim einföldu reglum um aðgang að skjölum í Þjóðskjalasafni, sem safnið hefur sjálft sett sér og sem finna má á heimasíðu þess á Netinu, er ekki frekari leiðbeiningu að fá, sem átt geti sérstaklega við dómsskjölin, nema að því marki, sem vísun regln- anna til laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/ 2000 geti að einhverju leyti átt við þau, sem er hins vegar flókið úrlausn- arefni. Væntanlega myndi reglugerð sú, sem lögin vísa til, geta leyst úr vissum Aðgengi almennings að dómsskjölum Eftir Pál Sigurðsson ’Meginregla nýrra lagaverður, hvað sem öðru líður, að vera sú, að að- gengi að skjölunum sé öllum heimilt …‘ Páll Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.