Morgunblaðið - 27.01.2004, Qupperneq 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SÉRFRÆÐINGAR á vegum Tækniháskóla Ís-
lands hafa nýlega lokið viðamiklu mati á því hvar
á höfuðborgarsvæðinu sé heppilegast að reisa
skólanum nýtt húsnæði og verður mennta-
málaráðherra gerð grein fyrir þessum nið-
urstöðum innan fárra daga. Þetta kom fram í
ræðu Stefaníu Katrínar Karlsdóttur, rektors
Tækniháskóla Íslands (THÍ), við brautskráningu
nemenda í Grafarvogskirkju á laugardag. Skólinn
er 40 ára í ár, og sagði Stefanía að hún óskaði
einna helst eftir ákvörðun stjórnvalda um að
hefja byggingu sérhannaðs húss fyrir skólann í
afmælisgjöf, en hann er nú rekinn í óhentugu iðn-
aðarhúsnæði að hennar sögn.
Í ræðu sinni kom rektor einnig inn á mikilvægi
skólans eins og það endurspeglast í þörf atvinnu-
rekenda fyrir vinnuafl með þá menntun sem skól-
inn býður upp á. „Stjórnendur í íslenskum fyr-
irtækjum gera sér fulla grein fyrir því að án vel
menntaðs starfsfólks gengur áætlun þeirra um
vöxt og þróun illa upp. Þetta viðhorf kemur vel
fram í nýlegri könnun á vegum Samtaka iðnaðar-
ins þar sem fram kemur að þörf iðnaðarins fyrir
aukna tæknimenntun á háskólastigi er viðvar-
andi. Iðnfyrirtæki landsins telja sig þurfa að bæta
við ríflega 3.000 starfsmönnum með raungreina-,
tækni-,verkfræði-, iðn- eða starfsmenntun af ein-
hverju tagi.
Jafnframt er þörf þessara sömu fyrirtækja fyr-
ir fjölgun rúmlega 400 starfsmanna með háskóla-
próf í viðskiptagreinum. Í þessari könnun kemur
einnig fram að rúmlega 80% forstjóra og fram-
kvæmdastjóra fyrirtækja innan Samtaka iðn-
aðarins telja fyrirtæki sín hafa þörf fyrir endur-
og símenntun starfsmanna sinna,“ sagði Stefanía.
Hlutverk skólans mikilvægt
Nýr menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, nemendur og gesti. Í ræðu sinni
sagði menntamálaráðherra það afar mikilvægt að
hlúa að því starfi sem fram fer við skólann, ekki
síst í ljósi nýlegra niðurstaðna úr könnun Sam-
taka atvinnulífsins sem rektor minntist á, og
sagði hún að þarna hefði THÍ mikilvægu hlut-
verki að gegna.
SI styrkir lektorsstöðu
Stjórn Samtaka iðnaðarins (SI) ákvað á síðasta
stjórnarfundi að bjóða Tækniháskóla Íslands að
gera samning sem kveður á um að samtökin
styrki til þriggja ára hálfa lektorsstöðu í tölvu- og
upplýsingatæknifræði sem sérstaklega er ætluð
til þróunar og uppbyggingar fjarnáms í tækni-
greinum.
Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri SI, lýsti
þessari ákvörðun í ávarpi við brautskráninguna.
Hann sagði að tæknigreinar hefðu átt undir högg
að sækja undanfarin ár en nýir námsmöguleikar
sem THÍ bjóði nú fram væru til þess fallnir að
gefa iðnaðarmönnum tækifæri til framhalds-
náms. Óvænt mikil aðsókn að fjarnámi í iðnfræði,
sem nú yrði einnig kennd í fjarnámi, staðfesti að
hér væri um að ræða tækifæri sem hefði tilfinn-
anlega skort.
Alls voru 199 nemendur brautskráðir á laug-
ardag, og hafa aldrei áður útskrifast svo margir í
einu frá skólanum. Frá tæknideild brautskráðust
samtals 49 nemendur, 18 iðnfræðingar og 31
tæknifræðingur með B.S. gráðu. Alls útskrif-
uðust 118 nemendur úr rekstrardeild, af þeim
voru 52 með diplóm í rekstrarfræði og 66 að ljúka
BS gráðu í viðskiptafræði.
Auk þess brautskráðust 32 nemendur úr frum-
greinadeild með raungreinadeildarpróf en það
jafngildir stúdentsprófi af raungreinasviði.
Alls útskrifuðust 199 nemendur frá Tækniskóla Íslands á laugardag og er það stærsti hópurinn sem brautskráðst hefur í einu frá skólanum.
Stærsti hópurinn sem brautskráður er frá Tækniháskóla Íslands
Vilja ákvörðun um nýja byggingu
SÖLUSKRIFSTOFA Fasteigna- og
skipasölu Austurlands var opnuð í
Neskaupstað í liðinni viku. Aðal-
stöðvar Fast-
eigna- og skipa-
sölu Austurlands
eru á Egilsstöð-
um en söluskrif-
stofan í Neskaup-
stað er önnur
skrifstofan sem
opnuð er á Aust-
urlandi. Fyrir var
ein slík á Vopna-
firði.
Að sögn Kristínar Hjördísar Ás-
geirsdóttur, fasteignasala og for-
stöðumanns söluskrifstofunnar, er
það einkum skortur á fasteignum og
hækkandi verð sem einkenna fast-
eignamarkaðinn í Fjarðabyggð
þessa dagana. Aðspurð sagði hún að
þeir sem helst leituðu eftir eignum
um þessar mundir væru íbúar í
Fjarðabyggð, brottfluttir Austfirð-
ingar og austfirskir námsmenn sem
eru að ljúka námi og sjá nú tækifæri
og möguleika á búsetu og vinnu í
heimabyggð. Einnig sagði hún ljóst
að íbúar þyrftu að huga að nýbygg-
ingum. „Nú er tækifærið fyrir þá
sem búa í of stórum húsum að selja
eignir sínar og byggja viðhaldsminni
eignir í heppilegri stærð. Það er
bjart fram undan fyrir hönd Aust-
firðinga.“
Við sama tækifæri var opnuð mál-
verkasýning í húsnæði skrifstofunn-
ar þar sem félagar í Listasmiðju
Norðfjarðar sýna verk sín. Einnig
opnaði Guðmundur Bjarnason, bæj-
arstjóri í Fjarðabyggð, nýjan vef
Fasteigna- og skipasölu Austur-
lands, www. austurland.is.
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Söluskrifstofa Fasteigna- og skipasölu Austurlands var opnuð í Fjarðabyggð á dögunum.
Skortur á eignum
og hækkandi verð
Söluskrifstofa Fasteigna- og skipasölu
Austurlands opnuð í Fjarðabyggð
Kristín H.
Ásgeirsdóttir
Neskaupstaður. Morgunblaðið.
KOSIÐ verður til stúdentaráðs og
háskólaráðs Háskóla Íslands 11. og
12. febrúar næstkomandi. Um
helgina var tilkynnt hverjir munu
skipa framboðslista Vöku, félags
lýðræðissinnaðra stúdenta, og
Röskvu, samtaka félagshyggju-
fólks. Síðasta ár hefur Vaka haft
meirihluta í stúdentaráði og stjórn-
að starfi SHÍ.
Kosið er um níu fulltrúa til stúd-
entaráðs til tveggja ára en alls
sitja átján fulltrúar í ráðinu. Helm-
ingi þeirra er skipt út árlega og
það framboð sem nær meirihluta
atkvæða í kosningum stjórnar í
krafti meirihluta síns. Tveir stúd-
entar eru kosnir til setu í háskóla-
ráð til tveggja ára og sitja þeir
einnig fundi stúdentaráðs.
Framboðslisti Röskvu
til stúdentaráðs:
1. Gunnar Örn Heimisson, ís-
lenska og sagnfræði
2. Inga Guðrún Kristjánsdóttir,
sálfræði
3. Hrafn Stefánsson, stjórn-
málafræði
4. Agnar Freyr Helgason, hag-
fræði
5. Eva Bjarnadóttir, kynjafræði
6. Helga Tryggvadóttir, líffræði
7. Helgi Bárðarson, umhverfis- og
byggingarverkfræði
8. Þórhildur Guðrún Ólafsdóttir,
bókmenntafræði
9. Ármann Einarsson, við-
skiptafræði
10. Sara Elísabet Svansdóttir,
vélaverkfræði
11. Marvin Lee Dupree, bók-
menntafræði
12. Ari Már Fritzson, sjúkraþjálf-
un
13. Iðunn Vignisdóttir, mannauðs-
stjórnun
14. Kristbjörn H. Björnsson, sagn-
fræði
15. Jóhanna Katrín Magnúsdóttir,
lögfræði
16. Margrét Björk Sigurðardóttir,
líffræði
17. Guillermo A. Román, raf-
magns- og tölvuverkfræði
18. Ingvi Snær Einarsson, lögfræði
Framboðslisti Röskvu
til háskólaráðs:
1. Anna Pála Sverrisdóttir, lög-
fræði
2. Ásthildur Erlingsdóttir, lækn-
isfræði
3. Sigurgeir Gunnarsson, tölvu-
og rafmagnsverkfræði
4. Þórir Bjarnason, japanska og
enska
5. Ásrún Ösp Jónsdóttir, hjúkr-
unarfræði
6. María Guðmundsdóttir, tölv-
unarfræði
Framboðslisti Vöku
til stúdentaráðs:
1. Árni Helgason, lögfræði
2. Jóhanna Harpa Agnars-
dóttir, viðskiptafræði
3. Hrefna Lind Ásgeirsdóttir,
hugbúnaðarverkfræði
4. Hannes Rúnar Hannesson,
saga/enska
5. Kristín María Birgisdóttir,
stjórnmálafræði
6. Borgþór Ásgeirsson, sálfræði
7. Þórarinn Arnar Ólafsson,
læknisfræði
8. Aldís Magnúsdóttir, hagfræði
9. Sigríður Friðriksdóttir,
hjúkrunarfræði
10. Hulda Hallgrímsdóttir, iðn-
aðarverkfræði
11. Kristján Karlsson, guðfræði
12. Lísa Björk Hjaltested, líf-
fræði
13. Viðar Jökull Björnsson,
ferðamálafræði
14. Gunnar Arnar Gunnarsson,
byggingarverkfræði
15. Díana Dögg Sæmundsdóttir,
félagsfræði
16. Jan Kutrzeba, viðskiptafræði
17. Ingunn Guðbrandsdóttir, sál-
fræði
18. Drífa Kristín Sigurðardóttir,
lögfræði
Framboðslisti Vöku
til háskólaráðs:
1. Bryndís Harðardóttir, hag-
fræði
2. Baldvin D. Petersson, stjórn-
málafræði
3. Heiðdís Halla Bjarnadóttir,
franska
4. Margrét Ófeigsdóttir, við-
skiptafræði
5. Berglind Bára Sigurjóns-
dóttir, lögfræði
6. Davíð Gunnarsson, hagfræði
Framboðslistar Vöku
og Röskvu kynntir
SKORAÐ var á Össur Skarphéð-
insson, formann Samfylkingarinn-
ar, og Bryndísi Hlöðversdóttur,
þingflokksformann, að gera ýtar-
lega grein fyrir framgangi eftir-
launafrumvarpsins í þingflokki
Samfylkingarinnar á fundi Alþýðu-
flokksfélags Reykjavíkur, sem á
aðild að flokknum, 22. janúar sl.
Orðrétt segir í ályktun sem sam-
þykkt var á fundinum: „Meirihluti
þingflokks Samfylkingarinnar
studdi framlagningu frumvarps
um eftirlaun ráðherra o.fl.
Við lokaafgreiðslu frumvarpsins
var þingflokkurinn þrískiptur.
Launþegasamtökin brugðust
verulega hart við frumvarpinu og
mjög mörgum félögum Samfylk-
ingarinnar var illa brugðið.
Það er ljóst að neikvæðar get-
gátur, sem uppi hafa verið vegna
þessa máls verða ekki kveðnar nið-
ur nema með því að félögum í
Samfylkingunni verði veittar allar
upplýsingar um málavöxtu, þar
með um aðkomu, efnistök og af-
greiðslu málsins í þingflokknum.
Því samþykkir fundurinn að
beina því til formanns Samfylking-
arinnar og formanns þingflokks
hennar að gera komandi flokks-
stjórnarfundi ýtarlega grein fyrir
öllum þáttum þessa erfiða máls.“
Margir gagnrýndu forystuna
Pétur Jónsson, formaður Al-
þýðuflokksfélags Reykjavíkur,
segir marga hafa gagnrýnt forystu
Samfylkingarinnar fyrir að halda
ekki fund með stuðningsfólki til að
upplýsa um gang þessa máls.
Hann segist reikna með að flokks-
tjórnarfundur verði haldinn fljót-
lega.
Gagnrýna samþykkt
eftirlaunafrumvarps
Spyrja um
aðkomu
Samfylk-
ingarinnar