Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 11 Rafrænt eftirlit á vinnu- stöðum nokkuð útbreitt Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, fé-lagsfræðingur hjá Vinnueftirlit-inu og lektor við félagsvís-indadeild Háskóla Íslands, segirað svo virðist sem rafrænt eftirlit á vinnustöðum sé nokkuð útbreitt hér á landi og að Íslendingar hafi verið fljótir að tileinka sér nýja tækni á því sviði. Umræða um þessi mál í þjóðfélaginu sé þó enn á byrjunarstigi. Guðbjörg Linda stýrir rannsóknarverkefni er nefnist Áhrif upplýsingatækni á vinnuum- hverfi og persónuvernd, sem hefur það að markmiði að greina umfang rafrænnar upplýs- ingaöflunar á vinnustöðum, birtingarform hennar og áhrif á vinnuskipulag og líðan starfs- manna. Margrét Lilja Guðmundsdóttir fé- lagsfræðingur vinnur með Guðbjörgu Lindu að rannsókninni, sem styrkt er af Rannsóknarráði Íslands, en að henni standa Vinnueftirlitið, Landlæknisembættið, Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Rafiðnaðarsambandið, auk Persónuverndar. Rannsóknin hefur staðið á annað ár og hafa spurningalistar verið sendir til starfsmanna í allnokkrum fyrirtækjum og viðtöl tekin við starfsmenn og stjórnendur, auk þess sem gerð hefur verið úttekt á lögfræðilegri hlið mála. Hluti niðurstaðna hefur þegar verið kynntur, en endanlegra nið- urstaðna er að vænta í lok þessa árs. „Við ætl- um að reyna að meta hvort og þá hvaða áhrif það hefur á líðan starfsmanna að vinna undir rafrænu eftirliti. Hvort það auki fyrst og fremst öryggiskennd eða hvort starfsmönnum finnist það vera streituvaldur,“ segir Guðbjörg Linda. „Við erum að skoða hvernig þessi tegund upp- lýsingatækni, sem felst í því að fylgjast með starfsmönnum á vinnustöðum, hefur verið not- uð. Hún er í mjög örri þróun og við höfum með- al annars verið að taka viðtöl við framleiðendur og innflytjendur slíks búnaðar til að átta okkur á því hvert stefnir.“ Þrír flokkar rafræns eftirlits Guðbjörg Linda segir mikilvægt að greina á milli ólíkra flokka rafræns eftirlits. Í fyrsta lagi sé um að ræða ýmiss konar eftirlit með mynda- vélum, sem mikið hafi verið fjallað um. Í öðru lagi hafi margir lýst áhyggjum af því hvernig fylgst sé með netnotkun, tölvupósti og símtöl- um starfsmanna. Þriðja tegund rafræns eft- irlits, sem rannsóknin beinist ekki hvað síst að, felist í reglubundinni mælingu á afköstum starfsmanna. Guðbjörg Linda kveðst hafa gert rannsókn á tækniþróun í fiskvinnslu fyrir nokkrum árum. „Þar sá ég í fyrsta skipti þessa svokölluðu sí- tengingu starfsmanna við tölvurita. Í dag er það orðið þannig í þróuðustu fiskvinnsluhús- unum að þeir sem vinna á flæðilínu, nánast í öll- um tilvikum konur, skrá sig inn á sitt litla vinnuborð og eru þá beintengdir við tölvurita sem mælir stöðugt framleiðslu hverrar og einn- ar manneskju þannig að verkstjórinn getur fylgst með því á línuriti hvað hún er að vinna hratt og hvenær hún tekur sér vinnuhlé. Þann- ig er hægt að sjá nákvæmlega hvað hver starfs- maður framleiðir og unnt er að skoða vinnu hvers starfsmanns yfir ákveðin tímabil og bera starfsmenn saman með grafískum hætti. Og þegar starfsmenn fara til dæmis í morgunkaffi í sumum þessara hátæknifrystihúsa hefur listi yfir framleiðslu starfsmanna það sem af er morgni verið hengdur upp á töflu. Reyndar bannaði Tölvunefnd á sínum tíma að slíkir listar væru birtir undir nöfnum, þannig að þeir eru nú birtir með númerum, en starfsmönnum sem ég talaði við fannst það ekki skipta neinu máli því allir vissu hverjir báru hvaða númer.“ Guðbjörg Linda tekur fram að einstaklingsbundið eftirlit á vinnustöðum á borð við frystihús sé vissulega engin nýlunda. En rafrænt eftirlit með þessum hætti sé hins vegar komið á annað stig. Að sögn Guðbjargar Lindu tíðkast sítenging við tölvurita einnig utan framleiðslugreina, meðal annars í skrifstofuumhverfi. „Í þjón- ustuverum eru starfsmenn til dæmis oft tengd- ir tölvu sem mælir hvenær og hversu mikið þeir eru í samskiptum við viðskiptavini. Sum þess- ara fyrirtækja hafa samið formúlu sem segir til um æskilegt vinnuferli starfsmanna. Athygli mín var vakin á þessu og það varð ásamt öðru kveikjan að þessari rannsókn.“ Aukin öryggiskennd eða aukin streita? Guðbjörg Linda segir að erlendar rannsóknir hafi leitt í ljós að eftirlit á vinnustöðum hafi fyrst og fremst tvenns konar áhrif. Annars veg- ar auki það öryggiskennd starfsmanna og hins vegar geti það verið streituvaldur. „Það sem við þurfum að leggja mat á er hvað aðskilur þessa starfsmenn sem upplifa þetta á mismunandi hátt.“ Guðbjörg Linda hefur áður rannsakað vinnu- umhverfi starfsmanna í bönkum. „Gjarnan er litið svo á að eftirlitsmyndavélar í bönkum séu öryggisatriði, þær geti dregið úr hættu á bankaránum og svo framvegis. En einnig eru dæmi um að eftirlitsmyndavélum hafi verið komið fyrir á lokuðum vinnusvæðum, þar sem þær þjóna greinilega fyrst og fremst þeim til- gangi að hafa eftirlit með því hvort fólk er að vinna vinnuna sína. Og þá er eftirlitsmyndavél- in farin að þjóna svipuðu hlutverki og sítenging við tölvurita og getur valdið streitu.“ Í verðbréfafyrirtækjum er algengt að símtöl séu tekin upp, í þeim tilgangi að enginn vafi leiki á því hvað starfsmönnum og við- skiptavinum hafi farið í milli, og það er almennt álitið til hagsbóta fyrir starfsmenn. Guðbjörg segir að erlendar rannsóknir hafi hins vegar sýnt að rafrænt eftirlit, sem hefur þann tilgang að auka framleiðni, geti verið mikill streituvald- ur og að íslenskar rannsóknir gefi einnig vís- bendingar um að svo sé. Sumar fiskvinnslukon- ur hér á landi hafi þó bent á að þetta hafi orðið til þess að hvetja þær áfram og þannig hækkað bónusinn. „Það er því ekki hægt að setja allt eftirlit á vinnustöðum undir sama hatt og alhæfa um áhrif þess. Við þurfum að vera okkur meðvituð um að þessi tækni getur verið til góðs fyrir fyr- irtæki og starfsmenn, en það er jafnframt mjög auðvelt að misnota hana. Það getur verið freist- andi að safna upplýsingum um starfsmenn ein- göngu vegna þess að tæknin býður upp á það, þrátt fyrir að það hafi engan sérstakan til- gang.“ Traust, sjálfræði og fjölbreytni Í tengslum við rannsóknina hafa viðtöl verið tekin við stjórnendur á vinnustöðum þar sem eftirlit er haft með starfsfólki. „Atvinnurek- endur og stjórnendur eru almennt mjög með- vitaðir um að eftirlit á vinnustað geti verið streituvaldur. Annað sem kemur til er að þegar starf er skipulagt á þann máta að unnt er að koma við sítengingu við tölvurita er starfið yf- irleitt mjög einhæft. Fjölbreytni í starfi er hins vegar ákaflega mikilvæg forsenda þess að starfsfólki líði vel, eins og fjölmargar rann- sóknir hafa sýnt,“ segir Guðbjörg Linda. „Það skiptir einnig mjög miklu máli varðandi líðan starfsmanna að þeir upplifi traust og sjálf- ræði. Það að vera sífellt undir vökulu auga „stóra bróður“, hvort sem það er í formi myndavéla, sítengingar við tölvurita eða eftirliti með notkun síma og tölvupósts, getur vissulega grafið undan tilfinningu starfsmanna um að þeim sé treyst og að þeir njóti sjálfræðis.“ 18% svarenda undir rafrænu eftirliti á vinnustað Í tengslum við rannsóknina var spurn- ingakönnun lögð fyrir 1.500 manns á aldrinum 18–80 ára á landinu öllu, til að kanna umfang rafræns eftirlits á vinnustöðum hér á landi. Í ljós kom að um 18% svarenda kváðust vera undir rafrænu eftirliti á vinnustað. Slíkt eftirlit var algengast meðal skrifstofufólks, en rúm 28% þess svöruðu spurningunni játandi. Ekki var marktækur munur á milli kynja, en yngra fólk var líklegra til að vinna undir rafrænu eft- irliti en eldra fólk. Guðbjörg Linda segir að í könnun sem var gerð í völdum fyrirtækjum hafi komið í ljós að um 70% starfsmanna hafi lýst sig ósammála þeirri staðhæfingu að rafræn upplýsingasöfnun á vinnustöðum veiti starfs- mönnum öryggi og tæplega 70% hafi verið sam- mála því að hún valdi starfsmönnum óþæg- indum. „Í ljós kom að afstaða fólks fer þó mjög eftir starfssviði. Stjórnendur eru almennt séð jákvæðastir og sölumenn eru einnig frekar já- kvæðir. En ég vil vekja athygli á því að sam- kvæmt þessari rannsókn virðist sem stór hluti starfsmanna, eða um 70%, viti ekki hvort verið sé að fylgjast með þeim með rafrænum hætti. Til þess að heimilt sé að safna rafrænum upp- lýsingum þarf bæði að fá leyfi fyrir því hjá Per- sónuvernd og upplýsa starfsmenn með viðhlít- andi hætti, þannig að í raun ætti enginn að svara því til að hann viti ekki hvort hann sé und- ir eftirliti.“ Orðræðan tæknimiðuð Eftirlitstækni hefur þróast ört á und- anförnum árum. „Við höfum rætt við marga at- vinnurekendur sem nota rafræn eftirlitskerfi og í ljós hefur komið að upphafið hafi gjarnan verið það að atvinnurekendur hafa verið að uppfæra hjá sér tæknibúnað og fengið slík kerfi með í kaupunum, án þess að hafa endilega ósk- að eftir því sérstaklega eða áttað sig á því yfir höfuð að það væri hægt að safna rafrænum upplýsingum um vinnuframlag starfsmanna með svo auðveldum og nákvæmum hætti. Margir þeirra áttuðu sig til dæmis ekki á því að sækja þyrfti um leyfi til Persónuverndar til að skrá og safna slíkum upplýsingum. Bæði hér á landi og í nágrannalöndunum hefur því verið rætt um að atvinnurekendur séu ef til vill í mörgum tilfellum bara að safna upplýsingum vegna þess að þeim er það kleift, án þess að leiða hugann að því að það geti stangast á við lög um friðhelgi einkalífsins og verið neikvæður streituvaldur fyrir starfsmenn. Menn tala gjarnan eins og það sé tæknin sem ráði ferðinni. Og þarna þurfum við aðeins að staldra við. Það er auðvitað undir okkur sjálfum komið að hve miklu leyti við ætlum að láta tæknina stýra okkur inn í ákveðið vinnuferli. Orðræðan í samfélaginu er mjög tæknimiðuð. Í viðtölum okkar við stjórnendur kemur fram að þeim er auðvitað umhugað um starfsfólk sitt. Stjórnendur í dag vita að það er mikilvægt að fjárfesta í góðri líðan starfsmanna. Samt sem áður kemur þessi orðræða upp aftur og aftur. Ég hef á tilfinningunni að við stöndum mjög framarlega hér á landi varðandi innleiðingu ýmiss konar eftirlitstækni. En ég held að um- ræðan um ástæður þess og afleiðingar sé hins vegar komin mjög skammt á veg,“ segir Guð- björg Linda að lokum. Morgunblaðið/Arnaldur Guðbjörg Linda Rafnsdóttir ’ Það getur verið freistandi að safna upplýsingum umstarfsmenn eingöngu vegna þess að tæknin býður upp á það, þrátt fyrir að það hafi engan sérstakan tilgang. ‘ aith@mbl.is atvinnurekandi komi upp tæknilegum hindr- unum til að koma í veg fyrir að starfsmenn fari inn á ákveðnar síður, í stað þess að banna alfar- ið netnotkun í einkaþágu. Vísað er til þess að í Danmörku hafi fyrirtækjum verið talið heimilt að finna út hvaða heimasíður eru mest sóttar af starfsmönnum almennt, enda ljóst að munur sé á slíku og því að skoða heimasíðuheimsóknir til- tekins starfsmanns. Danir telja hins vegar að slík skoðun á heimasíðunotun einstakra starfs- manna geti verið heimil, sé grunur á því að starfsmaður fari ekki að þeim reglum sem gilda á vinnustaðnum um netnotkun. Sítenging við tölvurita Dæmi eru um að starfsmenn séu sítengdir tölvurita sem færir inn hvert viðvik í störfum þeirra, jafnvel í afkastahvetjandi tilgangi. Þess háttar sítenging þekkist í frystihúsum, þar sem teljari telur fiska í vinnslu og á öðrum stöðum er fylgst með áslætti á lyklaborð eða fjölda sím- hringinga. Ökusíritar hafa verið notaðir til að fylgjast með störfum manna, t.d. notaði Lands- síminn hf. slíkan búnað í hluta bíla sinna. Per- sónuvernd sagði ekkert athugavert við það, enda tilgangurinn, þ.e. hagræðing, fækkun óhappa og aukið öryggi starfsmanna, bæði lög- mætur og málefnalegur. Þar að auki vissu starfsmennirnir af síritanum og sýndu samþykki sitt í verki. Fylgst með ferðum starfsmanns Atvinnurekandi getur fylgst með ferðum starfsmanns á vinnustaðnum ef starfsmaður er t.d. með aðgangskort með segulrönd til þess að komast á milli staða. Þá mun einnig vera hægt með ákveðnum útbúnaði að fylgjast með því hvenær starfsmaður situr í sæti sínu. Um þetta segir Sigrún Henriette Kristjáns- dóttir að í báðum tilvikum þurfi að huga að því hvort tilgangurinn með vöktuninni sé málefna- legur. „Sem dæmi um málefnalegan tilgang í fyrra dæminu er hægt að hugsa sér vinnusvæði þar sem unnið er með hættuleg efni og einungis er heimilt að vera í snertingu við þau í takmark- aðan tíma,“ segir í úttekt hennar. „Vandasamt er að sjá að tilgangur með vöktun í seinna dæminu sé annar en sá að spara símsvör- unarfólki fyrirtækisins að hringja í viðkomandi starfsmann. Telja má að vinnsla persónuupplýs- inga sem eingöngu miðar að því að fylgjast með ferðum starfsmanns svo hægt sé að vita hvern- ig starfsmaður nýtir vinnutíma sinn sé lítilsvirð- andi og hljóti slíkt viðvarandi eftirlit að vera andstætt meginreglum um friðhelgi einkalífs [...]“ Notkun símtækja Hlustun atvinnurekanda eða yfirmanns á sím- töl starfsmanna, hvort heldur er endrum og eins eða reglulega, telst ekki vinnsla persónuupplýs- inga nema sá sem hlustar skrái sérstaklega nið- ur þær persónuupplýsingar sem fram koma í samtalinu. Hins vegar getur leynileg hlustun at- vinnurekenda á símtöl starfsmanna brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu og ákvæði stjórn- arskrárinnar um friðhelgi einkalífs. „Þá brýtur hlustun atvinnurekenda á símtöl starfsmanna sinna almennt séð gegn meginreglum vinnurétt- arins um rétt starfsmanns til að njóta virðingar í starfi. Reglur vinnuréttarins heimila þó hlustun á símtöl starfsmanna ef ljóst er að slíkt er ekki meiðandi fyrir starfsmann, ef slíkt er eingöngu gert á grundvelli ástæðna er varða starfsemina, ef slíkt veldur starfsmanni ekki tjóni eða umtals- verðu óhagræði og ef tilgangurinn með hlustun- inni er skynsamlegur,“ segir í úttektinni. Þá kemur fram, að hér á landi hafi færst í vöxt að atvinnurekendur hlusti á símtöl starfs- manna þegar þeir afgreiða viðskiptavini. Slíkt er ekki bannað í íslenskum lögum ef markmiðin eru málefnaleg, t.d. símenntun starfsmanna, og ef starfsmenn vita af fyrirkomulaginu og hafa samþykkt það. Söfnun upplýsinga um hvert starfsmaður hringir telst til persónuupplýsinga og gilda þá reglurnar um að upplýsingarnar séu unnar með sanngjörnum, málefnalegum og lögmætum hætti, þær séu fengnar í yfirlýstum, skýrum og málefnalegum tilgangi og þær skuli vera viðeig- andi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar. Þá mun að öllum líkindum einnig reyna á þau ákvæði persónu- verndarlaganna sem kveða á um fyrirfram sam- þykki starfsmanns fyrir skráningunni. Það telst hins vegar ekki söfnun persónu- upplýsinga ef t.d. eru aðeins skráðir fyrstu þrír tölustafirnir í númerinu sem hringt er í eða ef safnað er upplýsingum um hversu lengi er talað í símann. Starfsmanni telst heimilt, samkvæmt vinnuréttarreglum, að nýta sér síma atvinnurek- anda og með hliðsjón af Mannréttindasáttmála Evrópu hefur verið talið að atvinnurekandi geti ekki bannað starfsmönnum sínum að hringja í vinnutíma vegna einkaerinda. Ef símtöl starfsmanna eru tekin upp á band og varðveitt telst það söfnun persónuupplýs- inga. Færst hefur í vöxt að slík hljóðritun sé gerð í einkasímstöðvum fyrirtækja og opinberra stofnana. Þannig munu lánastofnanir t.d. hljóð- rita símtöl til að tryggja sönnun samninga við viðskiptamenn. rsv@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.