Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 61 Fást í verslunum um land allt H. Blöndal ehf. Sími 517 2121 www.hblondal.com Purga-T sjálfvirku slökkvitækin fyrir sjónvörp • Alltaf á vakt • Slekkur eldinn strax • Fullkomlega öruggt Í Túnis bíða þín ekki aðeins góðir golfvellir og þægilegt loftslag. Saga landsins, menning og staðsetning við Miðjarðarhafsströndina, gera Túnis ákaflega spennandi til heimsóknar Brottför 20. febrúar: Verð kr. 135.500 á mann í tvíbýli. Brottför 23. apríl: Verð kr. 144.500 á mann í tvíbýli. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum í 10 nætur með morgunverði og kvöldverði, 8 vallargjöld á góðum golfvöllum, ein skoðunarferð. Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323 eða með netpósti til fv@fv.is. Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang fv@fv.is UPPSEL T Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasaliHeimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is 70 íbúðir - 2ja, 3ja og 4ra herbergja Erum að leita fyrir opinberan aðila að 70 íbúðum, 2ja, 3ja og 4ra herbergja, í Reykjavík. Staðgreiðsla í boði fyrir réttar eignir. Skoðun og kaup ganga mjög hratt fyrir sig. Hafið samband við sölumann Foldar, Helga, í síma 897 2451.                 !  "" ##$%&        '! '!   (  !    )    )  ! #)      %&                                                            !     "  #      $       % &        % "    '()      % &  *           +     ,-..  ,/..                      *           0.     ,/  $    ,1 2 $ 3..4 (   ) *    %  +,!  -0...       ! " #     #   #   $ SIGUR Atla Freys Kristjánsson- ar (1.560) á alþjóðlegu unglingaskák- móti Hellis var ánægjulegur og ætti að verða okkar yngstu skákmönnum hvatning til frekari dáða. Árangur Atla Freys er engin tilviljun. Hann hefur teflt mikið auk þess sem hann hefur stundað nám í Skákskóla Ís- lands. Þar hefur hann m.a. notið handleiðslu stórmeistarans og skóla- stjórans Helga Ólafssonar. Einn áhorfandinn á alþjóðlega mótinu hafði orð á því, að kennslan hefði greinilega skilað sínu því að tafl- mennskan hjá Atla Frey minnti á stundum á Helga sjálfan. Hvað sem því líður, þá er ljóst, að Atli Freyr og aðrir íslenskir þátttakendur á al- þjóðlega mótinu eiga eftir að setja svip sinn á skáklíf okkar Íslendinga á næstu árum. Efsta sætið á mótinu kom ekki átakalaust. Erlendu keppendurnir, sem voru allir meðal stigahæstu keppenda, hófu mótið af miklum krafti og jafnvel var útlit fyrir að þeir mundu komast taplausir í gegn- um mótið. Atli Freyr kom í veg fyrir það, sigraði tvo þeirra og gerði jafn- tefli við hina tvo. Þessi góði árangur gegn erlendu keppendunum, þrír vinningar af fjórum, var lykillinn að sigri Atla Freys á mótinu. Sigur hans gegn Norðmanninum Johannes Kvisla (1.560) í fjórðu umferð móts- ins var sannfærandi. Þeir Atli Freyr eru nákvæmlega jafnstigaháir og voru í 2.–3. sæti í stigaröðinni á eftir Norðmanninum Kenneth Einarsen (1.571). Þetta var því afar mikilvæg skák. Hvítt: Atli Freyr Kristjánsson Svart: Johannes Kvisla Drottningarpeðsbyrjun 1. d4 d5 2. e3 Bf5 Óvenjulegur leikur, en svartur vill væntanlega koma í veg fyrir 3. Bd3 og hugsanlega framhaldið 4. f4 o.s.frv. 3. c4 e6 4. Db3 b6 5. Rc3 Rf6 6. Rf3 Be7 7. Re5 0–0 8. g3 – Nýr leikur í þessari stöðu, en ein- faldast er að leika 8. Be2 o.s.frv. 8. … Re4 9. Bg2 f6 Betra virðist að leika 9. … Rxc3, t.d. 10. Dxc3 c6 11. 0–0 f6 12. Rd3 o.s.frv. 10. Rf3 c6? Hér er nauðsynlegt að leika 10. … Rxc3, t.d. 11. Dxc3 c6 12. 0–0 Be4 13. h3 dxc4 14. Dxc4 Dd5 15. De2 c5 16. dxc5 Dxc5 17. Hd1 Rc6 18. b3 Hfd8 19. Bb2, með nokkuð jöfnu tafli. 11. Rh4! Rd6 Betra er 11. … dxc4 12. Dxc4 Rd6 13. De2, ásamt 14. Rxf5, þótt hvítur eigi mun betra tafl í því tilviki. Bisk- upinn á g2 verður mjög sterkur, vegna veikleika í svörtu peðastöð- unni á c6 og e6. 12. cxd5 cxd5 Eða 12. … exd5 13. Rxf5 Rxf5 14. Rxd5 cxd5 (14. –Kh8) 15. Dxd5+ Kh8 16. Dxd8, ásamt Bxa8 o.s.frv. 13. Rxd5! Be4 Eða 13. … exd5 14. Dxd5+ Rf7 15. Rxf5 Bb4+ 16. Bd2 Bxd2+ 17. Kxd2 Dxd5 18. Bxd5 Ra6 19. Bxa8 og hvít- ur á unnið tafl, vegna mikilla liðs- yfirburða. 14. Bxe4 Rxe4 15. Rf4 Dd6 16. Rxe6 Db4+ 17. Dxb4 Bxb4+ 18. Kf1 Hc8 19. a3 Bd2 20. Bxd2 – Einfaldara er 20. Ke2 Hc2? (20. … Kf7) 21. Kd3 Hxc1 22. Hxc1 Bxc1 23. Hxc1 og hvítur á vinningsstöðu. 20. … Rxd2+ 21. Ke2 Rb3 22. Had1 Kf7 23. d5 Rd7 24. Rf5?! – Atli Freyr gerir sér úrvinnsluna aðeins of erfiða. Einfalt og gott er að leika 24. Rd4 Rxd4+ 25. Hxd4 og hvítur á tveimur peðum meira, án þess að svartur nái mótspili. 24. … Hc2+ 25. Kf3 Re5+ Betra er 25. … g6, en eftir 26. Rfd4 Hxb2 27. Rxb3 Hxb3 28. Hc1 Hxa4 29. Hc7 Ke7 30. Hd1 Ke8 31. Hdc1 hefur hvítur góðar vinnings- horfur. 26. Kg2 Rg4 27. Hhf1 Rd2 28. Hc1! – Nú stendur svartur frammi fyrir tveimur leiðum, sem báðar eru slæmar fyrir hann. Eftir 28. … Hxc1 29. Hxc1 hefur svartur ekkert mót- spil, svo að hann velur hina leiðina. 28. – Hxb2 29. Hc7+ Kg6 30. Rh4+ Kh6 31. Rf5+ Kg6 32. Rh4+ Kh6 33. Hxg7! – 33. … Rxe3+ 34. fxe3 Re4+ Eða 34. … Rxf1+ 35. Kxf1 Hb1+ 36. Kf2 Hb2+ 37. Kf3 o.s.frv. 35. Kg1 Rg5 36. Hxf6+ Kh5 37. Hxg5+ mát. Hrókurinn kærir aftur Skákfélagið Hrókurinn hefur kært til dómstóls Skáksambands Ís- lands úrskurð mótsstjórnar Íslands- móts skákfélaga sem kveðinn var upp 30. desember sl. Krafa Hróksins er sú að úrskurður mótsstjórnar verði felldur úr gildi og að upphafleg úrslit í skákum Svíans Faruk Tairi standi óbreytt en hann sigraði í þremur skákum sem dæmdar voru tapaðar. Hróksmenn telja að 19. grein skáklaga SÍ stangist á við landslög og reglur EES en í greininni segir að helmingur liðsmanna í hverri sveit sem taki þátt í keppni skuli hafa átt lögheimili hér á landi í eitt ár eða vera íslenskir ríkisborgarar. Sam- bærilegar reglur gilda víða í Evrópu og t.d. eru strangari reglur um þátt- töku útlendinga hjá öllum Norður- landaþjóðunum. Íslandsmót skák- félaga stendur yfir í tvær helgar á hverju ári. Fyrri hlutinn fer fram að hausti, en sá síðari að vori. Taktu þátt í vali á skákmanni árs- ins!Skáksamband Íslands og Skák.is standa að vali á skákmanni ársins og efnilegasta skákmanninum 2003. Skákáhugamenn sjá alfarið um valið. Valið stendur til 10. janúar. Nánari upplýsingar og tilvísun á kosninga- síðurnar er að finna á skak.is. Úrslitaskák á alþjóð- legu unglingamóti SKÁK Hellisheimilið ALÞJÓÐLEGT UNGLINGAMÓT HELLIS 27. –31. des. 2003 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson dadi@vks. is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.