Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 71
AUÐLESIÐ EFNI
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 71
SÆVAR Brynjólfsson sem er
62 ára gamall skipstjóri,
þraukaði gegnblautur og
kaldur í um eina og hálfa
klukkustund á grindverkinu
efst á stefni bátins Húna KE
sem sökk á fimmtudag. Hann
segir að ullarnærfötin sem
konan hans hafi gefið honum
í jólagjöf og hann var í hafi
líklega bjargað lífi hans.
Þegar skipsverjar á
Sólborginni komu að bátnum
til þess að bjarga Sævari var
báturinn næstum því allur í
kafi, aðeins blánefið á
bátnum stóð upp úr og þar
sat Sævar. Báturinn seig upp
og niður í sjónum og var
Sævar orðinn dofinn fyrir
neðan mitti þegar tókst að
bjarga honum um borð í
Sæborgina.
Áður hafði Sævar farið
niður með bátnum og fest sig
í línu og var hann orðinn
loftlaus þegar hann loksins
komst upp á yfirborðið og
hafði raunar sopið dálítinn
sjó.
Sævar segist hafa gert sér
einna mestar vonir um
björgun úr lofti enda hafi
logað á siglingaljósunum á
Húna ofan í sjónum. „Ég var
líka að reyna að horfa upp í
loftið til að athuga hvort ég
sæi ekki þyrluna, mér fannst
einna helst vera möguleiki á
því að hún myndi finna mig
því það logaði á
siglingaljósunum í bátnum
ofan í sjónum.“
Þrátt fyrir að Sævar hafi
séð til skipa að leit var hann
ekki bjartsýnn á að þau fyndu
hann. „En mér fannst ég vera
það langt í burtu að ég hélt
að ég myndi ekki halda þetta
út. Og mér fannst svona
tiltölulega ólíklegt að þau
myndu ramba á mig þarna.
Ég var farinn að hugleiða
þarna hvenær þessi tilfinning
kæmi að mér yrði sama og ég
dytti út af,“ sagði Sævar.
Sjómaður bjargaðist
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sævar Brynjólfsson
GEORGE W. Bush
Bandaríkjaforseti vill láta
senda geimfar með mönnum
í til Mars. Hann hefur líka
ákveðið að láta reisa
rannsóknarstöð á tunglinu.
Embættismenn í
Bandaríkjunum sögðu frá
þessu á fimmtudag. Þeir
sögðu að forsetinn myndi
segja frá þessum
ákvörðunum sínum í ræðu
sem hann ætlar að halda í
þessari viku.
Svona hugmyndir hafa
komið fram áður. Faðir Bush,
sem líka var forseti
Bandaríkjanna, sagði fyrir
meira en tíu árum að hann
vildi senda geimfara til Mars.
Langur tími mun líða þar til
Bandaríkjamenn skjóta á loft
geimfari til Mars. Sú ferð
hefst ekki fyrr en í fyrsta lagi
eftir tíu ár.
Geimferjan Kólumbía fórst
í fyrra þegar hún var á leið til
jarðar. Það var mikið áfall fyrir
Bandaríkjamenn. Nú er sagt
að Bush ætli að hleypa nýju
lífi í geimferðir
Bandaríkjamanna. Einnig er
sagt að forsetinn vonist til
þess að auka vinsældir sínar
með þessu.
Forsetakosningar verða
í Bandaríkjunum í haust.
Bush verður þá í framboði
aftur. Vinni hann verður hann
forseti Bandaríkjanna í fjögur
ár í viðbót.
Bush vill senda geimfara til Mars
Reuters
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna.
SÖNGKONAN Britney Spears
gifti sig á dögunum í Las
Vegas. Sá sem hún giftist
heitir Jason Alexander. Hann
er æskuvinur hennar. Þau eru
frá sama bænum og eru
bæði 22 tveggja ára gömul.
Daginn eftir sögðu þau að
þetta hefði verið grín. Þau
skildu því aftur.
Giftingin fór fram í Litlu
hvítu kapellunni, sem er fræg
kirkja í Las Vegas. Lögmaður
Britney segir að hún hafi ekki
verið drukkin þegar þetta
gerðist.
Hún var í gallabuxum og
með derhúfu og lét hótelþjón
leiða sig upp að altarinu.
Alexander sagði í viðtali: „Við
litum hvort á annað og
sögðum: Gerum eitthvað
brjálæðislegt. Giftum okkur,
bara upp á grín.“
Britney var gift í 55
klukkustundir en þá létu hún
og Alexander ógilda
brúðkaupið.
Reuters
Britney Spears er sæt.
Britney
Spears
gifti sig og
skildi síðan
Britney Spears lenti í rugli
DAGNÝ Linda
Kristjánsdóttir, skíðakonan
snjalla frá Akureyri,
slasaðist á æfingu fyrir
risasvigmótið í
heimsbikarkeppninni, sem
fram fór í Megeve í
Frakklandi sl. sunnudag.
Dagný fór til
sérfræðilæknis í Austurríki í
kjölfarið og þar kom í ljós
að hún er með slitið fremra
krossband í vinstra hné,
auk þess sem liðþófi er
rifinn. Aftara krossband í
hnénu er einnig tognað.
Dagný Linda fór í aðgerð í
Austurríki og verður frá
keppni það sem eftir er
keppnistímabilsins en það
tekur oftar en ekki 6–8
mánuði að ná sér eftir
aðgerð á krossbandi. Slík
meiðsli eru alvarleg og þarf
mikla endurhæfingu til
þess að ná fyrri styrk í
hnénu eftir slík meiðsli.
Hins vegar hafa margir
þekktir íþróttamenn náð sér
á strik eftir að hafa slitið
krossband og má þar nefna
Ólaf Stefánsson
handknattleiksmann sem
var kjörinn íþróttamaður
ársins 2003, annað árið í
röð.
Dagný Linda var á
dögunum útnefnd sem
skíðakona ársins 2003.
Morgunblaðið/Kristján
Dagný Linda Kristjánsdóttir.
Dagný Linda
slasaðist illa
í Frakklandi