Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ virðist hafa færst í vöxt á seinustu áratugum að svokallaðir toppmenn í viðskiptalífinu fái greidd laun, sem eru langtum hærri en laun venjulegs fólks. Svo- nefnd ofurlaun. Það eru einkum forstjórar og stjórnarformenn stórfyrirtækja, sem þannig eru launaðir. Mánaðarlaun slíkra manna skipta millj- ónum á meðan al- menningur verður að láta sér nægja brot af þeirri upphæð, jafnvel niður fyrir hundrað þúsund krónur. Ef spurt er um rök fyrir því að greiða mönnum svo hátt kaup er því oftast svarað til, að þessir menn beri svo þunga ábyrgð og þess vegna þurfi að greiða þeim svona hátt kaup. Þarna virðist gengið út frá því, að ábyrgð- artilfinning manna aukist með hækkandi launum. Þessi kenning um ábyrgðartilfinningu ofurlauna- manna hefur beðið nokkurn hnekki upp á síðkastið af ýmsum ástæðum bæði hér á landi og út um heim. Kemur þar m.a. til, að ofur- launamennirnir hafa ekki reynst eins ábyrgir og við var búist; æ fleiri úr þeim hópi lenda í klandri vegna fjármálamisferlis, svo að segja má, að hinn frjálsi markaður logi allur í slíkum málum. Í öðru lagi virðast þessir ofur- launamenn vera farnir að færa sig upp á skaftið og heimta sífellt meira í sinn hlut, svo að almenningi er hætt að standa á sama. Í Morg- unblaðinu 7. mars 2002 var vitnað í umfjöllun um þetta í norska blaðinu Verdens Gang. Þar segir frá ofur- launamanni, Percy Barnevik, sem hafði verið stjórnarformaður hjá sænsk-svissneska iðnrisanum ABB og fengið sem svarar 8,7 milljörðum íslenskra króna í starfsloka- greiðslur. Eitthvað þótti þetta furðuleg ráðstöfun, svo að blaðið hafði samband við tvo sálfræðinga, sem höfðu velt þessu fyrir sér, og þeir spurðir, hverju þetta sætti. Inge Bror- son, sérfræðingur í vinnu- og skipulagssálfræði, taldi, að hugarfarsbreyting yrði hjá frammámönnum, sem hefðu verið lengi á toppnum og vanist háum launum. Annar sálfræðingur orðaði þetta svo, að ofurlaunin gerðu það að verkum, að þessir menn misstu tengslin við jörðina. Rekstrarhag- fræðingur, sem var spurður álits, sagði, að forstjóra fyrirtækja- samsteypu, sem velti milljörðum, fyndist milljónin vera bara dropi í hafið. Er það ekki þetta, sem er kallað að vera veruleikafirrtur? Lýsing sérfræðinganna skýrir þannig hegðun þessara manna út frá sálrænum eða geðrænum for- sendum. Vinnuumhverfið breytir viðhorfi þeirra, hefur geðræn áhrif á þá, þeir verða fíklar. Þessar háu upphæðir verka á þá eins og fíkni- lyf, þeir þurfa sífellt stærri skammta, hærra og hærra kaup, þeim finnst milljónin „eins og dropi í hafið“. Fíknin er óseðjandi, fíkill- inn er eins og minkurinn, sem drep- ur meira en hann étur. Vandamál það, sem hér hefur verið lýst, virðist hafa stungið sér niður á Íslandi eins og í öðrum löndum „hins siðmenntaða heims“. Vitneskjan um það hefur valdið meiri háttar titringi í þjóðfélaginu ofan frá og niðrúr. Það er eins og mannskæð drepsótt hafi borist til landsins. Það er kallað á þjóðarátak gegn þessum vágesti, gróðafíkninni. Gróðafíknin er náskyld spilafíkn- inni. Í báðum tilvikum er óeðlileg fíkn í peninga. Spilafíknin er við- urkennt heilsufarslegt og félagslegt vandamál. Í samræmi við það hefur þjóðfélagið komið sér upp meðferð- arstofnun í tengslum við SÁÁ- samtökin, þar sem þessir sjúklingar eiga kost á meðferð við fíkn sinni. Gróðafíknin er af sama stofni og spilafíknin, og fyndist mér því koma til greina að stofna deild, t.d. í tengslum við SÁÁ, þar sem gróða- fíklum yrði boðið upp á hjálp til að brjótast undan oki fíknarinnar. Hér er um alvarlegt vandamál að ræða, sem krefst skjótra úrræða. Guðmundur Helgi Þórðarson skrifar um ofurlaun ’Gróðafíknin er náskyldspilafíkninni. Í báðum tilvikum er óeðlileg fíkn í peninga. ‘ Guðmundur Helgi Þórðarson Höfundur er fyrrv. heilsugæslulæknir. Um gróðafíkn MEÐ hækkandi sól er gagnlegt að líta fram á veginn og reyna að greina nokkur mikilvæg viðfangs- efni sem blasa við á vettvangi umhverf- ismála. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru án efa eitt erfiðasta viðfagnsefni samtím- ans. Þrátt fyrir nokkra viðleitni hefur alþjóða- samfélaginu ekki enn tekist að ná samstöðu um nauðsynlegar að- gerðir til að takmarka losun gróðurhúsa- lofttegunda. Þar veldur mestu tómlæti stjórn- valda í Bandaríkjunum. Stjórnvöld hér á landi taka þátt í al- þjóðlegu metnaðarfullu vetnisverk- efni. Í því felast vonir um tækniþró- un sem geti auðveldað þjóðum heims að takast á við loftslagsvand- ann. Lítið hefur borið á öðrum nauðsynlegum aðgerðum hér á landi til að stemma stigu við vaxandi los- un gróðurhúsalofttegunda. Fyr- irsjáanlegt er að losun frá stóriðju mun aukast verulega á næstu árum og hefur íslenskum stjórnvöldum tekist að fá þjóðir heims til að fall- ast á þá þróun. Lítið sem ekkert hefur borið á tilraunum íslenskra stjórnvalda til að takmarka eða minnka losun gróðurhúsaloftteg- unda frá sjávarútvegi og sam- göngum. Benda spár umhverf- isráðuneytisins til þess að losun frá samgöngum kunni að vaxa um 40% frá árinu 1990, sem er viðmiðunarár Kyotobókunarinnar, til ársins 2020. Þetta er óásættanleg þróun og löngu tímabært að þróa og innleiða aðgerðir sem gætu orðið til að draga verulega úr henni. Brennsla eldsneytis er helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Eitt af því sem brýnt er að lagfæra og tengist þessu máli eru skattar og gjöld á eldsneyti. Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og verndun Jökulsár á Fjöllum er verkefni sem virðist njóta nokkuð víðtæks stuðnings. Margir erlendir sérfræðingar haft sagt að verndun þessa svæðis gæti orðið afar merkt framlag til náttúruverndar á heims- vísu. Það er mikilvægt að vinna að málinu í samvinnu við viðkomandi sveit- arfélög og virkja þau til þátttöku í und- irbúningi og skipulagi. Það má þó ekki verða til þess að menn missi sjónar á þeim fram- sæknu náttúruvernd- armarkmiðum sem þjóðgarðurinn verður að fela í sér. Stofnun og rekstur þjóðgarðs af þessari stærð- argráðu er stórt og kostnaðarsamt verk- efni. Leita verður leiða til að skapa þjóðgarðinum fjárhags- legar forsendur til lengri tíma litið. Framkomnar hugmyndir þess efnis að Landsvirkjun og Alcoa greiði einskonar landleigu í sérstakan sjóð sem nýttur yrði til að fjármagna þjóðgarðinn eru athygli verðar. Það er þó brýnt að slík fjármögnun verði alfarið á forsendum náttúruverndar. Tillögur umhverfisráðherra um náttúruverndaráætlun eru fram- sæknar og metnaðarfullar. Nú eru þær til umfjöllunar hjá Alþingi og fái þær farsæla afgreiðslu þar verða þær afar gagnlegur leiðarvísir fyrir starf á þessum vettvangi næstu ár- in. Eitt mikilvægt atriði hefur þó gleymst í tillögum umhverf- isráðherra, þ.e. stækkun friðlands- ins í Þjórsárverum. Fram hefur komið að heimamenn eru hliðhollir stækkun friðlandsins og nú er ljóst að afla má orku til stóriðju í Hval- firði með hagkvæmum hætti án þess að byggja virkjunarmannvirki í Þjórsárverum. Það er því tímbært að Landsvirkjun falli frá öllum áformum um virkjun á eða við þetta verðmætasta svæði hálendisins. Nýting jarðvarma og vatnsafls hefur haft jákvæð áhrif á lífskjör í landinu. Nýleg skýrsla um ramma- áætlun bendir til þess að afla megi frekari orku án þess að valda mikl- um skaða á náttúru landsins. Nátt- úra landsins og landslag er afar mikilvæg auðlind og munu verð- mæti þessarar auðlindar eflaust fara vaxandi. Með því að fylgja þeim ráðum sem koma fram í skýrslu rammaáætlunar má halda áfram að auka nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa án þess að eyðileggja auðlindir eins og landslag, víðerni og lífríki. Frekari virkjun endurnýj- anlegra orkugjafa og náttúrvernd geta átt samleið og það er góður vegvísir fyrir sjálfbæra þróun. Mikil umræða um laxeldi á þessu ári hefur aftur varpað ljósi á þá hættu sem stafar af eldislaxi í sjókvíum. Íslenskur villtur lax er mikil gersemi í lífríkinu og jafn- framt mikilvæg uppspretta atvinnu og tekna í hinum dreifðu byggðum landsins. Það er nauðsynlegt að endurskoða þau starfsleyfi sem gilda fyrir laxeldi í sjókvíum og ganga þannig frá málum að þessi vaxtarbroddur í atvinnulífinu valdi ekki óbætanlegum skaða í lífríkinu. Skammtíma hagnaðarhagsmunir mega ekki ráða ferð í þessu máli. Spor í rétta átt væri að banna eldi á laxi sem getur orðið kynþroska. Umhverfismál eru mál sem varða alla. Það er sjálfsagt og eðlilegt að gera kröfur til stjórnvalda um að sett séu lög og reglur sem vernda lífríkið, umhverfið og heilbrigði fyr- ir mengun og eyðileggingu. En hver og einn verður jafnframt að líta sér nær. Það er svo ótal margt sem fólk getur gert í daglegu lífi sem bætir stöðu umhverfismála. Landvernd hefur reynt að virkja þennan kraft með verkefninu Vistvernd í verki. Þetta verkefni heldur áfram á þessu ári með góðum stuðningi umhverf- isráðuneytisins og nokkurra fram- sækinna fyrirtækja. Í ársbyrjun getur verið gagnlegt að fara yfir rekstur heimilisins og spyrja hverju má þar breyta til að bæta hag um- hverfisins. Þátttaka í Vistvernd í verki gerir þetta viðfangsefni auð- velt og skemmtilegt. Umhverfisverndarsamtök gegna mikilvægu hlutverki í samfélags- umræðunni. Þau stuðla að fræðslu og upplýstri umræðu um umhverf- ismál og veita stjórnvöldum nauð- synlegt aðhald. Staða umhverf- isverndarsamtaka á Íslandi hefur verið veik. Má það m.a. rekja til stefnu stjórnvalda og fram- kvæmdagleði sem fyrst og fremst er rekin á efnahagslegum forsendum með skammtímahagsmuni að leið- arljósi. Stefna þar sem hagur heild- arinnar er að víkja fyrir hag sér- hagsmunahópa og fjársterkra aðila. Að vinna að náttúruverndarmálum er langtímamarkmið og hugsjón sem gefur fæstum þeim sem vinna að þeim málum von um eigin gróða. Náttúruverndarhugsjónin byggist m.a. á þeirri trú að fegurðin og þeir þættir sem sem gera okkur að betri manneskjum og ástin á landinu sé mikils virði fyrir íslenska þjóð. Þættir sem munu skila samfélaginu meiri efnahagslegum og fé- lagslegum ávinningi til lengri tíma litið en þau sjónarmið sem nú ráða ríkjum í þjóðfélaginu. Jafnframt á þeirri vitneskju að ef íbúar heimsins snúa ekki við óheillavænlegri þróun í umhverfismálum er mikil vá fyrir dyrum. Þess vegna þurfa umhverf- isverndarsamtök meiri stuðning al- mennings og fyrirtækja sem sýna samfélagslega ábyrgð. Skoð- anakannanir sem gerðar hafa verið benda til að umhverfisvernd- arsamtök njóti almenns stuðnings í samfélaginu. Það er því afar mik- ilvægt að þeir Íslendingar sem vilja treysta hlut umhverfisverndarsjón- armiða í samfélagsumræðunni gangi til liðs við umhverfisvernd- arsamtök og gerist félagar eða stuðningsmenn þeirra. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar um náttúruvernd Ólöf Guðný Valdimarsdóttir ’Að vinna að náttúru-verndarmálum er langtímamarkmið og hugsjón sem gefur fæstum þeim sem vinna að þeim málum von um eigin gróða.‘ Höfundur er formaður Landverndar. Umhverfismál á nýju ári Á DÖGUNUM fengu Guðrún Hall- dórsdóttir skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur og Grandi hf. viðurkenn- ingu Alþjóðahússins fyrir merkilegt fram- tak í íslenzkukennslu fyrir nýbúa og var það lofsverð verðlaunaveit- ing. Af þessu tilefni vil ég vekja athygli á ís- lenzkukennslu fyrir nýbúa í framhalds- skólum og raunar einn- ig kennslu fyrir þá ís- lenzka unglinga sem alizt hafa upp erlendis og ekki fengið form- lega kennslu í móð- urmáli sínu. Vanda- málin eru þessi: 1) Margir nýbúar flytjast til landsins með foreldrum sínum og setjast hér í grunn- skóla og fá enga kennslu í móðurmáli sínu og íslenzka verður ekki lærð í einu vet- fangi þótt vel sé að verki staðið. Brýnt er að þeir nái tökum á daglegu máli hið fyrsta. 2) Í framhaldsskóla geta nýbúar lært íslenzku fyrir útlendinga í sér- stökum áföngum, en vandamálið er að ótækt er að kenna saman að öllu leyti unglingum frá Austur-Evrópu og Suðaustur-Asíu, svo dæmi sé tekið; uppruni þeirra, menningararfleifð, viðhorf og gagnólík móðurmál valda því að beita þarf ólíkum aðferðum. 3) Margir íslenzkir unglingar alast upp á erlendri grund með foreldrum sínum í námi eða við störf. Þeir læra daglegt mál, en marga þeirra skortir hugtakalæsi; þeir skilja orðin sem „talað er með“, en síður hugtök eins og landhelgi, lögræði, sjálfs- þurftabúskapur, samsteypustjórn svo einhver séu nefnd af handahófi. Sama gildir um nýbúa sem náð hafa góðum tökum á daglegu máli og bjarga sér prýðilega á vinnustað eða í banka og búðum. En hvað er þá til ráða? Fólk flyzt til Íslands og sezt hér að. Brýnt er að nýbúar læri mál lands- manna því það er lykill að menntun, arðbærum störfum og félagslegum velfarnaði. Margt hefur verið vel gert, en eftirfarandi úrræði eru nauðsyn- leg: 1) Skólar þurfa að semja einstökum nýbúum sérstaka námskrá sem tekur mið af fyrra námi, styrkleika þeirra og störfum. 2) Tryggja þarf skólum fé til þess að geta sinnt einstaklingum utan hefðbundinna hópa eða bekkja; oft þarf lítinn tíma til þess að koma nem- endum á skrið í einstökum greinum sem byggjast á góðri kunnáttu í ís- lenzku; saga, félagsfræði, landafræði o.s.frv. 3) Skólar þurfa að ráða túlk í ein- staka tilvikum til þess að geta átt eðli- leg samskipti við heimili viðkomandi nemenda. 4) Skólar þurfa að geta endur- menntað móðurmálskennara til þess að kenna íslenzku sem erlent mál, því til þess þarf allt aðra aðferðafræði en tíðkast í kennslu móðurmáls. 5) Kanna þarf hugtakaskilning ís- lenzkra unglinga sem koma í skóla án formlegrar kennslu í móðurmáli sínu. Rannsóknir benda til að þeir nýbú- ar, sem fá kennslu í móðurmáli sínu, spjari sig betur við að læra ríkjandi tungumál en hinir. Vísast er það óframkvæmanlegt í fá- menni hérlendis úr því að ríkum þjóðum með fleiri innflytjendur en við hefur mistekizt í þessum efnum. En hitt getum við gert: veitt það fé sem þarf til þess að kenna nýbúum á unglingsaldri íslenzku þannig að þeir verði góðir samfélags- þegnar í málfarslegum skilningi. Morgunblaðið segir í leiðara 3. janúar að „grundvallarfærni í tungumálinu sem talað er í nýju heimalandi er í stuttu máli lykillinn að aðlögun þeirra að sam- félaginu“. Þetta er rétt og verði þetta vanrækt blasir við félagslegur ófarnaður af því tagi sem nágrannar okkar á Norðurlöndum og í Bret- landi glíma nú við – með litlum árangri, en miklum harm- kvælum. Íslenzka fyrir nýbúa Sölvi Sveinsson skrifar um tungumálanám Sölvi Sveinsson ’Brýnt er aðnýbúar læri mál landsmanna því það er lykill að menntun, arð- bærum störfum og félagslegum velfarnaði.‘ Höfundur er skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla. Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.