Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 33
starf
Morgunblaðið/Þorkell
Lýsing Davids lék stórt hlutverk í unglingaóper-
unni Dokaðu við í Íslensku óperunni í haust.
Morgunblaðið/Kristinn
Sigrún Edda Björnsdóttir í Hinu ljósa mani. David segir að sér hafi
þótt sérstaklega vænt um þá sýningu.
Að brjóta niður veggi
David segist viss um að ástralsk-
ir leikarar öfundi íslenska leikara
af fastráðningarkerfinu. „Fast-
ráðningarkerfið hefur auðvitað sína
kosti, t.d. í tengslum við að byggja
upp leikhópa innan leikhússins.
Ekki er heldur hægt að líta
framhjá því að með fastráðningu er
fjárhagslegt öryggi leikaranna
tryggt,“ segir hann og er spurður
hvort íslensk leiklist standist sam-
anburð við ástralska. David hikar í
fyrstu við að svara. „Við erum að
tala um tvo svo ólíka heima. Gott
dæmi er að í Ástralíu eru nær ein-
göngu sýnd verk eftir enskumæl-
andi höfunda og svo náttúrulega
allra stærstu nöfnin eins og Ibsen,
Tjekov og Dario Fo í seinni tíð.
Hér er miklu meiri fjölbreytni,“ út-
skýrir hann og er spurður hvort
hann geti nefnt einhverjar sérstak-
ar nýjungar í lýsingarhönnun.
„Leikhúsið er auðvitað í stöðugri
þróun. Kvikmyndir gengu ekki af
leikhúsinu dauðu eins og sumir
héldu. Hins vegar eru ýmiss konar
margmiðlunartilraunir orðnar
áberandi í leikhúsinu. Slæds-mynd-
ir og ýmiss konar hreyfimyndir eru
notaðar til að ná fram ákveðnum
áhrifum í leikritum,“ segir David.
„Við göngum sífellt lengra í að
brjóta niður veggi, t.d. milli leikara
og áhorfenda og svo náttúrulega
einstakra listgreina.“
David segist alltaf hafa haft sér-
staklega gaman af því að vinna að
barnasýningum. „Í Brisbane er
haldin 10 daga leiklistarhátíð fyrir
3 til 8 ára börn í eins konar menn-
ingarmiðstöð í borginni annað
hvert ár. Ég er löngu farinn að
hlakka til að vinna að því verkefni í
ár. Hátíðin verður haldin næsta
sumar að íslenskum tíma – en þá er
náttúrulega vetur í Ástralíu,“ segir
David og tekur fram að þetta verk-
efni veiti sér óhemju fullnægju.
„Eins og reyndar öll mín vinna. Ég
er ákaflega ánægður með að lífið
skuli hafa leitt mig inn á svið lýs-
ingarhönnunar og að sjálfsögðu
hingað til Íslands á sínum tíma.“
David hannaði lýsingu fyrir sýningu leikhópsins Bandamenn á Amlóðasögu árið 1996.
ago@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 33
Enska fyrir börn
Það er leikur að læra
Námskeiðin hefjast
31. janúar
Leikskóli 6-7 ára
Talnámskeið 8-9 ára, 10-12 ára
Unglinganámskeið 13-14 ára
Stuðningsnámskeið fyrir 10. bekk
588 0303 fyrir 23. jan.