Morgunblaðið - 11.01.2004, Side 74

Morgunblaðið - 11.01.2004, Side 74
74 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 2, 4, 8 og 10.10. B.i. 12 ára.Sýnd kl. 5.50 og 8.  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ „Besta mynd ársins.“ SV MBL HJ MBL VG. DVFrábær rómantísk gamanmynd með ótrúlegum leikkonum Sýnd kl. 2. Með ísl. tali.  Kvikmyndir.com HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með íslensku tali.Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 14. Pow er- sýni ng kl. 12 ámið nætt i Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 12 ára.  Kvikmyndir.com kl. 2, 6 og 10. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“ HJ MBL  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ „Besta mynd ársins.“ SV MBL Yfir 60.000 gestir á 10 dögum! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Frumsýning Frábær rómantísk gamanmynd með ótrúlegum leikkonum VG. DV EIN allra athyglisverðasta poppsveit síðustu ára er hin breska Sugababes. Hér er á ferðinni kvennapoppsveit frá Bretlandi sem hefur náð að snúa lög- málum um þess háttar tónlist á haus með nýstárlegum tökum á þeirri eðlu list. Plata þeirra frá 2002, Angels with Dirty Faces, var t.a.m. af mörgum talin ein allra besta poppplata þess árs og þar sýndi sveitin og sannaði að þetta var „alvöru“. Og ólíkt svo mörgum í hinum hraða heimi poppbrans- ans eru meðlimir, sem eru enn undir tvítugu, með puttana í öllu sem við- kemur hljómsveitinni, veri það lagasmíðar, upptökur eða ímyndarvinna. Sugababes munu halda tónleika í Laugardalshöll 8. apríl næstkomandi en Sugababes þykja kröftugar á tónleikum – stanslaus poppveisla fyrir augu sem eyru þar sem allt er gefið. Sveitina stofnuðu þrjár æskuvinkonur þegar þær voru táningar en fyrsta platan, One Touch, kom út þegar þær voru sextán ára, árið 2000. Stöllurn- ar voru allar forfallnir áhugamenn um popptónlist og má greina áhrif frá Madonnu, TLC og Aaliyuh á þessari fyrstu afurð. En það sem gerir að verk- um að Sugababes er af mörgum talin skrefi framar en verksmiðjusveitirn- ar er að ofan á þetta hrúga stelpurnar tilvísunum í rokk, „garage“, reggí, hipp-hopp og raftónlist þannig að úr verður sérkennileg en um leið töfrandi blanda. Angels with Dirty Faces innsiglaði svo það sem fólk hafði greint á fyrstu plötunni og fyrir stuttu kom út þriðja platan, Three. Á meðal vinsælla laga Sugababes eru „Overload“, „Freak Like Me“, „Stronger“, „Hole In The Head“ og „Too Lost In You“ (sem heyra má í myndinni Ást í reynd eða Love Actually). Breiðskífur þeirra hafa selst í milljónum eintaka. Miðasala á tónleikana hefst í verslunum Skífunnar 3. mars. Sugababes: Mutya Buena, Heidi Range og Keisha Buchanan. Alvöru popp www.sugababes.co.uk www.sugababes.com Sugababes leika í Laugardalshöllinni 8. apríl Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona er ein þeirra sem ætla að elda Svína- súpu fyrir áhorfendur Stöðvar 2 næstu mánuði. Edda hefur leikið bæði á sviði og í kvikmyndum síð- an hún útskrifaðist úr Leiklistar- skóla Íslands; leikur nú í Línu Langsokk og fór með hlutverk í Mávahlátri, svo eitthvað sé nefnt. Þá er Edda nýbökuð móðir, eign- aðist son fyrir stuttu ásamt manni sínum, Stefáni Má Magnússyni, gítarleikara Geirfuglanna og fleiri sveita. Hún hefur ekki smakkað Svínasúpu. Hvernig hefurðu það í dag? Ég hef það gott. Hvað ertu með í vösunum? Eina krónu, hárteygju og nótu úr barnfataverslun uppá 834 kr. Uppvaskið eða skræla kartöflur? Æi uppvaskið bara. Kartöflurnar eru alltaf svo heitar og svo vilja þær brotna. Hefurðu tárast í bíói? Já, ég á oft erfitt með að halda aftur af tárunum. Nú síðast var það á Hringadróttinsögu, stríðshvatningarnar höfðu slík áhrif að ég grét. Ef þú værir ekki leikkona, hvað vildirðu þá vera? Ljósmyndari, mál- ari eða ótrúlega góður leikritahöfundur. Hverjir voru fyrstu tónleik- arnir sem þú fórst á? Það mun hafa verið í Höll- inni ’86 með Fine Young Cannibals, Simply Red, Mad- ness og Lloyd Cole. Ég á myndir af mér og Suggs! Hvaða leikari fer mest í taug- arnar á þér? Gwyneth Paltrow. Hvað er mál- ið með hana!? Og svo fékk hún Óskarinn! Hver er þinn helsti veikleiki? Er talsvert utan við mig. Þetta er ákveðinn heiladoði sem getur leitt til óstundvísi. Finndu fimm orð sem lýsa per- sónuleika þínum vel. Kærleiksrík, smámunasöm, ákveð- in, óákveðin og skemmtileg. Bítlarnir eða Stones? Án efa Bítlarnir. Hver var síðasta bók sem þú last? Ævintýri og sögur H.C. Andersen. Hvaða lag spilarðu áður en þú ferð út á laugardagskvöldi? „Chica chica boom chic“ með Carmen Miranda. „The Brazilian bombshell“. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Erlu Þorsteins - Stúlkan með læ- virkjaröddina og finnskan tangó- disk. Hver er unaðslegasti ilmur sem þú hefur fundið? Ilmurinn af nýfæddum syni mín- um. Hvert er þitt mesta prakk- arastrik? Ég ljósritaði á mér rassinn til að gera frumlegt bréfs- efni handa vinkonu minni. Ég þurfti að ljós- rita tvisvar þar sem fyrra skiptið heppnað- ist ekki nógu vel og sem ég er að ljósrita það síðara er lykli snúið í skránni. Ég hoppaði af ljósritun- arvélinni og girti mig um leið. Ég hef aldrei vitað hvort vinnu- félagi minn áttaði sig á þessu og ég sendi aldrei þessa „fínu“ mynd. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Það voru einhverjar garnir sem eru mjög dæmigerðar fyrir franskt eldhús. Ekki góðar. Trúirðu á líf eftir dauðann? Já. Kartöflurnar brotna SOS SPURT & SVARAÐ Edda Björg Eyjólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.