Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 43 Ný talmeina- og sálfræðistofa Hef opnað talmeina- og sálfræðistofu í Dómus Medica, Egilsgötu 3, 101 Reykjavík - Tímapantanir í síma 563 1040. Greining. Ráðgjöf. Þjálfun. Meðferð. Tal-, mál- og framburðarþjálfun. Uppeldis- og sálfræðiráðgjöf. Persónuleikaþáttapróf. Ráðgjöf varðandi náms- og hæfnismat. Þórey Eyþórsdóttir, talmeinafræðingur, sálfræðingur /Cand.Pæd.Psych., uppeldis- og sérkennslufræðingur/Cand.Paed.Spec. Netfang: thoreyey@isl.is Lífrænt ræktaðar vörur Kárastíg 1, 101 Reykjavík, sími 562 4082. ÍSLENSKIR læknar eru lítill hluti af alþjóðlegri stétt lækna, sem á sér nokkur þúsund ára sögu. Saga lækna er saga endalausrar baráttu við misvitur stjórnvöld um frelsi til að beita þekkingu sinni í þágu hinna sjúku og líðandi. Það er vegna þessa að læknastéttin nýtur virðingar um hinn gjörvalla heim, nema í löndum þar sem stjórnvöld náðu of- urvaldi á stéttinni, eins og t.d. Sovétríkjunum ofl. Þar sem læknar hafa tapað frelsi sínu, hefur stéttin staðnað hratt. Íslensk lækn- isfræði er fyrst og fremst innflutt þekk- ing, aðallega sótt er- lendis af sér- fræðilæknum, því læknisfræði verður ekki lærð af bókum eingöngu. Þessi stór- felldi þekkingarinn- flutningur hefur verið þjóðinni að kostn- aðarlausu. Það er vegna þessa að á okkar litla og afskekkta landi hefur þróast eitt allra ódýrasta og besta heilbrigðiskerfi í heimi. Íslenskir læknar hafa frá upphafi almannatrygginga (1936) kosið að semja við almannatryggingar, nú Tryggingastofnun ríkisins (TR), til að tryggja hinum fátækari aðgang að þjónustu sinni. Hagnast sjúklingar/ almenningur á samningum? Samningurinn hefur fram til þessa tryggt sjúklingum, sérstaklega þeim fátækari, möguleika á læknishjálp og dregið úr útgjöldum þeirra, og þá auðvitað mest þeirra veikustu. Læknar hafa jafnframt tekið að sér að rukka TR fyrir hönd sjúklingsins og þannig hefur sjúklingurinn ekki þurft að leggja út fyrir kostnaði, eða gera sér ferð niður á TR til að fá endurgreitt. Einnig hefur tilvist samningsins aukið framboðið, þann- ig að í dag hafa sjúklingar t.d. raun- verulega valkosti til hvaða sér- fræðilæknis þeir leita. Hagnast TR á samningum? Með samningum við lækna kom TR á skilvirku greiðsluformi á þeim kostnaði, sem sjúklingar eiga rétt á vegna skattgreiddra sjúkratrygg- inga sinna. Það að læknar rukka TR, í stað þess að hver einstakur sjúk- lingur mæti með reikning sinn niður á TR, leiðir til mikils sparnaðar í húsnæði og mönnun og þannig forð- ast daglegar biðraðir út á götu. Jafn- framt hefur tekist að halda verði þjónustunnar í því lágmarki, sem hún er í dag og þannig spara útgjöld til hinna sjúkratryggðu. TR fær einnig betri yfirsýn yfir starfsemi lækna og möguleika á að áætla út- gjöld fyrir hina sjúkratryggðu, tala lækna er nokkuð þekkt og afköst þeirra einnig. Hagnast læknar á samningum? Með samningi við TR geta læknar sinnt fátækum sjúklingum og þurfa ekki að fara í mann- greinarálit, sem er í raun andstætt lækn- ishugsjóninni. Nið- urgreiðlur TR vegna hins sjúkratryggða þýða, að lækninum eru nokkuð örugglega tryggðir fleiri sjúkling- ar, en utan samnings, einfaldlega vegna þess að flestir sjúklingar vilja ekki, eða hafa ekki efni á að leita til dýrari lækna. Af ofangreindu má sjá að allir aðilar ættu að geta hagnast á samningi lækna við TR. Sú athyglisverða staða hefur komið upp að ýmsir halda að sér- fræðilæknar geti gert út á „heilbrigðishítina“, „ríkisspenann“ eins og sumir kalla það. Sér- fræðilæknar eiga enga möguleika, eða rétt á greiðslum úr „heilbrigðishítinni“. Það eru ein- göngu sjúklingarnir sjálfir, sem eiga rétt á greiðslum úr sjóðum TR. Það að læknar rukka TR fyrir sjúkling- inn hefur einhvern veginn breyst, í hugum sumra, yfir í að læknar séu í vinnu hjá TR, en ekki hjá sjúklingn- um sjálfum, sem aftur bendi lækn- inum á að þeir séu tryggðir hjá TR og að hann geti sent hluta reiknings- ins þangað. Svo langt hefur þessi hugsun náð, að fyrir nokkrum árum sömdu læknar af sér frelsi sitt til að sinna sjúklingum með fullri afkasta- getu. Þetta hefur þungavigtarmaður í þjóðmálaumræðunni, Jón Steinar Gunnlaugsson prófessor, nýlega bent á. Raunveruleiki sjálfstætt starfandi sérfræðilækna hvað at- vinnufrelsi varðar hefur síðustu ár verið sá, að nánast óhugsandi er að reka læknastofu án samnings við TR vegna þess að sjúklingar fá sömu þjónustu niðurgreidda annars staðar og framboðið er gott. Læknar hafa nú kynnst afleiðingum þess að semja af sér atvinnufrelsið og neita að end- urnýja þann samning aftur (og er hann úr sögunni frá áramótum). Norska leiðin Undirritaður rak eigin sér- fræðilæknastofu í Noregi í allmörg ár og kynntist samvinnu lækna og þarlendra almannatrygginga vel. Heilbrigðisyfirvöldum þar hefur lengi verið ljóst að sérfræðilækna- þjónustan er ekki nægjanleg vel út- byggð og hafa lagt sig fram við að fjölga sérfræðilæknum, sérstaklega í vissum sérgreinum. Þar er meiri vinna lögð í að tryggja sjúklingum eðlilegt aðgengi að sérfræðilæknum, en að hengja sig í hvar sjúklingar fá sína þjónustu og hvort einhver lækn- ir taki einhverjum krónum meira fyrir sína þjónustu, en aðrir læknar. Almannatryggingarnar borga ákveðna upphæð fyrir hvert lækn- isverk, eins og hér á landi, en hins vegar ræður læknir sjálfur hvaða heildarverð hann þarf að taka fyrir sinn rekstur, sem reynist, í lang- flestum tilfellum, tiltölulega lítil hækkun á þeirri upphæð (lágmarks- taxta), sem norska læknafélagið og almannatryggingar koma sér saman um reglulega. Um þetta ríkti sátt í samfélaginu, kostnaður samfélags- ins var fyrirsjánlegur og fjárlög fóru ekki úr böndunum. Ekki var að sjá að læknar misnotuðu þessa aðferð og engin ástæða til að halda að slíkt myndi gerast hérlendis. Læknar geta eins og aðrir í viðskiptum „prís- að sig út af markaðinum“. Slíkt hef- ur, að því er mér skilst, gerst hjá tannlæknum á íslandi, þannig að menn hafa þurft að lækka sig aftur. Út um allan heim starfa læknar á eigin læknastofum, bæði heilsu- gæslulæknar og sérfræðilæknar við hlið heilbrigðiskerfis hins opinbera og ríkir um það sátt. Þurfa Íslend- ingar að hafa þetta öðruvísi? Að undanförnu hefur verið sótt að 3 meginsviðum íslenska heilbrigð- iskerfisins; sjúkrahúsum, heilsu- gæslunni og nú sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum. Ef heldur áfram, sem horfir, er hætta á því að rík- isstjórnar Davíðs Oddsonar verði helst minnst sem ríkisstjórnarinnar sem „rústaði“ besta og ódýrasta heilbrigðiskerfi í heimi. Mér finnst að ríkisstjórnin eigi betri eftirmæli skilið. Hvers vegna semja læknar við Tryggingastofnun ríkisins? Einar Guðmundsson skrifar um deilu sérfræðilækna og Tryggingastofnunar ’Læknar hafanú kynnst afleiðingum þess að semja af sér atvinnu- frelsið…‘ Einar Guðmundsson Höfundur er sjálfstætt starfandi geðlæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.