Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 66
66 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Risaeðlugrín framhald ... NEI SKO MAÐKUR ... HVAÐ ER HANN AÐ GERA? © DARGAUD © DARGAUD ÞETTA ÞÝÐIR AÐ LIRFAN SEM VIÐ SAÚM ÁÐAN VERÐUR AÐ STÓRFÖGRU FIÐRILDI. SJÁÐU BARA ... VÁÁ!!! HVAÐ ÞAÐ ER FALLEGT! OG HVAÐ SVO DÍNÓ? Í HVAÐ BREYTIST FIÐRILDIÐ SVO? Í EKKI NEITT!! ÞEGAR AÐ LIRFAN HEFUR UMBREYST ER VERKIÐ FULLKOMNAÐ OG ... ERTU VISS UM AÐ ÞAÐ SÉ RÉTT DÍNÓ?? NÚ PÚPUNA SÍNA! OG TIL HVERS ER HÚN? TIL AÐ FELA SIG! ... TIL AÐ KLÁRA UMBREYTINGUNA. OG HVAÐ ER EIGINLEGA UMBREYTING? UMBREYTING ER NÁTTÚRULEG BREYTING ÞAR SEM EITT DÝR BREYTIST Í ANNAÐ DÝR! HANA NÚ!! HVERNIG Í FJÁRANUM VEIST ÞÚ UM ÞÁ? ... NEMA MEÐ ÞVÍ AÐ KOMAST YFIR ÁKVEÐNA PAPPÍRA SEM ERU Á FLAKKI HÉR Í HÖFUÐBORGINNI! ... EKKI SATT? ... RUTHMANN ER VIÐ ÞETTA RIÐINN, ÞAÐ ER LJÓST! ÞVÍ MIÐUR HÖFUM VIÐ ENGAR SANNANIR SEM VIÐ GETUM NOTAÐ TIL AÐ GÓMA HANN .. ÞETTA ER ALGER TÍMAEYÐSLA, ÓLIVER! ... HLJÓÐEINANGRUNIN ER FULLKOMIN! HAHAHA ... AUÐVITAÐ! BARA TIL AÐ VERA VISS ... EN ...ÖÖÖ ... MAÐUR ER ALDREI OF VARKÁR, EKKI SATT? MIG GRUNAÐI ÞAÐ! ... EN FJAND- INN HIRÐI ÞAÐ! ...ÞÝÐIR þETTA AÐ RUTHMANN ...?! EFTIR ÞVÍ SEM VIÐ KOMUMST NÆST þÁ VAR DAVÍÐ AÐ REKJA SIG EFTIR ÞESSUM UPPLÝSINGUM ... OG ÞAÐ VARÐ HONUM ÞVÍ MIÐUR AÐ BANA! ... HAMINGJAN HJÁLPI MÉR! HVERS LAGS HRYLLINGSHEIM ERUM VIÐ AÐ BÚA OKKUR TIL! ... ÞÚ LÆTUR MIG FÁ ÚRANÍUM OG ÉG LÆT ÞIG FÁ HERÓÍN! ... SNILLINGAR UNDIRHEIMANNA FARA Í SAMSTARF ENN EINA FERÐINA! ÞÚ VEIST BARA EKKI NEITT! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ,,BUSH er einhver mesta ógn sem nú steðjar að mannkyninu og sú hægri öfgastjórn sem í skjóli hans situr. Uppfull af ofstækisfullum kristintrúarmönnum sem er að takast að æsa alla veröldina upp á móti Bandaríkjunum.“ Svona skrif- ar Björgvin G. Sigurðsson, þing- maður Samfylkingarinnar, í Morg- unblaðið 3. janúar 2003, og síðar: ,,Bandaríkin eru ein mesta ógnin við heimsfriðinn í dag …“. Uppi- staðan í greininni virðist þó vera von hans um að Samfylkingin kom- ist í valdastólana á Íslandi í nán- ustu framtíð. Ég, alinn upp á Íslandi og síðan búið hér í New York síðustu tutt- ugu árin, hef vitað af Bandaríkja- hatri frá því ég man eftir mér, þetta var uppistaðan í áróðrinum í kaldastríðinu og ég hef aftur og aftur séð Íslendinga ganga í gegn- um sálarkvalir meðan þeir aðlaga sig raunveruleikanum hér, sem hefur ekkert að gera með það sem við vorum fóðruð á heima. Í rauninni losnum við aldrei und- an þessu fargi, þessi áróður verður endanlega samofinn sálinni og erf- itt að skilja á milli. Börn mín hafa gaman af þegar eitthvað hrekkur upp úr mér sem er ekki mín lífs- reynsla heldur „sannleikur“ um Bandaríkin sem festist í mér áður en ég kom hingað fyrst, árið 1976. ,,Bush er einhver mesta ógn sem nú steðjar að mannkyninu…“, trú- ir þú þessu sjálfur Björgvin eða svafstu illa? Hvað með Norður- Kóreu? Hvað með Kína? Hvað með Íran? Nei, nei, það er Bush og hans kristnu ofsatrúarmenn!!! Auðvitað vilja flestir lýðræði á Íslandi og að stjórnmálamenn svari fyrir sínar vitleysur, en hvaða val er þetta, annaðhvort þig Björgvin og þína Samfylkingu eða Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn- arflokkinn? Er það nokkurt val, hvaða ábyrg manneskja getur hleypt fólki eins og þér í ráðherra- stólana? Það gætu talist landráð! Ég ætla að fara yfir örfáar stað- reyndir um Bush í von um að þú breytir skoðun þinni á að hann sé mesta ógnunin við heimsfriðinn (maður verður alltaf að reyna, aldrei að gefast upp). Árásin á turnana tvo var skipulögð áður en hann varð forseti, sú árás var ekki gerð af elsku. Forsetatíð Bush hef- ur mótast af þeirri árás og þeirri opinberun Bandaríkjamanna að þeim var ógnað og að þeir yrðu að mæta þeirri ógnun á eigin spýtur. Flestir virtust hata okkur, allt frá Frökkum til Þjóðverja, núver- andi kanslari Þýskalands vann sína kosningabaráttu á Bandaríkja- hatri. Þegar Bush sagði við Banda- rísku þjóðina: ,,Annaðhvort eru þeir með okkur eða á móti,“ var hann ekki að tala til heimsins, heldur við sína eigin þjóð, stappa í hana stálinu og segja henni: við megum ekki gefast upp, tökumst á við ógnina við höfum gert það áð- ur. Við elskum okkar forseta fyrir að hafa risið upp og vaxið inn í sitt hlutverk, hvað sem okkur fannst um hann áður. Núna virðist sem stefna Bush og ,,hans ofsatrúarmanna“ sé að skila árangri, efnahagurinn að rétta við (hann var á niðurleið þegar hann tók við embætti), Kaddafi að hætta við kjarnorkuvopn, Norður-Kórea að bjóða eftirlitsmönnum að skoða kjarnorkuverið, Íranar að endur- skoða stuðning sinn við hryðjuverk og Frakkar og Þjóðverjar að reyna að ná sáttum við Bandaríkjastjórn, núna þegar Bush er búinn að sýna þeim að við erum hættir að bjóða hina kinnina. Það má vel vera, Björgvin, að við séum feitasta, ljótasta og heimsk- asta þjóð í heimi, lágmenningin héðan allt að kæfa, en við erum framtíðin, ekki ,,gamla“ Evrópa. Bandaríkin eru stórt land og margt ljótt hér, en við erum nýi tíminn og það eru Bandaríkin og þeirra hugsjónir sem eru eina von- in. Við verðum að vona að fyrrver- andi Sovétríkin og Kína nái að að- laga sig hugmyndaheimi okkar, ekki að þau fari aftur inn í hug- myndaheim heimsyfirráða. Það voru Bandaríkin sem björguðu okkur frá kommúnismanum. Er nokkur vafi þar? Þú skrifar, Björgvin: ,,and- styggilegt árásarstríð á Írak“. Hvað var svo andstyggilegt? Sást þú fjöldagrafirnar, pyndingaklef- ana? Last þú um fólkið sem hafði falið sig innandyra í meira en tutt- ugu ár? Trúir þú ekki að Banda- ríkjamönnum takist að koma á lýð- ræði í Írak? Var það líka ,,andstyggilegt árásarstríð“ á Þýskaland og Japan? Eitt getum við verið sammála um, Björgvin, Hillary er hæfileika- kona og ef henni gengur vel í öld- ungadeildinni og fær rétta þjálfun, þá er hún helsta von demókrata 2008. Hillary á samt langt í land, hún hefur ekki sýnt leiðtogahæfileika í öldungadeildinni, en það getur allt komið. Nú er hættan fyrir demó- krata að þeir verði þurrkaðir út í kosningunum í haust. Þá er mögu- leiki að Hillary geti náð tökum á flokknum og leitt hann til sigurs 2008 þegar repúblikanar verða orðnir þreyttir. En hvað ef Condí fer í slaginn? Staðreyndin er þó, að hvorki Hillary né Condí hafa staðið í eldlínunni, kosningabarátta Hillary hér í New York var brand- ari, andstæðingur hennar eins og hann væri nýsloppinn úr barna- skóla. INGIMUNDUR KJARVAL, Delhi N.Y., Bandaríkjunum. Ingimundur Kjarval svarar Björgvini G. Sigurðssyni Frá Ingimundi Kjarval, sem bú- settur er í Bandaríkjunum Delhi N.Y. 3. janúar 04.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.