Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 300 KR. MEÐ VSK. BANASLYS varð á Suðurlands- vegi er jeppi og fólksbíll rákust saman við bæinn Gunnarshólma skammt frá Lögbergsbrekku laust eftir kl. 10 í gærmorgun. Slysið átti sér stað í lögsagnarumdæmi lög- reglunnar í Kópavogi en lögreglan í Reykjavík var einnig kölluð á staðinn auk sjúkrabíla og tækjabíla slökkviliðs. Ekki er vitað um til- drög slyssins en mikil hálka var á veginum. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi voru tveir í jeppanum og einn í fólksbílnum. Hinn látni, ung- ur karlmaður, var ökumaður fólksbifreiðarinnar og er talið að hann hafi látist samstundis. Far- þegi og ökumaður jeppans voru fluttir á slysadeild en meiðsl þeirra voru ekki talin alvarleg. Suður- landsvegi var strax lokað til aust- urs til kl. 13 og þurftu ökumenn að leggja lykkju á leið sína með því að aka í gegnum Hafnarfjörð og síðan Bláfjallaafleggjara upp á Sand- skeið. Vegna tímabundinnar lok- unar á þjóðvegi var brottför Herj- ólfs frá Þorlákshöfn frestað til kl. 14. Að sögn lögreglunnar í Kópa- vogi sem fer með rannsókn málsins var mikið slabb á veginum þegar atvikið átti sér stað og mikil hálka. Morgunblaðið/Júlíus Banaslys á Suðurlandsvegi Á ÁRINU 2003 komu til afgreiðslu hjá úthlutunarnefndum Vinnumála- stofnunar 12.456 umsóknir um at- vinnuleysisbætur á móti um 11.300 umsóknum árið 2002 og 7.900 árið 2001. Aukningin milli áranna 2002 og 2003 er rétt liðlega 10%. Af þessum 12.456 umsóknum í fyrra voru tæplega 6.600 á höf- uðborgarsvæðinu og 5.900 á lands- byggðinni. Í frétt Vinnumálastofnunar segir að mjög hafi hægt á fjölgun um- sókna á höfuðborgarsvæðinu eftir mikla fjölgun milli áranna 2001 og 2002. Umsóknum hafi á hinn bóg- inn fjölgað meira á landsbyggðinni milli áranna 2002 og 2003 en ár- anna þar á undan. Mikil fjölgun umsókna um atvinnuleysisbætur varð á milli áranna 2001 og 2002 á höfuðborgarsvæðinu og á Vestur- landi og einnig á Suðurnesjum og Suðurlandi. Breytingarnar voru litlar á Norðurlandi eystra og nokkur fækkun varð í öðrum landshlutum. Milli áranna 2002 og 2003 urðu minni breytingar á heildina litið þó umsóknum hafi alls staðar fjölgað nema á Austur- landi.        %&' %&( %&) %&' %&( %&)              %) % *$++, ,$&'* ,$-+, )$'', .$(+& .$,-' Fleiri sóttu um atvinnu- leysisbætur VEGAGERÐIN hefur boðið út frum- drög hönnunar og umhverfismats vegna gatnamóta Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar og Listabrautar. Á því að vera lokið í desember í ár. Þetta er í fyrsta skipti sem Vegagerðin býður út þessa þætti, en þeir hafa verið unnir á vegum stofnunarinnar sjálfr- ar til þessa. Enn eru að minnsta kosti tvö ár í það að sjálfar framkvæmd- irnar við verkið geti hafist miðað við að ekki standi á fjárveitingum. Lagðir eru upp tveir kostir vegna gatnamótanna. Annars vegar er um að ræða gatnamót á sama plani á báð- um stöðum og hins vegar um að ræða þriggja hæða gatnamót á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar og tveggja hæða gatnamót á mótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar. Jónas Snæbjörnsson, umdæmis- stjóri Vegagerðarinnar í Reykjanesi og Reykjavík, sagði að þegar búið væri að leggja báða kostina upp með skýrum hætti væri hægt að taka end- anlega ákvörðun um hvor þeirra yrði ofan á og þá myndi sá kostur sem yrði fyrir valinu fara í umhverfismat. Jónas sagði að ef um þriggja hæða gatnamót væri að ræða yrðu vænt- anlega tvær hæðir grafnar niður og sú efsta í plani eða örlítið lyft upp. Væntanlega yrði Kringlumýrar- brautin neðst, síðan Miklubrautin og talað væri um að hringtorg yrði efst. Jónas sagði aðspurður að gert væri ráð fyrir að farið yrði í hönnun verks- ins í beinu framhaldi um næstu ára- mót og búast mætti við að það tæki vel fram á næsta ár. Miðað við að fjárveiting fengist gætu framkvæmd- ir hafist í fyrsta lagi í byrjun árs 2006. Gatnamót á þremur hæðum Frumdrög hönnunar og umhverfismats mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar hafa verið boðin út LÖGREGLAN hefur handtekið tvo menn vegna gruns um að þeir eigi aðild að bankaráninu sem framið var í útibúi SPRON í Hátúni að morgni föstudagsins og voru þeir í yfir- heyrslum í gær. Mennirnir, sem eru 17 og 26 ára, voru handteknir í fyrrinótt. Yfir- heyrslur yfir þeim voru að hefjast um hádegi í gær og lá þá ekki fyrir hvort farið yrði fram á gæsluvarð- hald yfir þeim. Gjaldkerastúka var brotin í ráninu og voru bankaræningjarnir ógnandi í garð starfsfólks. Þetta er fyrsta bankarán ársins og kemur í kjölfar hrinu bankarána síðustu tíu mánuði. Tveir handteknir vegna bankaránsins Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan á vettvangi ránsins. ♦♦♦ Velta í Mosfellsbæ PALLBIFREIÐ fór út af við Leirur í Mosfellsbæ í gærmorgun og lenti hún utan vegar og hafnaði á þakinu. Tveir farþegar voru í bílnum auk ökumanns. Farþegi í framsæti var fastur í bílnum eftir veltuna og þurfti að skera bílinn í sundur til að ná hon- um út. Hann var fluttur með sjúkra- bifreið á slysadeild en var þó ekki talinn alvarlega slasaður. Ökumann og hinn farþegann sakaði ekki. EIMSKIP hefur fengið í sinn hlut, að afloknu út- boði, meginhluta flutninga fyrir Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli í næstu fimm ár, frá og með næsta mánuði, en síðustu fimm ár hafa flutning- arnir verið í höndum Atlantsskipa. Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Eimskips, segir að um góða viðbót sé að ræða fyrir flutninga félags- ins milli Íslands og Ameríku. Um er að ræða flutning á um átta þúsund gámaeiningum á fimm ára samningstíma og nema áætlaðar tekjur vegna þeirra á ári tæpum tveimur milljónum Bandaríkjadala eða tæpum 140 milljónum króna. Útboð Bandaríkjahers á flutningum fyrir Varnarliðið fer fram í samræmi við milliríkja- samning milli Íslands og Bandaríkjanna frá 1986. Samkvæmt þeim samningi og bókun sem gerð var við hann er gert ráð fyrir reglubundn- um útboðum flutninganna sem úthlutað er í tveimur hlutum, annars vegar til íslensks og hins vegar bandarísks skipafélags. Fær lægstbjóð- andi allt að 65% flutninganna og lægstbjóðandi frá hinu landinu 35%, samkvæmt upplýsingum Eimskips. „Þetta er ágæt búbót hjá okkur á Ameríku- leið,“ sagði Erlendur Hjaltason. Hann sagði að fyrirtækið myndi þurfa að gera breytingar á skipastólnum til að anna þessum flutningum, en það hefði líka verið um mjög aukna flutninga á Ameríkuleiðinni að ræða, þannig að nýting á leiðinni hefði verið ágæt. „Þetta gefur okkur tækifæri til að auka flutn- ingarýmið enn frekar og hagkvæmni eykst sam- hliða,“ sagði Erlendur. Hann sagði að Ameríkurúta félagsins væri orðin þannig að um 60% flutninganna væru til og frá Kanada og mikið af því væru flutningar milli Kanada og Evrópu. Flutningar milli Bandaríkj- anna og Íslands hefðu hins vegar aukist verulega undanfarið vegna lágs gengis á Bandaríkjadal. Eimskip þjónar nú N-Ameríku með tveimur skipum, Hanse Duo og Skógarfossi. Siglt er hálfsmánaðarlega, með viðkomu í Argentia á Ný- fundnalandi, Shelburne á Nova Scotia, Boston, Philadelphia og Norfolk. Eimskip fær varnarliðs- flutningana í fimm ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.