Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ V afi getur leikið á hvort það mark- mið eitt og sér að auka afköst starfsmanna teljist málefnalegt markmið sem hægt sé að styðjast við þegar rafræn vinnsla persónu- upplýsinga um starfsmenn fer fram. Notkun eft- irlitsmyndavéla getur verið lögmæt ef mark- miðið með notkun þeirra er að tryggja öryggi á vinnustað eða varna þjófnaði. Hitt er mun vafa- samara að heimilt sé að vakta starfsmenn til þess eins að auka vinnuafköst þeirra. Nauðsyn- legt er að fram fari mat á hagsmunum vinnu- veitenda annars vegar á því að vinnsla persónu- upplýsinga eigi sér stað og hins vegar rétti starfsmanns til friðhelgi um einkamálefni sín. Þetta kemur fram í lögfræðilegri úttekt, sem Sigrún Henriette Kristjánsdóttir vann, en nið- urstöður hennar lágu fyrir á síðasta ári. Úttektin er liður í samstarfsverkefninu Áhrif upplýs- ingatækni á vinnuumhverfi og persónuvernd, á vegum Vinnueftirlitsins, Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Landlæknisembættisins, Persónu- verndar og Rafiðnaðarsambandsins. Í niðurstöðum Sigrúnar Henriette Kristjáns- dóttur kemur fram, að telja verði eðlilegt að samráð sé haft á vinnustað við fulltrúa starfs- manna eða starfsmenn sjálfa, áður en rafrænt eftirlit er tekið upp, enda komi fram í leiðbein- ingarreglum Persónuverndar um eftirlit vinnu- veitenda með tölvupósts- og netnotkun starfs- manna, að starfsfólki skuli gefinn 15 daga frestur til að koma athugasemdum á framfæri. „Í leiðbeiningarreglunum er einnig sérstaklega tekið fram um skyldu til að gæta meðalhófs varðandi íhlutun í einkalíf starfsmanna. Þótt um- ræddar leiðbeiningarreglur taki samkvæmt efni sínu einungis til vinnslu upplýsinga um tölvupóst og netnotkun, verður að telja þessar reglur veita leiðbeiningar um hvernig standa skuli að annars konar rafrænni vinnslu persónuupplýs- inga um starfsmenn,“ segir í úttektinni. Fræðsluskyldan Um alla vinnslu persónuupplýsinga gilda ákvæði persónuverndarlaganna um fræðslu- skyldu við þann sem upplýsingar eru skráðar um. Hann á rétt á upplýsingum um tilgang vinnslunnar, viðtakendur upplýsinganna, hvort honum sé skylt að veita umbeðnar upplýsingar og um rétt hans til leiðréttingar og eyðilegg- ingar rangra upplýsinga. Þá er einnig kveðið á um sambærilega tilkynningaskyldu ábyrgð- araðila þegar upplýsinganna er aflað frá öðrum en hinum skráða sjálfum, en víkja má frá þeirri reglu, t.d. ef ómögulegt er að láta hinn skráða vita. Slíkt getur þó tæpast átt við á vinnustöð- um. Í úttektinni er sérstaklega fjallað um hvenær rafrænt eftirlit á vinnustöðum sé heimilt og er þar litið til eftirlitsmyndavéla, tölvupósts, heim- sókna starfsmanna á heimasíður, sítengingar starfsmanna við tölvurita, hvernig fylgst er með ferðum starfsmanns, hvernig eftirliti með notk- un símtækja er háttað, þ.e. hlustun, skráning númera sem hringt er í og upptaka á símtölum. Eftirlitsmyndavélar Varðandi eftirlitsmyndavélar á vinnustöðum segir í úttektinni að þær gegni að meginstefnu til tvenns konar hlutverki. Annars vegar geri þær atvinnurekanda kleift að fylgjast með um- gangi um vinnustaðinn og hins vegar gegni þær mikilvægri öryggisvörslu. Notkun þeirra telst rafræn vöktun í skilningi persónuverndarlag- anna, en hún er aðeins heimil í málefnalegum tilgangi og ef hún er á svæði þar sem takmark- aður hópur fólks fer um að jafnaði þarf hennar að vera sérstök þörf vegna eðlis starfseminnar. Sem dæmi er nefnt, að Ölgerðin Egill Skalla- grímsson fékk leyfi Persónuverndar til eftirlits- myndavéla við út- og inngöngudyr, á útisvæði og við framleiðslulínu fyrirtækisins þar sem strangar kröfur gilda um framleiðslu áfengis. ÁTVR fékk einnig heimild til að hafa eftirlits- myndavélar í verslunum sínum, svo hægt væri að nota myndir úr þeim til að sanna þjófnað, en hins vegar hafnaði Persónuvernd beiðni fyr- irtækisins um að koma upp safni mynda af þeim sem stálu úr verslunum, til að sýna starfs- mönnum svo þeir gætu haft varann á, kæmi það fólk aftur í verslanirnar. ÁTVR var talið geta náð sama árangri, og það án þess að ganga gegn sjónarmiðum um friðhelgi einkalífsins, með öryggiskerfi og öryggisvörðum. Í úttektinni er ítrekað, að sérstakir og brýnir hagsmunir verði að vera til staðar svo heimilt sé að eftirlitsmyndavélar beinist stöðugt að starfsmönnum í starfi, en öðru máli gegni hins vegar um útidyr, afgreiðslusali og önnur slík svæði. „Þá setur vinnurétturinn einnig vissar skorður við notkun eftirlitsmyndavéla á vinnu- stöðum. Það er því enginn vafi á því að fyrir hendi þurfa að vera sérstakar ástæður til þess að viðhafa rafrænt eftirlit á þennan hátt og að eftirlitið verður að vera þannig að ekki sé á ónauðsynlegan hátt vegið að virðingu starfs- manns,“ segir í úttektinni. Þar er jafnframt vís- að í danskan fræðimann því til stuðnings, að ljóst sé að starfsmaður eigi rétt á því að njóta ákveðinna grundvallarréttinda, s.s. að klæðast og matast í friði og því myndu eftirlitsmynda- vélar í búningsklefum, á salernum eða í kaffi- stofum ekki vera heimilar. Hið sama gildi um staðsetningu eftirlitsmyndavéla inni á einka- skrifstofum eða ef myndavél er beint að ákveðnu skrifborði, þótt skrifborðið sjálft sé staðsett í opnu rými. Netnotkun starfsmanna Tölvupóstur starfsmanns telst til persónu- upplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og slíkar upplýsingar þurfa að vera unnar með sanngjörnum, málefnalegum og lögmætum hætti, þær þurfa að vera fengnar í yfirlýstum, skýrum og málefnalegum tilgangi, þær skulu vera viðeigandi og ekki umfram það sem nauð- synlegt er miðað við tilgang vinnslunnar. Í úttektinni kemur fram að atvinnurekandi kann að hafa málefnalegar ástæður til að afrita tölvupóst starfsmanna, sem lið í varðveislu gagna, en öðru máli kann að gegna um lestur tölvupósts. Aðgangur vinnuveitanda að starfs- tengdum tölvupósti má oft teljast eðlilegur. Þá getur atvinnurekandi hugsanlega bannað starfsmanni að senda tölvupóst til einkanota, með vísan til þess að hann eigi tölvubúnaðinn, en slíkt kann þó að stangast á við Mannrétt- indasáttmála Evrópu. Í úttektinni er því haldið fram að eðlilegt sé að hið sama gildi um notkun tölvupósts til einkanota og um einkasímtöl. Tölvupóstur hafi að miklu leyti komið í stað sím- tala sem samskiptamáti. Þar sem það hafi verið talinn réttur starfsmanna að nota símtæki at- vinnurekenda í einkaerindagjörðum sé erfitt að rökstyðja að annað eigi að gilda um einkatölvu- póst. Vísað er til ákvæðis hegningarlaga sem bann- ar að menn hnýsist í bréf eða skjöl sem varða einkamál annars manns og sagt að greinin virð- ist geta tekið til þess þegar atvinnurekandi „hnýsist“ í einkatölvupóst starfsmanna. Skráning á heimsóknum starfsmanna á heimasíður fellur undir persónuverndarlögin og þurfa sömu skilyrði að vera uppfyllt og fyrir eft- irliti með tölvupósti. Nefnt er að eðlilegra sé að Hve mikið má eftirlit á vinnustað vera? Morgunblaðið/Jim Smart ’ Tölvupóstur starfs-manns telst til persónu- upplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og slíkar upplýsingar þurfa að vera unnar með sanngjörnum, málefna- legum og lögmætum hætti, þær þurfa að vera fengnar í yfirlýstum, skýrum og málefna- legum tilgangi, þær skulu vera viðeigandi. ‘ Fylgst með við hvert fótmál Friðhelgi einkalífsins er einn af grundvallarþáttum almennra mannréttinda og nýtur verndar íslensku stjórnarskrárinnar. Hvað sem því líður virðist alltaf vera þrengt meira og meira að einkalífinu. Hægðarleikur er að fylgjast með fólki jafnt í starfi sem leik. En hvað má ganga langt? Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Ragnhildur Sverrisdóttir kynntu sér stöðu þessara mála hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.