Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 49
✝ Guðmunda Sig-ríður Óskarsdótt-
ir fæddist í Reykjavík
11. júní 1938. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
25. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Jónína
Sæunn Sigurðardótt-
ir Sæby, f. á Siglufirði
5. maí 1910, d. 11.
apríl 1985, og Óskar
Sveinsson sjómaður
og verkamaður, f. í
Reykjavík 24. októ-
ber 1903, d. 14. des.
1983. Hálfsystir sammæðra er
Svava Axelsdóttir, f. 28. nóv. 1942
og hálfsystkini samfeðra eru;
Helgi, f. 27. mars 1925, Sveinn, f.
17. júní 1926, Kristján Hólm og Sig-
urjón Hólm, f. 28. júní 1929, Guð-
laugur, f. 7. júní. 1935, Haukur, f.
12. jan. 1941, Guðlaug, f. 1. júní
1942 og Guðfinna, f. 18. des. 1946.
Guðmunda giftist 1. júní 1958
Páli Þór Jónssyni, f. 1. des. 1930, d.
23. des 2001. Þau skildu árið 1960.
Börn þeirra eru: 1) Erna Eygló, f.
19. nóv. 1958, gift Gunnari Magn-
ússyni, f. 7. jan 1959. Dætur þeirra
febrúar 1999. b) Guðmundur Ingi, f.
24. des. 1982, sambýliskona hans er
Elva Ýr Kristjánsdóttir, f. 16. feb.
1984, sonur þeirra er Aron Bjarki,
f. 23. nóv. 2003. c) Magnea Rún, f. 3.
ágúst 1988 og d) Eyþór Ingi, f. 30.
okt. 2003. 2) Sigríður Inga, f. 11.
apríl 1966, gift Valgeiri Vilmund-
arsyni, f. 24. des 1963, þau eiga þrjú
börn; Andra Má, f. 26. mars 1987,
Salínu, f. 4. ágúst 1996 og Dagrúnu
Líf, f. 12. des. 1997. 3) Svafar, f. 14.
feb. 1970. Sambýliskona hans er
Ósk Kristjánsdóttir, f. 21. ágúst
1967. Börn þeirra eru Ólöf, f. 25.
mars 1995 og Kristján Ingi, f. 23.
okt 1997. Gógó ólst upp í Reykjavík
hjá móður sinni og Svövu systur til
11 ára aldurs, er hún fór í fóstur til
Siglufjarðar þar sem Kristján Sig-
urðsson móðurbróðir hennar og
Ólöf Gísladóttir bjuggu henni gott
heimili. Gógó lauk gagnfræðaprófi
á Siglufirði. Hún réð sig snemma
sem kaupakonu á ýmis sveitaheim-
ili á sumrin og 17 ára fór hún í Hús-
mæðraskólann að Laugum í S-Þing.
Gógó bjó í fáein ár í Keflavík, en
flutti árið 1960 til Dalvíkur þar sem
hún starfaði m.a. við eigin atvinnu-
rekstur um árabil. Árið 1990 flutti
Gógó til Garðabæjar þar sem hún
vann við húsvörslu jafnframt því
sem hún hóf nám í nuddi. Hún lauk
námi sem nuddari 1993 og starfaði
við þá iðju á eigin nuddstofu, jafn-
framt því sem hún sinnti húsvarð-
arstarfinu.
Útför Gógóar var gerð frá
Garðakirkju 2. janúar, í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
eru Elísa Hrund, f. 11.
apríl 1986 og María
Rún, f. 17. mars 1996.
2) Jón Örn, f. 30. júlí
1960. Fyrri sambýlis-
kona hans var Sigríð-
ur Magnúsdóttir, f. 8.
feb. 1950. Dætur
þeirra eru Marta Sól-
rún, f. 4. apríl 1986,
Tinna Dögg, f. 31. okt.
1987 og Sólveig Huld,
f. 7. feb. 1991. Síðari
sambýliskona Jóns er
Elísabet, f. 19. okt.
1968. Hún á dótturina
Evu Mist, f. 13. jan
1992. Saman eiga þau Rakel Rán, f.
4. ágúst 2000.
Gógó, eins og hún var gjarnan
kölluð, giftist 30. des. 1961 eftirlif-
andi eiginmanni sínum Ingimari
Eydal Lárussyni sjómanni og síðar
hafnarverði, f. 5. apríl 1924. Börn
þeirra eru: 1) Sólborg Ester, f. 3.
ágúst 1962. Sambýlismaður hennar
er Magnús Rúnar Hafsteinsson, f.
31. mars 1960, og eiga þau fjögur
börn: a) Ágústa Ólöf, f. 9. nóv 1980.
Sambýlismaður hennar er Anton
Örn Ingvason, f. 14. maí 1977, son-
ur þeirra er Rúnar Alexander, f. 14.
Elsku besta mamma mín. Það er
svo margt sem mig langar að þakka
þér fyrir, þann tíma sem ég fékk að
hafa þig hjá mér og það eru forrétt-
indi sem ég þakka guði fyrir. Þú varst
hin eina og sanna kjarnakona, með
stórt hjarta sem allir höfðu aðgang
að. Þú varst kjörkuð, hláturmild,
barst höfuð hátt, bjartsýn og mjög
gefandi kona öllum þeim sem þú
kynntist á lífsleiðinni. Þú varst á und-
an þinni samtíð í svo mörgu og mikil
heimskona. Það var aldrei neitt mál,
það sem þú tókst þér fyrir hendur, þú
leystir hlutina af þvílíkri elju og dugn-
aði að enginn getur skákað þér þar,
það veit ég fyrir víst. Þú varst góð
mamma sem umvafðir mig mikilli ást
og kærleika, sem ég gef mínum börn-
um og það er mikið veganesti. Fjöl-
skyldan var þér afar mikils virði. Þú
hélst fast utan um okkur og sagðir
það oft hvað þú værir rík að eiga okk-
ur að, svona sterka og samheldna fjöl-
skyldu, en mamma, við vorum mun
ríkari að eiga þig að, það vil ég að þú
vitir. Það er svo ótalmargt sem mig
langar að setja á blað, elsku mamma,
en ég virði þínar óskir. Mig langar að
kveðja þig með ljóðinu sem ég orti til
þín og færði þér í sumar, þú varst svo
ánægð og sagðir að það væri dýrmæt-
asta gjöf sem þú hefðir fengið. Það
féllu nokkur tár á milli okkar, elsku
mamma, við vissum báðar að tíminn
styttist óðum. Elsku mamma, takk
fyrir að hafa verið í mínu lífi, ég sakna
þín.
Mín elskandi móðir, þú ert mér svo
kær, komst mér í heiminn með fal-
legri bæn, með visku og dug, fórst
ótroðna leið, erfitt á stundum, ei gat-
an var greið. Þú býrð yfir krafti og
bjartsýnishug, efldist við mótlæti af
áhveðnum dug. Þitt hjarta úr gulli,
það víst ég veit, ást þína og hlýju og
falleg heit þú sýnir og sannar þitt til-
verustig. Af guði varst gefin til að
hugsa um mig, hér kveð ég þig, móðir
með visku þá að lífið er hverfult en
virða það á.
Þín dóttir
Inga.
Elsku amma.
Ég man það svo vel hversu dásam-
legt það var að koma norður í heim-
sókn til ykkar afa, þegar ég var yngri,
og jafnvel enn betur hve sárt það var
að þurfa að kveðja og halda heim á
leið. Þegar þú svo fluttir í bæinn var
fjarlægðin ekki lengur svo óralöng og
þá urðu heimsóknirnar fleiri, á báða
vegu. Ég veit að þó fjarlægðin hafi
aftur lengst, þá fylgistu alltaf með
mér.
Alltaf var hægt að hlaupa í hlýjan
ömmufaðm og kúra sig í ömmubobba.
Við vorum öll brjóstasnúðarnir henn-
ar ömmu sinnar. Ef eitthvað bjátaði á
var svarið ávallt, „þetta grær áður en
þú giftir þig“ og um leið greru öll
heimsins sár, hvort sem á líkama eða
sál.
Þú varst alltaf svo mikil hetja, hetj-
an okkar allra, alltaf hress og kát, og
svo ótrúlega lífsglöð, þrátt fyrir veik-
indin. Þau áttu ekki að fá að buga þig.
Það gaf mér svo mikið að fá að sitja
hjá þér síðustu dagana og mér leið svo
vel í hjartanu að halda í hendina á þér
og horfa á þig. Þó það væri jafnframt
sárt að horfa á þig svo þjáða.
Þó það sé sárt að missa í senn,
bestu ömmu í heimi og svo góða vin-
konu sem þú hefur ávallt reynst mér,
þá veit ég að hjá Guði líður þér betur,
hann hefur bundið enda á þjáningar
þínar. Og eins og mamma sagði við
mig og ég veit það er rétt, það væri
eigingirni að hugsa annað og því er ég
svo glöð yfir því að nú líði þér vel, en
ég sakna þín samt svo ótrúlega mikið.
Ég elska þig, Þín
Elísa Hrund.
Við kveðjum þig því kvöldsett er og hljótt
en kringum þig mun þögul nóttin blunda.
Svo líður hjá hin langa, dimma nótt
en ljóssins englar yfir foldu skunda,
og vorið kemur viljasterkt og hlýtt
það veitir gleði inn í mannlegt hjarta,
það verður allt svo ósköp bjart og nýtt
og engin þörf að sakna, þrá né kvarta.
Nú bliknar hönd og brosið hverfur fljótt
en bjartur geisli yfir hugann líður.
Er dimma tekur, degi hallar skjótt
og Drottinn eftir sálu þinni bíður.
Þau gengnu spor er göngum vér í dag
við geymum brátt í minninganna safni.
Þú breyttir lífi, bættir sjúkra hag,
sú blessuð stund er helguð Jesúnafni.
Þín minning verður máttug, björt og ljós
en mælir ekki söknuð gegnum árin.
Á beði þínu blundar lítil rós
og brosað verður gegnum sorgartárin.
Í friði og hvíld sem frelsarinn þér bjó
er ferðin hafin burt til ljóssins sala.
Þar ríkir kyrrð um roðagullinn sjó
en raddir þagna inn til fjalladala.
(Ingólfur Þórarinsson.)
Elsku Gógó.
Takk fyrir allt og allt.
Sendum Inga, börnum og fjöl-
skyldum þeirra, okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Svava systir, Grímur og börn.
Gógó frænka, já ein yndislegasta
manneskja sem ég hef þekkt um æv-
ina. Alltaf tók hún mér eins og ég var
með opnum örmum og mikilli hlýju.
Það var ekki fyrr en á seinni árum að
ég vissi að hún hefði ómælda trú á
andlegum málefnum enda hjálpaði
það henni mikið í gegnum þessi lang-
varandi veikindi sem hún þurfti að
þola öll þessi ár. Þegar ég hitti Gógó
núna síðustu dagana áður en hún fór,
þá lagði ég hendur mínar yfir sárþjáð-
an líkama hennar og reyndi að ýfa
upp fínu þræðina í árunni á henni sem
voru farnir að lafa niður af orkuleysi,
þetta var erfitt því ég fann svo til með
henni að tárin láku niður kinnar mín-
ar og hún opnaði augun, teygði sig í
hendina á mér og sagði að sér liði mik-
ið betur, haltu áfram á þessari braut,
að hjálpa öðrum og þú veist það.
Elsku Gógó mín, þú gafst meira frá
þér en þú fékkst til baka frá öllu sem
þú gerðir og þú skilaðir þínum verk-
um betur en margur hefur reynt, þess
vegna átt þú skilið gullsætið á himn-
um ofan.
Ómar frændi.
Elsku Gógó frænka.
Það eru ekki til þau orð sem bæta
upp fyrir sáran missi og söknuð við
fráfall þitt Gógó mín. Þó svo að ég sé
víðs fjarri þá er hjarta mitt og hugur
með þér og mig langar til þess að
kveðja þig frá þessum heimi og óska
þér góðrar ferðar til hins ókunna
heims þar sem við munum hittast
einn daginn.
Það er sárt að kveðja góðan vin og
frænku sem tekin er í burtu frá okkur
allt of snemma. Þeir bestu fara ætíð
fyrst þó svo að við skiljum ekki alltaf
tilganginn, ég trúi því að þín sé meira
þörf í heimi þess endalausa.
Ég mun aldrei gleyma þér Gógó
mín, ég hef alltaf dáðst að kraftinum,
orkunni og bjartsýninni sem geislaði
alltaf út frá þér. Það var alltaf svo
notalegt að vera í kringum þig, lífið
varð svo fallegt og skemmtilegt. Ég
kem til með að sakna þess mest að
heyra í þínum einlæga, smitandi
hlátri er við sátum allar saman að
spjalla og spauga með tárin streym-
andi niður kinnarnar af hlátri.
Elsku mamma, ég finn þinn sárs-
auka og söknuð, þín eina systir er far-
in frá þér. Kæri Ingi, Eygló, Jón,
Solla, Inga Sigga, Svafar, og allir þeir
sem voru svo gæfusamir að fá að
kynnast henni Gógó, megi Guð
styrkja ykkur öll í þessari miklu sorg.
Látum minningarnar um Gógó lýsa
upp döpur hjörtu okkar því þær eig-
um við og enginn getur tekið í burtu
frá okkur. Þú ert mín hetja Gógó.
Helga frænka og
sonur í Bandaríkjunum.
Nú er hún Gógó okkar farin eftir
hetjulega sextán ára baráttu við
krabbamein.
Hún fór sátt við allt og alla, þakklát
fyrir góðu tímana, sem hún átti inn á
milli, meðan á baráttunni stóð.
Nú í vor verða liðin 49 ár síðan við
útskrifuðumst frá Gagnfræðaskóla
Siglufjarðar, og framan af hittumst
við minnst einu sinni á ári, en und-
anfarin 20 ár minnst tvisvar ári. Næst
ætluðum við að hittast 17. janúar, en
það var eins og Gógó vissi að henni
væri ekki ætlað að mæta og stakk upp
á að við hittumst í byrjun desember,
hvað og við gerðum. Við áttum öll
yndislega stund saman, og að því
loknu, vitandi að þetta var kveðju-
stundin, stóð hún upp og kvaddi alla
með mikilli reisn. Hún dó á jóladag.
Það er skammt stórra högga á
milli, en skólasystir okkar og bezta
vinkona Gógóar, Sigríður Jóhanns-
dóttir, lézt 11. október sl.
Það eru forréttindi að hafa fengið
að ganga í gegnum lífið með Gógó.
Hún var glæsileg kona, skemmtileg,
hörkudugleg og hvers manns hug-
ljúfi.
Við fráfall Gógóar er höggvið stórt
skarð í raðir okkar bekkjarsystkin-
anna, sem aldrei verður fyllt. Hennar
er sárt saknað, en minningin um góða
stúlku mun ætíð lifa í huga okkar.
Við kveðjum Gógó með þökk fyrir
samfylgdina og sendum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur til Inga,
barnanna og annarra vandamanna.
Skólasystkinin frá Siglufirði.
Í mörg ár barðist hún Gógó við
krabbameinið. Aldrei hvarflaði að
henni uppgjöf. Fyrst kynntist ég
henni eftir að hún stofnaði fyrirtækið
sitt; Nuddhöndina í Garðabæ. Leyfi
mér að fullyrða að hún var snillingur í
sínu fagi og glettnisorð mín um Sigl-
firðinga áttu sér enga stoð í kynnum
við hennar hæfni. Eftir 4–5 ár vorum
við orðnar það miklar kunningjakon-
ur að ég vissi um draum hennar, Par-
ís. Var þá svo heppin að vera fram-
kvæmda- og fararstjóri (Orlof
húsmæðra) að ferð til Parísar og eftir
miklar fortölur fékk ég hana til að
sækja um þátttöku. Ekki var það auð-
velt því Ingi hennar og afkomendur
gátu ekki komið með. Oft hef ég verið
í París en sjaldan séð eins fallegar
stjörnur þar og augun hennar uppi
við Sacre Coeur með útsýnið yfir Par-
ísarborg. Frá þeim tíma, í öllu hennar
sjúkdómsstríði, atvinnurekstri og
umhyggju fyrir þeim sem hún þekkti
og gaf allt sitt besta, sýndi hún mér
einstaka vináttu, sem ég hér þakka og
votta fjölskyldu hennar samúð við lát
þessarar gæðakonu.
Valg. Bára Guðmundsdóttir,
Bolungavík.
Hvíldin er fengin, himins öldur rugga
hjartkærri móður inn í djúpan frið.
Nú ber ei lengur yfirskin né skugga
skínandi ljómi Drottins blasir við.
Líður hún nú um áður ókunn svið.
Englanna bros mun þreytta sálu hugga.
Hvíldin er fengin himins öldur rugga
hjartkærri móður inn í djúpan frið.
Þökk sé þér fyrir alla ástúð þína
allt sem þú gafst af þinni heitu sál.
Lengi skal kær þín milda minning skína
merlar hún geislum dauðans varpa á.
Fagurt um eilífð blossar andans bál.
Burt er nú kvöl og þreyta sorg og pína.
Þökk sé þér fyrir alla ástúð þína
allt sem þú gafst af þinni heitu sál.
(Matthías Jochumsson.)
Hafi Gógó mín hjartans þökk fyrir
allt og allt og veri hún guði falin um
alla eilífð.
Eiginmanni hennar, börnum og
fjölskyldum þeirra votta ég mína
dýpstu samúð.
Marín Jónsdóttir.
GUÐMUNDA
(GÓGÓ) SIGRÍÐUR
ÓSKARSDÓTTIR
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 49
Elsku amma, okkur þykir
leiðinlegt að þú skyldir deyja.
Við hugsum rosalega mikið til
þín og við vonum að þér líði vel
hjá englunum.
Kveðjur
Salína og Dagrún.
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma mér þykir leitt
að þú sért farin mér frá, en þó
veit ég að þér líður betur núna
og þú finnur ekki til lengur.
Kærar þakkir fyrir jólagjöfina
og ég er mjög þakklátur fyrir
hana. Ég mun ætíð minnast þín
í huga mér er þú sagðir mér
sögu frá þegar ég kúrði þér
hjá. Þinn
Andri.
Okkur íbúunum í fjölbýlis-
húsinu Hrísmóum 1 varð mik-
ið um, þegar við fréttum að
húsvörðurinn okkar, hún
Gógó, væri látin.
Gógó hefur séð um vörslu
hússins okkar mörg und-
anfarin ár og að halda því
hreinu, sem hún gerði af slíkri
kostgæfni að til þess var tekið
af gestum sem komu og sögðu
þetta hús bera af hvað það
snerti. Hún var ávallt reiðubú-
in að veita aðstoð þar sem
þess var þörf.
Við vottum Ingimar og
hennar fólki innilega samúð.
Íbúarnir Hrísmóum 1
MARÍA
SIGURÐAR-
DÓTTIR
Elsku amma Mæa, já góða amma
mín. Það verður nú að nægja að
hugsa ljúft til þín. En nú ertu komin í
betri heim, og líðan betri er. Sá stóri
staður er langt út’ í geim og þangað
seinna ég fer.
Bless elsku amma,
María Dögg og Gunnar Lúðvík.
✝ María Sigurðardóttir fráHlíð í Ólafsfirði fæddist á
Fjalli í Sléttuhlíð 7. ágúst 1913.
Hún lést á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 30. desember
síðastliðinn og var útför hennar
gerð frá Ólafsfjarðarkirkju 10.
janúar.
MINNINGARGREINUM má
skila í tölvupósti (netfangið er
minning@mbl.is eða á disk-
lingi. Ef greinin er á disklingi
þarf útprentun að fylgja. Nauð-
synlegt er að tilgreina síma-
númer höfundar og/eða send-
anda (vinnusíma og
heimasíma). Ekki er tekið við
handskrifuðum greinum.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein aðalgrein af hæfilegri
lengd á útfarardegi, en aðrar
greinar séu um 300 orð eða
1.500 slög (með bilum) en það
eru um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í
sálma eða ljóð takmarkast við
eitt til þrjú erindi. Minningar-
greinum þarf að fylgja formáli
með upplýsingum um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um er
fæddur, hvar og hvenær dáinn,
um foreldra hans, systkini,
maka og börn og loks hvaðan
útförin verður gerð og klukkan
hvað. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í grein-
unum sjálfum. Þar sem pláss er
takmarkað getur þurft að fresta
birtingu greina, enda þótt þær
berist innan hins tiltekna frests.
Frágangur
minning-
argreina