Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 47
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 47
Verðbréfaþingi og í kjölfar þess
selja ýmsir sparisjóðir hlut sinn en
aðrir mátu eign sína í Kaupþingi á
markaðsvirði. Það skilaði sparisjóð-
unum ofsagróða eða um 8–10
ma.kr.! Má segja að tæpur helm-
ingur af núverandi eigin fé spari-
sjóðanna sé því til orðinn vegna
gróða þeirra af Kaupþingi og
tengdum félögum. Þetta er nú hið
helga fé. Margur virðulegur spari-
sjóðurinn væri ekki eins vel settur í
dag ef þessi ofsagróði hefði ekki
komið til.
Uppvakningurinn
Í lagafrumvarpi, sem lagt var fram
á Alþingi í mars 2001, er allt í einu
búið að taka þetta fé, eigið fé spari-
sjóðanna, sem sumir mundu kalla
braskfé í ljósi sögu síðustu 10 ára, í
tölu heilagra. Ef sparisjóði er
breytt í hlutafélag, sem sumir telja
nauðsyn, skal þetta fé mynda sjóð,
sem enginn á. Stofnfjáreigendur
skulu fá vexti á sitt framlag ef vel
gengur og ekki baun meir. Eftir því
sem rekstur sparisjóðsins gengur
betur þeim mun minna hlutfall
eignast stofnfjáreigendur í spari-
sjóðnum sínum samkvæmt þessum
lögum! Einhver verður að stýra
þessum félagslega uppvakningi og
sá fær mikil völd. Sjóðurinn sem
myndast við hlutafjárvæðingu
SPRON mun t.d. fá 6 ma. kr. eða
þriðjung af öllu eigin fé sparisjóð-
anna í landinu og 50% meira en allt
eigið fé SPRON. Þessi lög fæða af
sér valdatæki sem einhver fær fyrir
ekki neitt. Getur það hafa verið til-
gangurinn? Ég var eindregið á móti
þessari hugmynd á sínum tíma. Það
er athygli vert að þegar ríkið sem
nokkurs konar stofnfjáreigandi
(ábyrgðaraðili) að ríkisbönkunum
hlutafjárvæðir þá er ekki mynduð
slík sjálfseignarstofnun.
Ætli þingmenn hafi áttað sig á
hverslags draug þeir voru að vekja
upp? Sjóður sem enginn á og sumir
myndu vilja sjá enn stærri á kostn-
að stofnfjáreigenda verður þriðji
stærsti hluthafi í KB bankanum og
mun líklega ráða stjórnarsæti í
stærsta fyrirtæki landsins. Vita
menn hvers virði slík völd eru ef
t.d. kemur upp valdabarátta? Sjá
menn ekki þá spillingu sem með
þessu er boðið upp á? Vita menn
t.d. hvað stýrimenn Brunabótar,
sem er svipaður sjóður, eru að gera
núna með sennilega um 5 mrð kr.
sem enginn á? Kaupa hlutabréf,
ráða forstjóra hingað og þangað og
úthluta styrkjum. Núverandi stofn-
fjáreigendur SPRON sem eiga að
kjósa stjórn yfir þennan sjóð hafa
engra hagsmuna að gæta og eru
auk þess mjög dreifðir. Hvað gerist
með þennan sjóð eftir 5, 10 eða 30
ár þegar allir verða búnir að
gleyma honum nema stjórnin?
Hver man Brunabót? Hætta er á
spillingu og slakri arðsemi þar sem
þeir sem taka ákvarðanir hafa
engra hagsmuna að gæta. Hætt er
við að hagur þjóðarinnar líði fyrir
það ef mikið verður um svona fyr-
irbæri í atvinnulífinu.
Gagnrýnin
Mikil gagnrýni hefur komið fram á
samning stjórnar SPRON og KB
bankans. Í fyrsta lagi sjá lands-
bygðarmenn með réttu hættu á því
að samstarf sparisjóðanna riðlist
þegar og ef SPRON hverfur úr
hlutverki dráttarklársins. Þetta er
raunveruleg hætta því viðskipta-
bankarnir hafa vanrækt lands-
byggðina en sparisjóðirnir hafa
sinnt þörfum byggðanna eftir
fremsta megni. Þeir gleyma því
hins vegar að mjög mikil verðmæti
eru fólgin í góðri ímynd sparisjóð-
anna og í þeirri staðbundnu þekk-
ingu sem starfsfólk sparisjóðanna
hefur. Þeim verðmætum má bjarga
með skynsamlegu samstarfi við
sterkan aðila. Lausnin er ekki fólg-
in í því að berja á stofnfjáreig-
endum eins og sumir vilja gera
heldur vinna með þeim að lausn
vandans. Önnur ástæða er róm-
antísk afstaða og draumsýn um
óbreytanlegt ástand sem varla þarf
að ræða. Þriðja ástæðan er öfund
yfir því að einhver græði sem ég
ætla ekki að ræða frekar. Svo
kunna líka að vera hulin hags-
munatengsl, styrkir o.þ.u.l.
Morgunblaðið fer mikið gegn
þessu samkomulagi og talar um
nýtt gjafakvótakerfi í tengslum við
sparisjóðina. Hér er þó ólíku saman
jafnað og engin tengsl á milli. Hér
er sá reginmunur á að hagnaður í
kvótakerfinu verður til vegna tak-
markana ríkisvaldsins á aðgangi að
auðlind þjóðarinnar þar sem nú er
skortur en áður var gnægð. Hagn-
aður og eigið fé sparisjóðanna verð-
ur hins vegar til vegna þess að nú
ríkir viðskiptafrelsi og gnægð fjár
þar sem áður voru takmarkanir rík-
isvaldsins og skortur á fé. Spari-
sjóðirnir vinna ekki með auðlindir
þjóðarinnar. Meira að segja er
verulegur hluti hagnaðar sparisjóð-
anna síðustu árin gróði sem stafar
af starfsemi Kaupþings erlendis.
Niðurlag
Ekki er hægt að gera kröfu til
stjórnar SPRON um að hún láti hjá
líða að finna góða lausn fyrir
SPRON, starfsmenn hans og við-
skiptamenn og fórni þeirri lausn
fyrir aðra sparisjóði sérstaklega
þar sem ekki eru allir jafn sann-
færðir um að sparisjóðirnir muni
lifa af hræringar næstu ára.
Sjálfseignarstofnunin fær sinn
hlut í SPRON hf. samkvæmt óháðu
mati eins og lög gera ráð fyrir og
er sá hlutur 50% meiri en allt eigið
fé SPRON. Allt tal um að hún fái
ekki sinn hlut byggist á misskiln-
ingi. Framtíð sparisjóðanna veltur
á samstarfshæfileikum þeirra og
hugsanlega geta þeir ekki staðist
þróunina nema breyting verði þar
á.
Sparisjóðirnir óskuðu eftir og
fengu lög sem heimiluðu þeim að
breytast í hlutafélög til þess að
geta auðveldar sameinast og náð í
áhættufé sem þeir töldu nauðsyn-
legt. Þeir fengu svo aftur breytingu
á þeim lögum til að efla yfirtöku-
varnir sparisjóðanna. Nú eru enn
uppi kröfur um lagasetningu. Er
ekki nóg komið? Væri ekki ráð að
sættast við stofnfjáreigendur sína?
Höfundur er alþingismaður.
álitaefnum, ef sett verður. Hætt er þó
við, að reglugerð geti í reynd ekki
leyst allan vandann, til þess er laga-
heimildin of tæp, að því leyti að lögin
mæla ekkert fyrir um þær meg-
inreglur, sem þurfa að koma fram í
reglugerðinni, og væri því hætta á að
þau ákvæði hennar, sem kveða á um
mikilvæg grundvallaratriði, hefðu
hæpna lagastoð. Við blasir, að setja
þurfi lög um aðgengi að dómsskjölum,
með nokkuð sambærilegum hætti og
gert var með setningu upplýsingalag-
anna svonefndu hvað varðar aðgang
að skjölum stjórnsýslunnar. Um sér-
stakan lagabálk þar að lútandi gæti
verið að ræða en einnig mætti setja
ný allsherjarlög um skjalasöfn, þar
sem fullt tillit væri m.a. tekið til dóms-
skjala, varðveislu þeirra og aðgengis
að þeim. Það gerðu Danir t.d. með
nýjum lögum um skjalasöfn (‘arkiv-
lov’) nr. 1050 frá 17. desember 2002.
Sum ákvæði þeirra laga mætti vafa-
laust hafa að fyrirmynd við samningu
frumvarps til sambærilegra laga hér-
lendis, en þó er óhjákvæmilegt að
benda á, að dönsku lögin virðast
leggja óhæfilega mikil höft á aðgengi
almennings að dómsskjölum, séu
dönsku upplýsingalögin – og hvað þá
íslensku upplýsingalögin – m.a. höfð
til samanburðar. Samtök sagnfræð-
inga, lögfræðinga og fjölmiðlamanna,
auk ýmissa annarra, þurfa að fá tæki-
færi til að tjá sig um efni frumvarps til
nýrra laga á þessu sviði, áður en að
lögum verður.
Meginregla nýrra laga verður,
hvað sem öðru líður, að vera sú, að að-
gengi að skjölunum sé öllum heimilt –
alveg með sambærilegum hætti og á
við um stjórnsýsluskjölin samkvæmt
upplýsingalögunum – en vitaskuld
verða þó að vera lögákveðnar og skýr-
ar undantekningar frá þeirri meg-
inreglu, m.a. varðandi þau dómsmál,
sem fram fóru fyrir luktum dyrum,
sbr. það, sem fyrr sagði um þau, en
einnig af öðrum ástæðum, er varða
sérlega viðkvæm einkamálefni o.fl., í
átt við stefnu upplýsingalaganna þar
að lútandi. Mun því, eftir sem áður,
oft reyna á mat þeirra starfsmanna
dómstóla eða Þjóðskjalasafns, sem
málið varðar.
Höfuðreglan um opinbera máls-
meðferð, er áður var vikið að, verður í
reynd ekki fullvirk fyrr en aðgengi al-
mennings að dómsskjölum hefur ver-
ið tryggt með eðlilegum hætti.
Höfundur er prófessor í lögum
við Háskóla Íslands.
ARNARHEIÐI
LYNGHEIÐI
LYNGHEIÐI
LYNGHEIÐI
BORGARHEIÐI
BORGARHEIÐI
BO
RG
AR
HR
AU
N
ÞELAMÖRK
BO
RG
AR
HR
AU
N HEIÐMÖRK
LA
UF
SK
ÓG
AR
SUNNUMÖRK
BR
EI
ÐA
M
ÖR
K
AUSTURMÖRK
ÞELAMÖRK
IÐJUMÖRK
HEIÐMÖRK
AUSTURMÖRK
RE
YK
JA
M
ÖR
K
ÞELAMÖRK
GR
ÆN
AM
ÖR
K
HEIÐM
RÉTTARHEIÐI
ÞELAMÖRK
BL
ÁS
KÓ
GA
R
HEIÐMÖRK
LA
UF
SK
ÓG
AR
FR
UM
SK
ÓG
AR
þELAMÖRK
LI
TL
AM
ÖR
K
HEIÐMÖRK
BL
ÁS
KÓ
GA
R
HV
ER
AM
ÖR
K
BR
EI
‹A
M
Ö
RK
¦RSM™RK
FLJÓTSMÖRK
FLJÓTSMÖRK
SKÓLAMÖRK
HVERAHLÍÐ
RE
YK
JA
M
Ö
RK
ARNARHEIÐI
HRAUNBÆ
R
HÓTEL ÖRK
EDEN
HVERASVÆÐI
KIRKJA
LEIKSKÓLI
ÍÞRÓTTAHÚS
TJALDSVÆÐI
GRUNNSKÓLI
H
H
H
H
H
H
40
50
3
RÉTTARHEIÐI
Finnmörk
Hraunbær
Hraunbær
Opið grænt svæði
1 - Suðurlandsvegur
LEIKSKÓLALÓÐ
H
2
3
4
1
23
2
23
25
27
21
RÉTTARHEIÐI
Finnmörk
Hraunbær
Hraunbær
Opið grænt svæði
- Suðurlandsvegur
LEIKSKÓLALÓÐ
43
45
4749
51
53
55
30
28
26
24
22
2
1
4
6
810
12
14
16
18
20
3
5
7
9
11
13
15
171921
23
25
27
29
31
33
35
37
39
41
H V E R A G E R Ð I S B Æ R HRAUNBÆJARLAND Í HVERAGERÐI
NÝTT ÍBÚÐARHVERFI
12 einbýlishúsalóðir við Hraunbæ í Hveragerði eru lausar til umsóknar og
nærliggjandi lóðir í undirbúningi. Lóðir til úthlutunar eru nr. 22, 24, 26, 28,
30, 43, 45, 47, 49, 51, 53 og 55. Flatarmál lóðanna er frá 734m² til 1.008m²
og skal hvert hús ekki vera minna en 130m² að grunnfleti. Gert er ráð fyrir
að lóðirnar verði byggingarhæfar 15. maí 2004. Frestur til að sækja um
lóðirnar rennur út 1. febrúar 2004 og verður þeim þá úthlutað í samræmi
við reglur um úthlutun lóða í Hveragerði.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu bæjarins, Hverahlíð 24,
Hveragerði og á heimasíðu Hveragerðisbæjar, ,
undir flipanum ,,eyðublöð" og einnig má fá upplýsingar í síma 483 4000.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar.
http://www.hveragerdi.is/
LANDFORM
Laugavegi 54,
sími 552 5201
Útsala
stærðir 36-46
Árshátíðarkjólar
Fréttir í
tölvupósti