Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Rannsóknarnámssjóður Nýr umsóknafrestur er 15. febrúar Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Stjórn Rannsóknarnámssjóðs auglýsir almenna styrki úr sjóðnum 2004. Hlutverk Rannsóknarnámssjóðs er að styrkja rannsóknatengt framhaldsnám að loknu grunn- námi við háskóla. Veittir eru styrkir til framfærslu nemenda í rannsóknatengdu framhaldsnámi, sem stundað er við háskóla eða á ábyrgð hans í samvinnu við rannsóknastofnanir eða fyrirtæki. Styrkurinn til fram- færslu miðast einungis við þann tíma sem nemendur vinna að meistara- eða doktorsverkefni sínu. Rannsóknarverkefnið skal nema að minnsta kosti 30 einingum af náminu (60 ECTS eining- um) og tengjast rannsóknasviði leiðbeinanda. Sé námið stundað við háskóla erlendis skal rann- sóknarverkefnið lúta að íslensku viðfangsefni og vísindamaður með starfsaðstöðu á Íslandi taka virkan þátt í leiðbeiningu nemandans. Framlag leiðbeinanda hér á landi þarf að vera verulegt og vel skilgreint. Tilhögun námsins fer eftir reglum einstakra deilda og eftir almennum reglum háskóla. Athugið að umsóknir þurfa að áritast af aðalleiðbeinanda og forstöðumanni deildar/stofnunar. Fagráð Rannís og vísindanefnd viðkomandi háskóla eða samsvarandi aðili metur vísindalegt gildi verk- efna, framkvæmda- og fjárhagsáætlun og vísindalega hæfni leiðbeinenda. Umsækjendur, leið- beinendur jafnt sem nemendur, eru hvattir til að kynna sér vandlega reglur sjóðsins og þær kröf- ur sem gerðar eru til umsækjenda. Sérstök athygli er vakin á nýjum umsóknafresti um almenna styrki úr Rannsóknarnámssjóði, sem er 15. febrúar nk. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar fyrir umsækjendur fást á heima- síðu Rannís www.rannis.is eða á skrifstofu Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar veitir Eiríkur Smári Sigurðarson, sími 515 5818, netfang eirikur@rannis.is. Um- sóknir skal senda í þríriti til Rannís merktar ,,Rannsóknarnámssjóður“. Auk almennra styrkja veitir Rannsóknarnámssjóður FS-styrki í samvinnu við fyrirtæki og stofnan- ir. Sjá nánari upplýsingar um FS-styrki á heimasíðu Rannís. kring þegar við vorum ungir og mikið fjör.“ Systkinin á Núpsstað voru hraust og gerðu sér margt til gam- ans á uppvaxtarárunum. „Við lékum okkur í stórfiskaleik eða skessuleik og sungum mikið. Það var til orgel á heimilinu og pabbi kenndi okkur að spila á það, elstu systurnar spiluðu sérstaklega mikið,“ segja bræðurnir. Mikið var líka lesið á heimilinu á kvöldin „á vökunni“ og sagðar sög- ur, draugasögur þóttu sérstaklega skemmtilegar. „Þegar systurnar komust á ung- lingsár pöntuðu þær sér skáldsögur eftir listum sem komu með póst- inum og þær sögur voru skemmti- legar,“ segir Eyjólfur. Vegna starfs síns kynntist Hann- es fólki í öðrum héruðum í ríkari mæli en ella hefði verið. Það var þó ekki tekið út með sitjandi sældinni að flytja póst frá póstafgreiðslunni á Prestbakka á Síðu og austur á Djúpavog yfir vegleysur eins og Hannes og fyrirrennarar hans gerðu. „En með póstinum bárust frétta- blöð og annað til lestrar sem við krakkarnir nutum góðs af,“ segja þeir bræður. „Það hefur einhvern tíma verið söngur hér í þessu húsi,“ segi ég og horfi á gömlu trétröppurnar sem eru beinlínis eyddar upp í miðjunni eftir ótal spor íbúanna upp á loft og niður aftur. „Hér var bæði grátið og sungið,“ segir Eyjólfur. „Það var þó bara yngsta systir okkar sem fæddist í þessu húsi, við hin fæddumst í gamla bænum.“ Eyjólfur sér um eldhúsið „Ekki þó fjósbaðstofnni, hún var rifin þegar nýr bær var reistur 1907. Það var ágætt að búa þar, húsin voru öll þiljuð og gólfin skúr- uð með sandi á laugardögum. Kon- urnar þrifu, karlmenn komu ekki nálægt slíku þá. Við bræðurnir vor- um líka bara þrír en systurnar sjö, – og svo voru þrjú fósturbörn. Við vorum þó aldrei öll heima um leið, þau elstu voru að fara þegar þau yngstu fæddust. Svo var líka vinnu- fólk, þá kostaði það ekkert nema matinn,“ segir Filippus. Íbúðarhúsið á Núpsstað sem bræðurnir búa í var reist 1929. Þótt það hús væri mun stærra en gamli bærinn var eftir sem áður „þétt setinn bekkurinn“. Rafstöð var líka byggð á Núpsstað 1929. Hún kom frá Helga Arasyni á Fag- urhólsmýri, rafmagnið var notað til að lýsa upp nýja bæinn og elda. „Við fórum öll að vinna eitthvað um leið og við gátum og þess vegna minnkaði þörfin fyrir vinnufólk. Seinna fóru systur okkar að giftast, – til Reykjavíkur, austur á Firði og norður á Húsavík. En við bræð- urnir nenntum ekki að fara neitt, – þess vegna erum við hér enn,“ segir Eyjólfur kíminn á svip. Það virðist ekki væsa um þá bræðurna í grænmáluðu eldhúsinu, þar er allt afar hreinlegt. Þar sem ekki er lengur neinn kvenmaður á heimilinu hefur Eyjólfur tekið að sér umsjón með eldhúsinu og heim- ilisverkunum. Hann er yngstur – bara 90 ára Ég spyr hvort aldrei hafi komið til tals að bræðurnir þrír á Núps- stað yrðu settir til mennta. „Það fór einn og einn maður til mennta héðan úr sveitinni á þess- um tíma en enginn af þessum bæ,“ svarar Filippus. Þriðji bróðirinn fór þó frá Núpsstað. Hann býr í Reykjavík, „hann er yngstur, bara 90 ára“, segir Filippus. Núpsstaður er landmikil jörð en grýtt, „var góð sauðjörð“, segir Eyjólfur. Talið berst að gömlu bæjarhús- unum. „Það er best að kveikja í þeim, það er nóg fyrir Þjóðminjasafnið að halda við bænhúsinu,“ segir Eyjólf- ur. Í ljós kemur að hann hefur nokkuð byltingarkenndar skoðanir á hvernig eigi að halda við gömlum torfbæjum. „Það á bara að steypa upp vegg- ina og hlaða síðan utan með þeim torfi, þá geta þeir staðið enda- laust,“ segir hann. Mér sýnist á svip Margrétar þjóðminjavarðar að henni lítist ekki allskostar á þessa tillögu. „Annars þarf alltaf að vera að endurbyggja þessa torfbæi, þeir fúna svo fljótt í vætunni hér,“ bætir Eyjólfur við. „Þetta eru lifandi minjar, það þarf að halda þeim við jafnt og þétt,“ segir Margrét. Eru rúmbálkar í húsunum? „Eru rúmbálkar í húsunum ennþá?“ segi ég. Bræðurnir reka upp stór augu. „Rúmbálkar? Þetta er fjós, smiðja, skemma og hjallur og hitt eru hlöð- ur,“ segir Eyjólfur. Ég afsaka mig með því að skuggsýnt hafi verið á hlaðinu. „Gamli bærinn var rifinn fljót- lega eftir að þetta hús var byggt,“ segir Filippus. „Það hefði þurft að halda honum við ef hann hefði átt að standa, hann var orðinn kaldur og það gust- aði með gluggunum,“ segir Eyjólf- ur. „En þetta voru líka kuldaár, 1916, 1917 og 1918, óskaplegur kuldi.“ Ég nefni til spænsku veikina títt- nefndu. „Hún komst nú aldrei hingað,“ svarar Eyjólfur. „Amma mín bjó í gamla Kenn- araskólanum 1918, mamma hennar var að hjúkra fólki með spænsku veikina, en þær mæðgur fengu hana ekki. Hins vegar var svo kalt að amma þurfti að skafa frostið inn- an af rúðunum,“ segir Margrét. Þau eru bara svo mörg gosin Ég spyr um Kötlugosið. Eyjólfur kveðst muna eftir því, þá var hann ellefu ára. Filippus man minna frá því gosi, enda yngri. „Þau eru bara svo mörg gosin,“ segir hann. „Þetta var allt öðruvísi, það var svo mikið öskufall og það stóð svo lengi. Nú hefur Katla verið að bæra á sér, kannski ryðst hún fram í nótt,“ segir Eyjólfur dálítið sposk- ur á svip. Það fer um okkur Margréti sem eigum eftir að aka heim í myrkrinu, framhjá slóðum Kötlu. „Er bíllinn ekki á nagladekkj- um?“ spyr Eyjólfur umhyggjusam- ur. „Jú, ég er nýbúin að skipta um dekk,“ svara ég. „Þetta þarf ég að fara að gera við minn bíl, það er bara svo erfitt að fá nagladekk undir hann,“ segir Eyj- ólfur. Hann á Willys-jeppa árgerð 1953. „Kannski eru þau bara til á Þjóð- minjasafninu,“ segir Margrét. „Þau eru þá notuð, það kæri ég mig ekkert um,“ svarar Eyjólfur. Filippus á líka bíl, Subaru, – en sá er ekki nema þriggja ára og á góðum dekkjum. „Hann bilar nú samt, um daginn gleymdust ljósin á og þá varð hann rafmagnslaus,“ segir Eyjólfur. Hættir að spyrja – endurnýja bara „Eruð þið báðir með gild öku- skírteini?“ segi ég. „Já, en það þarf að endurnýja þau árlega, þá þarf að mæla sjónina og fleira,“ segir Eyjólfur. „Þeir eru hættir að spyrja, þeir endurnýja bara,“ segir Filippus sposkur á svip. Það eru ekki nema þrjú ár síðan bræðurnir hættu að vera með kind- ur sem þeir höfðu í gömlu fjárhús- unum. „Það er lengra síðan að við hætt- um að hafa kýr,“ segir Eyjólfur. Ég spyr um jólahaldið sem í hönd fer. „Nú höldum við jól með því að eta hangikjöt og borða kökur með súkkulaði. Það er séð um þetta fyr- ir okkur. Jólin okkar áður voru pottþétt guðrækilegri en nú gerist, en ekki voru jólagjafirnar stórar, kannski bara einhver ný flík sem mamma ýmist prjónaði eða saumaði,“ segir Eyjólfur. „Jólin byrjuðu þá á aðfangadag og fyrr ekki, nú er búið að þynna þau svo út að börnin missa eig- inlega af þeim,“ segir Filippus. Vatn fyrir hjartað? Ég spyr hvort þeir hafi aldrei farið neitt burtu frá Núpsstað, t.d. til vinnu. Eyjólfur kveðst hafa farið einu sinni á vertíð í Eyjum á sínum yngri árum. „Það var gaman að vera þar en lítið hafði ég upp úr því í pen- ingum,“ segir hann. Filippus fór hins vegar á margar vertíðir. Farið var í febrúar en komið heim í maí. „Þessi sveit var ekki einangraðri en aðrar, það voru allar sveitir ein- angraðar þá. Um háveturinn var lítið ferðast, menn fóru gangandi ef brýna nauðsyn bar til. Við höfum raunar alltaf gengið mikið, umhverfið hér er þannig og við höfðum gott af því,“ segir Eyj- ólfur. „Það var sagt að óhollt væri að drekka kalt vatn ef menn væru mjög heitir af göngu, þeir gætu þá fengið vatn fyrir hjartað,“ bætir hann við. „Dó fólkið ykkar hér heima,“ spyr ég. „Já, það dó hér heima og er jarð- sett hér í grafreitnum við bæn- húsið,“ svarar Eyjólfur. „Raunar var þetta kirkja en eftir að hún var lögð niður 1767 var farið að kalla þetta bænhús,“ segir Fil- ippus. „Eigið þið bænhúsið?“ segi ég. „Eiginlega hefur það aldrei verið látið af hendi, en Þjóðminjasafnið sér um viðhaldið á því, – það þyrfti að fara að skoða svolítið útvegg- ina,“ segir Eyjólfur. Heimsókn okkar Margrétar að Núpsstað lýkur með því að við þreifum okkur í myrkrinu út að bænhúsinu. Með hendurnar á köldu hliðinu horfi ég á þetta gamla og lágreista guðshús og það er engu líkara en jólastjarnan sjálf skíni yf- ir því, – svona stjörnubjart verður aldrei á höfuðborgarsvæðinu. Og stjörnuskinið fylgir okkur á leið okkar framhjá gömlu bæjarhús- unum og upp gömlu traðirnar en hverfur okkur sjónum þegar við setjumst inn í bílinn og ökum á brott. Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugs Filippus, Margrét og Eyjólfur í miðri kaffidrykkjunni. Z-221 – Willys-jeppinn hans Eyjólfs, árgerð 1953. gudrung@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.