Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 29
Hann sagðist síðan myndu koma til Íslands um sumarið og fá sér pláss á báti þangað til ráðningarsamningur minn rynni út. Þá ætlaði hann að koma með mér til Noregs. Þetta fannst mér hið besta mál. Félagarnir héldu síðan úr landi með Gullfossi. Ég lof- aði honum að það myndi bíða hans bréf í Kaupmannahöfn þegar skipið kæmi þangað. Hann var því feginn og sendi mér eldheit kort frá öllum við- komustöðum skipsins á leiðinni til Kaupmannahafnar. Ég var því afar hamingjusöm og brá í illilega í brún þegar ég fæ kort frá Uwe í Kaup- mannahöfn þar sem hann var hálfsúr og sagðist ekki hafa fengið neitt bréf frá mér. Hann sagðist samt ætla að senda kort frá Spáni og lét mig fá heimilisfangið í Flensburg þangað sem ég gæti sent honum bréf. Þetta urðu síðustu samskipti okkar.“ Dó í bílslysi á Torremolinos Þetta var þó ekki það síðasta sem hún fregnaði af ferðum kærastans. „Það næsta sem ég frétti af kær- astanum mínum var í bréfi frá spænskum lögfræðingi sem sagði að Uwe og Klaus hefðu farist í bílslysi á Torremolinos. Í bréfinu stóð að nafn- ið mitt og heimilisfang á Íslandi auk hrings með nafninu mínu gröfnu í hefði verið það eina sem hefði gefið upplýsingar um hverjum bæri að til- kynna andlát þeirra. Síðan harmaði lögfræðingurinn afdrif Þjóðverjanna og óskaði mér alls hins besta í harmi mínum. Við þessar fréttir fannst mér heim- ur minn hruninn og ég lokaði mig af og grét og grét. Ég skildi ekki hvern- ig þetta gat gerst. Þegar ég hafði að vera var um sig og mjög óráðlegt fyrir ungar stúlkur að vera einar út á kvöldin. Ég vissi svo sem ekkert hvað beið mín en óhikað gekk ég mína leið. Enn kom borgin mér á óvart og nú með öllum skemmtistöðunum sem urðu á vegi mínum og fjörinu inni á þeim. Ég held það hafi bara verið á fyrsta skemmtistaðnum sem ég fór inn á sem ég hitti stúlkuna sem varð mín besta vinkona á Íslandi. Hún heitir Lilja en ég man því miður ekki eftirnafnið. Við upplifðum eitt og ann- að saman og langstærsti hlutinn af því var afar skemmtileg reynsla. Fjörið í Reykjavík var svo miklu meira en í Ósló. Þar var næturlífið fá- tæklegt og nánast allt lokað eftir klukkan tíu á kvöldin meðan skemmtistaðirnir í Reykjavík voru opnir langt fram nótt. Þá átti svo sannarlega vel við að Ósló var kölluð stærsti sveitabær í heimi. Mér fannst samt Íslendingarnir drekka fullmik- ið. Þá á ég við karlmennina. Ég minn- ist þess varla að hafa séð drukkna konu meðan ég var á landinu. Ekki er hægt að skilja við skemmt- analífið í Reykjavík án þess að minn- ast á öll bíóin. Nánast á hverju götu- horni í miðbænum var kvikmynda- hús. Það voru miklu fleiri kvikmynda- hús í Reykjavík en í Ósló. Við fórum því oft í bíó og ég man eftir því að myndirnar voru aldrei með texta. Ég man líka eftir að mjög margar dansk- ar myndir voru sýndar og ein og ein norsk. En flestar voru myndirnar þó amerískar ef ég man rétt. Textaleysið á kvikmyndunum skýrir kannski hve Íslendingar voru góðir í ensku og dönsku. Þó ég talaði litla sem enga ensku skildum við hvert annað því norska og danska eru ekki svo ólík tungumál. Ég var svo sem fljót að skilja íslensku en ég náði aldrei að tala málið. En eftir á að hyggja kynntist ég borginni bara yfir vetrartímann og sá hana því aldrei skarta sínum fegursta sumarskrúða. Mér er þó eftirminni- legt hve mér þótti fallegt í kringum Alþingishúsið. Frá Austurvelli á ég margar ljúfar minningar.“ Rómantík og dramatík Ljúfu minningarnar frá Austur- velli tengjast allar fyrstu sönnu ást- inni sem Eldbjörg kynntist. Hún féll nefnilega kylliflöt fyrir þýskum sjó- manni Reykjavík. „Fljótlega eftir að ég kynntist Lilju hittum við tvo Þjóðverja, Uwe og Klaus. Þeir voru báðir sjómenn á togaranum Skúla Magnússyni. Þeir sögðust vera á íslensku fiskiskipi til að þéna peninga og ætluðu svo heim til Flensborgar um sumarið. Okkur fannst þeir hinir skemmtilegustu strákar og þegar þeir sögðust vilja hitta okkur aftur næst þegar þeir kæmu í land vorum við ekki fráhverf- ar því. Til að gera langa sögu stutta tókust ástir með okkur. Við Uwe trúlofuðum okkur og Lilja var með Klaus. Tíminn sem í hönd fór var bæði spennandi og mjög skemmtilegur. Við fórum alltaf út saman þegar strákarnir voru í landi og áttum yndislegar stundir. Eitt sinn þegar strákarnir voru í landi og komið var framundir vor buðu þeir okkur út að borða á fínan veitingastað sem hét Lido. Ég held að það hafi verið einhver fínasti veitinga- staðurinn í Reykjavík á þeim tíma. Þegar við komum prúðbúin á staðinn tók þjónn á móti okkur og vísaði okk- ur til borðs sem merkt var Klaus Raabe. Svona fínheitum hafði ég aldr- ei áður kynnst. Ég á meira að segja matseðilinn ennþá. Eftir kvöldverðinn kemur Uwe að máli við mig og segir að þeir félagarn- ir ætli að bregða sér í smáfrí til Spán- ar en ætli síðan að dvelja um stund hjá fjölskyldum sínum í Flensburg. jafnað mig eitthvað á mesta áfallinu hafði ég uppi á fjölskyldu Uwes til að segja henni fréttirnar því mér skildist á lögfræðingnum að ég væri sú eina sem hægt hefði verið að hafa sam- band við. Ég held að það hafi verið móðir Uwes sem ég talaði við og við skildum hvor aðra illa. Einhvern veg- inn fannst mér samt að eitthvað stemmdi ekki alveg í ferlinu og eftir einhverja daga ákvað ég að reyna að afla mér frekari upplýsinga um afdrif kærasta míns.“ Hjálpræðisherinn í málið Hjálpræðisherinn hefur löngum staðið undir nafni og í hörmungum sínum leitaði Eldbjörg hjálpar og hughreystingar hjá hermönnum hans. „Ég vissi að hjálpræðisherinn í Noregi aðstoðaði oft við að finna fólk sem hafði týnst. Ég sneri mér því til hersins sem tók að sér að finna út hvað hafði komið fyrir á Spáni. Leitin hafði ekki lengi staðið yfir þegar mennirnir sem lýsingin átti við fundust. Þeir voru ljóslifandi og komnir til Kanada. Þessum upplýsingum trúði ég alls ekki og gerði því aðra tilraun til að tala við fjölskylduna í Flens- burg. Í það sinnið talaði ég við bróður Uwes, Hirco, sem talaði ágæta ensku. Hann sagði mér að upplýsingar Hjálpræðishersins væru réttar. Bróðir hans var í Kanada þar sem hann ætlaði að fara að gifta sig. Hann sagði jafnframt að það hefðu verið samantekin ráð hjá félögunum, Uwe og Klaus, að losna úr samböndum sín- um á Íslandi með lygavefnum sem þeir spunnu um bílslysið á Spáni. Við þessi tíðindi brotnaði ég alger- lega saman. Mér fannst niðurlæging mín vera algjör enda hefði ég aldrei trúað að hægt væri að koma svona fram við nokkra manneskju. Líf mitt breyttist úr mikilli hamingju, fyrst í sorg og síðan helsvarta martröð. Ég fékk taugaáfall og sá enga framtíð. Bergljót reyndi að tala við mig og hjálpa mér eins og hún gat en það þýddi ekki neitt. Ég sinnti störfum mínum ekkert heldur grét bara og langaði að komast heim. Nú fann ég það hvað maður getur verið einmana í útlöndum, langt frá fjölskyldu sinni. Lilja hafði það fram yfir mig að hún bjó heima hjá foreldrum sínum en ég ekki.“ Strauk úr vistinni Sem nærri má geta fann Eldbjörg sig bjargarlausa á Íslandi, langt norð- ur í hafi, fjarri foreldrum og vinum í Ósló. Hún lýsti brottför sinni frá Ís- landi með eftirfarandi hætti. „Þessum hörmungum lauk svo með því að ég nánast strauk úr vistinni og flúði heim fimm mánuðum áður en umsamið var. Ég veit að Bergljót var ekkert ánægð með endalokin en við því var bara ekkert að gera eins og á stóð. Ég var ekki mönnum sinnandi. Ég gleymi aldrei þegar ég fór með leigubílnum út á flugvöll. Þá kom Kristján litli hlaupandi á eftir bílnum og bað mig að koma aftur. Þá leið mér verulega illa. Fjölskyldan á Kambs- veginum hafði svo alltaf samband við mig í nokkur ár eftir að ég fór. Ég fékk til dæmis alltaf jólakort en svo gáfust þau náttúrlega upp því þau fengu aldrei nein svör til baka frá mér. Lilju hef ég heldur ekkert frétt af síðan ég fór út aftur. Í hvert sinn sem ég hugsaði til Íslands leið mér svo illa í mörg ár á eftir. Það var ábyggi- lega ástæðan fyrir því að ég hafði mig aldrei í að skrifa til baka til Bergljótar og Friðriks. Um þau og fjölskylduna á ég bara góðar minningar. Það eru bara nokkur ár síðan ég kláraði að vinna mig út úr þessari martröð. Nú hugsa ég oft til Íslands og mín heitasta ósk er að koma þang- að aftur og reyna að ná sambandi við eitthvað af því fólki sem ég kynntist. Þó ekki væri nema til að kveðja það og láta það vita að mér þykir vænt um það. Dóttir mín sagði fyrir tveimur ár- um að hún ætlaði að bjóða mér til Ís- lands svo ég gæti séð Reykjavík á ný og reynt að hitta eitthvað af fólkinu mínu. Af þeirri ferð varð ekkert í það sinn því maðurinn minn dó rétt áður en við ætluðum að fara saman. Pen- ingana sem hún hafði lagt fyrir til Ís- landsferðarinnar notuðum við í staðin til að heimsækja aldraða tengda- móður mína í Norður-Noregi. En vonandi koma tímar og ráð þannig að ég geti heimsótt Ísland aftur. Ég vona bara að öllu því góða fólki sem ég kynntist líði vel, sé það ennþá lif- andi. Ég á ekki heitari ósk í dag en að geta endurvakið kynnin við fjölskyld- una á Kambsveginum og Lilju.“ Eldbjörg með albúm sem m.a. geymir ýmsar minningar um Íslandsdvölina. Höfundur er blaðamaður í Noregi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 29 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Síðustu sætin á skíði í vetur. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri á skíði til eins vinsælasta skíðabæjar í Austurrísku ölpunum, Zell am See. Beint leiguflug til Salzburg, þaðan sem er aðeins um klukkustundarakstur til Zell. Í boði eru góð þriggja og fjögurra stjörnu hótel í hjarta Zell, rétt við skíðalyfturnar, veitingastaði, verslanir og kvöldlífið. Í Zell er að finna frábærar aðstæður fyrir skíðamanninn. 55 lyftur eru á svæðinu þ.a. hægt er að velja um allar tegundir af brekkum, allt eftir getu hvers og eins. Úrval verslana, veitinga- og skemmtistaða er í bænum sem og í næstu bæjum. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.950 Salzburg, flugsæti og skattar. Verð kr. 59.950 Flug, skattar og gisting, m.v. hótel án nafns, Zell am See/Kaprun. Vikuferð með morgunverð, m.v. 2 í herbergi. · 31. jan. - 29 sæti · 7. feb. - Uppselt · 14. feb. - Uppselt Beint flug til Salzburg Skíðaveisla Heimsferða Austurríki Zell am See – St. Anton - Lech almennra hlutabréfa- og sparifjáreigenda A Ð A L F U N D U R Fundarstaður: Háskóli Íslands, Oddi við Sturlugötu, STOFA 101 Fundartími: Fimmtudagurinn 15. janúar 2004 kl. 17.30 Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. lögum félagsins Erindi: Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðsherra: „Íslenskt viðskiptalíf og fjármálamarkaðurinn“ Samtök fjárfesta    Fundurinn er öllum opinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.