Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Allt frá því að Norðmenn fóruað venja komur sínar til Ís-lands, fyrir rúmlega ellefuhundruð og þrjátíu árum,
réðu karlmenn ferðinni. Fyrst voru
það villtir víkingar, þá landnemar
sem hröktust undan ofríki Haraldar
konungs hárfagra, og seinna trúboða
er ráku erindi Noregskonunga. Upp
úr miðri síðustu öld bættist þó ein af
fáum konum í hóp þeirra Norðmanna
sem sóttust eftir atvinnu og ævintýr-
um á Íslandi. Sú heitir Eldbjörg
Brun. Hún staldraði við í sjö mánuði
og á þeim tíma varð hún lífsreynsl-
unni ríkari. Hún kynntist fyrstu ást-
inni á Íslandi, var yfir sig hamingju-
söm en ástarævintýrið endaði með
hryllilegri martröð.
Ísland frekar en Spánn eða Ítalía
„Haustið 1960 var ég nítján ára
gömul, atvinnulaus og hafði því lítið
annað að gera en mæla göturnar í
Ósló og og leita mér að vinnu. Á þeim
tíma var ekkert auðvelt að fá vinnu í
höfuðborginni. Það var því langt frá
því að Ósló væri spennandi borg fyrir
ungt fólk á þeim tíma,“ segir Eld-
björg.
– En hvað rekur nítján ára Óslóar-
stúlku til Íslands að hausti til, beint
inn í svartasta skammdegið á norð-
urhveli jarðar?
„Á þessum árum voru Norðmenn
farnir að fara suður í Evrópu, til
Spánar og Ítalíu, í atvinnu- og æv-
intýraleit. Margar stelpur fóru sem
„au pair“ þangað en einhvern veginn
hafði ég engan áhuga fyrir þessum
löndum þá. Mig langaði miklu meira
að fara eitthvað annað og sjá mig um í
öðruvísi landi. Svo einn daginn var ég
að lesa Aftenposten og rakst þar á
auglýsingu þar sem óskað var eftir
„au pair“ stúlku á heimili í Reykjavík.
Eftir stutta umhugsun komst ég að
því að þetta gæti verið eitthvað fyrir
mig. Ég vissi nánast ekki neitt um Ís-
land annað en það sem maður lærði af
skólabókunum og það var ekki mikið
meira en að landið væri eyja norður í
Atlantshafi og hefði verið numið af
Norðmönnum. Ég skrifaði því um-
sókn og man að maður átti að skila
henni til konu sem vann í verslun í
miðbæ Óslóar. Ég var mjög spennt
þegar ég afhenti umsóknina. Að fara
til Íslands var fyrir mig að fara út í
óvissuna. Á þessum tíma voru heldur
ekki svo margir Norðmenn sem sótt-
ust eftir að komast þangað. Þessa sjö
mánuði sem ég var á landinu man ég
ekki eftir að hafa hitt einn einasta
Norðmann.“
Heppin með fjölskyldu
– Sagan hefur kennt okkur að ekki
eru allar stúlkur heppnar sem ráða
sig sem „au pair“ hvort sem er á ís-
lensk heimili eða annars staðar í
heiminum. Margar stúlkur í þessum
störfum njóta lítilla eða engra mann-
réttinda og eru oft meðhöndlaðar eins
og vinnudýr í stað vinnufólks. Það átti
þó ekki við um Eldbjörgu sem segist
hafa verið einstaklega heppin með
fjölskyldu.
„Að sjálfsögðu kveið ég aðeins fyrir
að hitta hina nýju fjölskyldu mína.
Maður hafði heyrt eitt og annað um
aðbúnað stúlkna sem réðu sig sem
„au pair“. Margar af þessum stúlkum
eru í ævintýraleit, nákvæmlega eins
og ég og ævintýrin enda ekki öll jafn
vel. Ótti minn var þó algerlega
ástæðulaus. Ég hefði varla getað ver-
ið heppnari með fjölskyldu. Friðrik
Kristjánsson og kona hans, Bergljót,
tóku mér mjög vel og börnin þeirra
voru yndisleg. Ég á ekkert nema góð-
ar minningar frá Kambsvegi 23 í
Reykjavík“.
– Hvað skyldi hafa komið hinni
nítján ára Óslóarstúlku mest á óvart
þegar flugvélin lenti á Reykjavíkur-
flugvelli og hún sá höfuðborgina með
eigin augum?
„Ég sá nú ekki svo mikið þegar ég
kom því það var orðið skuggsýnt.
Friðrik kom út á Reykjavíkurflugvöll
og tók á móti mér og þá kom mér á
óvart hvað hann átti flottan bíl. Þetta
var amerískur bíll og þeir voru sjald-
gæf sjón á götum Óslóar þegar ég var
ung. Ég hafði vart komið inn í ámóta
lúxusvagn áður. Það var svo sem ekk-
ert skrýtið þó Friðrik ætti þennan
fína bíl því mig minnir að hann hafi
flutt inn Ford-bíla til Íslands.
Annars fannst mér líka einkenni-
legt hve landið var gróðursnautt.
Enginn skógur kringum borgina og
einu trén sem maður sá voru tré sem
fólk hafði sjálft gróðursett í görðum
sínum.“
– Við töluðum áðan aðeins um
vinnuálagið á „au pair“ stúlkum.
Hvernig var þínum vinnudegi háttað
á Kambsveginum?
„Ég hafði mjög þægilegan vinnu-
dag. Eins og allar „au pair“ hjálpaði
ég til við venjuleg heimilisstörf. Aðal-
lega passaði ég börnin en ég fékk líka
að kynnst íslenskri matseld og þótt
ótrúlegt sé var hún á margan hátt
mjög frábrugðin því sem ég þekkti að
heiman. Ég man sérstaklega eftir
skyrinu. Það var einfalt að laga það
og svo smakkaðist það afskaplega vel.
Börnin voru vitlaus í það. Svo er það
er bæði hollt og gott. Lambakjötið
kom mér líka mikið á óvart. Það var
allt öðruvísi en það norska. Bergljót
bjó til hreinan hátíðamat úr lamba-
lærum. Ég finn enn lyktina þegar ég
hugsa til þess“.
Reykjavík tuttugu
árum á undan Ósló
– Það voru fleiri fínir bílar í
Reykjavík en fjölskyldubíllinn á
Kambsveginum. Allar „lúxusvörurn-
ar“ á Íslandu komu Óslóarstúlkunni
líka á óvart.
„Ég var ekki búin að vera lengi í
Reykjavík þegar ég tók eftir því að
bílaeign höfuðborgarbúa á Íslandi var
öllu fjölbreyttari og meiri en í Noregi.
Mér fannst eins og næstum allir ættu
bíl meðan aðeins tiltölulega fáir íbúar
í Ósló áttu slík farartæki. Þá fannst
mér merkilegt hve margir bílanna
voru amerískir en þeir sáust varla á
götum Óslóar. Bílarnir á Íslandi voru
svo ótrúlega flottir miðað við það sem
var heima.
Eftir því sem á leið dvölina sá ég
líka að það var ekki bara í bílaeign
sem Reykvíkingar voru langt á undan
Óslóarbúum í munaði. Nánast á
hverju heimili, sem ég kom inn á, var
að finna heimilistæki sem við heima
þekktum varla af öðru en því sem við
höfðum lesið um í amerískum skáld-
sögum. Rafmagnseldavélar, þvotta-
vélar, hraðsuðukatlar og ryksugur,
svo maður nefni nú eitthvað, eru tæki
sem ekki voru algeng á norskum
heimilum í kringum 1960. Þetta voru
munaðarvörur sem aðeins fundust á
heimilum efnafólks í Noregi.
Mér kom líka mikið á óvart að öll
fjölskyldan gat farið í bað, hver á eftir
öðrum, án þess að þurfa að hafa
áhyggjur af því að spara vatn. Það
getum við ekki enn hér í Noregi. Að
öll húsin í borginni væru hituð upp
með vatni, sem spratt bara upp úr
jörðinni, átti ég bágt með að trúa í
fyrstu. En þegar ég áttaði mig á því
að maður varð varla var við sót í loft-
inu gat ekki verið að húsin væru hituð
upp með viði eins og heima. Mér þótti
mjög merkilegt hvað heita vatnið
skipti miklu máli í lífi Reykvíkinga.
Þessi glæsilega innisundlaug, Sund-
höllin held ég að hún hafi verið kölluð,
var einnig stórkostleg upplifun fyrir
mig. Svo var líka útilaug sem alltaf
var full af fólki þó kominn væri hávet-
ur. Þetta var mjög óraunverulegt í
augum norskrar unglingsstúlku
haustið 1960.“
Frjálslyndi hefur löngum loðað við
Íslendinga og því kynntist Eldbjörg
Brun líka.
„Ég fann það strax hjá fjölskyld-
unni á Kambsveginum hvað allt var
miklu frjálslegra en ég átti að venjast
heima í Noregi. Bara hvernig þau töl-
uðu við börnin sín var alveg nýtt fyrir
mér. Bæði fannst mér að það væri tal-
að miklu meira við börn á Íslandi en í
Noregi og svo var það allt miklu
frjálslegra. Íslendingar ávörpuðu
börnin sín oft „elskan“ og það fannst
mér mjög skemmtilegt þegar ég átt-
aði mig á því hvað ávarpið raunveru-
lega þýddi. Til að sýna enn betur
muninn á frjálslyndi Íslendinga og
Norðmanna á þessum tíma má geta
þess að á Íslandi þótti ekkert tiltöku-
mál þótt kona eignaðist barn fyrir
giftinguna, tala nú ekki um ef hún var
trúlofuð. Þegar ég eignaðist mitt
fyrsta barn, árið 1965, var ég trúlofuð
en ekki gift. Þegar ljósmóðirin á fæð-
ingardeildinni vissi það kom hún til
mín og hvíslaði að mér, svo engin
heyrði, að hún myndi skrifa frú Brun
við rúmið mitt en ekki fröken svo
skömm mín yrði ekki alger í augum
stofusystra minna.“
Næturlífið sló öll met
– Eldbjörg hafði ekki lengi verið í
Reykjavík þegar hún uppgötvaði hið
löngum rómaða næturlíf borgarbúa.
Hvernig var svo reynsla hennar af
næturgöltri Reykvíkinga?
„Fyrir það fyrsta man ég eftir því
að fyrsta kvöldið sem ég fór út í
Reykjavík var enginn ótti í mér þó ég
væri alein. Í Ósló þurfti maður alltaf
Afdrifarík Íslandsför
Hún kom til Íslands í leit að
atvinnu og ævintýrum.
Hina norsku Eldbjörgu
Brun grunaði þó aldrei
hvaða reynslu sú ævintýra-
þrá ætti eftir að hafa í för
með sér. Hún sagði Guðna
Ölverssyni sögu sína.
Eldbjörg Brun segist í dag hugsa oft til Íslands og óskar að koma aftur og reyna að ná sambandi við þá sem hún kynntist.