Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 54
MINNINGAR
54 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Það var um miðjum
sjöunda áratuginn sem
hópur fólks úr Kópa-
vogi og víðar af höfuð-
borgarsvæðinu tók að
ferðast að sumarlagi
um fjöll og firnindi. Leiðir lágu
gjarnan um þær slóðir sem ekki voru
fjölfarnar og nokkur ævintýra-
mennska var ríkjandi. Þá voru marg-
ar ár óbrúaðar og farið yfir þær á
vaði. Má þar nefna Tungnaá,
Skeiðará og aðrar ár á Skeiðarár-
sandi sem ekið var yfir áður en þær
voru brúaðar.
Þessi hópur samanstóð af fólki á
öllum aldri – fullorðnu fólki, foreldr-
um með börn sín og allt þar á milli.
Margir hafa nú horfið á braut sem
voru þátttakendur í ferðunum og í
dag kveðjum við Ólaf Jensson verk-
fræðing sem var einn af þeim sem
þátt tóku í þessum ferðum ásamt
fjölskyldu sinni.
Upphaflegi ferðahópurinn klofn-
aði reyndar síðar í tvö félög og var
Ólafur ásamt undirrituðum í forystu
ÓLAFUR
JENSSON
✝ Ólafur Jenssonfæddist í Bol-
ungavík 17. ágúst
1922. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 24. desem-
ber síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Fossvogskirkju
8. janúar.
í öðrum þeirra, í nokkr-
um ferðum og var farið
á hverju sumri í ævin-
týraferðir sem þátttak-
endur munu seint
gleyma.
Ólafur hafði þegar
ferðast talsvert um
landið á þessum árum
og var óþreytandi að
uppfræða okkur um
landslagið og ýmislegt
því tengt. Ólafur átti
létt með að kasta fram
stöku og gerði gjarnan í
þessum ferðum og hafa
sumar þeirra varðveist
í gegnum tíðina.
Til að svala ferðalönguninni tókum
við Ólafur að okkur í samstarfi við
Jöklarannsóknarfélag Íslands mæl-
ingar á hopi Síðujökuls.
Nokkur haust fórum við austur á
Síðu til þessara mælinga, ásamt
fleirum, má þar nefna Erling mág
hans og Ara son hans. Venjulega
voru þetta ánægjulegar gönguferðir,
en ein skar sig þar úr og er ógleym-
anleg þeim sem með voru, hvort
heldur þeir héldu að jökulsporðinum
eða biðu átekta á Klaustri. Þá gekk
fellibylurinn Ellen yfir landið þenn-
an dag með þvílíku óveðri – rigningu
og roki. Það voru því þreyttir og
hraktir ferðamenn sem skiluðu sér á
hótelið á Kirkjubæjarklaustri þetta
kvöld.
Við minnumst Ólafs sem trausts
og góðs ferðafélaga þar sem aldrei
féll skuggi á samheldnina og þökkum
honum samfylgdina í öll þessi ár.
Jafnframt sendum við Grétu og fjöl-
skyldunni innilegar samúðarkveðjur.
Gróa og Kristmundur.
Kveðja frá
Blindrabókasafni Íslands
Á frumkvöðulsárum hljóðbóka-
gerðar um miðjan áttunda áratuginn
tókst Ólafur Jensson á hendur inn-
lestur á segulbönd. Hann las mikið
magn af íslenskum bókmenntaperl-
um svo sem Sturlunga sögu, Forn-
aldarsögur Norðurlanda, Hómers
kviður og fleira. Þessar bækur
skarta nú í bókakosti Blindrabóka-
safns Íslands vegna þess hve mikill
úrvalslesari Ólafur var og hve vel var
vandað til lestrarins.
Þegar Blindrabókasafn Íslands
var í mótun upp úr 1980 kom Ólafur
Jensson þar að og þá sem fagmaður
við undirbúning að skipulagi þessar-
ar nýju stofnunar.
Við stofnun Vinafélags Blindra-
bókasafns Íslands fyrir tæpum tíu
árum mætti Ólafur Jensson til starfa
að nýju og vann hann félaginu af alúð
á meðan starfskraftar entust. Hann
lét lítið fyrir sér fara á fundum en var
oft sá sem hafði tekið mest að sér
þegar upp var staðið og vann þau
verk af skilvirkni.
Fyrir hönd Blindrabókasafns Ís-
lands vil ég þakka Ólafi fyrir störf
hans, öll unnin í sjálfboðavinnu. Ég
kveð þennan hljóðláta og dula mann
sem óskaði þess einungis að vinna vel
að málefni sem honum var hugleikið.
Helga Ólafsdóttir.
Hún amma mín á
Vatnsleysu sagði okkur
krökkunum mikið af
sögum frá æskuheimil-
inu á Reykjum á Skeið-
um, glaðværðinni og
söngnum, svo og alvar-
legri gildum tillitssemi
við annað fólk og kristilegan kærleik
til alls sem lífsanda dregur. Menn-
ingin fyllti út í hvert horn á stofunni
stóru sem skildi eftir visku og þroska
hjá börnunum.
Þessar sögur koma ósjálfrátt í
hugann er ég ætla að minnast uppá-
halds frænda míns sem var enn
meira skyldur konu minni. Hann
Ingvar á Reykjum naut svipaðrar
handleiðslu og amma með sínum
fjölmenna systkinahópi, auk þess að
mennta sig á draumaskóla Sunn-
lendinga á þeim tíma á Laugarvatni.
Ég ætla að bregða upp mynd af
Ingvari sem ég hef myndað mér þeg-
ar hann var um tvítugt, og ég þekkti
sáralítið þá. Sé hann glaðbeittan með
óstöðvandi athafnaþrá, glæsilegan
yfirlitum, íturvaxinn með ólgandi
blóð í æðum. Hann hafði ákveðið að
taka grunn að nýju húsi á neðsta
hjallanum fyrir neðan Reykhólinn.
Hann mundaði skófluna og byrjaði
kappsfullur að moka þar til klöppin
var orðin undirstaða. Hvað væri sagt
ef leika ætti slíkt eftir? Sá maður
væri talinn undarlegur, svona eru
tímarnir breyttir.
Það gekk hratt og vel að koma upp
glæsilegu húsi. Eftirlætisiðja Ingv-
ars var alla tíð að fegra og bæta
draumaheimilið sem var honum helg
vé og fékk nafnið Reykjahlíð.
Líf hans einkenndist af hamingju
og gleði. Hann fékk að lífsförunaut
Sveinfríði Sveinsdóttir, skagfirska
að uppruna, þau voru gift meira en
hálfa öld. Hún studdi hann og styrkti
í öllum verkum. Þeim fæddust þrjár
dætur og tveir synir, Hjalti dó í
blóma lífsins óvænt. Það var þungt
og óvægið högg. Sorgin hefur alltaf
INGVAR
ÞÓRÐARSON
✝ Ingvar Þórðar-son fæddist 29.
september 1921.
Hann lést á Selfossi
27. desember síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Skál-
holtskirkju 3. janúar.
fylgt gleðinni eins og
skuggi. Hinn sonurinn
Sveinn og kona hans
Katrín Andrésdóttir
dýralæknir tóku við bú-
skapnum, sem varð
Ingvari mikið gleðiefni.
Hann blómstraði í fé-
lagsskap bræðra sinna
Þorsteins og Bjarna og
eiginkvenna þeirra sem
öll bjuggu á Reykjum.
Það var merkilegt, fal-
legt og gott samfélag
sem verðugt væri að
skrifa um.
Félagsmálamaður-
inn Ingvar naut trúnaðar sveitunga
sinna í hrepps- og sýslumálum auk
afskipta af afréttarmálum sem voru
honum afar kær og Skeiðaréttir
hygg ég að hafi verið í hans umsjá.
Kynni mín við Ingvar og Skeiða-
menn urðu fyrst veruleg þegar
Iðubrúin kom yfir Hvítá.
Þátttaka hans og Ólafs í Skeiðhá-
holti í Skálholtskórnum undir stjórn
dr. Róberts Abrahams sem undrað-
ist mjög efniviðinn, hvað margar silf-
urtærar náttúruraddir voru til í svo
litlu samfélagi. Áttu vinirnir af
Skeiðunum heima í þeim hópi með
sínar voldugu, djúpu og ómþýðu
bassaraddir. Kaffistundirnar á
prestsetrinu voru óborganlegar sem
Ingvar átti góðan þátt í.
Ingvar var vigtarmaður í slátur-
húsinu í Laugarási öll árin sem það
starfaði. Handbragð á vigtarseðlun-
um var slíkt að verðugt væri að
geyma sýnishorn í skjalasafni.
Ingvar var ræktunarmaður góður,
túnrækt fórst honum vel úr hendi,
fjárræktin til fyrirmyndar, kosta-
miklar og afurðasamar ær og úrvals-
hrútar eftirsóttir sem kynbótagripir.
Mér finnst þó merkilegust ræktun
vináttunnar sem margir munu meta
sem skínandi gimsteina í minning-
unni um hann. Eftir að við fluttum að
Selfossi fyrir tíu árum kom hann
ótrúlega oft í heimsókn, alltaf var
eftirvæntingin jafnmikil, fá ferskan
andblæ, fjöruga umræðu um ólíkleg-
ustu málefni, sem alltaf skildu eftir
gleði í hjarta. Það má segja að líf
Ingvars hafi verið eins og sólbjartur
sumardagur þó að skugga hafi borið
fyrir. Svo kom áfallið mikla fyrir
rúmu ári, alger heilsubilun, maður
fékk þó að sjá kraftaverkin gerast.
Með einbeittri hörku hans endur-
heimti hann ótrúlegan bata sem ent-
ist alltof stutt.
Ég og fjölskyldan sendum ástvin-
um öllum innilegar samúðarkveðjur.
Ingvar kveðjum við í Guðs friði
með bænarversinu:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engill svo ég sofi rótt.
(M. Joch.)
Björn Erlendsson.
Við sáum Ingvar fyrst í Skálholts-
dómkirkju fyrir um fjórum áratug-
um. Það var á Skálholtshátíð, dr. Ró-
bert stýrði kórnum við messuna og
við tókum sérstaklega eftir for-
söngvaranum, hinni mjúku hlýju
rödd hans og björtu svipmóti. Þetta
var Ingvar á Reykjum.
Nokkrum árum síðar kynntumst
við þessum góða dreng og fjölskyldu
hans er við fluttum austur sem
prestshjón í Stóra-Núpsprestakalli
en Reykjabæirnir voru þar, í Ólafs-
vallasókn.
Fjölskyldan var reyndar ekki nein
smásmíði. Þeir bræður Ingvar, Þor-
steinn og Bjarni bjuggu sjálfstæðum
búum í náinni samvinnu á sömu torf-
unni. Konur þeirra, Unnur, Silla og
Fríða, voru samrýndar eins og syst-
ur. Öll hjónin áttu myndarlegan
barnahóp þannig að um 25 manns
bjuggu á torfunni. Þó að elstu börnin
væru komin í skóla syðra, brást það
ekki að þau komu heim um helgar
enda var ekki annars staðar
skemmtilegra að vera. Reykjafólkið
var lífsglatt, söngvið og félagslynt og
harðduglegt til vinnu. Búin voru af-
urðagóð og sérlega snyrtileg. Þarna
var bændamenning af bestu gerð.
Nær öll hjónin sungu í kirkjukórn-
um og voru burðarásar í kirkjulífinu.
Það var glatt á hjalla á kirkjukórsæf-
ingunum, ekki síst þegar Ingvar og
stórvinur hans Ólafur í Skeiðháholti
stilltu saman skemmtistrengina. Nú
hafa þeir báðir kvatt okkur með
stuttu millibili, þessir höfðingjar
sem við söknum sárt.
Ingvar var frábær félagsmála-
maður, gjöfull á tíma sinn og orku,
skildi vel gildi heilbrigðs félagslífs í
dreifbýlinu og studdi allt sem efldi líf
og samfélag sveitunganna. Hann var
var einn af þeim dýrmætu mönnum,
sem mæta nýjum hugmyndum með
áhuga og jákvæðri afstöðu. „Það
mætti prófa það,“ sagði hann gjarn-
an þegar við mæltum fyrir einhverju
nýmæli. Úrtölur voru ekki hans
deild, heldur þvert á móti, hvatning
og liðsinni voru hans viðbrögð.
Þess vegna var svo gaman að
vinna með Ingvari, hann var hug-
maður, fjörmaður sem naut lífsins.
Mesta gæfa hans var auðvitað
Fríða, Sveinfríður, kona hans, Skag-
firðingur, sem skildi bónda sinn svo
vel og studdi á allar lundir. Saman
mynduðu þau einstakt teymi enda
bera börn þeirra, vel menntað, gott
og glæsilegt fólk, því best vitni
hvernig að þeim var búið á uppvaxt-
arárunum. Eins og aðrir sveitungar
löðuðumst við að heimili þeirra
Fríðu og Ingvars, áttum þar margar
góðar stundir og börnin okkar áttu
þar gjarnan skjól þegar á þurfti að
halda.
Það er gangur lífsins að aldraður
maður kveðji í fyllingu tímans en
mikill er sjónarsviptirinn að Ingvari
á Reykjum. Það gladdi okkur alltaf
og yljaði að vera samvistum við hann
og þau Fríðu. Þaðan eigum við dýr-
mætar minningar, fjársjóð, sem við
getum sífellt ausið af til að ylja okkur
og gleðja.
Guð geymi Ingvar og umvefji
Fríðu og alla fjölskylduna þeirra
með náð sinni og kærleika.
Rannveig og Bernharður.
Við kveðjum nú Ingvar Þórðar-
son, bónda í Reykjahlíð á Skeiðum.
Við kynntumst honum í gegnum
barnabarn hans, Atla Sigurðsson.
Ófáar frábærar stundir áttum við á
heimili Ingvars og Sveinfríðar sem
stóð okkur alltaf opið. Eftir að hafa
gætt okkur á krásum Sveinfríðar
sátum við oft með Ingvari fram á
kvöld og ræddum landsmálin, okkur
bæði til gagns og mikillar skemmt-
unar. Eftirminnilegast var að Ingvar
kom alltaf fram við okkur sem jafn-
ingja sína, og kryddaði samræðurn-
ar með skemmtilegum sögum.
Við og fjölskyldur okkar vottum
Sveinfríði, börnum og barnabörnum
innilega samúð okkar.
Magnús, Ólafur og Ólafur Jón.
Það var í gegnum söng, hlátur og
skemmtilegheit sem leiðir okkar
Ernu vinkonu minnar lágu saman í
Hamrahlíðarkórnum fyrir einum 27
árum og uppúr þeim kynnum þróað-
ist sú góða vinátta sem tengt hefur
okkur síðan og aldrei borið skugga á.
Ég var svo ljónheppin að kynnast
ekki einungis þessari traustu vin-
konu heldur einnig fjölskyldunni
hennar allri, fyrst systkinunum
fimm og síðar foreldrum hennar,
Ingvari Þórðarsyni og Sveinfríði H.
Sveinsdóttur.
Fjölskyldan bjó í Reykjahlíð á
Skeiðum, en þar höfðu þau hjónin
byggt sér hús á föðurleifð Ingvars á
Reykjum og þar bjuggu einnig
bræður hans, Þorsteinn og Bjarni,
ásamt fjölskyldum sínum. Þær eru
margar yndislegar sögurnar sem
Erna og systkini hennar hafa sagt
mér af uppvextinum í þessu barn-
marga og fjöruga umhverfi.
Samheldni, þolinmæði og rík
kímnigáfa eru ótvírætt veganesti
sem þau systkinin hafa fengið úr föð-
urhúsum því ég hef sjaldan kynnst
jafn æðrulausu fólki og fjölskyldunni
hennar Ernu minnar, fyrir nú utan
söngelskuna. Á þeim bæjum er ekki
verið að velta sér uppúr vandamál-
unum, það er heldur gengið í að
leysa þau.
Ég varð fljótlega heimagangur í
Eskihlíðinni, þar sem systkinin
bjuggu í borginni, alveg með ólík-
indum hvað ég var þar oft en þar átti
ég svo sannarlega hauka í horni.
Það sem ég heillaðist mest af í fari
fjölskyldunnar var hversu opinská
og blátt áfram þau voru hvert við
annað. Hvorki leyndarmál né pukur,
ekkert dregið undan og ef það þurfti
að koma einhverju óþægilegu til
skila þá var það gert með húmor.
Eða að gera hreinlega stólpagrín að
sjálfum sér! Þau tóku mig með
trompi öllsömul.
Fyrsta ferðin í Reykjahlíð er
ógleymanleg, móttökurnar og faðm-
lögin, mér var tekið eins og fóstur-
dóttur, svei mér þá.
Við Ingvar urðum fljótt mestu
mátar, enda bæði opinská, hlógum
mikið og ég tala nú ekki um þegar
fjölskyldan tók lagið, ég var alveg
heilluð, það var yndislegt að eiga at-
hvarf hjá slíkum ljúfmennum. Þegar
leita þurfti sérstaklega eftir stuðn-
ingi þá fór ég í eldhúsið og þvældist
fyrir henni Fríðu og beið eftir gull-
kornum.
Það er ekki sjálfsagt mál að eiga
góðan föður en ég held að Ingvari
hafi hlotnast sú Guðsgjöf að vera
fyrirmynd, uppalandi og vinur
barnanna sinna, allt í senn. Þau
hjónin voru mjög ólík, hann svona
opinn og lá ekki á skoðunum sínum
en hún svona hljóðlát og varkár í
orðavali en þau náðu að laða fram
það besta hvort hjá öðru og ég veit
ekki betur en þau hafi sýnt að það sé
nákvæmlega lykillinn að farsælu
hjónabandi. Slíkt veganesti er ómet-
anlegt handa börnum og barnabörn-
um.
Þungbúið ský hefur dregið fyrir
sólu í tilverunni við fráfall Ingvars
Þórðarsonar og óbætanlegt skarð
hefur verið höggvið í fjölskylduna.
Ég veit að þeir feðgar Hjalti og
Ingvar eru búnir að finna hvor ann-
an og farnir að huga að verkefnum
sem þarf að sinna á æðri stöðum. Ég
þakka ógleymanleg og ómetanleg
kynni.
Fríða mín, Svenni og Katrín,
Gígja og Magnús, Nunna og Óli og
Erna mín og Þorsteinn, Guð styrki
ykkur í sorginni. Afabörnunum öll-
um sendi ég hughreystandi kveðjur.
Ingibjörg Ingadóttir.
Áður fyrr var það lenska að borg-
arbörn fóru í sveit á sumrin enda al-
gengt að afar, ömmur eða annað
skyldfólk byggi úti á landi. Hin síðari
ár hefur dregið úr þessu og flest
börn sinna aldrei fjósverkum eða
heyskap. Hjónin Ingvar Þórðarson
og Sveinfríður Sveinsdóttir í
Reykjahlíð voru í hópi þeirra bænda
sem áttu verulegan hlut í uppeldi
margra borgarbarna. Saman ráku
þau myndarlegt bú og stórt heimili
og varla hægt að hugsa sér betra
fólk til að dvelja hjá.
Í Reykjahlíð hafa allnokkrir nem-
endur á Bændaskólanum á Hvann-
eyri stundað verknám sitt hjá Sveini
Ingvarssyni og Katrínu Andrésdótt-
ur. Mikill samgangur var jafnan á
milli húsanna og Ingvar tók fullan
þátt í búverkunum með unga fólkinu.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
dvelja í Reykjahlíð sumarlangt og
mun búa að þeirri reynslu lengi. Það
var ekki síst Ingvari að þakka að
vistin lukkaðist svo vel. Lífsgleðin og
jákvæðnin var mikil í gamla mann-
inum. Ingvar lét sig aðra varða og
gerði ekki mannamun. Hann var
hamhleypa til allra verka og kappið
dofnaði ekkert þótt aldurinn færðist
yfir. Ingvar var hagur á tré og á efri
árum galdraði hann ýmislegt úr
rennibekknum og gaukaði að vinum
sínum.
Í sumar sem leið hitti ég Ingvar í
síðasta skipti. Þá var greinilegt að
veikindi höfðu tekið sinn toll. Samt
sem áður var glettnin og hlýjan enn
á sínum stað hjá þessum sómamanni.
Það verður öðruvísi að heimsækja
Reykjahlíð nú þegar Ingvar er allur.
Við Arna sendum samúðarkveðjur
til allra aðstandenda og vina Ingvars
Þórðarsonar.
Tjörvi Bjarnason.
Ef ég mætti yrkja
yrkja vildi ég jörð.
Sveit er sáðmanns kirkja,
sáning bænagjörð.
Þessi lofsöngur Bjarna Ásgeirs-
sonar til moldarinnar og gróðursins
finnst mér eiga vel við vin minn og
félaga, Ingvar Þórðarson í Reykja-
hlíð, sem lést 27. des. sl. Hann var
bóndi af lífi og sál og bundinn jörð
sinni og sveit sterkum böndum, þar
sem hann lifði og starfaði alla ævi.
Jörðin Reykir er ættarjörð og hef-
ur sama ættin búið þar í nær 300 ár,
eða allt frá því að Bjarni Jónsson (f.
1666) hóf þar búskap árið 1709, en
hann var afi Eiríks Vigfússonar,
hreppstjóra og bónda á Reykjum
1787–1833, sem Reykjaætt er venju-
lega rakin frá.