Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 45
sjóði sparisjóðsins. Þessar breyt- ingar eru í fullu samræmi við gild- andi lög. Ekki á vísan að róa Þótt stjórnendur KB og stjórn SPRON hafi undirritað viljayfirlýs- ingu um að unnið verði að því, að SPRON verði sjálfsætt starfandi dótturfélag KB, þarf samþykki stofnfjáreigenda til að breyta spari- sjóðnum í hlutafélag. Þessi fyr- irætlun er einnig háð leyfi Fjár- málaeftirlitsins, samþykki samkeppnisyfirvalda og samþykki hluthafafundar KB. Einnig eru þessi áform háð áreiðanleikakönnun á eignum og skuldbindingum SPRON. Það er því ekki á vísan að róa um framgang málsins. Með þessum skrifum hef ég reynt að útskýra afstöðu eins stofn- fjáreiganda SPRON til þessa máls. Ég vísa á bug stóryrtum yfirlýs- ingum þingmanna, að hér ráði ferð- inni græðgi og yfirgangur gróða- punga í hópi stofnfjáreigenda. Það sem hér hefur gerst er fyrst og fremst afleiðing af þróun markaðs- aflanna í fjármálaheiminum. Sjálfur hef ég gagnrýnt þátt græðgi og gróðafíknar í íslensku samfélagi. En að græðgi hafi ráðið ferðinni hjá mér, og mörgum fleiri í hópi stofn- fjáreigenda, er einfaldlega rangt. NB: Einhverjir hafa farið þess á leit við stofnfjáreigendur, að þeir tækju ekki við verðmætisaukningu bréfa sinna eftir að þeim hefði verið skipt yfir í hlutabréf. Hvert ætti virðisaukinn þá að renna? Það er varla nema um eina leið að ræða; í sjóði Kaupþings/Búnaðarbanka. Varla er það ætlun gagnrýnenda. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 45 Í MORGUNBLAÐINU 4. janúar birtist viðtal við Önnu Sif Farestveit, vegna BA-ritgerðar hennar sem hún nefnir: „Í hlutverki Guðs“. Þar veltir hún fyrir sér siðfræði fósturgrein- ingar frá sjónarhóli guðfræðinnar. Í ritgerðinni og blaðaviðtalinu koma fram upplýsingar sem ekki eru rétt- ar, sumt getur verið á misskilningi byggt, en fyrir hönd Fóst- urgreiningardeildar Kvennadeildar vil ég koma á framfæri upp- lýsingum varðandi fóst- urskimun og fóstur- rannsóknir eins og þær eru í framkvæmd í dag. Fósturrannsóknir eru ekki nýjar af nál- inni. Litningarann- sóknir í kjölfar leg- vatnsástungu hafa verið í boði hér frá árinu 1978 fyrir konur eldri en 35 ára og ómskoðanir við 19 vikur hafa verið gerðar hjá yfirgnæfandi meirihluta (97%) þungaðra kvenna frá 1984. Það sem hefur bæst við á síðustu árum er snemmómun (við 12 vikur) með mæl- ingu á hnakkaþykkt fósturs og mæl- ingu lífefnavísa í blóði móður, sem gefur samþætt líkindamat um líkur á litningagalla fósturs. Nýmælið við þessa rannsókn er að með því má meta líkur á litningagalla hjá fóstrum kvenna á öllum aldri. Samþætt lík- indamat hefur næmi (sensitivity) allt að 90%, hæst hjá eldri konum. Snemmómun með mælingu á hnakkaþykkt fósturs og lífefnavísum í blóði móður miðar að því að finna litningagalla snemma á meðgöngu en með ómun við 19 vikur greinast sköpulagsgallar á einstökum líf- færum. Full ástæða er til að ræða um fósturrannsóknir í heild sinni, sama á hvaða tíma meðgöngunnar rann- sóknin er gerð, frekar en að einblína á einn hluta slíkra rannsókna. Skimpróf eða greiningarpróf Samþætt líkindamat við 12 vikur er skimpróf og ef niðurstaða skimprófs gefur til kynna auknar líkur á litn- ingagalla er boðið greiningarpróf, sem felst í ástungu, annaðhvort í fylgju eða legvatn. Með skimprófi er búið að skilgreina líkur á litn- ingagalla fósturs með samþættingu upplýsinga byggðra á aldri, hnakka- þykkt fósturs og mælingu lífefnavísa í blóði móður, sem er mun áreið- anlegra en aldur einn og sér eins og áður var eingöngu stuðst við. Nið- urstaða úr samþættu líkindamati er töluleg og verðandi foreldrar verða að gera upp við sig hvort þeim finnst áhætta við greiningarpróf vera rétt- lætanleg miðað við þá niðurstöðu. Venjulega er miðað við að bjóða greiningarpróf ef líkur á litn- ingagalla eru meiri en 1:300. Grein- ingarpróf gefur mjög örugga nið- urstöðu. Hafa ber í huga að skimpróf er án áhættu fyrir fóstrið en ástung- um fylgir hætta á fósturláti sem er á bilinu 0,5–1,5%. Í kjölfar notkunar á samþátta skimprófi hefur ástungum til greiningar litningagalla fækkað verulega. Rangfærsla Það er ekki rétt sem Anna Sif heldur fram, að verið sé að taka áhættu á að eyða heilbrigðu fóstri vegna falskrar niðurstöðu fósturrannsóknar. Það er reginmisskilningur að halda að skim- próf sem hafi 90% næmi leiði til þess að 10% þeirra fóstra sem sé eytt séu heilbrigð. Fóstureyðing er ekki gerð í kjölfar skimprófs heldur greining- arprófs. Það er alvarlegt að ásaka Kvennadeild Landspítalans um að þar fari fram fóstureyðingar á vafa- sömum forsendum. Fóstureyðing er aðeins gerð ef rannsóknir sýna svo óyggjandi sé að alvarlegt vandamál er til staðar og að ósk verðandi for- eldra. Umsókn um fóstureyðingu þarf að vera samþykkt af tveimur læknum. Umsókn er vísað til nefndar utan spítalans skv. lögum nr. 25/1975, ef meðganga er komin yfir 16 vikur eða ef um álitamál er að ræða. Í nefndinni sitja læknir, lögfræðingur og félagsráðgjafi. Nefndin getur samþykkt umsóknina eða synjað, ef nefndarmenn telja ekki rétt að mál- um staðið eða ef vafi leikur á um rétt- mæti fósturgreiningar. Almenn umræða Umræða um fósturgreiningu þar sem tekið er tillit til allra sjónarmiða er jákvæð. Þegar hefur verið allnokkur um- ræða um þessi mál und- anfarin ár, ekki síst í hópi fagfólks sem að þessum málum kemur. Meðal annars hefur Siðfræðistofnun Há- skóla Íslands efnt til opins málþings sem haldið var í Odda 2001 auk lokaðs málþings fagfólks í Skálholti haustið 2000. Þá hefur verið umfjöllun á síðum dagblaðanna auk um- ræðuþátta í útvarpi og sjónvarpi. Læknablaðið og Ljósmæðrablaðið hafa bæði léð efninu pláss á sínum síðum. Félag íslenskra kven- sjúkdómalækna bauð dr. Frank Chevrenak til landsins vorið 2002, en hann er prófessor við Cornell- háskólann í New York. Hann hélt hér fyrirlestra og fjallaði meðal annars um siðfræði fósturgreiningar. Viðtöl birtust við hann í Morgunblaðinu og Læknablaðinu. Sama á við um dr. Kevin Spencer, lífefnafræðing við Harold Wood Hospital í Englandi og stjórnanda lífefnavísamælinga við Fetal Medicine Foundation, sem kom til Íslands árið 2002. Hann er einn þeirra sem hafa staðið fram- arlega í þróun mælinga á líf- efnavísum. Fósturgreiningardeild Kvennadeildar efndi til fræðsludags fyrir fagfólk og Endurmennt- unarstofnun Háskóla Íslands hélt námskeið um fósturgreiningu, sem bæði voru vel sótt. Sú umræða sem Anna Sif kallar eftir er því komin af stað fyrir allnokkru og heldur von- andi áfram á málefnalegum grund- velli. Færri greiningarpróf, minni kostnaður Þróunin undanfarin ár hefur verið sú að sífellt fleiri konur óska eftir snem- mómskoðun með samþættu lík- indamati. Á sama tíma hefur ástungum fækkað en þær voru sam- tals ríflega 170 á síðasta ári. Til samanburðar voru árlega fram- kvæmdar um 500 legvatnsástungur áður en starfsháttum var breytt. Þannig hafa sparast 330 inngrip sem ekki aðeins felur í sér sparnað í bein- hörðum peningum heldur einnig sparnað með fækkun fósturláta í kjölfar greiningarprófa. Hvert grein- ingarpróf kostar um 84.000 krónur (gjaldskrá 2003) og samkvæmt því kosta 330 próf um 28 milljónir. Hvert skimpróf kostar um 11 þúsund krón- ur. Öll skimpróf síðasta árs hafa því kostað um 24 milljónir króna og þar af hafa konur greitt tæplega 8 millj- ónir. Sparnaður vegna færri inngripa hefur því í raun greitt fyrir skim- unina, og gott betur. Gæðaeftirlit Fósturgreiningardeild vinnur sam- kvæmt gæðastöðlum Fetal Medicine Foundation í London og fylgir ná- kvæmu eftirlitskerfi (audit) á 6 mán- aða fresti. Þá hefur rannsóknarstofa Erfða- og sameindalæknisfræði- deildar á LSH fengið aðþjóðlega vottun vegna mælingu lífefnavísa í fósturskimun. Þessar rannsóknir sem hér um ræðir eru því við- urkenndar á alþjóðavettvangi og uppfylla ströngustu gæðakröfur sem gerðar eru til rannsókna af þessu tagi. Sjálfræði verðandi foreldra Í viðtalinu telur Anna Sif upp þá hópa sem hún telur réttlætanlegt að bjóða fósturgreiningu. Í hvaða hlut- verki er hún þegar hún segist geta sagt til um hverjum eigi að bjóðast fósturgreining og hverjum ekki? Að mínu mati er það óskoraður réttur foreldra að velja eða hafna fóstur- rannsóknum enda eru það þau sem síðar munu ala önn fyrir barni sínu. Aðstæður foreldra eru mismunandi og eru þeir misjafnlega í stakk búnir til að takast á við erfiðleika sem tengjast alvarlegum veikindum eða fötlun barna. Hvort er fertuga barn- lausa parið eða 25 ára parið sem á 2 börn fyrir og með aldraðan ein- stakling á heimilinu betur í stakk bú- ið til að annast fatlað barn? Það er ekki mitt að dæma, né annarra. Mik- ilvægt er að verðandi foreldrar fái góðar upplýsingar um þær rann- sóknir sem í boði eru og er það hlut- verk heilbrigðisstarfsfólks að sinna því. Hins vegar er það hlutverk Fóst- urgreiningardeildar Kvennadeildar að sjá til þess að bestu rannsóknir standi til boða á hverjum tíma en for- eldrar velja síðan sjálfir það sem þeir telja réttast. Er fósturskimun hluti af mæðravernd? Það er alkunna að mæðra- og ung- barnavernd er kostuð af almannafé. Við Íslendingar höfum löngum talið það vera einn af hornsteinum vel- ferðarkerfis okkar og í þágu al- mannaheilla að mæðra- og ung- barnavernd sé án endurgjalds, líkt og gert er í nágrannalöndum okkar. Landlæknir hefur lagt til að fóst- urskimun verði skilgreind sem hluti af mæðravernd en heilbrigð- isráðherra hefur ekki tekið afstöðu í málinu. Því eru starfsmenn mæðra- verndar víða í óvissu um hvort bjóða eigi slíkar rannsóknir. Konur hafa hins vegar sóst eftir þjónustunni sjálfar, sem sést á því að á síðasta ári fóru tæplega 2.200 konur í snemm- ómskoðun (flestar með mælingu líf- efnavísa). Þar sem ákvörðun og vilja- yfirlýsingu hefur vantað frá heilbrigðisráðherra um fósturskimun ákvað yfirstjórn Landspítalans gjaldtöku fyrir ómskoðun (með eða án lífefnavísa). Nú vantar enn rekstr- arfé til Landpítalans og er stefnt að hækkun gjaldtöku á þungaðar konur, þ.e. að þær greiði að fullu fyrir óm- skoðun og mælingu lífefnavísa, eða allt að 11 þúsund krónur. Sú afstaða er óskiljanleg, því eins og að ofan greinir þá hafa fjármunir sparast í kjölfar fækkunar inngripa. Nauðsynlegt er að heilbrigðis- ráðherra taki afstöðu sem fyrst til þess hvort fósturskimun sé hluti af mæðravernd, og þar með án gjald- töku fyrir þungaðar konur, eða ekki. Ef fósturskimun er ekki skilgreind sem mæðravernd þá þarf að ákveða hver á að bera kostnaðinn, hver hlut- deild sjúklings er í kostnaði og hvort gjaldtaka er í samræmi við gjaldskrá fyrir sérhæfða læknisþjónustu eða samkvæmt sérákvörðun. Mikilvægt er að gjaldtaka sé hófleg, því aðgang- ur að fósturskimun má ekki vera háð- ur efnahag foreldra. Í flestum ná- grannalöndum okkar og mörgum Evrópulöndum er fósturskimun við- urkenndur hluti af mæðravernd og víða án gjaldtöku. Um fósturrannsóknir Eftir Hildi Harðardóttur ’Full ástæða er til aðræða um fósturrann- sóknir í heild sinni, sama á hvaða tíma með- göngunnar rannsóknin er gerð, frekar en að einblína á einn hluta slíkra rannsókna. ‘ Hildur Harðardóttir Höfundur er yfirlæknir á Kvennadeild Landspítalans. hafi verið tekin skref í átt að stytt- ingu framhaldsskólans. Árið 1999 kom út aðalnámskrá í nátt- úrufræðum fyrir framhaldsskóla. Þar er fyrsta áfanga í eðlisfræði og fyrsta áfanga í efnafræði, sem fram að því höfðu verið tveir að- skildir þriggja eininga áfangar (6 einingar alls), steypt saman í einn þriggja eininga áfanga sem heitir NÁT 123, eðlis- og efnafræði. Líf- fræði og jarðfræði fá hins vegar 3 einingar hvor í NÁT 103 og 113. Þarna eru sem sagt eðlisfræði og efnafræði settar skör lægra en líf- fræði og jarðfræði. Ennfremur voru EFN 313, lífræn efnafræði, og EFN 413, lífefnafræði, tveir þriggja eininga áfangar sameinaðir í einn þriggja eininga áfanga í nýju námskránni. Allir sem kennt hafa lífræna efnafræði og lífefnafræði í framhaldsskóla vita að ekki veitir af 6 einingum til að gera þessu mikilvæga og umfangsmikla efni sæmileg skil. EFN 403 er ekki lengur til skv. nýju námskránni. Engin rök, ekki leitað eftir at- hugasemdum. Það hentaði ekki Birni Bjarnasyni, þáverandi menntamálaráðherra. Mér sýnast þessi skemmdarverk gagnvart efnafræðinni sýna að yfirvöld menntamála eru því miður löngu farin að vinna að styttingu fram- haldsskólans þótt Tómas Ingi kannist ekki við það. Björn Bjarnason og samstarfs- menn hans afrekuðu fleira. Þeir bjuggu til náttúrufræðibraut sem hægt er að ljúka með því að taka aðeins 15 einingar í stærðfræði. Það gleymdist alveg að nátt- úrufræðibraut hét einu sinni stærðfræðideild og til að útskrifast þaðan þurftu nemendur að kunna dálítið í stærðfræði enda þurftu þeir skv. eldri námskrám að ljúka 21 til 27 einingum í stærðfræði. Enn er þó hægt að snúa af þess- ari ógæfubraut. Það er óráð að stytta framhaldsskólann og þarf að hverfa frá þeim hugmyndum. Einnig þarf að lagfæra þær am- bögur sem urðu til í námskránni í tíð Björns Bjarnasonar Ég vona svo sannarlega að núverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hafi vit til þess. Höfundur er efnafræðingur og framhaldsskólakennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.