Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er orðið fremur skuggsýnt þegar við Margrét Hall- grímsdóttir þjóð- minjavörður renn- um í hlað á Núps- stað. Gömlu bæjar- húsin þar og bæn- húsið eru landskunn, fyrir þau er staðurinn þekktastur. Þjóðminja- safnið lét rannsaka húsin meðan þau voru í fullri notkun. Stjörnurnar megna varla að lýsa okkur þegar við paufumst niður traðirnar og framhjá gömlu torf- húsunum, áleiðis í heimsókn til þeirra bræðra Eyjólfs og Filippus- ar Hannessona, sem búa á Núps- stað. Við bæjardyrnar hjá þeim get- um við rétt séð móta fyrir bænhús- inu gamla sem er í vörslu Þjóð- minjasafns. Það var upphaflega byggt á 17. öld en endurbyggt um 1960. Það er hlýtt og notalegt í eldhús- inu hjá þeim Eyjólfi og Filippusi. Sá síðarnefndi hefur komið sér vel fyrir í innsta horninu við eldhús- borðið en Eyjólfur sér um að reiða fram kaffi handa gestunum sem sannarlega er vel tekið á móti. „Við erum svo seint á ferð, eruð þið nokkuð búnir með kaffikvótann í dag?“ segir Margrét um leið og við fáum okkur sæti við eldhús- borðið. Nei, þeir bræður halda nú ekki og öll fáum við okkur slurk af hin- um görótta „þjóðardrykk“. Góð gen og grasaseyði Núpsstaður í Fljótshverfi er austasti bær við Skeiðarársand og var mjög einangraður á árum áður. Bærinn stendur framan undir háum hömrum, skammt fyrir vest- an Lómagnúp. Jörðin liggur undir ágangi af skriðum og grjóthruni en eigi að síður eru þar varðveitt bæj- arhús sem byggð voru fyrir hundr- að árum. Bræðurnir tveir sem sitja með okkur Margréti til borðs eru báðir hátt í það eins gamlir og bæjarhúsin. Þeir og ættmenn þeirra löguðu sinn lífsstíl og bú- skaparhætti að landinu og gerðu fremur litlar veraldlegar kröfur þannig að á Núpsstað viðhéldust lengur en annars staðar ýmsir sið- ir og venjur sem hurfu með vél- væðingu og öðrum nýjungum nú- tímans. En þrátt fyrir háan aldur eru bræðurnir unglegir að sjá. „Það eru augljóslega góð í ykkur genin hér eystra,“ segir Margrét þegar talið berst að þeim háa aldri sem fólkið á Núpsstað hefur náð margt hvert, og raunar fleiri í sveitinni. Ég virði fyrir mér aug- lýsingamiða frá fegrunarsérfræð- ingi og grasalækni í Garðabæ sem stendur á syllu fyrir ofan borðið og hef orð á að kannski sé það fegr- unarframleiðslu hennar að þakka hve aldurinn hefur sett sín spor á bræðurna af mikilli hæversku. „Uss nei, við notum engin krem, þetta er frænka okkar og við fáum bara hjá henni grasaseyði,“ svarar Eyjólfur. Á syllunni er líka ljósmynd af gerðarlegri silfurhærðri konu. Margrét spyr hver þetta sé. „Nafna þín og systir okkar, hún er 99 ára og býr í Reykjavík,“ svarar Eyjólfur. „Ekki þó ein?“ segi ég. „Jú, alveg ein,“ svara þeir. Amma Davíðs Oddssonar Þau Hannes Jónsson og Þóranna Þórarinsdóttir hafa greinilega ekki kastað til þess höndum þegar þau voru að leggja drög að barnahópn- um sínum, né heldur alið hann á neinni óhollustu – um það vitnar bæði hinn hái aldur sem börnin hafa náð og að þau skyldu öll kom- ast upp, tíu að tölu. Samhliða bú- skapnum var Hannes landpóstur allt til ársins 1947, forfeður hans sinntu þessu starfi einnig. Móð- urætt hans hafði setið á Núpsstað frá 1730. „Faðir okkar fæddist 1880, Mar- grét móðir hans var einbirni og eignaðist hann 16 ára utan hjóna- bands, Hún dó tveimur árum síðar úr mislingum. Faðir okkar erfði Núpsstað aðeins 5 ára gamall, þeg- ar móðurafi hans dó. Eftir lát hans kom Jón Jónsson faðir hans hingað til þess að ala upp son sinn og föð- ur okkar. Afi átti aldrei Núpsstað og ekkert nema vinnuna sína. Hann gifti sig en eignaðist ekki barn með þeirri konu. Svo tók hann framhjá með vinnukonu sem Torfhildur hét og eignaðist með henni dóttur sem er amma Davíðs Oddssonar forsætisráðherra.“ Hér var sungið og grátið Ég spyr bræðurna hvort þeir hafi ekki kvænst? „Nei, og þá þurftum við aldrei að skilja,“ svarar Eyjólfur að bragði. „Aldrei legið nærri?“ segi ég. „Við höfum í það minnsta aldrei gert það,“ svarar Eyjólfur. Ekki voru þeir bræður þó ógiftir vegna þess að úrvalið skorti. „Hér var mikið af ungu fólki í Núpsstaður nú og þá Bænhúsið og gömlu bæj- arhúsin á Núpsstað eru landskunn. Synir Hannesar landpósts, þeir Eyjólfur og Filippus, búa á Núpsstað. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við þá bræður um bænhúsið, gamla bæinn og býsna margt annað. Morgunblaðið/Ómar Bænhúsið á Núpsstað á björtum sumardegi. Lómagnúpur í baksýn. Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugs Eyjólfur Hannesson segir mikið hafa verið lesið á heimilinu á árum áður.Filippus Hannesson segir fáa úr sveitinni hafa farið til mennta í þeirra æsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.