Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 55 Elsku amma. Ég man það svo vel hversu dásamlegt það var að koma norður í heimsókn til ykkar afa, þegar ég var yngri, og jafnvel enn betur hve sárt það var að þurfa að kveðja og halda heim á leið. Þegar þú svo flutt- ir í bæinn var fjarlægðin ekki lengur svo óralöng og þá urðu heimsókn- irnar fleiri, á báða vegu. Ég veit að þó fjarlægðin hafi aftur lengst, þá fylgistu alltaf með mér. Alltaf var hægt að hlaupa í hlýjan ömmufaðm og kúra sig í ömmu- bobba. Við vorum öll brjóstasnúð- arnir hennar ömmu sinnar. Ef eitt- hvað bjátaði á var svarið ávallt, „þetta grær áður en þú giftir þig“ og um leið greru öll heimsins sár, hvort sem var á líkama eða sál. Þú varst alltaf svo mikil hetja, hetjan okkar allra, alltaf hress og kát, og svo ótrúlega lífsglöð, þrátt fyrir veikindin. Þau áttu ekki að fá að buga þig. Það gaf mér svo mikið að fá að sitja hjá þér síðustu dagana og mér leið svo vel í hjartanu að halda í höndina á þér og horfa á þig. Þó það væri jafnframt sárt að horfa á þig svo þjáða. Þó það sé sárt að missa í senn, bestu ömmu í heimi og svo góða vin- konu sem þú hefur ávallt reynst mér, þá veit ég að hjá Guði líður þér betur, hann hefur bundið enda á þjáningar þínar. Og eins og mamma sagði við mig og ég veit það er rétt, það væri eigingirni að hugsa annað og því er ég svo glöð yfir því að nú líði þér vel, en ég sakna þín samt svo ótrúlega mikið. Ég elska þig. Þín Elísa Hrund. Á aðfangadag, þegar fólk var í þann mund að klæðast sínu fínasta og ganga inn í jólahátíðina, bárust mér þau vátíðindi að æskuvinkona mín, Ellý Þórðar, væri dáin. Mér varð að orði, hún Ellý á ekki að deyja á þessum degi, þegar fagna skal fæð- ingu frelsarans og hækkandi sól. Þetta er víst eitt af því sem við fáum ekki við ráðið. Við Ellý áttum okkar bernsku- og unglingsár við Urðar- veginn og Landagötuna. Safnast var saman til leikja í hverfinu, komið saman við besta ljósastaurinn, þegar dimma tók, þá var það fallin spýta, hverfa, langbolti o.s.frv. Við áttum oft samleið úr skólanum og ekki síð- ur af dansleikjunum þegar sá aldur tók við. Í „Höllinni“ var í þá daga mikið dansað og tjúttað, sungið og hlegið. Ellý var mikil söngkona, var í Kór Landakirkju, Samkór Vest- mannaeyja og eftir að hún flutti til Reykjavíkur var hún í kirkjukórum þar. Já, „Manstu okkar fyrsta fund“ eftir Örn Arnarson var mikið sungið. Ég ætla að leyfa mér að láta hluta af þessum ljóðlínum fylgja hér, þær eiga svo vel við á þessari stundu: Manstu okkar fyrsta fund forðum daga í Eyjum. Barnaleg og blíð í lund, barstu af öðrum meyjum. Ég var ungur eins og þú, einn af þorpsins snáðum, sama von og sama trú, sama þrá hjá báðum. Bernskuleikir breyttust þá, blóm úr knöppum sprungu, nýjum lit á lífið brá lærðum nýja tungu. Allt var gott og allt var nýtt, og yndislega frítt. Og sumarsólin skein á sundin blá og út við unnarstein lék aldan smá ELLÝ BJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR ✝ Ellý Björg Þórð-ardóttir fæddist í Vestmannaeyjum 13. apríl 1936. Hún lést á heimili sínu aðfanga- dag jóla og var útför hennar gerð frá Bú- staðakirkju 5. jan- úar. og ástin helg og hrein lét hjörtun slá og sumarsólin skein á sundin blá. Manstu hvað ég með þér fór marga skemmtigöngu, inn í Dal og upp í Kór, undir Stóru Löngu? Upp að Hvíld og Löngulág lágu stundum sporin. Kannast þú við Klif og Há? Komstu þar á vorin? Inn um Flatir oft var kátt, – æskan fór með völdin – hlaupið, leikið, dansað dátt, draumblíð sumarkvöldin. Fuglinn upp í fjallató hann fékk ei næturró. Svona orti Örn Arnarson á fyrri- hluta síðustu aldar (þá sýsluritari í Eyjum). Sporin okkar Ellýjar lágu ekki að Hvíld eða Löngulág, en það kom iðulega fyrir eftir dansleik í Höllinni að vorlagi og okkur fannst nóttin ennþá ung, að við röltum aust- ur á Urðir að Þurrkhúsinu, Tobba- kofa og jafnvel að Afapolli, þar sem við fórum í fótabað, tylltum okkur síðan á fjörustein og biðum þess að sólin birtist yfir Eyjafjalla- og Mýr- dalsjökli og baðaði Fjallasjóinn með geislum sínum og skuggamyndir af Elliða- og Bjarnarey voru þar sem bergrisar. Ellý var mikil Eyjastelpa og sér í lagi Þjóðhátíðarbarn. Hún lét sig ekki vanta á Þjóðhátíð, sama hvað á bjátaði. Þegar brekkusöngur hljómaði og söngur barst úr tjaldi með gítarundirleik þá var Ellý ekki fjarri. Eins og áður hefur verið minnst á var Ellý í Samkór Vest- mannaeyja. Árið 1972 fór kórinn til Færeyja og setti upp óperettuna Meyjaskemmuna. Þessi ferð er öll- um ógleymanleg, sem hana fóru. Á sl. ári komum við saman hjá Sigga og Sigrúnu á Blátindi til að fagna og minnast þessarar ferðar. Þegar ég gekk heimreiðina bárust mér til eyrna harmonikuhljómar með fær- eysku ívafi, þar var Ellý mætt, sat við dyragættina og þandi nikkuna. „Mikið er að þú mætir, drengur,“ sagði hún , lyfti glasi og kallaði „skál“. Já, svona var Ellý Tóta. Þetta voru síðustu samfundir okkar, í glaum og gleði. Það eru forréttindi, að hafa átt hana Ellý sem vin öll þessi ár. Þegar æsku- og unglingsár- unum lauk skildi leiðir, en alltaf vildi maður vita hvernig Ellý hefði það. Lífið lék ekki alltaf við hana, hún fékk að kynnast gleði og sorgum í líf- inu. Í mínum huga stóð hún ávallt keik, hvað sem á gekk. Við Hólm- fríður kveðjum kæran vin og vottum börnum hennar og öðrum aðstand- endum dýpstu samúð. Guð blessi ykkur. Guðjón Ólafsson (Gaui í Gíslholti). Þegar ég að gefnu tilefni lít yfir farinn veg, finnst mér eins og þeir Vestmannaeyingar sem ég hefi kynnst á lífsleiðinni, hafi upp til hópa verið mjög skemmtilegt fólk og glað- vært og hreinskiptið í meira lagi. En það sem ég hefi mest og best kunnað að meta í fari þeirra er hin sanna sönggleði sem virðist búa í hverjum manni og þar fór fremst í flokki með- al jafningja ágæt vinkona okkar hjóna, Ellý Þórðardóttir, sem lést 24. des. eftir erfið veikindi. Í þessum fátæklegu kveðjuorðum, langar okkur líka að minnast sam- býlismanns hennar, Tryggva Marí- assonar sem lést fyrir u.þ.b. þremur mánuðum. Kynni okkar stóðu því miður allt of stutt, en þau hófust fyr- ir nokkrum árum þ.e.a.s. í árlegum ferðum „Úrvalsfólks“ sem um árabil hefur fjölmennt út til Kanaríeyja í ársbyrjun all mörg sl. ár á vegum ferðaskrifstofunnar Úrvals-Útsýnar og hefur samveru þessa hóps oft ver- ið líkt við ættarmót, vegna einlægrar vináttu og ásetnings um að gleðjast hvert með öðru. Á þessum fáu árum sem við höfum þekkst, hefur Ellý verið einn af starfsmönnum ferða- skrifstofunnar. Þetta glæsilega par, Ellý og Tryggvi, vöktu hvarvetna athygli, voru myndarleg að vallarsýn, við- ræðugóð og skemmtileg hvort á sína vísu og áttu því marga góða vini. Við fyrstu kynni gat maður haldið að þau hefðu afar ólíkar skoðanir á mönnum og málefnum, en það sem undir bjó var ósvikin græskulaus glettni og húmor, sem bar öll merki þess að eiga rætur í hinni fjölbreytilegu menningu Vestmannaeyinga. Á síðustu árum höfum við hjónin eignast stóran hóp „söngvina“ þ.e.a.s. fólk sem alla jafnan við hin ýmsu tækifæri, er tilbúið að taka þátt í almennum söng, já og eða kór- söng og rödduðum söng í fámennari hópum og þá oft með undirleik fleiri eða færri hljóðfæra. Í þessum hópi fólks varð ég fyrir uppljómun þegar ég fyrir fáum árum kynntist sjálfmenntaðri tónlistar- konu, Ellý Þórðardóttur úr Vest- mannaeyjum. Auk þess að leika á ýmis hljóðfæri, gat hún sungið af þvílíku næmi og kunnáttu allar radd- ir, raddsetti lög fyrir fjórraddaðan söng af fingrum fram, með sínu eigin hljóðfæri, „röddinni sinni“, án þess að hafa nótur að styðjast við, en gít- arinn var ekki alltaf langt undan og kunnátta í hljómum og gripum á þetta alþýðuhljóðfæri var slík og vandvirkni við notkun þeirra, sem hefði getað sæmt hámenntuðum gít- arleikara. Stórt skarð hefur verið höggvið í kunningjahóp okkar hjóna við fráfalla þessara góðu vina. Aðstandendum og ástvinum öllum sendum við Hildur samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þeirra Ellýjar og Tryggva. Hafsteinn Þorvaldsson, Selfossi. Þú hafðir einstakt lag á því að láta fólki líða vel í kringum þig. Það var alltaf stutt í brosið og gleðina. Senni- lega hefur Eyjastelpan í þér séð til þess að húmorinn hafði völdin, hið neikvæða var aldrei nógu merkilegt eða mikið til þess að það fengi að taka yfirhöndina. Þú varst traustur félagi í Kór Bú- staðakirkju um langt skeið og þótt þú hafir aðeins verið farin að láta okkur yngra fólkinu eftir pallana verður þín sárt saknað í Bústaða- kirkju. Þú sagðir stundum, raunar annað veifið í nokkur ár, að svona gamlar kerlingar ættu ekkert að vera að koma fram, syngja fyrir al- menning. Svo brostirðu þínu breið- asta, blikkaðir mann eða gafst manni olnbogaskot og maður fann að þér fannst þú í raun ekki vera degi eldri en ungu stelpurnar. Einkennilega dæmigert fannst mér svo fyrir okkur mannfólkið að við höfðum orð á því kórfélagarnir þegar við heyrðum af andláti þínu á aðfangadag að við hefðum alltaf ver- ið á leiðinni til þín, ætluðum að heim- sækja þig og jafnvel taka með þér lagið. Þú hafðir verið svo hress upp á síðkastið og við gerðum okkur ekki grein fyrir að ef við ekki drifum í því að koma gætum við misst af tæki- færinu. Kannski kennir þú okkur þar eina lexíuna enn, svona um leið og þú kveður, lexíu sem við getum nýtt okkur í umgengni við þá sem okkur þykir vænt um. Við vitum aldrei hver verður næstur og hvenær við miss- um af tækifærinu til að heilsa upp á góðan vin eða faðma þá sem við elsk- um. Ellý, hafðu hjartans þökk fyrir það sem þú gafst okkur félögum þín- um í Kór Bústaðakirkju, gleði og góðar minningar til að ylja okkur við. Við kveðjum þig með söknuði af söngloftinu í kirkjunni þinni. Við vit- um að þér hefur verið vel fagnað hin- um megin við. Fyrir hönd Kórs Bústaðakirkju, Svanur Valgeirsson. Ó, hvað mig langaði löngum að lyfta þér mikið hærra, hjálpa þér gegnum hættur, hlúa að þér eftir föngum, tjalda þér hásætishimni, hlýða kenjum þíns lyndis, konungsbarn. (Guðmundur Böðvarsson.) Kveðja Ísak. HINSTA KVEÐJA Jörðin var eitt af höfuðbólum sveitarinnar forðum ásamt jörðun- um Fjall og Ólafsvellir, en sandur herjaði snemma á jörðina og var svo komið um aldamótin 1900 að við lá að jörðin færi í eyði sökum sandfoksins. En jörðinni var bjargað með Sand- græðslunni á Reykjum, sem er sú fyrsta á landinu fyrir opinbert fé. Gunnlaugur Kristmundsson, fyrsti sandgræðslumaður ríkisins, hóf þar störf vorið 1907 við að girða og græða sandinn og er sú saga bæði mikil og merkileg. Sigur vannst á sandinum og þar sem hann æddi áð- ur er nú blómlegur bithagi og tún – og á jörðinni eru nú þrjú stórbýli, einhver þau blómlegustu í sveitinni. Við Ingvar voru jafnaldrar og hóf- um báðir skólagöngu haustið 1931, þá 10 ára gamlir. Síðan hafa leiðir okkar lengst af legið saman og er því margs að minnast. Skólinn var þá á Húsatóftum í gömlu og litlu timb- urhúsi, sem jafnframt var samkomu- hús sveitarinnar. Krakkarnir gengu í skólann, og það hefur verið löng leið fyrir Ingvar, þá 10 ára strák, að ganga frá Reykjum í skólann. Húsið var lítið en kennslan góð hjá hinum ágæta skólastjóra okkar honum Klemensi Þorleifssyni sem kenndi okkur alla tíð. Krakkahópurinn var stór og líf og fjör í skólanum.Við Ingvar rifjuðum stundum upp hversu gaman hefði verið í risaleik á túninu á Húsatóftum í frímínútun- um. Eftir áramótin 1934 fluttum við í Barnaskólann í Brautarholti sem þá var nýbyggður og eitt besta skóla- hús í sveitum á þeim tíma. Við húsið var líka stór salur og öll aðstaða til skólahalds og samkomuhald gjör- breyttist. Þar var líka heimavist og Reykjastrákarnir fóru að liggja við. Þeir fengu líka reiðhjól sem fáir strákar áttu á þeim tíma. Síðan lá leiðin í ungmennafélagið sem var félagsmálaskóli þess tíma og stóð fyrir skemmtunum og íþrótta- æfingum. Á þeim tíma var margt ungt fólk í sveitinni og við strákarnir vorum svo heppnir að búsettur var í nágrenninu lærður íþróttakennari, Jón Bjarnason á Hlemmiskeiði. Ungmennafélagið stóð fyrir æfing- um í leikfimi og var æft af kappi. Þar voru stæltir strákar og Ingvar einn sá besti, stílhreinn og fimur í staðæf- ingum, á hesti og á dýnu. Hópurinn varð svo góður að við vorum fengnir til þess að sýna leikfimi á landsmóti UMFÍ í Haukdal 1940. Hópurinn fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína og vakti athygli að svo vaskur hópur kæmi úr lítilli sveit. Aftur sýndi hóp- urinn leikfimi á landsmóti UMFÍ á Hvanneyri 1943 og við Ingvar vorum í þeirri miklu sveit ungra manna sem sýndu fimleika á Þingvöllum á lýð- veldishátíðinni 1944. Þetta voru eft- irminnilegir tímar sem stæltu okkur og efldu félagsandann. Ingvar stundaði nám í Héraðs- skólanum á Laugarvatni í tvo vetur, 1940–1941 og 1941–1942. Síðari vet- urinn kynntist hann henni Fríðu sinni, Sveinfríði Sveinsdóttur, frá Mælifellsá í Skagafirði, sem þar vann í eldhúsinu. Nú var Ingvar með glæsilegustu ungum mönnum, gleði- maður og hafði mikla kvenhylli, svo hann gat sjálfsagt valið úr stelpun- um – en hún Fríða eignaðist hug hans. Hann réð hana sem kaupakonu að Reykjum – og ástin blómgaðist. Þau giftu sig árið 1946 og stofnuðu heimili á Selfossi. Þá hafði Ingvar eignast vörubíl, var í vöruflutningum og ók vikri frá Reykjum. Einnig var hann í lögreglunni í hlutastarfi. Það var mikil uppbygging á Selfossi og í sveitunum í kring og nóg að gera. En vorið 1947 er allt í einu komið timbur og járn heim að Reykjum. Ingvar var að koma heim aftur, hafði fengið þriðjung jarðarinnar til ábúð- ar og búinn að stofna nýbýli. Og nú var hafist handa og maðurinn bæði- duglegur og kappsamur. Upp reis íbúðarhús og síðan fénaðarhús og túnið stækkaði. Hann bjó við kýr, kindur og hross, hélt afurðaskýrslur og var búsýslumaður. Hann hafði yndi af skepnum en mest þó af kind- unum sínum, beitti sér fyrir stofnun fjárræktarfélags í sveitinni 1954 og var formaður þess til ársins 1988. Þá hafði hann gaman af hestum, fylgd- ist vel með góðhestum og sótti hesta- þingin, þar á meðal á Murneyri í landi Reykja. Jafnframt búskapnum stundaði hann vörubílaakstur og tók þátt í því mikla ævintýri, fjárskipt- unum 1952 og 1953, þegar Skeiða- menn sóttu nýtt fé norður í S-Þing- eyjarsýslu. Fríða bjó Ingvari gott heimili og fylgdi honum í bústörfin. Börnin urðu fimm sem lifðu, en Hjalti sonur þeirra fórst ungur í bílslysi og var það mikið áfall fyrir fjölskylduna. Síðar kom svo Sveinn, sonur þeirra heim og tók við búi foreldra sinna. Það var þeim mikið fagnaðarefni – og svo komu barnabörnin, sem sóttu til afa og ömmu. Snemma voru Ingvari falin trún- aðarstörf í sveitinni. Hann var kos- inn í hreppsnefnd árið 1950, þá 28 ára gamall, og sat í hreppsnefnd til ársins 1974, eða í 24 ár, en gaf þá ekki lengur kost á sér. Það var gott að vinna með Ingvari, og ég minnist ekki þess að okkur hafi orðið sundur- orða. Hann var tillögugóður og raun- sýnn og átti fullt traust hrepps- nefndarmanna. Fjallskilastjóri var hann um árabil, en starfið felst í því að ráða fjallmenn, leggja á fjallskil og innheimta þau. Létti það mjög á mér sem oddvita. Þá var hann vel rit- fær, skrifaði oft fundargerðir hreppsnefndar og einnig kom hann vel fyrir sig orði á fundum. Á síðari árum skrifaði hann eftirmæli um sveitunga sína, sem vöktu athygli fyrir góðan texta og lýsingu á hinum látna. Ingvar var kosinn í sýslunefnd eft- ir lát föður míns 1963 og sat þar þar til sýslunefndirnar voru lagðar nið- ur. Þar sómdi hann sér vel í hópi annarra sveitarhöfðingja sýslunnar og sagði að það hefði verið góður tími. Þar naut hann einnig mikils trausts og sat í veganefnd sem mikið mæddi á. Eins og kunnugt er býr margt fólk í Reykjaætt yfir einstökum hagleik og tónlistargáfu. Er margt góðra smiða í ættinni og tónlistar- og söng- fólk. Sagt er að Eiríkur Eiríksson – langafi Ingvars – sem var yfirsetu- maður, eins og sagt var, hafi smíðað tengur til þess að hjálp konum í barnsnauð – og hafi jafnvel hjálpað huldukonu. Síðar kom Þorsteinn, afi Ingvars, inn í ættina, en hann var sonur Þorsteins Jörundssonar smiðs Illugasonar, hins fræga smiðs sem byggði Skálholtskirkju. Ingvar sagði mér einu sinni að hann myndi vel eft- ir Þorsteini afa sínum, sem sat löngum stundum í smiðjunni við smíðar. Ingvar erfði þessa hæfileika ættarinnar, þótt hann legði smíðar ekki fyrir sig, en handlagnin kom honum að góðum notum þegar hann stóð í byggingum. Eftir að hann hætti búskap fór hann í bókband hjá eldri borgurum í Hrunamanna- hreppi og fór að binda inn bækur. Og heima í bílskúrnum undi hann sér löngum við að smíða og renna ýmsa gripi. Ég á rennt borð eftir hann, sem mér þykir fengur að. Tónlistargáfuna fékk Ingvar einn- ig í arf en hana má rekja allt til Ei- ríks Vigfússonar, f. 1758. Er hann sagður hafa verið framúrskarandi söngmaður og var forsöngvari í Ólafsvallakirkju í sinni tíð. Ingvar hafði góða bassarödd og söng í kirkjukórnum í áratugi og í Skál- holtskórnum, meðan hann starfaði. Þá þótti hann ómissandi þegar söng- ur var hafður uppi í afmælum og á samkomum. Allt hefur sinn tíma, eins og pre- dikarinn sagði, og við Ingvar rædd- um stundum um, hve tíminn liði fljótt, þegar við eltumst. Enn áttum við samleið í félagi eldri borgara hér í sveit og gaman var í heita pottinum í Skeiðalaug, en þar hittumst við fjórir karlar öll þriðjudagskvöld. Þar var oft eftirminnilegt spjall, lands- málin voru rædd – og rifist – sagðar fréttir og nýjustu kjaftasögurnar. Því sakna nú pottverjar vinar í stað. Menn leita hamingjunnar með ýmsu móti. Sumir safna peningum en aðrir finna hamingjuna í starfi og leik. Ég tel að Ingvar hafði verið hamingjusamur maður. Hann fann hamingjuna í starfi sínu sem bóndi á ættarjörð sinni, naut virðingar og vinsælda í sveit sinni og átti góða fjölskyldu. Þannig er gott að lifa. Fjölskyldunni sendi ég samúðar- kveðjur. Jón Eiríksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.