Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 48
MINNINGAR
48 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
Við viljum minnast
Sonju, samstarfskonu
okkar til margra ára.
Kynni okkar hófust 1991 þegar 15
listakonur tóku sig saman og stofn-
uðu Sneglu listhús en því var fund-
inn staður í gömlu húsi við Klapp-
arstíg sem hafði staðið ónotað í
nokkur ár. Mikil vinna var að stand-
setja húsnæðið og þurftum við því
að bregða okkur í líki ýmissa iðn-
aðarmanna. Þá kom sér vel að Sonja
var í hópnum því hún tók að sér alla
vandasama málningarvinnu en þar
var hún á heimavelli og kunni vel til
verka. Strax frá upphafi var Bragi
boðinn og búinn að aðstoða okkur
með allt sem viðkom rafmagni og
var sú aðstoð vel þegin. Við þennan
undirbúning kynntumst við vel hver
annarri, við þurftum að koma okkur
saman um útlit og innviði listhússins
alveg frá hinu smæsta til hins
stærsta. Margar skoðanir voru á
lofti eins og nærri má geta í stórum
kvennahópi en alltaf komumst við
að ásættanlegri niðurstöðu. Í rekstri
sem þessum reynir á samstarfið og
geta þá einstaklingar með ólíka
hæfileika og reynslu miðlað hver til
annars. Sonja var mjög áreiðanleg,
samviskusöm og þægileg í sam-
starfi. Hún hafði mjög næmt auga
fyrir formi og hlutföllum en sá hæfi-
leiki hennar naut sín vel þegar kom
að því að setja upp sýningar, stilla
út í glugga eða koma fyrir verkum í
listhúsinu.
Það er erfitt að trúa því að Sonja
sé fallin frá, hún sem var heilsu-
hraust, full af starfsorku og átti svo
mörgu eftir ólokið.
Um leið og við kveðjum Sonju og
þökkum henni samfylgdina sendum
við eiginmanni hennar Braga og
ættingjum öllum sem nú eiga um
sárt að binda okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Snegluhópsins
Björk og Inga.
Elsku Sonja.
Þessi jól, ólíkt fyrri jólum, á sorg-
in en ekki gleðin bústað í hjarta
mínu. Ótímabært andlát þitt hefur
skilið eftir djúpt sár sem seint á eft-
ir að gróa.
Ég á margar góðar minningar um
samverustundir okkar á liðnum ár-
um. Gagnkvæm virðing og væntum-
SONJA SIGRID
HÅKANSSON
✝ Sonja SigridHåkansson fædd-
ist í Reykjavík 25.
maí 1933. Hún lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans í Foss-
vogi árdegis sunnu-
daginn 21. desember
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Dómkirkjunni í
Reykjavík 30. des-
ember.
þykja fylgdi í kjölfar
okkar fyrstu kynna og
mér og mínum börnum
varstu ætíð ákaflega
góð og mikill stuðn-
ingsmaður. Á erfiðum
stundum hvattir þú
mig til dáða og gladd-
ist með mér á þeim
góðu. Gjafmildi þín var
einstök mér til handa
og lýsir því best þegar
þú gafst mér armband-
ið þitt sem ég dáðist
svo oft að. Þú tókst
mér ætíð opnum örm-
um hvernig sem hagaði
hjá þér. Við störfuðum saman í
mörg ár hjá Íslandspósti og vinnu-
félagar okkar voru fljótir að átta sig
á þinni ríku réttlætiskennd og kusu
þig trúnaðarmann. Það verður lengi
í minnum haft hversu vel þú skilaðir
því starfi og gerðir mörgum gott. Þú
varst sannkallaður vinur í raun og
máttir ekkert aumt um aðra vita svo
ekki værir þú komin til að hjálpa.
Nú andar næturblær um bláa voga.
Við bleikan himin daprar stjörnur loga.
Og þar sem forðum vor í sefi söng
nú svífur vetrarnóttin dimm og löng.
Svo undarlega allir hlutir breytast.
Hve árin skipta svip og hjörtun þreytast.
Hve snemma daprast vorsins vígða bál.
Hve vínið dofnar ört á tímans skál.
Svo skamma stundu æskan okkur treindist.
Svo illa vorum draumum lífið reyndist.
Senn göngum við sem gestir um þá slóð,
sem geymir bernsku vorrar draumaljóð.
Og innan skamms við yfirgefum leikinn.
Ný æska gengur sigurdjörf og hreykin,
af sömu blekking blind, í okkar spor.
Og brátt er gleymt við áttum líka vor.
Og þannig skal um eilíf áfram haldið,
unz einhverntíma fellur hinzta tjaldið.
(Tómas Guðmundsson.)
Sonja mín. Þú getur stolt af af-
rekum þínum á lífsleiðinni kvatt
þennan heim. Listaverk og hand-
verk þín lifa áfram og minna okkur
á einstaka konu sem unun var að
njóta samvista við.
Anna Reynisdóttir.
Fyrir 56 árum hittust nemendur
sem komu úr ýmsum áttum í
Menntaskólanum í Reykjavík. Þessi
hópur var síðasti árgangurinn sem
var 6 ár í skólanum. Í þriðja bekk
bættust síðan við margir nýir nem-
endur og við stúdentspróf 1953 vor-
um við orðin hátt í 130. Innan þessa
hóps ungmenna urðu til ýmsir minni
hópar með sameiginleg áhugamál.
Enn eru t.d. starfandi sauma- og
spilaklúbbar sem urðu til á þessum
árum og óhætt er að fullyrða að
starfsemi þeirra stendur fastari fót-
um en nokkurn tíma áður og þátt-
takendur vilja ekki missa af nokkru
tilefni til að halda sambandi við sína
gömlu félaga.
Einn þessara klúbba var sauma-
klúbbur 6 vinkvenna úr árgangnum.
Þær konur sem hann mynduðu gift-
ust allar og eignuðust fjölskyldur.
Ýmislegt dreif á dagana og þar kom
að meðlimir þessa klúbbs dreifðust
um víða veröld til náms og starfa.
Sumir fóru til Norðurlanda, aðrir til
Mið-Evrópu og enn aðrir til Banda-
ríkjanna. Alltaf hélt hópurinn sam-
bandi og þar kom að allir fluttu aft-
ur til Íslands. Klúbburinn sem hefur
blómstrað alla tíð síðan hefur nú
orðið fyrir því áfalli að einn meðlima
hans, Sonja Håkansson, er látin.
Sl. vor fengum við eiginmenn
meðlima saumaklúbbsins að taka
þátt í ýmsum hátíðahöldum þar sem
mörg okkar urðu 50 ára stúdentar
og einnig áttu mörg okkar stóraf-
mæli. Eitt minnisstæðasta þeirra er
sjötugsafmæli Sonju sem þau Bragi
héldu upp á í gömlu vitavarðarhúsi á
Malarrifi.
Sonja var sú hraustasta í hópn-
um. Hún hafði ákveðnar skoðanir á
flestum hlutum og kom beint fram.
Hún var mikil útivistarkona og hafði
mikinn áhuga á því sem var að ger-
ast t.d. í listalífinu á hverjum tíma.
Sonja fór í listnám og var að und-
irbúa sýningu á verkum sínum þeg-
ar hún veiktist.
Það kom okkur því mjög á óvart
þegar Sonja veiktist skyndilega af
alvarlegum sjúkdómi sem á nokkr-
um vikum dró hana til dauða. Ljóst
er að sá saumaklúbbur sem getið
hefur verið um og byggðist á
margra áratuga vináttu hefur misst
mikið. Missir Braga og þeirra nán-
ustu er þó miklu meiri. Þeim eru öll-
um sendar innilegar samúðarkveðj-
ur.
Kristín Sólveig Jónsdóttir,
Ólafur Örn Arnarson.
Svo snöggt og óvænt kom fréttin
um fráfall Sonju.
Sonja var ein af samferðakonum
mínum í Myndlista- og handíðaskól-
anum. Var ekki ein á ferð, Gréta
systir hennar var þar líka, Hrafn-
hildur dóttir Grétu og litlu síðar
Bergljót systir Hrafnhildar. Sonja
var dóttir gamla Håkansson í
Skiltagerðinni á Skólavörðustíg sem
við þekktum svo vel. Fólkið hennar
Sonju hafði sterka listræna æð.
Síðustu samfundir okkar Sonju
voru yndislegir. Verið að opna smá-
myndasýninguna á Kjarvalstöðum,
Ferðafuðu, sem Sonja tók þátt í. Á
eftir var farið á Listamannaballið
hjá SÍM í Þjóðleikhúskjallarunum
og við sátum saman við borð. Lífs-
gleðin í hámarki, fjölskylda Sonju
og fleiri vinir.
Þetta var yndislegt kvöld. Lífleg-
ar gamansögur og mikið hlegið.
Engann grunaði þá hvað myndi
brátt taka við.
Sonja var listunnandi, sýndi ekki
oft en fylgdist vel með. Var næm,
athugul og gagnrýnin. Einstaklega
vandvirk. Heimili þeirra Braga bar
öll merki listrænnar fágunar og ná-
kvæmni. Hún vissi hvað var í gangi
hjá listafólki, skoðaði sýningar,
hlustaði og ræddi um áherslur.
Einnig um fjölskylduna.
Var að undirbúa sýningu í Gallerí
Fold… „Komdu nú í heimsókn og
sjáðu hvað ég er að gera. Ég er að
vinna að sýningu.“ Eða „Mikið var
gaman að koma á vinnustofusýn-
inguna þína í sumar.“ Áhugasöm
með sínar athuganir og viðbótar-
hugmyndir. Svona varstu Sonja, oft
virkari í hugmyndum en í þínu eigin
listræna framtaki en svo glöð þegar
þú dreifst þig í gang.
Þakka þér Sonja mín fyrir sam-
fylgdina. Ég veit að þín verður sárt
saknað og ég vil votta þínu góða
fólki mína innilegustu samúð.
Alda Ármanna Sveinsdóttir.
Dídí frænka eða
Guðfinna eins og hún
hét var elsta systir
hans pabba sem einn
lifir nú systkini sín.
Það er varla hægt að minnast
hennar frænku minnar öðruvísi en
að nefna nafnið hans Kalla í sömu
andrá. Dídí og Kalli eða Kalli og
Dídí voru varla nefnd á mínu heim-
ili nema bæði í einu. Þau voru eins
og kóngafólk í mínum augum.
Glæsileg hjón og alltaf með bros á
vör. Ég sé þau fyrir mér komandi
á heimili foreldra minna t.d. í af-
mæli pabba; Dídí óaðfinnanlega til
fara í fínni dragt og Kalli með
þverslaufuna. Svo var endalaust
hlegið og gantast.
Meðan öll systkinin lifðu var oft
mikið talað og hlegið dátt í stof-
unni heima. Mér krakkanum fannst
þetta ótrúlega spennandi og þó að
ég muni ekkert hvað var verið að
tala um eða hlæja að man ég vel
hvað andrúmsloftið var ánægjulegt
og notalegt. Það sem ég skil í dag
en gerði mér ekki grein fyrir þá
var að þetta var eins og kletta-
veggurinn eða stoðin styrka, ör-
yggiskennd fyrir lífstíð fyrir mig
barnið, að vita að ég tilheyrði
þessu fóki. Þetta var fólkið mitt.
Dídí hafði auga fagurkerans og
var einstaklega smekkleg. Hún átti
fallegt og glæsilegt heimili sem
hún hafði farið um meistarahönd-
um. Guðrún systir sagði mér að
þegar mamma var að sauma á hana
brúðarkjólinn hefði hún kallað á
Dídí í tvígang til að láta hana
leggja blessun sína yfir sauma-
skapinn. Hún vissi sem var að Dídí
myndi láta vita á sinn hátt hvort
hlutirnir væru í lagi eða ekki. Öll
eigum við systkinin uppáhaldshluti
á okkar heimilum sem voru gjafir
frá henni og Kalla.
Frænka reyndist fólkinu sínu
vel, bæði stórum og smáum, sann-
kölluð stóra systir. Systkini mín
dvöldu t.d. hjá henni og ömmu
Guðrúnu í Skaftahlíðinni vetrar-
langt þegar pabbi fór í söngnám til
Þýskalands fyrir rúmum fjörutíu
árum og ég og mamma fylgdum
honum þangað.
Síðasta fjölskylduboðið hjá okk-
ur sem Dídí frænka kom í var átta-
tíu ára afmæli pabba og mömmu
sem við héldum upp á á heimili
mínu fyrir rúmu ári. Hafsteinn
bróðir og félagar hans í Blásara-
kvintett Reykjavíkur voru með frá-
bæra tónlistardagskrá í stofunni.
Dídí naut tónlistarinnar augsjáan-
lega út í ystu æsar og við töluðum
um það systurnar að það hefði ver-
ið jafn gaman að horfa á hana
njóta tónlistarinnar eins og að
hlusta á sjálfa tónlistina.
Dídí átti þennan stóra hlýja faðm
sem umvafði mann og svo fann
maður bara undurgóða lykt og
heyrði: „Elskan mín!“ Nokkrum
dögum fyrir jól hlýddi ég á hana og
pabba tala saman í síma og eins og
venjulega þá var „elskan mín“ sagt
í öðru hverju orði. Það sem verið
er að reyna að kenna fólki í dag
var fólkið mitt nefnilega löngu búið
að gera sér grein fyrir – að falleg
orð sögð í hjartans einlægni eru
GUÐFINNA
GUÐJÓNSDÓTTIR
✝ Guðfinna Guð-jónsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 26.
september 1915. Hún
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
23. desember síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Fossvogskirkju 30.
desember.
svo dýrmæt, aldrei of
oft sögð og veita hlýju
og öryggi.
Lífsins gangi fær
enginn breytt. Við
kveðjum Dídí frænku
með söknuði og þökk-
um henni fyrir allt og
allt.
Elsku Jón Róbert,
Gulli og fjölskyldur,
við sendum ykkur
hlýjar samúðarkveðj-
ur.
Fyrir hönd
Mumma, Stínu, Guð-
rúnar, Hafsteins og
allrar fjölskyldunnar,
Erna.
„Fer hún Guðfinna ekki að
koma?“ sagði Kalli. Ég litla stelpan
sat í aftursæti bílsins og hló, mér
fannst svo sniðugt að hann skyldi
kalla Dídí Guðfinnu. Þá komst ég
að því að hún hét Guðfinna. Nafna
hennar langömmu.
Dídí átti litla puttann minn og
hún átti hann alltaf. Ég var litla
stelpan sem hana langaði að eiga
og hún fékk því að eiga mig með
litlu systur sinni. Ég elskaði hana
þegar hún sagði þetta. Og það
sagði hún við mig alla tíð.
Þegar synir hennar stofnuðu
fjölskyldur eignaðist hún sjálf
tengdadætur, sonardætur, sonar-
syni og langömmubörn sem hún
var mjög stolt af.
Móðursystir mín var einstök
kona. Hún var 14 árum eldri en
mamma mín. Hún notaði ferming-
arpeningana sína til að gefa
mömmu sinni barnavagn þegar
mamma mín fæddist.
Hún var bara barn þegar hún
kynntist æskuástinni sinni honum
Karli. Það var einstök ást. Þau
léku sér saman og voru pínu skot-
in. Ég gat hlustað aftur og aftur á
lýsingar hennar á því hvernig þetta
var í gamla daga. Það var heldur
ekki erfitt að elska Kalla. Þegar
Kalli og Dídí voru ungt par sagðist
mamma mín ætla að giftast honum
þegar hún yrði stór.
Þau bjuggu sér falleg heimili.
Það heimili sem ég man eftir var í
Skaftahlíðinni. Dídí og Kalli bjuggu
á efri hæðinni og amma og afi á
miðhæðinni. Ég var oft hjá þeim
sem lítil stelpa, skipti þá ekki máli
hvort ég var uppi eða niðri. Dyr
voru á milli íbúðanna sem ég gat
gengið um og var ég velkomin á
báðum stöðum. Þetta var sælureit-
ur. Dekurhöll á þeim tíma.
Seinna þegar ég stundaði nám í
Kennaraháskólanum var oft gott
að kíkja til þeirra í hléum. Sátum
við þá saman við eldhúsborðið og
spjölluðum og námsmaðurinn fékk
alltaf eitthvað að borða.
Dídí var mikill fagurkeri og ein-
kenndist heimilið af því. Styttur,
ljós og smáhlutir á nákvæmlega
réttum stöðum. Allt var hreint og
fínt. Fyrir lítið barn var ekki hægt
annað en að ganga hljóðlega um,
þetta var svo fallegt.
Erfitt er að kveðja móðursystur
mína í fáum orðum. Margar góðar
minningar fljúga um hugann. Við
gátum oft setið lengi og spjallað
saman. Umræðuefnin voru mörg.
Nú síðast töluðum við um veisluna
sem haldin yrði á 100 ára afmælinu
hennar. Þá hlógum við báðar mik-
ið.
Það sem ég lærði mest af
frænku minni var hvað hún tók vel
á móti gestum. Hún brosti svo und-
urfallega, opnaði faðminn og knús-
aði. Í leiðinni sagði hún hvað hún
var glöð að sjá okkur.
Einnig kunni hún vel að meta
fólkið sitt og lét það vita af því. Af-
komendum hennar fer fjölgandi og
hver og einn þeirra ber með sér
hæfileika hennar til að fegra um-
hverfið á einn eða annan hátt.
Ég kveð þig kæra móðursystir
og vinkona. Minning þín gleður
mig að eilífu. Þín
Hulda.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.