Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 38
LISTIR 38 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Norræni menningarsjóðurinn veitir styrki til norrænna menningarverkefna. Leiðbeiningar og upplýsingar um umsóknarfrest árið 2004 er að finna á www.nordiskkulturfond.org S. +45 3396 0200 Netfang: kulturfonden@norden.org KULTURFOND Vorönn Kvennakórs Reykjavíkur 2004 Senjorítur Kvennakórs Reykjavíkur. Æfingar hefjast mánudaginn 12 janúar 2004 kl. 16.00 í Hátíðarsal Sjómannaskólans við Háteigsveg. Kórstjóri er Sigrún Þorgeirsdóttir Innritunarsími er 8966468 Kórskóli Kvennakórs Reykjavíkur Kórskólinn hefur starfsemi sína miðvikudaginn 21. janúar 2004. Kórskóli er fyrir þá sem hafa mikinn söngáhuga. Kennt verður á miðvikudögum frá kl. 18.00 til 19.30 í Hátíðarsal Sjómannaskólans við Háteigsveg. Kennari er Sigrún Þorgeirsdóttir Innritun hefst mánudaginn 12. janúar 2004 Kvennakór Reykjavíkur Æfingar hefjast miðvikudaginn 14. janúar 2004 kl. 20.00 í Hátíðarsal Sjómannaskólans við Háteigsveg. Kórstjóri er Sigrún Þorgeirsdóttir Innritunarsími er 896-6468 eftir kl. 16.00 Ný leiksýning fyrir unglingabyggð á ævintýri H.C.Andersens um rauðu skóna verður frumsýnd á litla sviði Borg- arleikhússins um næstu helgi og er það leikshópurinn Rauðu skórnir sem setur verkið upp. Aðspurðar um tilurð leikhópsins segja Hall- veig Thorlacius og Helga Arnalds raunar hér um samvinnu tveggja leikhúsa að ræða, þ.e. Sögusvunt- unnar sem Hallveig stýrir og 10 fingra sem Helga rekur. „Við ákváðum að sameina krafta okkar til að vinna þetta verkefni og kannski fleiri í framtíðinni,“ segir Hallveig. Í leikritinu Rauðu skórnir segir frá Katrínu sem er munaðarlaus, skólaus og allslaus, en þó hún eigi engan að nema verndarenglana sína, þ.e. brúðustjórnendurna sem gefa henni líf, þá unir hún glöð við sitt. Með aðstoð verndarenglanna tekst henni að búa sér til sína eigin rauðu skó og þó þeir þyki hlægilega frumstæðir þá finnst henni þeir vera fallegustu skór í heimi, enda bjó hún þá sjálf til. Gömul og góð- hjörtuð kona tekur stúlkuna að sér og lætur það verða sitt fyrsta verk að brenna skódruslur hennar. Stúlkan er óhuggandi en þegar gamla konan fer með hana til skó- smiðsins til að kaupa svarta ferm- ingarskó þá kemur hún auga á log- andi rauða skó sem henni tekst að blekkja hálfblinda fóstru sína til að kaupa. Nýju rauðu skórnir fara hins vegar að dansa látlaust og dansa og með stúlkuna beint til glötunar. Ævaforn viðvörunarsaga „Sagan um rauðu skóna er gömul munnmælasaga, ein af þessum við- vörunarsögum sem kynslóð eftir kynslóð hefur verið að segja börn- um sínum. Hún á rætur að rekja allt aftur til heiðni, en er þó þekkt- ust í meðförum H.C. Andersens og við byggjum leikgerð okkar að hluta til á hans útgáfu af sögunni,“ segir Hallveig og bendir á að sögur á borð við þessa séu fullar af tákn- um sem gaman sé að velta fyrir sér. Dæmi um þetta nefnir Hallveig nýju rauðu skóna sem leikhópurinn kjósi að túlka sem tákn um fíkn. „Á sama hátt eru fyrstu skór stúlk- unnar táknrænir fyrir sköpunar- kraft hennar og þannig er gamla konan að eyðileggja sköpunarverk stúlkunnar þegar hún brennir skóna hennar,“ segir Helga. „Ef við fáum ekki tækifæri til að rækta sköpunargáfuna sem við fæðumst með þá leitum við stund- um annarra leiða til að fylla það tómarúm sem myndast og líkja má við sálarhungur. Við þurfum öll að spreyta okkur við að skapa sjálf og læra þannig að standa á eigin fót- um. Því það að standa á eigin fótum í okkar sjálfgerðu skóm veitir okk- ur styrk,“ segir Hallveig. „Á þennan hátt er þetta svo sönn saga sem snertir við fólki,“ segir Helga. „Þetta er saga sem allir hafa gott af að velta fyrir sér,“ segir Hallveig. „Því það eiga allir sína rauðu skó,“ bætir Helga við. Að sögn Hallveigar getur hver og einn þó túlkað sýninguna á sinn hátt enda er ekki sagt eitt einasta orð í henni. „Sýningin er byggð upp á myndum og áhorfendur verða síð- an að túlka það sem fyrir augu og eyru ber,“ segir Helga og bendir á að leikmynd Petrs Matáseks og tónlist Ragnhildar Gísladóttur eiga stóran þátt í sýningunni. Brúðuleikhús frjó uppspretta fyrir hefðbundið leikhús Hallveig og Helga leggja áherslu á að með sýningu sinni á Rauðu skónum hafi þær sérstaklega haft tvennt að leiðarljósi. Annars vegar langaði þær að búa til brúðusýn- ingu sem ætluð væri unglingum, enda er, að þeirra sögn, mikill mis- skilningur að brúðuleikhús sé ekki fyrir unglinga. Hins vegar hafi þær langað til að leiða saman tvo allt of aðskilda leikhúsheima, þ.e. brúðu- leikhús og hefðbundið leikhús, þar sem þessi tvö leikhúsform hafi svo mikið að gefa hvort öðru. „Brúðu- leikhúsið er frjó uppspretta nýj- unga í leikhúsi í dag og leikhúsfólk sækir í æ ríkara mæli bæði aðferðir og lausnir í brúðuleikhús,“ segir Hallveig og bendir á að greinilega megi sjá hvernig margir leikstjórar bæði frá Eystrasaltslöndunum og Austur-Evrópu séu undir sterkum áhrifum frá brúðuleikhúsi. Þær Hallveig og Helga láta mjög vel af samvinnunni við Benedikt Erlingsson leikstjóra, Ingvar E. Sigurðsson leikara, sem upphaflega vann sýninguna með þeim, og Jón Pál Eyjólfsson leikara sem tók við hlutverki Ingvars. „Benedikt er mikill leikhúsmaður og hefur af- skaplega góða tilfinningu fyrir heildinni og konseptinu. Hann hef- ur veitt okkur mikinn innblástur og hvatt okkur til að prufa nýja hluti. Þó Ingvar hafi á endanum ekki get- að verið með okkur á hann samt mjög mikið í sýningunni þar sem hann vann með okkur þegar við vorum að leggja hana í sumar, auk þess sem hann kom með okkur til Prag þegar við sýndum þar leik- myndina í notkun á leikmyndahátíð þar í borg. Bæði Ingvar og Jón Páll virðast vera fæddir brúðustjórn- endur,“ segir Helga og bendir á að oft geti einmitt verið erfitt fyrir leikara að láta sjálfa sig hverfa og gefa í staðinn brúðunni líf. „Það þarf vissa auðmýkt til að geta „anímerað“, þ.e. gefið dauðum hlut líf. Auk þess krefst brúðustjórnun þess að þú sért sífellt að bregðast við sjálfum þér þar sem þú ert bæði brúðan og þú sjálf,“ segir Hallveig. Eins og fyrr sagði er sýningin Rauðu skórnir frumsýnd laugar- daginn 17. janúar kl. 17 og önnur sýning er sunnudaginn 18. janúar kl. 20. Í framhaldinu verður hún sýnd fyrir elstu börn grunnskóla og framhaldsskóla út janúarmánuð. Að sögn Hallveigar og Helgu stefna þær síðan að því að fara með upp- færsluna í sýningarferð út á land, enda var bæði leikmyndin og lýsing Elfars Bjarnasonar hönnuð með það í huga að hægt væri að ferðast með sýninguna. „Við hvetjum þó skólana á höf- uðborgarsvæðinu til að grípa tæki- færið og sjá sýninguna í Borgar- leikhúsinu enda er það ákveðin upplifun í sjálfu sér að koma í leik- húsið og upplifa stemninguna þar,“ segir Helga. Að sögn Hallveigar eru þær Helga búnar að semja ít- arefni með sýningunni sem kenn- arar geta nýtt sér. „Það er einmitt verið að leggja mikla áherslu á það núna að leiklist sem slík er forvörn. Hluti af ítarefni okkar felst í því að styðja krakkana sjálfa í að leika og með því viljum við auka leiklistina í skólum,“ segir Helga. „Með því móti viljum við gefa þeim tækifæri til að hlúa að eigin sköpunargáfu og dansa þannig á sínum eigin sjálf- gerðu rauðu skóm,“ segir Hallveig að lokum. Leikhópurinn Rauðu skórnir frumsýnir samnefnt leikrit á litla sviði Borgarleikhússins nk. laugardag kl. 17. Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds brúðuleikarar sögðu Silju Björk Huldudóttir frá hugmyndinni að baki sýningunni. Leiklist sem slík er forvörn Morgunblaðið/Ásdís Jón Páll Eyjólfsson og Helga Arnalds stjórna litlu stúlkunni í sýningunni um rauðu skóna. silja@mbl.is byggt á samnefndu ævintýri H.C. Andersens. Leikstjóri: Benedikt Erlingsson. Leikmynd og brúðugerð: Petr Matásek. Aðstoð við brúðugerð: Katrín Þorvaldsdóttir. Leikmyndasmíð: Sviðsmyndir. Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir. Lýsing: Elfar Bjarnason. Leikarar: Hallveig Thorlacius, Helga Arn- alds og Jón Páll Eyjólfsson. Rauðu skórnir Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.